Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Golli
HJÁ ráðherra. Hvítrússar hafa mikinn áhuga á fiskkaupum frá
íslandi. Tveir fulltrúar þeirra, Alexander Panov og Vladimir
Pitukov, eru hér með Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra, og
Rússanum Sergey Tsyvarev, sem túlkaði fyrir þá félaga.
Hvít-Rússar vilja
kaupa síld og
loðnu frá Islandi
Stefnt að því að auka fiskneyzlu í
landinu um 150.000 tonn á ári
TVEIR fulltrúar stjórnvalda í Hvíta-
Rússlandi eru nú staddir hér á landi
til að mynda viðskiptasambönd við
íslenzk fyrirtæki og stjómvöld. Meg-
intilgangurinn er að hefja kaup á
fiskafurðum frá íslandi, koma á
tengslum milli háttsettra ráðamanna
á íslandi og í Hvíta-Rússlandi, und-
irbúa heimsókn forseta Hvíta-Rúss-
lands, Alexanders Lúkasjenkóvs, til
íslands og koma á fót viðskiptaráði
íslands og Hvíta-Rússlands.
Þeir Alexander Panov, fram-
kvæmdastjóri ríkisfyrirtækisins
Belvneshtorginvest, og Vladimir
Pitukov, rekstrarstjóri sama fyrir-
tækis, eru hér fyrir milligöngu Jó-
hanns A. Jóhannssonar, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar, og Sergey M. Tsyvarev,
framkvæmdastjóra PKF Narvik, í
Murmansk. Nú þegar starfa fimm
manns frá Hvíta-Rússlandi hjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar. Jóhann
segir að miklir möguleikar virðist á
útflutningi á físki, einkum síld og
loðnu, til Hvíta-Rússlands, en engir
samningar um slíkt hafí enn verið
gerðir.
Fiskneyzla hefur
minnkað mikið
Hvít-Rússar eiga ekkert land að
sjó og hafa því átt erfítt með að
nálgast sjávarafurðir síðan Sovétrík-
in leystust upp. Á tíma þeirra fengu
Íieir hins vegar mikið af saltsíld frá
slandi, en enga nú. þeir hafa engar
fískveiðar í sjó stundað, en eru nú
að fá veiðileyfí frá Rússum. Fyrir
um 10 árum var fiskneyzla í landinu
um 200.000 tonn, en íbúar eru 10,5
milljónir alls. Á síðasta ári nam físk-
neyzlan aðeins 50.000 tonnum, en
stefnt er að því að auka hana mikið.
Slysið í kjamorkuverinu í Tsjerno-
byl kom mjög illa niður á Hvít-Rúss-
um. Einn þáttur uppbyggingarinnar
eftir það er að auka fískneyzlu, sem
sögð er bæta heilsufar íbúanna mik-
ið. Þvf er stefnt að því að ná árlegri
fiskneyzlu upp í um 20 kíló á hvert
mannsbarn, en það svarar til um
210.000 tonna af afurðum. Það er
því ljóst að þörf fyrir innflutning á
sjávarafurðum er mikil.
Mælt með auknu fiskáti
Þeir Panov og Pitukov segja í
samtali við Morgunblaðið, að nú sé
mikil þörf fyrir fiskafurðir í Hvíta-
Rússlandi, enda hafi landið ekki
aðgang að sjó. Því hafí fískneyzlan
fallið úr 195.000 tonnum í 50.000 á
síðustu tíu árum. Auk þess mæli
heilbrigðisyfírvöld með því að físk-
neyzla verði aukin verulega, til þess
að bæta heilsufar íbúanna eftir
Tsjernobyl-slysið. Því sé mikil
áherzla lögð á aukinn innflutning á
fiskafurðum.
Keyptu áður saltsíld
frá íslandi
„Þess vegna komum við hingað
til íslands, til að mynda viðskipta-
sambönd við stærstu fyrirtækin í
sjávarútvegi og koma á samskiptum
stjórnvalda á sviði viðskipta. Við
erum Jóhanni A. Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar, mjög þakklátir fyrir þá
aðstoð, sem hann hefur veitt okkur
við að koma þessum samböndum á.
Við höfum mestan áhuga á að kaupa
héðan síld og loðnu, sem eru þekkt-
ustu fískafurðir íslenzkra framleið-
enda í heimalandi okkar. Við fengum
áður íslenzka saltsfld, þegar við vor-
um hluti af Sovétríkjunum. Fólkið
man enn eftir þessari stóru og fal-
legu síld, sem við keyptum þá í mikl-
um mæli, enda var hún mjög góð,“
segja þeir félagar.
Þeir segjast ennfremur vilja nýta
heimsóknina hingað til lands til að
mynda önnur viðskiptasambönd.
