Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 21

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 21 H O N D A Stór fjórhjóladrifinn bill á frábæru verbi FRÁ KR! 2.190,000,- Á 6ÖTUNA. Volkswagen með í slaginn um Rolls-Royce Frankfurt. Reuters. VOLKSWAGEN AG hefur opinberlega látið í ljós áhuga á bílaframleiðand- anum Rolls-Royce, en fréttum um að VW hafi slegið út keppinautinn BMW er vísað á bug. Franski bankinn BNP sagði að Rolls-Royce yrði dýr og benti á að kaup- verðið yrði líklega á bilinu 900 milljónir marka til 1,2 milljarðar marka, tvöfalt hærra en 690 milljóna marka sala fyrirtækisins 1996. Aðrir segja tilboð frá VW skynsamlegt og gróðavænlegt, en telja að gróðinn muni ekki skila sér strax heldur á 8-12 árum. Móðurfyrirtækið Vic- kers Plc vísaði á bug þeirri frétt þýzka blaðsins Hand- elsblatt að VW hefði þegar sigrað BMW AG í sam- keppninni. Vickers neit- ar því einnig að BMW geti slegið út alla keppi- nauta sína. Lengi vel lét enginn annar framleiðandi en BMW áhuga á Rolls- HIÐ fræga einkennismerki Rolls Royce. Royce og samkomulag var talið innan seilingar. BMW á brezka fyr- irtækið Rover Group og margir eru enn vissir um að BMW eignist Rolls. Fyrir tveimur árum komst BMW að samkomulagi um að útvega vél- ar í Rolls-Royce og Bentley bíla. BMW hefur ítrekað áhuga sinn og ef fyrirtækið bíður lægri hlut fyrir VW mun það líklega hóta að segja upp samningum smíði á vélum í lúxusbíla og sportbíla um aldamót- in samkvæmt heimildum í geininni. BMW nýtur góðs af því að réttur- inn á nafni Rolls-Royce er enn í eigu Rolls-Royce Plc, flughreyfla- framleiðandans, sem var skilinn frá bíladeildinni þegar hið sameiginlega fyrirtæki varð gjaldþrota 1973. BMW og Rolls-Royce vinna sam- an að gerð flughreyfla. Sérfræðingar segja að það samband hafi haft úrslita- áhrif þegar BMW sigraði Mercedes í keppni um smíði Rolls-vélarinnar. Starfsmenn VW, sem mun eiga 16 milljarða marka, í varasjóði, segja að hægt verði að nota nýju V-12 vélian, sem sýnd var á bílasýningunni í Tókýó, í Rolls bíla. AðrirTiugsanlegir bjóð- endur eru Ford Motor Corp, Daimler-Benz AG, Fiat og Toyota . Daimler einnig með tilboð Daimler-Benz AG hefur einnig áhuga á að taka við rekstri Rolls-Royce, þótt fyrirtækið hafi oft neitað því, að sögn fréttatíma- ritsins Der Spiegel. Daimler vill nota Rolls- Royce til að auka úrval sitt að sögn Der Spiegel „Daimler býður í Rolls- Royce, jafnvel þótt fyrir- tækið neiti því,“ sagði rit- ið. Því er einnig haldið fram að Daimler forstjórinn Júrgen Schrempp sé „ófús til málamiðlun- ar“ í viðureign sinni við Volkswagen AG um Rolls. Daimler hefur hvað eftir annað neitað því að hafa áhuga á Rolls og kveðst ætla að bjóða upp á glæsi- útgáfu af Maybach bílnum, sem var sýndur nýlega á bflasýningunni í Tókýó. ■peningana fara í VSKinn Hjá B&L fæst gott úrval af bílum til atvinnustarfsemi sem undanþegnir eru virðisaukaskatti. Renault Express _______ Verð frá 1.003.000 kr. án vsk. Afborganir á mánuði: 11.458 kr.* Rekstrarleiga á mánuði: 22.236 kr.’1 * Afborgamr á mánuði m.v. 84 mán. (Innborgun 25%) lokaverð með vöxtum og kostnaði: 1.274.530 Einnig hægt að fá 100% ttn í 72 mánuði. ** Miðað viö 3 ár og 60.000 km. akstur. RENAULT B&L, Suðurlandsbraut 14 & Armúla 13, Sími 575 1200, Söludeild: 575 1220, Fax: 568 3818 Blab allra landsmanna! JHorötmlblíibiti -kjarnimálsms!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.