Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sekt
fyrir að
brugga
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 34 ára mann til
greiðslu 300 þúsund króna sektar
fyrir framleiðslu á áfengi. Maður-
inn bar að hann hefði drukkið
áfengið sjálfur og gefið vinum sín-
um hluta þess.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa framleitt 250-300 lítra af
sterku áfengi frá hausti 1996 og
fram í mars á þessu ári og fyrir að
hafa framleitt í lok mars 32,5 lítra
af sterku áfengi og 211 lítra af
gambra, sem hann hugðist breyta í
sterkt áfengi með eimingu. Þetta
áfengi lagði lögreglan hald á þegar
leitað var á heimili hans í Mosfells-
bæ.
Skuldugur en
seldi ekki
Maðurinn játaði framleiðsluna
sem blasti við lögreglu á staðnum,
en hélt því fram að frá síðasta
hausti og fram til mars hefði hann í
mesta lagi framleitt 50-60 lítra.
Framleiðslan hefði í fyrstu gengið
illa, en í nóvember hefði hún verið
orðin ágæt. Maðurinn kvaðst vera
stórskuldugur, en hann hefði ekki
bruggað til tekjuauka, heldur til að
hafa nóg að drekka fyrir sjálfan
sig.
Morgunblaðið/Golli
Borgin í
jólaskrúðann
ENN er rúmur mánuður til jóla
en borgin er engu að síður
smám saman að færast í jóla-
skrúðann. Verið var að selja upp
jólatré við verslanir á Lauga-
veginum í gær og innan skamms
lýsa marglitar skreytingar í
skammdeginu á götum borgar-
innar.
Rannsókn á geðheilbrigði í átta evrópskum borgum
Aldraðir Islendingar
síður þunglyndir
TÍÐNI þunglyndis meðal aldraðra
á aldrinum 85-88 ára er mun
minni á íslandi en í átta borgum í
Evrópu, samkvæmt rannsókn, sem
gerð hefur verið á geðheilsu rúm-
lega 13 þúsund einstaklinga.
Hallgrímur Magnússon læknir
kynnti hluta af langtímarannsókn
á geðheilsu aldraðra íslendinga og
bar saman við rannsókn sem gerð
hefur verið í átta borgum í Evr-
ópu, á málþingi í geðheilbrigðis-
fræðum, sem haldið var um síð-
ustu helgi til heiðurs Tómasi
Helgasyni prófessor en Hallgrím-
ur tók við langtímarannsókninni af
Tómasi. Úrtakið í íslensku rann-
sókriinni er hópur einstaklinga,
sem fæddir eru á þriggja ára tíma-
bili og hefur verið fylgst með hon-
um með tilliti til geðheilsu allt frá
unglingsárum og fram undir ní-
rætt. „Með þessu móti er hægt að
sjá hvemig geðsjúkdómar þróast
með aldrinum, fylgjast með tíðni
sjúkdómanna og hvaða breyting-
um þeir taka,“ sagði Hallgrímur.
„Rannsóknin hefur frá upphafi
vakið mikla athygli erlendis og er
ávallt beðið með eftirvæntingu eft-
ir niðurstöðum úr henni þegar þær
eru birtar.“
Upphaflega beindist íslenska
rannsóknin að öllum geðsjúkdóm-
um en þegar úrtakið fór að nálgast
efri ár beindist hún fyrst og fremst
að þunglyndi og heilabilun en það
eru erfiðustu geðsjúkdómarnir
þegar fólk eldist. I ljós kom að 15%
Þjást hins vegar af
svefnleysi, slapp-
leika, lystarleysi
og missi áhuga
reyndust þjást af alvarlegri heila-
bilun og önnur 15% vom með væg-
ari bilun þannig að um 30% á aldr-
inum 85-88 ára reyndust vera með
heilabilun. „Við vomm fyrst til að
koma fram með öragga tíðnitölu
yfir þunglyndi hjá fólki á aldrinum
85-88 ára,“ sagði Hallgrímur. „í
ljós kom að um 7-10% þjáðust af
þunglyndi hér á landi og er athygl-
isvert að í samanburði við rann-
sóknir sem gerðar hafa verið í átta
borgum í Evrópu er tíðni þung-
lyndis minnst hér á landi. Munchen
er efst með tæplega 20%, Berlín er
með rúm 13%, Liverpool er með
8% en London er með 14% og er
það mjög áhugavert rannsóknar-
efni að finna hvað það er sem veld-
ur þessum mismun milli borga í
sama landi á sama menningar-
svæði þar sem trúarbrögð era þau
sömu. Svo virðist sem trúarbrögð,
menningarsvæði eða landfræðileg
staðsetning hafi ekki áhrif á tíðni
sjúkdómsins."
