Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________________MEIMIMTUIM______________________________
íslensk mæðgin útskrifuðust saman frá Strathclyed-háskólanum í Skotlandi
Móðir og
sonur út-
skrifast
Mæðginin Valdís Jónsdóttir og Gunnar B.
*
Olason fengu saman afhentan vitnisburð um
masters- og doktorsgráðu í Glasgow.
Gunnar Hersveinn spurði þau um rann-
sóknarverkefnin að baki gráðunum.
Ljósmynd/Glasgow Herald
GUNNAR B. Ólason og Valdís Jónsdóttir við útskriftina.
ÍSLENSK mæðgin útskrifuðust
saman föstudaginn 7. nóvember frá
Strathclyde-háskólanum í Skot-
landi. Útskrift mæðgina er svo fá-
tíð að frétt birtist um hana í skoska
blaðinu Glasgow Herald um liðna
helgi.
Móðirin Valdís Jónsdóttir, sem
var fjarnemandi frá Strathclyde,
útskrifaðist með mastersgráðu í
talmeinafræðum og sonurinn,
Gunnar B. Ólason, útskrifaðist með
doktorsgráðu í efnafræði. Valdís
segir að útskriftin hafi verið mjög
hátíðleg á breska vísu og að hún
hafi verið látin útskrifast með deild
Gunnars til að þau gætu útskrifast
samtímis. „Skólinn er í miðborg
Glasgow og skapaði skipulagið og
formlegheitin mjög hátíðlegan
brag,“ segir hún.
Gunnar er fæddur í Reykjavík
árið 1965 en ólst upp í Eyjafirði frá
þriggja ára aldri til tvítugs er leiðin
lá aftur suður fyrir fjöll. Foreldrar
hans eru Valdís Jónsdóttir og Óli
Jakobsson rafeindavirki. Valdís er
fædd árið 1943 í Reykjavík og er
alin þar upp. Hún er dóttir Jóns
Sveinssonar, fyrrverandi bæjar-
stjóra á Akureyri, og Gunnhildar
Önnu Valdimarsdóttur, fyrrverandi
verslunarstjóra í Verslunarbúð Ingi-
bjargar Johnson.
Gunnar varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureryi árið 1985 og
skólar/námskeið
skjalastjómun
Inngangur að skjalastjórnun
Námskeið haldið 24. og 25. nóv. (mánud.
og þriðjud.). Gjald kr. 13.000.
Bókin, „Skjalastjómun“ innifalin.
Skráning hjá Skipulagi og skjölum
í síma 564 4688, fax 564 4689.
f ýmislegt
■ Tréskurðarnámskeið
Örfá pláss laus.
Hannes Flosason, sími 554 0123.
tölvur
mm ifF Nýi tölvu- & l yf viðskiptasknlinn
■ Tölvunám
48 klst. (72 'kennslustundir).
Kennt er á Windows 95, Word '97,
Excel '97 og notkun Internetsins.
Næsta námskeið byrjar 25. nóvember.
Kennt er þrjá morgna í viku (8—12) í
fjórar vikur þ.e. til 18. des.
Öll kennslugögn innifalin.
Úrvals aðstaða og tækjakostur.
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólínn
4------------------------
Hólshrauni 2 - sími 555 4980
útskrifaðist með BS:gráðu í efna-
fræði frá Háskóla íslands. Hann
hefur stundað háskólanám í Skot-
landi frá árirtu 1992 og verið í laun-
aðri rannsóknarvinnu þar frá 1996.
Valdís hefur á hinn bóginn stundað
fjarnám og farið út endrum og eins
og dvalið í allt að tvær vikur í senn.
Efnafræðirannsóknir
Gunnars
„Lokaverkefnið mitt fjallar um
efnahvörf mettaðra og ómettaðra
kolefna við tert-butyl hydroperoxíð
(lífrænt vetnisperoxíð) eða súrefni
þegar fjölliðubundnir hvatar eru
notaðir. Við rannsóknirnar var
megináhersla lögð á polybenz-
imidazole bundna molybdenum-
hvata, sem eru einkaleyfisbundnir
og er ég einn af einkaleyfishöfum,“
segir Gunnar B.. Ólason, „og notast
við tert-butyl hydroperoxíð til að
epoxídera alkena, en molybdenum
hvatar eru jafnan góðir til epoxíð-
myndana."
