Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E 262. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Einstein var ekki hug- myndaþjdfur London. The Daily Telegraph. VÍSBENDINGAR um að Albert Einstein kunni að hafa fengið hugmyndir „lánað- ar“ til þess að setja saman almennu af- stæðiskenninguna hafa nú verið hraktar með gildum rökum. Þegar Einstein hafði komið kenningunni heim og saman, sem var fyrir ríflega áttatíu árum, sagði hann að hjartað í sér hefði tekið aukaslög og hann hefði verið frá sér numinn af „al- sælu“. Kenning Einsteins kollvarpaði kenningu Sir Isaacs Newtons um aðdrátt- arafl, en sú kenning hafði verið viðtekin frá 1687. En það hefur einnig verið viðtekin skoð- un að þýski stærðfræðingurinn David Hil- bert hafi fullgert kenningu um almennt afstæði fimm dögum á undan Einstein í nóvember 1915. Hafa sumir ævisagnahöf- undar komist að þeirri niðurstöðu að Ein- stein hafi ekki einungis orðið á eftir Hil- bert með kenningu sína, heldur hafi hann beinlínis skrifað upp þýðingarmiklar jöfn- ur eftir keppinaut sínum. í nýjasta hefti tímaritsins Science birtist grein þar sem sýnt er fram á að það hafi verið Hilbert sem fékk „að láni“ mikilvæg- ar jöfnur frá Einstein og birti ritgerð sína með villandi dagsetningu. Höfundar greinarinnar eru Jurgen Renn og Leo Corry við Max Planck-vísindasögustofn- unina í Berlín og John Stachel við Boston- háskóla. Einstein hóf að leggja drög að kenning- unni 1907, og byggði á takmörkuðu af- stæðiskenningunni, sem hann hafði sett fram tveim árum áður. Hann lagði fram endanlega ritgerð um almennt afstæði 25. nóvember 1915. Ritgerð Hilberts var birt í mars 1916, en dagsetningin 20. nóvember 1915 benti til þess að ritgerðin hefði verið lögð fram fimm dögum áður en Einstein lagði sína fram. Einstein átti í hinum mestu erfiðleikum með að skilja verk Hilberts. I bréfi til vin- ar síns fullyrti Einstein að Hilbert hefði tekið niðurstöður sínar traustataki. Ekki var þó hægt að útiloka þann möguleika að Einstein hefði tekið jöfnumar úr ritgerð Hilberts. Núna er þó hægt að útiloka þennan möguleika, segir Renn. Corry hafi fundið prófarkir að ritgerð Hilberts dag- settar með stimpli prentarans 6. desember 1915, eða eftir að Einstein hafði lagt sína ritgerð fram. Fræðimenn hafa athugað prófarkirnar og komist að þeirri niðurstöðu að þar sé einungis að finna „harla ómótaða" kenn- ingu um almennt afstæði, og vantar þar lykiljöfnur, sem hljóti að hafa verið bætt við síðar. Aðferðir Einsteins og Hilberts hafi verið ólíkar. Sá fyrrnefndi, sem aldrei var sleipur í reikningi, hafi sameinað stærðfræði og leit að eðlisfræðilegum skilningi en sá síðarnefndi reiddi sig svo að segja alveg á yfírburðahæfileika sína í stærðfræði. ^ Reuters Útför í Albaníu ALBANSKAR skólastúlkur voru meðal þeirra drukknuðu í mars sl. er bátur þeirra sökk eftir er komu til útfarar 52 Albana, þ.á m. margra árekstur við ítalskt herskip. Voru Albanirnir að barna, á föstudag í bænum Vlore. Hinir látnu flýja átök í landinu. Ekkert þokast í deilu Bandaríkjamanna og fraka Irak verði ekki „sprengt“ til hlýðni WILLIAM Cohen, vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, segir að þarlend stjórnvöld séu að „kanna alls konar möguleika" á beitingu hervalds í Irak ef stjórn Saddams Hússeins fer ekki að til- mælum Sameinuðu þjóðanna og leyfir vopnaeftir- lit í landinu. „Það er ekki ætlun okkar að beita sprengjum til þess að breyta atferli [Saddams]," sagði Cohen er hann var spurður hvort Banda- ríkjunum væri kleift að nota sprengjur til þess að fá Iraka til að hlýða samþykktum