Það er Evrópusambandið sem
styrkir þann þátt rannsóknarinn-
ar sem varðar borgirnar átta en
auk borganna sem þegar hafa ver-
ið nefndar nær rannsóknin einnig
til Verona, þar sem tíðni þung-
lyndis reyndist vera rúm 12%,
Amsterdam með rúm 11%, Dublin
með um 10% og Zaragoza með
rúm 8%.
Hallgrímur sagðist einnig hafa
kannað hvort þunglyndi kæmi
fram á mismunandi hátt hjá þess-
um þjóðum en í ljós kom að staðir,
menningarsvæði eða trúarbrögð
hafa ekld áhrif á tíðni sjúkdómsins
nema á Islandi. Sagði hann að
skipta mætti þunglyndiseinkenn-
um í þrjá flokka. Einn flokkurinn
væri tilfinningaleg þjáning, t.d.
þegar fólk væri langt niðri, fengi
grátköst og vildi deyja. Annar
flokkurinn ætti við um traflun á
viljastyrk og áhugaleysi á umhverfi
og sá þriðji nær til líkamlegra ein-
kenna eins og svefntraflana, lyst-
arleysis og slappleika. „í Ijós kom
að á íslandi er ótrálega lítið þung-
lyndi samkvæmt fyrsta flokki en
mikið í hinum flokkunum tveimur í
samanburði við borgimar átta,“
sagði Hallgrímur. „Með öðram orð-
um, fáir íslendingar era langt
niðri, þeir fá ekki mikið af grát-
köstum og vilja gjarna lifa en þeir
missa svefn og era mjög slappir og
þjást af lystarleysi, auk þess sem
þeir missa áhuga.“
Nefndi hann sem dæmi að á ís-
landi væra 15% langt niðri en 50%
í Múnchen. Grátköst fá 18-28% í
öðram borgum en 7% á íslandi og í
Munchen finnst 25% af fólki yfir 85
ára aldri lífið ekki þess virði að lifa
því en á Islandi era það 5%.
Islensk erfðagreining hf. gerði tilboð í allt hlutafé Gagnalindar hf.
„fflýðni við lög og siðferðis-
reglur forsenda velgengni“
„ÍSLENSK erfðagreining gerði
eigendum Gagnalindar hf. tilboð í
öll hlutabréf fyrirtækisins, en til-
boðinu var hafnað. Það fylgdi til-
boðinu að ætlun íslenskrar erfða-
greiningar væri að byggja upp
landsgrann og selja erlendum
tryggingafélögum og lyfjafyrir-
tækjum upplýsingar. Fjárhagslega
var þetta tilboð, sem byggðist á
skiptum á hlutabréfum, ekki slæmt
en ég sel ekki Islenskri erfðagrein-
ingu,“ segir Þorsteinn Ingi
GiUir til 30.11 'Q7
staðgreiðsluafslattur
af öllum vörum
yfir 2.000,- hr.
SILFURBÚÐIN
KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066
Víglundsson, framkvæmdastjóri
Gagnalindar hf. Kári Stefánsson,
forstjóri íslenskrar erfðagreining-
ar, segir að tilboð fyrirtækisins í
hlutabréf Gagnalindar hafí einung-
is byggst á þörf fyrir aðgang að
upplýsingum í heilbrigðisþjónustu,
en fyrirtækið hefði engan áhuga á
að tengja slíkar upplýsingar við
nöfn einstaklinga og Gagnalind
hefði ekki yfir slíkum upplýsingum
að ráða, lögum samkvæmt. „ís-
lensk erfðagreining er sökuð um að
ætla sér að brjóta lög, þegar ekk-
ert slíkt hefur hvarflað að okkur,
enda hlýðni við lög og siðferðis-
reglur forsenda velgengni okkar.“
Siv Friðleifsdóttir þingmaður
bar fram fyrirspurn á þingi í gær
um tilboð íslenskrar erfðagrein-
ingar í hlutabréf Gagnalindar.
Gagnalind hefur þróað sjúkra-
skrárkerfi fyrir heilsugæslustöðv-
ar, sérfræðinga, sjúkrahús og aðr-
ar heilbrigðisstofnanir. Sjúkra-
skrárkerfið er ætlað til skráningar
og miðlunar upplýsinga sem notað-
ar era á heilbrigðisstofnunum. Þró-
unarfélag íslands á 43% í fyrii-tæk-
inu, nokkrir læknar 17%, Þorsteinn
Ingi á 12%, Apple-umboðið 10% og
nokkrir smærri hluthafar eiga
samtals 18%.