Þeir hittu bæði Þorstein Pálsson,
sjávarútvesgráðherra, og fulltrúa frá
utanríkisráðuneytinu, auk þess sem
þeir ræddu við framleiðendur og
útflytjendur fískafurða.
Lítil síldveiði
SÍLDARBÁTARNIR fyrir austan
hafa verið að fá reytingsafla síðustu
daga, það er að segja þeir, sem eru
með troll. í nótina fæst ekkert frek-
ar en verið hefur nokkuð lengi ef
undan er skilið skotið fyrir helgi.
Voru nótabátarnir farnir af miðun-
um í gær. Á loðnunni hefur verið
dálítið kropp austur af Kolbeinsey.
Beitir NK og Þorsteinn EA hafa
verið að landa í Neskaupstað 250 og
upp í 400 tonnum af síld en þeir eru
báðir með troll. Hefur þetta ásamt
öðrum löndunum nægt til að halda
uppi fullri vinnslu. Síldina fengu skip-
in nokkru utar en fyrir helgi en hún
heldur sig alveg niðri við botn og
þess vegna fæst hún aðeins í trollið.
Súlan EA landaði um 400 tonnum
af loðnu hjá Síldarvinnslunni í gær
og Björg Jónsdóttir ÞH var á leið
til Seyðisfjarðar með um 800 tonn.
Fengu skipin loðnuna á Kolbeinseyj-
ar- og Grímseyjarsvæðinu.
Óveiyuleg ördeyða
Antares VE landaði um helgina
150 tonnum í Vestmannaeyjum og
var að leita fyrir sé norðan við Glett-
inganesgrunn í gær. Hafði þá lítið
fundist og kvaðst skipstjórinn aldrei
hafa upplifað jafn mikla ördeyðu á
miðunum fyrir austan og nú.
Jóna Eðvalds SF var á svipuðu
slóðum og Antares í gær og höfðu
menn sömu sögu að segja, lítil síld.
í fyrradag landaði Jóna Eðvalds um
160 tonnum á Höfn og í fyrrinótt
fékk hún um 40 tonn og 90 tonn
eftir miðjan dag í gær.
Samkomulag í Noregi
um fj árlagafrumvaip
STJÓRN norsku miðflokkanna og
Hægriflokkurinn náði samkomulagi
um frumvarp til fjárlaga næsta árs
síðdegis í gær. Þar með tókst stjóm-
inni að tryggja meirihlutastuðning
við frumvarpið á þinginu.
Jan Petersen, leiðtogi Hægri-
flokksins, sagði að samið hefði verið
um að lækka skatta og gjöld um
milljarð norskra króna, andvirði 10
milljarða íslenskra. Daginn áður
hafði stjórnin náð samkomulagi við
Framfaraflokkinn, sem felur í sér
skattalækkanir upp á um 2,3 millj-
arða norskra króna, um 23 milljarða
íslenskra.
Hægriflokkurinn neitaði hins veg-
ar að styðja fjárlagafrumvarpið
nema skattar á einstaklinga yrðu
lækkaðir enn frekar. Telur flokkur-
inn að þrátt fyrir samkomulag
stjómarinnar og Framfaraflokksins
um skattalækkanir hefðu skatta-
álögur aukist um 1.240 milljarða
kr., um 12.400 milljarða ísl. kr., á
næsta ári.
Útgjöldin minnkuð
Hægriflokkurinn krafðist þess að
dregið yrði úr álögunum, auk þess
sem talsmenn flokksins vildu sjá
hvar ætti að skera niður. Til að
koma til móts við hægrimenn lagði
stjórnin fram tillögu um 1,5 millj-
arða niðurskurð á útgjöldum ríkis-
ins.
Miðflokkarnir leggja allt kapp á
að koma tveimur stærstu kosninga-
málum sínum í gegnum þingið;
greiðslur til foreldra sem vilja vera
heima hjá bömum sínum og hækkun
á ellilífeyri um 10.000 ísl. kr. á
mánuði. Að kröfu Framfaraflokksins
hefur hann verið hækkaður í 12.000
kr. og útgjöld til skóla og sjúkra-
stofnana hækkuð.
Miklar skattahækkanir voru í fjár-
lagafrumvarpi Verkamannaflokks-
ins, sem hann lagði fram daginn sem
hann fór frá völdum, og leikurinn
var endurtekinn í frumvarpi mið-
flokkanna. Meðal þess sem hækkar
eru álögur á tóbak, áfengi, sam-
göngur, bíla og húsnæði.
Kínveijar láta „föður lýðræðishreyfingarinnar“ lausan
Hvattir til að veita fleiri
andófsmönnum frelsi
Peking. Reuters.
KÍNVERSKI andófsmaðurinn Wei
Jiangsheng var látinn laus úr fang-
elsi af heilsufarsástæðum á sunnu-
dag. Hann hélt til Bandaríkjanna
þar sem hann var lagður inn á
sjúkrahús í Detroit.
