Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umboð til viðræðna um vinstri samfylkingu samþykkt á landsfundi Kvennalistans Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir var sú eina af þingkonum Kvennalistans sem greiddi KRISTIN Halldórsdóttir alþingiskona sat hjá við atkvæðagreiðsluna um samfylking- atkvæði með samfylkingarviðræðum. Hólmfríður Garðarsdóttir, sem er til hægri arviðræður, en sagði að með þeim væri ekki verið að fara rétta leið. á myndinni, er einnig fylgjandi þeim. LANDSFUNDUR Kvennalistans samþykkti um helgina með 36 atkvæðum gegn 18 að samtökin skyldu taka þátt í viðræðum fé- lagshyggjuflokkanna um sameiginlegan málefnagrundvöll fyrir alþingiskosningarnar 1999. Hópur kvenna íhugar úrsögn úr sam- tökunum í kjölfar samþykktarinnar. Flestar fyrrverandi og núverandi alþing- iskonur Kvennalistans og stór hluti þeirra kvenna sem starfað hafa lengst með samtök- unum lýstu andstöðu sinni við samfylking- una. Yngri kynslóð kvenna á fundinum var hins vegar öll fylgjandi henni. í þeim hópi var reyndar töluvert af konum sem nýgengn- ar voru í Kvennalistann. Andstæðingar samfylkingarviðræðna sögðu að með þeim væri verið að hverfa aftur til flokkakerfísins sem Kvennalistinn átti að vera andsvar við. Hann hefði verið stofnaður sem þriðja víddin í stjórnmálunum en nú væri verið að skilgreina hann sem vinstri félagshyggjuflokk. Engin önnur lausn í augsýn Bæði andstæðingar og stuðn- ingsmenn samfylkingarviðræðna virtust vera sammála um að lítil von væri í sérframboði kvennalis- takvenna, og enginn augljós val- kostur væri í augsýn, annar en samfylking. „Ég viðurkenni að ég sé enga lausn en ég er tilbúin að bíða þangað til tíminn gengur til liðs við okkur.“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þing- kona Kvennalistans, sem var mjög andsnúin samfylkingarviðræðum. í ávarpi til kvennalistakvenna sem dreift var í byijun fundar, og sem íjórtán konur stóðu á bak við, komu þó fram ómótaðar hugmynd- ir um einhvers konar „kvennanet" sem myndi safna saman konum víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Þórhildur og fieiri andstæðingar samfylkingar sögðu að svo gæti farið að þær yrðu að segja skilið við samtökin ef samfylkingarleiðin yrði farin. Engin sagði sig þó úr þeim á fundinum og samkvæmt upplýsingum frá Áslaugu Thorlac- ius, framkvæmdastjóra Kvennalist- ans, hafði aðeins ein kona yfírgefið samtökin í gær, en ýmsar væru að hugleiða að ganga í þau í kjölfar samþykkta landsfundarins. Tækifærisstefna og nánast siðlaust Kristín Ástgeirsdóttir alþingiskona var einna harðorðust af andstæðingum samfylk- ingarviðræðna. Hún sagði að fyrir þeim sem ynnu að samstarfi eða samruna ------------ vekti fyrst og fremst að komast til valda. Hún minnti á að fyrir fáeinum árum hefði hún ásamt fleirum mælt fyrir vantrausti á __________ ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og ““~~~~ Alþýðuflokks. „Það var eftir að kratarnir höfðu raðað sínu fólki á jötuna og ráðist gegn velferðarkerfinu og Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hvernig getur Kvennalistinn stillt sér upp við hliðina á þessum flokki? Mér finnst þetta vera tækifærisstefna og nánast siðlaust." Hópur kvenna íhugar úrsögn Yngrí kynslóðin á landsfundi Kvennalistans var öll fylgj- andi viðræðum við félagshyggjuflokkana um sameigín- legan málefnagrundvöll. Flestar fyrrverandi og núver- andi þingkonur samtakanna lýstu sig andvígar samfylk- ingu og hópur kvenna íhugar að segja sig úr Kvenna- listanum vegna niðurstöðu fundarins. STEINUNN V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi er ein af þeim yngri konum innan Kvennalistans sem harðast styðja samfylkingarstefnuna enda hefur hún starfað með öðrum vinstrimönnum í Röskvu í Háskólanum, Grósku og R-listanum í Reykjavík. Horfið aftur til flokka- kerfisins Kristín sagði að þótt eflaust mætti ná ýmsu fram í samstarfi við A-flokkana, mætti segja það sama um samstarf við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvenna- --------- listans, hafði