Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HARALD GUNNAR HALLDÓRSSON + Harald Gunnar Halldórsson var fæddur í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Landspít- alanum 7. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 14. nóvember. Fyrrverandi yfirmaður minn, lærifaðir og vinur Harald G. Hall- dórsson er látinn. Þetta varð mér ljóst er ég las Morgunblaðið að kveldi 11. september síðastliðinn. Á þeim tíma beið ég gestakomu fyrr- verandi kollega míns, en báðir höfð- um við lært fagmennsku okkar hjá Halla. Mér varð strax söknuður og harmur í huga við þessi tíðindi, því Halli var mikill vinur minn, ekki síst á seinni árum ferils míns hjá Pósti og síma, þótt það samband okkar hafi að vonum minnkað eftir að störfum mínum lauk nokkuð skyndilega hjá fyrirtækinu fyrir þremur árum. Kynni okkar Halla hófust er ég réðst til hans sem verkamaður við skurðgröft og jarðsímalagnir sumarið 1964, þá 16 ára gamall. Frá upphafi varð okkur Halla vel til vina, þó að kæmi fyrir að upp úr syði milli okkar á stundum, enda var Halli harður og strangur yfir- maður sem óharnðaður unglingur- inn þoldi illa, en svoleiðis mál voru leyst á mannlegan hátt í þá daga. Síðar á starfsferli okkar Halla höfð- um við gaman af þessu öllu og rifj- uðum við þau mál oft upp í sam- tölum okkar. Með Halla Halldórs er genginn mikill lærifaðir. Það má segja að hann hafi kennt öllum núverandi og fyrrverandi jarðsímatenginga- mönnum fræði sín, þótt ég og fleiri hafi numið að hluta hjá hálfbræðr- um hans, þeim Alfreð og Lúðvík. Mér er afar hlý minningin um þessa bræður, enda mótuðu þeir mig til lífsins og starfans hjá fyrir- tæki sem eg átti eftir að starfa hjá í 30 ár. í þeirri mótun átti Halli mjög dijúgan þátt, hann innprent- aði mjög í okkur vandvirkni og hollustu við fyrirtækið. Varð hann mér afar náinn sem mátti helst líkja við föðurlega um- hyggju. Hann vildi vita um hagi manns og aðbúnað, enda fannst honum hann eiga mikið í okkur strákunum, eftir áralanga verk- stjórn og skólun. Seinna á ferli okkar, er við vorum orðnir verkstjórar sjálfir, tók Halli við nemendum frá okkur. Samband- inu sem þá skapaðist mátti líkja við að hann væri að taka við og kenna okkar eigin börnum, þótt það ætti ekki alltaf við, en þó eru dæmi þess, og átti sonur minn þess kost að verða meðal síðustu nemenda hans. Því má segja að kennsluferill Halla spanni tvo ættliði hjá sama fyrirtæki og má það kaliast harla gott ævistarf. Við sem nutum leiðsagnar hans þökkum honum af heilum hug. Minningin um yfirmann, læriföður og vin verður mér ævinlega hlý. Blessuð sé minning Haralds G. Halldórssonar. Við Jóna vottum Kötu og börnum hans okkar dýpstu samúð og vonum að góður guð styrki þau og styðji. Árni Sædal og fjölskylda, ísafírði. GUÐFINNA KAREN BRYNJÓLFSDÓTTIR + Guðfínna Karen Brynjólfs- dóttir fæddist 19.12. 1946 í Hafnarfirði. Hún Iést á heimili sinu, Hrauntungu 4, Hafnar- firði, 15. október siðastliðinn. og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 23. október. Kveðja til Karenar Á kertinu mínu ég .kveiki í dag, við krossmarkið helgi og griðar. Því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég fínn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda. í hjarta og i bijósti hvers manns nú birtir og friður er yfir því ljósið á kertinu lifír. Sá einn þekkir gleðina, gáska og flör, sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Með þessum fáu orðum vil ég minnast þín, elsku Karen, svo fal- leg, brosmild, hlý og góð. Þín er sárt saknað. Þú lifir áfram i minn- ingu minni. Guð geymi þig. Elsku Grétar, Siggi, Arnar, Brynjar og Brynjólfur og aðrir aðstandendur, megi góður Guð hugga ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Guð geymi ykkur. Þuríður Bettý Eyjólfsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldsiaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dáiksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regia, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Ekki hægt að afpanta barnið LÆKNAVÍSINDI nútímans hafa m.a. auðveldað foreldrum, sem ekki hafa getað eignast böm með hefðbundnum hætti, að fá heitustu óskina uppfyllta með þvi að nota tæknina til þess að hjálpa við sköpun barnsins. Alls kyns fijósemislyf eru kon- um gefin og er árangurinn oft undraverður. Stundum verka þau betur en til er ætlazt, og fæðast nú fleiri fjölburar en áður gerðist. Svonefndar glasa- fijóvganir eru orðnar svo al- gengar, að það passar varla lengur að segja við fagra konu á rómantísku síðsumarkvöldi: „Eigum við að fá okkur örlítið í glas saman?