Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.11.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 25 ERLENT Deilur um fjármögnun kosningabaráttu Verkamannaflokksins Blair biðst afsökunar London. Reuters. The Daily Telegraph. Reuters UNGVERSKUR hermaður brosir til ljósmyndarans á heræfingu. Ung- verski herinn bætist við herafla NATO 1999. Ungverjar sam- þykkja NATO-aðild Búdapest, Brussel. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, baðst á sunnudag afsökunar á því hvernig stjórn hans hefði tekið á deilum um fjármögnun kosninga- baráttu Verkamannaflokksins og undanþágu Formúlu 1-kappaksturs- ins frá banni við tóbaksauglýsing- um. „Það var ekki tekið vel á þess- um málum,“ sagði Blair í sjónvarpsviðtali á sunnudag. „Eg tek á mig fulla ábyrgð og biðst afsökunar.“ Málið er hið versta sem komið hefur upp í stjórnartíð Verka- mannaflokksins sem tók við völdum í maí sl. eftir stórsigur á Ihalds- flokknum. í kosningabaráttunni og síðustu ár fyrri stjórnar hamraði Verkamannaflokkurinn á hverju spillingarmálinu á fætur öðru er tengdist stjórninni. „Myndi aldrei gera neitt óviðeigandi" Flokkurinn fékk óskabyrjun fyrsta hálfa árið, en deilurnar um framlög Bernie Ecclestone, sem rekur Formúlu 1, í kosningasjóð Verkamannaflokksins og undanþágu keppninnar frá banni við tóbaks- auglýsingum, eru til marks um að nú hafi alvaran tekið við. Málið hefur undið svo upp á sig að Blair tók þá ákvörðun á laugardag að koma fram í viðtali í beinni útsendingu á BBC-sjónvarps- stöðinni á sunnudag til að bæta skaðann. Hann sagði að stjórnin hefði átt að taka fyrr á málinu. „Eg geri ráð fyrir að á þeim sex mánuðum sem ég hef setið í stjórn, hafi ég varið um 45 mínútum, kannski klukkustund, í Formúlu 1. Það lítur út fyrir að hafa verið stórmál, það sem stjórnin hafi ein- beitt sér að - en svo var ekki.“ Kvaðst Blair vera sár og í upp- námi vegna þess hvernig fjölmiðlar hefðu tekið á málinu. „Eg er ósköp hreinn og beinn náungi. Eg myndi aldrei gera neitt óviðeigandi," sagði Blair. Hann lagði áherslu á að stjórnin myndi læra af þessari uppá- komu og taka fyrr á málum sem upp kæmu. Þá sagðist hann reiðubúinn að birta lista yfir alla stuðningsmenn Verkamannaflokksins aftur til árs- ins 1992, svo fremi sem aðrir flokkar gerðu það einnig. Hefur stjórnin heitið því að breyta lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka, sem skylduðu þá til að upplýsa um framlög stuðningsmanna. Hins veg- ar sagðist hann ekki telja neitt at- hugavert við að þiggja framlög auðkýfinga í kosningasjóð og að honum væri fyllilega stætt á því að eiga fundi með mönnum á borð við Ecclestone þótt þeir hefðu stutt flokkinn myndarlega. Frekari framlög gagnrýnd Andstæðingar Blairs voru ekki sáttir við frammistöðu hans, sögðu að fjölmörgum lykilspurningum hefði ekki verið svarað, t.d. hafi talsmenn flokksins verið tvísaga um hvort stjóm hans hafi ætlað að þiggja frek- ari framlög frá Ecclestone. Þá hefur verið ráðist á ríkisstjórn- ina vegna annars framlags í kosn- ingasjóðinn, tæplega 120 milljóna ísl. kr. sem Sainsbury lávarður lagði fram. Hann var nýverið skipaður aðalframkvæmdastjóri stórmarkaðakeðju sem hefur fengið leyfi til að byggja umdeilt verslun- arhús í Richmond on Thames. UNGVERJAR samþykktu með yfir- gnæfandi meirihluta greiddra at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag að land þeirra verði full- gildur aðili að Atlantshafsbandalag- inu, NATO. Þar með var rutt úr vegi einni síðustu hugsanlegu hindruninni fyrir fyrstu lotu stækkunar banda- lagsins til austurs. Rúmlega 85% þeirra sem greiddu atkvæði studdu áformin um NATO- aðild landsins, en tæplega 15% voru á móti. „Þetta er stórkostleg niðurstaða, þetta sýnir vilja þjóðarinnar," sagði Gyula Hom, forseti Ungverjalands. Rétt tæpur helmingur átta milljóna Ungverja sem rétt höfðu til að greiða atkvæði fóru á kjörstað, en kjörsókn þurfti að vera a.m.k. 50% til þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar værí bindandi. Talsmaður höfuðstöðva NATO í Brussel sagði að þar væra menn „sannarlega mjög ánægðir“. „Þetta sýnir að aðild nýtur ekki aðeins stuðnings forystuliðs stjómmálanna heldur ekki síður yfirgnæfandi meiri- hluta ungversks almennings." 21BOOOO BILL HEKLA A MITSUBISHI -ítttUdum metum! mitsubishi space wacon kostar frá kr. Þegar stóra fjölskyldan ætlar að ferðast saman er nauðsynlegt að hafa til taks vandaða bifreið sem uppfyllir allar óskir fjölskyldunnar. Space Wagon er fjórhjóladrifinn sjö manna fjölskyldubíll, bægilegur og rúmgóður. Öryggið er öllu ofar og í bílnum eru öryggispúðar ásamt voldugum öryggisbitum í hurðum sem vernda farbega, komi til umferðaróhappa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.