Gunnar segir epoxíðframleiðslu
vera eina af stærstu framleiðsluferl-
um í efnaiðnaði og framleiðsla á
epoxíðum nemur hundruð milljóna
tonna á ári. Epoxíð eru mjög mikil-
vægar framleiðslueiningar vegna
þess að þær eru að mestu notaðar
í plastefnaframleiðslu, s.s.
polypropylenexide, epoxíðlím o.fl.
Þau eru einnig mjög mikiivægar
einingar í lyfjaiðnaði og öðrum
efnaiðnaði vegna þess hve auðvelt
er að nýta hvarfgjarna hluta tvíveg-
is, því epoxíð eru efnasambönd þar
sem tvö kolefni tengjast hvort öðru
og líka einu súrefni.
„Verkefnið innihélt líka tilraunir
til að finna útópíuhvatann sem not-
ar súrefni undir þrýstingi og gefur
eitt hvataefni," segir Gunnar. „Nú-
tímahvatar þurfa að vera sérlega
sérhæfðir til þess að þeir séu nýttir
í iðnaði. Þessar tilraunir lofa góðu
fyrir áframhaldandi rannsóknir.
í aðalatriðum er hér um að ræða
verkefni sem snýr beint að iðnaði
og iðnaðarframleiðslu, þótt ekkert
hindri það að notast við þessa hvata
við smáframleiðslu líkt og í lyfjaiðn-
aði eða á tilraunastofu.
Gunnar lýkur við rannsóknar-
verkefni sín um mánaðamótin jan-
úar ferbrúar og ætlar þá að koma
heim. Hann hefur bæði fengið inn-
lenda og erlenda styrki til að vinna
að rannsóknum sínum.
Rannsakaði raddheilsu
kennara
Valdís Jónsdóttir gerði rannsókn
á raddheilsu kennara á Norðurlandi
eystra. Niðurstaðan var að megin-
þorri kennara finni fýrir óþægind-
um í hálsi sem rekja má til afleið-
inga af misbeitingu raddar.
„Það hefur sýnt sig bæði hérlend-
is og erlendis að aðalástæðan fyrir
misbeitingu raddar er fyrst og
fremst þekkingarleysi á rödd og
hvernig hægt er að viðhalda henni,“
segir Valdís, „kennarar þurfa sér-
staklega á þessari kunnáttu að
halda þar sem þeir þurfa oft að
beita röddinni í hávaða og í húsa-
kynnum með slæman hljómburð -
ólíkt öðrum stéttum sem nota rödd-
ina sem atvinnutæki."
Valdís segir kennurum hætt við
að tapa raddgæðum og samkvæmt
hennar rannsókn eru íþróttakennar-
ar í mestri hættu. Þeir þurfa senni-
lega að nota mesta raddstyrkinn.
Hún telur mikilvægast að kennarar
öðlist þekkingu til að vernda rödd
sína og hlúa að henni og því ætti
að kenna þeim það í kennaradeild-
unum.
Valdís er með talmeinastofu á
Akureyri og segist ætla að vinna
að bættri raddheilsu kennara.
Sker rödd kenn-
arans sig úr
hávaðanum?
Valdís Jónsdóttir hefur í mörg ár unnið að
rannsóknum á áhrífaþáttum á mannsröddina
og hún hefur unnið að raddvemd. Hér eru
nokkur brot úr fórum hennar.
FRÆÐSLA um raddvernd og
gildi þess að halda heilbrigðri
rödd virðist hafa gleymst á öld
upplýsinganna," segir Valdís
Jónsdóttir talmeinafræðingur,
„má vera að ástæðan sé meðal
annars sú að röddin hefur þá
sérstöðu að myndast án þess að
fólk finni fyrir flókinni og marg-
þættri líkamsstarfsemi sem þar
er á bak við og hætti því til að
taka röddinni sem sjálfsögðum
hlut sem slitni við notkun."