Wei, sem hefur verið nefndur fað-
ir lýðræðishreyfíngarinnar í Kína,
er 47 ára rafvirki. Hann var fyrst
dæmdur í 15 ára fangelsi árið 1979
fyrir baráttu sína fyrir lýðræði. Er
hann hafði afplánað allt nema 6
mánuði af þeim fangelsisdómi var
hann látinn laus í tengslum við til-
raun kínverskra stjórnvalda til að
bæta ímynd sína og ávinna sér rétt
til að halda Ólympíuleikana árið
2000. Hann var handtekinn á ný
einungis sex mánuðum síðar og
haldið án ákæru til ársins 1995 er
hann var dæmdur í 14 ára endurhæf-
ingu í vinnubúð-
um.
Viðbrögð
stjórnmálamanna
og mannréttinda-
samtaka vegna
lausnar Weis
hafa verið blend-
in. Bill Clinton,
Bandaríkjaforseti
fagnaði lausn
hans en Bandaríkjastjórn hefur að
undanförnu lagt hart að kínverskum
stjómvöldum að láta andófsmenn
lausa. Sagðist forsetinn hlakka til
að hitta hann að máli.
Ávinningur fyrir Kínveija
Þá segja stjórnmálaskýrendur að
kínversk stjórnvöld hafí ótvíræðan
ávinning af því að senda Wei úr
landi. Hann hafí haft meiri áhrif á
meðan hann var í fangelsi en hann
muni hafa í útlegð. Kínastjórn hafí
losnað við vandræðagrip en mann-
réttindahreyfingar misst af mikil-
vægu tákni.
Mannréttindasamtök hafa í kjöl-
far lausnar Weis hvatt kínversk
stjórnvöld til að láta aðra andófs-
menn lausa og beint því til Banda-
ríkjaforseta að hann setji það sem
skilyrði fyrir fyrirhugaðri Kínaför
sinni á næsta ári að kínversk stjórn-
völd láti lausa 27 andófsmenn.
Þeirra á meðal er Wang Dan sem
var einn af leiðtogum námsmanna á
Torgi hins himneska friðar. Wang,
sem einnig var tilnefndur til friðar-
verðlauna Nóbels fyrr á þessu ári,
er nú þekktasti andófsmaðurinn í
kínversku fangelsi.
Wei Jingsheng
Danir segja EMU-ráð
geta valdið klofningi
Brussel. Reuters.
MARIANNE Jelved, efnahagsmála-
ráðherra Danmerkur, segir að tillaga
Frakklands og Þýzkalands um
óformlegt ráðherraráð aðildarríkja
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópu (EMU), sem ríki utan mynt-
bandalagsins fái ekki að taka þátt
í, geti haft alvarlegar afleiðingar.
„Ég óttast að afleiðingin verði klofn-
ingur sambandsins," segir Jelved.
Tillaga Frakka og Þjóðveija var
rædd á fundi fjármála- og efnahags-
málaráðherra ríkja ESB í Brussel í
gær. Samkvæmt henni munu ráð-
herrar frá EMU-ríkjunum hittast
óformlega fyrir slíka regiulega fundi
ráðherraráðs ESB, ræða málefni
sem snerta myntbandalagið og sam-
ræma stefnu sína í efnahagsmálum.
Á fundinum í gær mótmæltu ríkin
fjögur, sem talið er víst að muni
standa utan EMU í upphafi, þ.e.
Danmörk, Svíþjóð, Bretland og
Grikkland, þessum tillögum harð-
lega.
Peningamálanefndin
skoðar málið
Niðurstaða ráðherrafundarins
varð sú að biðja peningamálanefnd
ESB að skoða málið nánar. Jelved
sagði á blaðamannafundi að hún
vonaðist til að nefndin fyndi lausn
á málinu og að henni fyndist að sum
væntanleg EMU-ríki hefðu skilning
á vanda ríkjanna, sem standa munu
Reuters
ÝMIS hitamál voru rædd á fundi fjármála- og efnahagsmálaráð-
herra ESB og engu líkara en Sauli Niinisto, fjármálaráðherra Finna,
gangi einum of langt er hann leggur áherzlu á orð sín við Ant-
onio Sousa Franco, portúgalskan starfsbróður sinn.
utan EMU fyrst um sinn. Jelved
sagðist hafa farið fram á að nefndin
kannaði hvort fransk-þýzka tillagan
bryti í bága við sáttmála ESB og
að hún biði svars við þeirri spurn-
ingu.
Stefnt er að því að leiðtogar ESB
samþykki skýrslu um samræmingu
efnahagsstefnu innan ríkja EMU á
fundi sínum í Lúxemborg í næsta
mánuði. Jelved sagði að eins og mál
stæðu nú, gæti Danmörk ekki sam-
þykkt skýrsluna.