“ Þetta minntist ég á í grein fyrir nokkrum árum. Tækninni fleygir fram á þessu sviði, og hérna í henni Ameríku koma stöðugt fram nýjar og nýjar fréttir um tilurð og fæð- ingar barna, þar sem beitt hefir verið hinum og þessum furðu- legum aðferðum. Næstum allt virðist vera mögulegt, því egg, sæði og fósturvísar eru til sölu. Hægt er nú að bæta upp ófijó- semi einstaklinga og hér um bil allar óskir virðist vera hægt að uppfylla. Svoleiðis var það með konuna á sextugsaldri hér vestur í landi, sem útvegaði sér egg og sæði, lét fijóvga í glasi og planta svo í sig miðja. Þegar fjölmiðlar gagnrýndu vísdóm þess að skaffa ungabarni svona gamla móður, afsakaði læknir hennar sig með því að segja, að sér hefí skilist, að konan ætlaði að ganga með barnið fyrir dóttur sína. Svo hefir hún líklega ætlað að gefa henni það í jólagjöf. Um helgina las ég í blaði dálk eftir fróman höfund, sem heitir Ellen Goodman og skrifar oft um fróðlega hluti. Henni er ábyggilega sama, þótt ég segi ykkur undan og ofan af furðu- legu máli, sem hún greindi þar frá. Hjónin Luanne og John Buzzanca í Kaliforníu langaði mikið til að eignast bam, en tókst það ekki á venjulega máta. Líka voru þau búin að eyða stór- um fúlgum í lækna og fijósemis- hæli (fertility ciinics), en allt kom fyrir ekki. Ekki vildu þau Þórir S. Gröndal samt gefast upp, og ákváðu því að eignast þá bara barn á nýja mátann, með aðstoð vísindanna. Til voru kvaddir lögfræðing- ar, læknar og alls kyns sérfræð- ingar og samningar dregnir upp. Fyrst voru fundnir erfðaforeldr- ar, og þá auðvitað sitt í hvoru lagi, sæðisgjafi og egggjafi. Þessir foreldrar hittust aldrei, en „afurðir" þeirra áttu örlaga- ríkan en ópersónulegan fund í einu tilraunaglasinu. Síðan var fengin meðgöngumóðir, en svo- leiðis konur leigja út á sér móð- urlífið í rúma níu mánuði í einu. Fijóvguðu egginu var komið fyrir í þessu leiguhúsnæði. Lu- anne og John Buzzanca skrifuðu undir samning um að þau tækju við barninu við fæðingu þess. En ekki standast nú allar áætlanir, þótt vandlega séu þær undirbúnar. Nú gerðist það, að eiginmaðurinn, John, breytti um skoðun á meðan áætlaður af- komandi var í miðri sköpun, og yfirgaf Luanne sína. Hann virt- ist halda, að hann gæti afpantað barnið. Meðgöngumóðirin fæddi af sér stúlkubarn, Jaycee Lou- ise, afhenti það Luanne, uppeld- ismóðurinni, fékk greidda leig- una fyrir móðurlífið og hvarf á braut. Er hún þar með úr sög- unni eins og sæðisgefandi faðir- inn og egggefandi móðirin. Luanne fór nú fram á það, að fyrrverandi maðurinn, Johnj greiddi meðlag með barninu. Þessu harðneitaði hann og sagð- ist ekki vera faðir þess. Lenti málið fyrir dómaranum, sem staðfesti að John væri ekki faðir- inn og honum bæri þess vegna ekki skylda til að greiða meðlag- ið. En úthlutari réttvísinnar gekk lengra, því hann kvað einn- ig upp þann dóm, að Luanne væri heldur ekki móðirin. Þannig var Jaycee litla Louise, sem átt hafði upprunalega þijár mæður og tvo feður, orðin munaðarleys- ingi. Luanne fékk samt að halda baminu sem bráðabirgða uppeld- ismóðir, og unginn, Jaycee, er farinn að kalla hana mömmu, sem ólöglegt er samkvæmt úrskurði dómarans. Vonast er tii þess, að þegar málið, sem fór í áfrýjun, verður útkljáð, muni yfirvaldið leyfa Luanne að ættleiða þennan hátækni-þykjustu-munaðarleys- ingja, og verða þannig móðir hans í alvöru. Allt er í óvissu með það, hvort John verður gert að greiða meðlag með barninu og forða mæðgunum þannig fátækt og vandræðum. Samkvæmt upplýsingum í áð- urnefndri grein virðist tækninni hafa fleygt fram svo hratt á þessu sviði, að lagasmiðimir hafa ekki haft undan að framleiða lög og