Hafnað einröma
Þorsteinn Ingi Víglundsson
sagði að íslensk erfðagreining
hefði áður gert tilboð í hlutabréf
Gagnalindar. „Menn áttuðu sig
kannski ekki alveg á hvað var á
ferðinni þegar íyrra tilboðið barst
og við veittum upplýsingar um fyr-
irtækið. Ráðandi hópur hluthafa
hafnaði því tilboði, en þegar annað
tilboð barst var eigendum Gagna-
lindar kynnt starfsemi íslenskrar
erfðagreiningar. í ljós kom að ætl-
unin var að byggja upp landsgrann
með upplýsingum Gagnalindar og
selja erlendum tryggingafélögum
og lyfjafyrirtækjum. Hluthafa-
fundur 2. október hafnaði þessu
síðara tilboði einróma."
Þorsteinn Ingi sagði að Gagna-
lind hefði haft samráð við embætti
landlæknis, heilbrigðisráðuneytið
og sjúkrastofnanir sem íyrirtækið
skiptir við. „Landlæknir telur hug-
myndir íslenskrar erfðagreiningar
um sölu upplýsinga alls ekki sam-
rýmast lögum. Ég sel ekki Is-
lenskri erfðagreiningu því það býð-
ur hættunni heim ef fyrirtæki, sem
lifir á að selja upplýsingar, kaupir
fyrirtæki sem hannar og þjónustar
upplýsingakerfi.“
Þorsteinn Ingi sagði að Gagna-
lind nýtti fullkomnustu tækni til að
tryggja að óviðkomandi kæmist
ekki í viðkvæmar upplýsingar í
sjúkraskrám. Efnisupplýsingar
væra geymdar aðskilið frá per-
sónuauðkennum, aðgangur að
tölvukerfinu væri mismikill eftir
því hvaða starfsmann væri um að
ræða, ávallt mætti rekja slóð
þeirra sem færa um kerfið og hver
heilbrigðisstofnun yrði sjálf að
taka ákvörðun um að senda upplýs-
ingar frá sér.
Nákvæma
skráningu skorti
Kári Stefánsson vísar því algjör-
lega á bug að Islensk erfðagreining
hafi ætlað sér að brjóta gegn lög-
um um vemdun persónuupplýs-
inga. „Þegar við byrjuðum að vinna
að rannsókn á erfðafræði hinna
ýmsu sjúkdóma, í samvinnu við
lækna, kom í ljós að mikið vantaði
á nákvæmni í skráningu í sjúkra-
skýrslur. Við vildum því koma á al-
mennilegum hugbúnaði fyrir heil-
brigðiskei’fið. Ég ræddi við hátt-
settan embættismann í heilbrigðis-
ráðuneytinu og bauðst til að gefa
hugbúnað til sjúkraskrárgerðar
fyrir heilsugæslu og sjúkrahús.
Mér var sagt að Gagnalind, sem ég
hafði ekki heyrt um áður, væri með
samning við ráðuneytið um gerð
hugbúnaðar af þessu tagi. Þessi að-
ili benti mér á að bjóða í fyrirtæk-
ið, sem ég gerði. Viðbrögð land-
læknis við því vora þau að hann
sendi heilbrigðisráðherra bréf þar
sem bent var á að við gætum notað
eignarhald á Gagnalind til að stel-
ast í heilsufarsupplýsingar. Þetta
er mjög alvarleg ásökun."
Kári sagði að tilboð íslenskrar
erfðagreiningar hefði aldrei lotið
að öðra en kaupum á fyrirtæki sem
býr til hugbúnað til sjúkraskrár-
gerðar. „Gagnalind vinnur ekki við
að safna persónuupplýsingum og
hefur enga heimild til þess. Það
eina sem við vildum gera var að
tryg&ja okkur aðgang að stöðluð-
um upplýsingum í gegnum sam-
starfsaðila okkar. Við tökum engar
persónuupplýsingar inn í íslenska
erfðagi-einingu, ekkert þeirra sýna
sem við rannsökum eru merkt ein-
staklingum. Starf okkar er og hef-
ur verið undir eftirliti tölvunefndar
og hinna ýmsu siðanefnda," segir
Kári Stefánsson.