fyrir landsfundinn ekki skýrt opinberlega frá af- stöðu sinni til samfylkingarvið- ræðna. Hún sagði á fundinum _________ að hún hefði aldrei skynjað sig jafn einmana og munaðarlausa á pólitískum vettvangi. „Ég er ekki búin að finna sannleikann í þessu máli. Ég sá aldrei fyrir mér að þessi staða kæmi upp, heldur hélt alltaf að í fyllingu tímans kæmi upp stjórnmálaafl sem byggðist á hugsjónum og vinnubrögðum Kvennalistans en höfðaði líka til karla. Það er ekki í augsýn." Kristín sat hjá við atkvæðagreiðslu um samfylkingarviðræður. Stuðningsmenn samfylkingarviðræðna bentu á það á fundinum að ekki væri neitt ákveðið um framhaldið þó að farið væri í viðræður. „Ég er alls ekkert ------------ sannfærð um að samstarfs- grundvöllur verði viðunandi milli flokkanna, en ef við stöndum heilar og óskiptar að viðræðun- um er staðan sterkari og þá lend- um við jafnframt saman ef viðræðurnar ganga ekki upp,“ sagði Guðný Guðbjörns- dóttir alþingiskona. Hún sagðist trúa því að einlægur vilji væri innan A-flokkanna til að taka til hönd- um í jafnréttismálum. Margir andstæðinga samfylkingarviðræðnanna lýstu hins vegar Samfylkingar- viðræður fá nýja ásýnd miklum efasemdum um þann vilja. Jóna Valgerður benti á að formaður Al- þýðubandalagsins væri kona og á framboðs- listum þess væri tiltölulega gott jafnvægi kynjanna. Alþýðuflokkurinn væri að vísu skemmra á veg kominn en stefndi í rétt átt. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sagði litlar líkur til þess að konur myndu bjóða fram víða í alþingiskosningunum. Ef farið yrði í sérframboð kvenna yrði það aðeins mögu- legt í Reykjavík og á Reykjanesi og afrakst- urinn yrði að 1-2 konur kæmust á þing. „Við verðum að vinna með öðrum til að ná til okkar unga fólkinu sem alið er upp í jafn- réttishugsun. Það mun ekki gerast innan Kvennalistans." Jóna sagði að sérstaða kvenna myndi ekki glatast þótt farið yrði í sameiginlegt framboð. Meðal helstu andstæðinga samfylkingar- stefnunnar á fundinum má nefna Kristínu Ástgeirsdóttur alþingiskonu og fyrrverandi alþingiskonurnar Guðrúnu Agnarsdóttur, Þórhildi Þorleifsdóttur, Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Kristínu Einarsdóttur. Úr eldri kjarna kvennalistakvenna voru þær Guðrún Ögmundsdóttir borg- arfulltrúi og Guðný Guðbjörnsdótt- ir alþingiskona fylgjandi samfylk- ingarviðræðum en af þeim sem skemur hafa verið í samtökunum má nefna Steinunni V. Óskarsdótt- ur borgarfulltrúa og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, fyrrverandi al- þingiskonu. Kvennalistinn styrkir samfylkingarviðræðurnar I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Steinunn að fullt og óskorað umboð Kvennalistans myndi styrkja mjög stöðu þeirra kvenna- listakvenna sem stæðu í samfylk- ingarviðræðunum en jafnframt styrkja viðræðurnar í heild. „Hingað til hefur umræðan um samfylkingu nokkuð einskorðast við A-flokkana. Þegar Kvennalist- inn bætist í hópinn fá viðræðurnar víðari skírskotun og breyta um ásýnd.“ Steinunn segist ekki telja að margar konur muni segja sig úr samtökunum vegna niðurstöðu landsfundarins, enda hafi ekki ver- ið tekin ákvörðun um annað en viðræður. „Það er líklegra að það verði á næsta landsfundi ef niður- staða viðræðnanna verður sú að Kvennalist- inn ætli í samfylkingu.“ Kristín Ástgeirsdóttir sagðist aðspurð ekki hafa tekið ákvörðun um úrsögn. „Það er samt mikill léttir að niðurstaða skuli vera komin í málið. Ég mun taka mér góðan tíma til að hugsa stöðuna. I raun eru fjórir kostir. í fyrsta lagi væri hægt að sætta sig við vilja meirihlutans og vinna með honum. í öðru lagi að láta niður- stöðuna framhjá sér fara og starfa áfram eins og ekkert hefði í skorist. í þriðja lagi gæti ég gengið úr flokknum og í fjórða lagi væri hægt að ná einhvers konar samkomu- lagi við meirihlutann, til dæmis um það að þingflokkur Kvennalistans starfi áfram sem slíkur út kjörtímabilið."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.