Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA krafðist algers bindindis á vín og tóbak en í þá daga var engin al- mennileg stjarna nema hann keðju- reykti og sæti á börunum á kvöld- in. Hann fylgdist með einkalífi leik- manna og kunni illa að meta laus- ung í kvennamálum, sumir leik- menn Inter hafa síðar sagt að þeir hafi komið sér upp „gervieiginkon- um“ svo Herrera vissi ekki að þeir væru ekki við eina fjölina felldir. Hann lét leikmenn sippa, dansa og taka þátt í æfingum með allskyns tæki og tól við undirleik tónlistar - má eiginlega segja að þetta hafi verið undanfari nútímaballetts - og hengdi út um allt á æfingasvæð- inu og á leikvanginum allskyns platta með slagorðum eins og „Stíll + undirbúningur + styrkur + gáfur = meistaratitill". „Vörn: Minna en 30 mörk! Sókn: Meira en 100 mörk!“ Út á við talaði hann lýtalausa ítölsku en við leikmennina notaði hann oft heimasmíðuð hugtök eða hrognamál úr spænsku og ítölsku þannig að leikmennirnir voru oft óskiljanlegir fyrir aðra inni á vellin- um. Hann fór alltaf undan í flæm- ingi þegar minnst var á þjálfara andstæðinganna og gerði lítið úr þeim án þess að segja neitt svosum. Látum Tarcisio Burgnich úr gullald- arliði Inter sem nú þjálfar Foggia eiga lokaorðin um Herrera: „Margir hafa reynt að stæla þjálfunarað- ferðir hans og kúnstirnar allar en gleyma því að hann var fyrst og fremst duglegur þjálfari sem lagði mikið á sig og krafðist þess sama af leikmönnunum. Þjálfun er vinna og aftur vinna og engar töfralausn- ir til en af öllum þeim þjálfurum sem ég hef kynnst hafði hann helst eitthvað sem var töfrum líkast. Ciao, Herrera töframaður, grazie." „Töframaðurinn" Helenio Herrera látinn á ftalíu, 81 árs að aldri Hafði e'rtthvað töfnim líkast í VIKUBYRJUN kvaddi þennan heim einn áhrifamesti knatt- spyrnuþjálfari aldarinnar, Arg- entmumaðurinn Helenio Herr- era. Hann lést í Feneyjum 81 árs að aldri og var í fullu fjöri fram á síðasta dag, fylgdist m.a. grannt með því sem var að gerast hjá liðinu sem stóð hjarta hans næst, Internazi- onale frá Mílanó. Það lið gerði hann þrívegis að Ítalíumeistara og tvívegis að Evrópumeistara á sjöunda áratugnum en leik- stíll líðsins átti eftir að hafa gífurleg áhrif, sterkur varnar- leikur og skyndisóknir og var það leikafbrigði sem ítalir nefna „catenaccio11 aðalsmerki ítalskrar knattspyrnu langt fram á níunda áratuginn. Vegna þess hve leiðinlegt hið ít- alska vamarafbrigði gat orðið fyrir áhorfendur var Herrera oft ■■■■■■ legið á hálsi fyrir að EinarLogi hafa þróað það. Vignisson Hann var hins vegar skrifar alltaf jafn stoltur af því að vera faðir þess og fram á gamals aldur fuss- aði hann ævinlega yfír því ef aðrir þjálfarar voru taldir hafa lagt eitt- hvað í púkkið. En jafnframt sór hann af sér að hafa skemmt knatt- spymuna fyrir áhorfendum. „Mér datt þetta í hug þegar ég var sjálf- ur leikmaður í Frakklandi. Og mun- ið að ég var sóknarsnillingur! Ég spilaði þetta kerfi með Inter af því að ég var með einhveija bestu bak- verði knattspyrnusögunnar, þá Facehetti og Burgnich sem gátu sótt fram á leifturhraða og svo var ég með lata snillinga eins og Su- arez og Mazzola sem þurftu að hvíla sig á milli þess sem þeir settu mörkin. Þjálfararnir sem öpuðu þetta eftir gerðu það hugsunar- laust, reyndu að búa til kerfi sem hentaði ekki mannskapnum. Það fór auðvitað allt í vitleysu öllum til sárra leiðinda." Glæstur ferill Helenio Herrera fæddist í Arg- entínu 1916 en fluttist ungur með fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem hann gerðist atvinnumaður og lék m.a. 2 landsleiki fyrir Frakk- lands hönd eftir að hafa skipt um ríkisfang. Hann hóf þjálfun þar eft- ir að ferli hans Iauk en flutti sig fljótlega yfir til Spánar þar sem hann gerði Atletico Madrid tvívegis að meisturum og endurtók síðan leikinn með Barcelona þar sem hann var með einhverja bestu framheija- Iínu allra tíma Kubala, Kocsis, Eva- risto, Czibor og Luis Suarez en þann síðastnefnda tók hann með sér til Inter þegar hann var rekinn frá Barcelona eftir að liðið hafði beðið hrapallegan ósigur fyrir Real Madrid í Evrópukeppninni. Hann var þekktur fyrir skap og sérvisku á Spáni en taldi sig sjálfur hafa verið í allt of miklum málamiðlunum og á Ítalíu skyldi hann ganga alla leið, gera hlutina eingöngu eftir eigin höfði. Og ekki var hægt að kvarta yfír árangrinum, Inter varð mesta stórveldi í heiminum á sjö- unda áratugnum og titlamir urðu margir eins og minnst var á í upp- hafi. Eftir átta ár var þó komin þreyta í liðið og Herrera hvarf á braut til Roma sem bauð honum ævintýralegustu laun sem nokkur knattspymuþjálfari hafði kynnst. Hann var þar í fimm ár, sneri eitt ár aftur til Inter en undi sér ekki þar og tók að