SÞ. „Við höfum ekki í hyggju að sprengja einn né neinn aftur til steinaldar eða til einhvers konar undirgefni,“ sagði Cohen á fréttamannafundi í vamarmálaráðuneytinu. Þrjú flugmóðurskip reiðubúin Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum Bandaríkjanna og íraks frá því írakar vísuðu bandarískum vopnaeftirlitsmönnum SÞ úr landi í síðustu viku. Hefur öryggisráðið tvisvar sam- þykkt einarðar vítur á íraka og krafist þess að þeir leyfi vopnaeftirlitsmönnum að sinna starfi sínu, burtséð frá þjóðerni þeirra. írakar hafa sak- að Bandaríkjamennina um að ganga erinda leyni- þjónustunnar, CIA. Bandarískt flugmóðurskip er nú á Persaflóa og í gær var annað skip sent áleiðis þangað og verð- ur það komið á áfangastað eftir um það bil viku. Um borð í skipunum tveim eru alls um 100 orr- ustuflugvélar og 50 aðstoðarvélar. Þá hafa Bretar sent flugmóðurskip til Gíbraltar þar sem það er í viðbragðsstöðu. Bandaríkjastjórn hefur lagt áherslu á að leitað sé friðsamlegi’a leiða til lausn- ar á deilunni en fréttaskýrendur benda á að við- búnaðurinn sýni svo ekki verði um villst að til vopnaviðskipta geti komið. Saeed al-Sahhaf, utanríkisráðherra íraks, sagði að það myndi ekki koma þarlendum ráða- mönnum á óvart ef deilan leiddi til hemaðar- átaka. Sagði hann að Bandaríkjamenn og Bretar væru að reyna að koma af stað átökum. Bandaríkj aþing Greiðsla til SÞ strikuð út Sanieinuðu þjóðunum. Reuters. SENDINEFND Evrópusambands- ins hjá Sameinuðu þjóðunum hyggst tjá sendiherra Bandaríkj- anna, Bill Richardson, óánægju sína með að Bandaríkjaþing skuli ekki hafa samþykkt að meginhluti skuld- ar Bandaríkjanna við SÞ verði greiddur. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði að það væri með öllu óviðunandi og ill- skiljanlegt að greiðslu Bandaríkj- anna til SÞ skyldi hafa verið fórnað fyrir allsendis óskylt innanríkismál í Bandaríkjunum. Skírskotaði Annan þar til þess að fulltrúar repúblikana á bandaríska þinginu strikuðu út 926 milljóna dollara greiðslu, sem ríkisstjórnin hafði ætlað til greiðslu skulda við SÞ, áður en þingið samþykkti frum- varp til laga um erlenda aðstoð. Ut- strikunin var endurgjald sem and- stæðingar fóstui’eyðinga í Banda- ríkjunum kröfðust af repúblikönum fyrir að hafa fallið frá því að banna aðstoð við erlenda hópa er vinna að takmörkun fæðinga. Skulda 2,2 milljarða fyrir friðargæslu Annan sagði að' samtökin, sem ættu við mikinn fjárhagsvanda að etja, ættu ógreiddar um það bil 2,2 milljarða skuldir til aðildarríkja fyr- ir friðargæslu og ákvörðun Banda- ríkjaþings gerði að verkum að end- urskoða þyrfti fjárhagsstöðu sam- takanna. Annan sagði þetta hafa komið á versta tíma, er Allsherjar- þingið hefði verið nýbúið að sam- þykkja tillögur hans að umbótum í samtökunum. Jean-Lois Wolzfeld, sendiherra Lúxemborgar, sagði að hann og sendimenn Hollands og Bretlands, sem saman mynda hið svokallaða „þríeyki" Evrópusambandsins, myndu tjá Richardson að þeir hörmuðu gjörðir bandaríska þings- ins og þær myndu einungis gera fjárhagsvanda SÞ enn verri og tefja nauðsynlegar umbætur á samtök- unum. Wolzfeld sagði að aðildarríki Evr- ópusambandsins, sem til samans sjá SÞ fyrir 35% af árlegri fjárþörf, greiði ætíð skuldir sínar á réttum tíma og að fullu. Bandaríkjamenn sjá SÞ nú fyrir 25% af fjárþörf en eru að reyna að fá hlutfallið minnk- að í 20 af hundraði. Annan sagði að SÞ hefðu að undanfömu fengið lán úr friðargæslusjóðum en slíkt væri í besta falli óráðlegt. til í tuskuna Túnfiskveiðar Japana ÚR DRÁTTARBEISLUM í HÓTELREKSTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.