reglur til þess að fara eftir. Þess vegna eru kvaddir upp svona dómar eins og í máli Jaycee litlu. ísland er hér ef til vill á undan, því ég var einmitt að lesa í frétta- faxinu, að dómur hefði fallið í máli föður, sem í barnlausu hjóna- bandi hafði, ásamt konu sinni, ákveðið að fá utanaðkomandi sæði til þess að framkalla óléttu hjá frúnni. Tvíburar fæddust, manninum fannst sér kannski ofaukið og yfirgaf heimilið. Svo vildi hann ekki gangast við ung- unum, en dómarinn neitaði að taka rök hans til greina og felldi úrskurð á þá leið, að maðurinn væri ábyrgur fyrir tilurð barn- anna og þar með faðir þeirra. Það allra nýjasta í þessum málum er svo það, að nú hefir tekist að frysta egg, en fram að þessu voru það einungis fósturvís- ar og sæði, sem þolað höfðu þá meðferð. Nú er því hægt að búa til böm úr öllu frystu, og hafa nú þegar þau fyrstu fæðst. Skyldi verða langt þangað til farið verð- ur að frysta og flytja út svona egg? Þarna er ef til vill stórt tæki- færi fyrir okkur á Fróni. Við erum með öll þessi frystihús og mikla umframfrystigetu. Við erum líka með allar þessar glæsilegu konur, hvurra fegurð er nú rómuð um allan heim. Hver veit? Þrýstingur frá auglýsendum Ritskoðun í nýrri mynd? Los Angeles. UTGEFANDI Los Angeles Times í Bandaríkjunum hefur hafizt handa um endurskipulagningu, sem gagn- rýnendur segja að muni gera blaða- menn berskjaldaðri fyrir þrýstingi frá auglýsendum. Samkvæmt nýrri áætlun stjórn- arformanns Times Mirror útgáf- unnar, Mark Willes, munu auglýs- ingastarfsmenn Los Angeles Times starfa í tengslum við deildir blaða- manna á ritstjórn. Gert er ráð fyrir að báðir aðilar vinni að því að draga að lesendur og hafa áhrif á hvaða vörumerki þeir nota. Hvort sem það var tilviljun eða ekki lét Shelby Coffey af starfi rit- stjóra Los Angeles Times um sama leyti og fyrrverandi neytenda- og markaðsstjóri blaðsins var skipaður aðalfréttastjóri. Um svipað leyti urðu Chrysler- bílaverksmiðjurnar að falla frá kröfu um að tímarit, sem birtu aug- lýsingar frá fyrirtækinu, skýrðu frá öllu ritstjórnarefni eða forystu- greinum, sem gætu talizt ögrandi eða móðgandi. Tímaritið Economist segir í um- fjöllun um þessi mál að þrætueplið í báðum tilvikum sé „Kínaskilrúm," sem hafi aðskilið ritstjórnarskriL stofur og auglýsingadeildir. í Bandaríkjunum og víðar sé viðtekin venja að útgefendur geri auglýsend- um viðvart þegar erfiðar greinar eigi að birtast og gefi þeim kost á að draga auglýsingar til baka. Sí- gilt dæmi sé að Iáta Boeing vita þegar fjallað sé um öryggi í flugi. Oft kastast í kekki eins og þegar IBM hætti við að auglýsa í Fortune þegar það tímarit birti óhagstæða grein um fyrirtækið, en ekki fyrr en greinin hafði birzt. Chrysler, sem ver um 370 millj- ónum dollara á ári til auglýsinga, krafðist þess að fá að sjá greinarn- ar fyrirfram og að fá ágrip af efni helztu umfjöllunarefna og greina í næstu tölublöðum. Sumir héldu því fram að þar með yrði fimmta helzta auglýsanda Bandaríkjanna fengið í hendur neitunarvald gegn greinum. I september gáfu samtök tíma- ritaútgefenda í Bandaríkjunum út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem lagt var til að auglýsendur fengju ekki „fyrirfram aðgang" að efni. Chrysler neyddist því til að falla frá kröfu sinni, þótt vera megi að fyrir- tækið auglýsi í færri ritum en áður. Ritið Columbia Journalism Re- view heldur því fram að þrýstingur auglýsenda fari vaxandi, einkum þegar lítil blöð eigi í hlut. Vaxandi fjöldi auglýsenda vilji aðeins aug- lýsa með því skilyrði að auglýsingar þeirra birtist við hliðina á greinum sem móðgi engan. Economist vili sjá málið í víðara samhengi. Fyrir 20 árum hafi bandarísk blöð og tímarit getað sett auglýsendum ijárhagslega og siðferðilega skilmála. Síðan hafa auglýsingamöguleikar margfaldazt — 100 ný tímarit hefji llklega göngu sína á þessu ári og á sama tíma aukist kapalrásir, bein markaðs- þjónusta og netþjónusta. Auglýs- endur taki því lítið mark á gjaldi því sem krafizt sé fyrir auglýsingar og yfirlýsingum um ritsjórnarlegt sjálfstæði blaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.