þjálfa Rimini í ann- arri deild. Hann þjálfaði síðast Barcelona eina leiktíð 1980 en sagðist vera orðinn of gamall fyrir hasarinn og vildi hætta þessu. Sérwitur „pabbi“ Þótt gaman sé að velta fyrir sér glæstum ferli Herrera og áhrifum hans sem þjálfara em það þó sög- umar af sérvisku hans og tiktúram sem lengst kunna að lifa. Herrera leit á sig sem föður leikmannanna og það var ekkert í lífi þeirra sem var honum óviðkomandi. Hann PressLink HELENIO Herrera, elnn áhrlfamestl knattspyrnuþjálfari ald- arlnnar. Herrera var 81 árs, en enn í fullu fjörl og fylgdist með gangl mála í knattspyrnuheiminum til hlnsta dags. Ekki landsleikirá næstunni LANDSLIÐ íslands í knattspyrnu kemur ekki saman til æfingaleiks fyrr en eftir að dregið hefur verið í Evrópukeppni landsliða eftir áramót, en Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, stefndi að því í haust að fá einhveija leiki fyrr. Eggert Magnússon, formaður KSI, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki væri í bígerð að leika æfíngaleiki á næstunni. „Það var rætt um að sjá til þar til eftir að dregið hefur verið í riðla í undankeppni Evrópu- keppninnar,“ sagði Eggert en dregið verður sunnudaginn 18. janúar. Eggert sagði ennfremur að ekkert væri um að vera hjá landsliðum um þessar mundir þvi allir héldu að sér höndum þar til eftir að dregið hefði verið. „Þar sem næsta ár er það sem við köllum HM-ár er rétt að hafa í huga að þá gerast oft óvæntir atburðir og við höfum stundum leikið við mjög sterk lið þau ár sem HM er,“ sagði Eggert og er skemmst að minnast æfingaleiks landsliðsins í Brasilíu fyrir HM í Bandaríkjunum 1994. Aðspurður hvort landsliðsþjálf- arinn færi ekki fljótlega á ferðina til að skoða íslenska knattspyrnu- menn sem leika erlendis, eins og til hefði staðið, sagði Eggert: „Það verður ekki fyrr en eftir áramótin. Það er miklu meira vit í að gera það þegar nær dregur keppnistímabilinu.“ HANDKNATTLEIKUR KA mætir Badel Zagreb í Króatíu í dag Spenningur í mannskapnum KA leikur annan leik sinn í Meistaradeild Evrópukeppn- innar í handknattleik í dag, mætir Badel 1862 Zagreb frá Króatíu í Zagreb. KA-menn fóra til Kaup- mannahafnar á föstudag og gistu þar eina nótt en héldu síðan í gær- morgun til Zagreb og leikurinn verður í kvöld klukkan sjö að stað- artíma, klukkan fimm að íslenskum tíma. „Þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, í samtali við Morgunblaðið. „Það er spenningur í mannskapnum enda lítum við fyrst og fremst á þátttöku okkar í keppninni sem skemmtilega viðbót við önnur verkefni í vetur. Zagreb er með mjög sterkt lið og því alveg ljóst að róðurinn verð- ur þungur fyrir okkur. Ég hef séð myndbandsupptöku frá leik liðsins í síðustu umferð en þá var það reyndar alls ekki sannfærandij sigr- aði þó [Gereali Triste frá Italíu] með tveimur mörkum en var meira yfir lengstum og því fannst mér eins og það léki ekki á fullu. Það verður öragglega leikið á fullu á móti okkur í Zagreb," sagði Atli. Nú hafa nokkrir leikmenn hjá þér verið meiddir. Hvernig er ástandið? „Það verður að segjast eins og er að það er fremur bágborið hjá sumum. Leó [Orn Þorleifsson] og Hilmar [Bjarnason] era báðir með í för en það verður að koma í ljós á sunnudaginn hvort eitthvað verð- ur hægt að nota þá. Sigtryggur [Albertsson] hefur verið veikur að undanförnu þannig að við vonum bara hið besta,“ sagði Atli. Hann sagði að liðið kæmi heim á miðnætti á mánudagskvöld og að búið væri að fresta leik liðsins við Víking á miðvikudaginn. „Við erum ánægðir með að fá leiknum frestað því annars hefði þetta orðið ansi strembið," sagði Atli. Morgunblaðið/Keli KARIM Yala, alsfrski leikmaðurinn hjá KA, brýst í gegnum vörn Hauka í deildarleik félaganna í vikunni. Yala og samherj- ar hans sækja króatíska llðið Badel 1862 Zagreb heim í dag. Lauda vill rauð spjöld NIKI Lauda, þrefaldur heims- meistari á árum áður í Formulu 1 kappakstrinum, segistvilja breytingar á reglum keppninn- ar. Hann segir að ökuþórarinir þurfi meira aðhald og best væri ef hægt væri að kalla þá af keppnisbrautinni gerist þeir of kærulausir eða djarfir við akst- urinn. Hann vill sem sagt fá rautt spjald í Formulu 1, ekki ósvipað því sem notað er í knatt- spyrnu. Halldór þjálfar Fylki HALLDÓR Svavarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá karatedeild Fylkis. Halldór er margfaidur íslands- og Norður- landameistari í íþróttinni. Hann er jafnframt landsliðsþjálfari. Halldór hefur æft, þjálfað og keppt fyrir Karatefélag Reykja- víkur undanfarin 14 ár og hef- ur fjóram sinnum verið valinn karatemaður ársins. Hann æfir Okinawa Goju ryu karate, sem er iðkað af 50 þúsund einstakl- ingum um heima allan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.