Valdís heldur því fram að með
réttri meðferð sé hægt að halda
röddinni heilbrigðri fram eftir
öllum aldri - og nefnir stór-
söngvara því til sönnunar. Eins
og fram hefur komið útskrifað-
ist hún 7. nóvember með mast-
ersgráðu í talmeinafræðum frá
skoskum háskóla og verður hér
aðeins stiklað á niðurstöðum
hennar sem hún hefur líka Sagt
frá í Nýjum menntmálum 1. tbl.
15. árg. 1997.
► Ástæður fyrir raddmeinum
geta verið af ýmsum toga, en
það sem fyrst og fremst hefur
verið horft á sem orsök fyrir
raddmeinum er vankunnátta um
raddbeitingu og raddvernd.
► Röddin er í raun og veru at-
vinnutæki fjölda fólks, tæki sem
getur brugðist og ekki er hægt
að endurnýja. En mörgum eru
jafnvel búnar kringumstæður
sem í raun bjóða upp á eyðilegg-
ingu á röddinni og má þar sér-
staklega nefna kennara sem oft
á tíðum verða að beita röddinni
í hávaða og í húsakynnum sem
hafa ófullnægjandi hljómburð.
Hávaði í umhverfi er skaðvaldur
og raddir hækka í hlutfalli við
aukinn hávaða.
► Raddböndum má að sumu
leyti líkja við streng í hljóðfæri.
Ef strengurinn er þaninn of
mikið slitnar hann. Á sama hátt
gefa raddböndin sig ef álagið á
þau verður of mikið og við það
missir röddin hljóm og styrk.
Þar sem röddin byggist upp á
styrk (db) og mismunandi tíðni
(Hz) þá getur
raddveila komið
fram í því að ein-
stök hljóð eða
hljóðasambönd
detta niður í styrk
á ákveðinni tíðni.
Þannig geta
nemendur átt erfitt
með að heyra rétt
það sem kennarinn
segir þar sem orðin skila sér ekki
nema að hluta. Ekki er víst að
kennarinn geri sér grein fyrir
þessu þar sem hann veit sjálfur
hvað hann er að segja og röddin
berst öðruvísi til hans en annarra.
► Við rannsóknir hefur komið
fram að tíðnisvið i rödd kennara
getur fallið saman við tíðnisvið
frá skvaldri bama. Það hefur í
för með sér að rödd kennarans
nær ekki að skera sig úr hávað-
anum og bömin heyra því ekki
hvað hann er að segja.
► Ymislegt í aðbúnaði kennara
getur reynst
röddinni skeinu-
hætt. Nefna má
þurrt og mengað
loft vegna lélegr-
ar loftræstingar.
Vitað er að of
þurrt loft veldur
því að fólki finnst
erfiðara að tala.
Og ef ekki er
hægt að endurnýja andrúmsloft
í skólastofu með 20-30 nemend-
um hlýtur að safnast fyrir of
mikið magn af C02 og er þá
hætt við að nemendur verði syfj-
aðir og sljóir. Þannig getur álag
á rödd kennara orðið mikið ef
hann þarf að beita röddinni í
of þurru lofti við að halda syfj-
uðum nemendum við efnið.
► Svo virðist sem leikskóla-
kennurum og íþróttakennurum
sé einna hættast við að fá
skemmdir í raddbönd. Reyndar
ætti það ekki að koma á óvart
þar sem þessir kennarahópar
þurfa oft að beita röddinni í
miklum hávaða, jafnvel oft við
slæmar kringumstæður.
► Hér á landi hafa kennarar
og kennaranemar fengið tilsögn
í raddbeitingu og framsögn hjá
leikurum og málfræðingum. En
skort hefur fræðslu um radd-
heilsu og raddvernd og að þeir
fái raddprófun og leiðsögn í
hvernig þekkjamegi takmörk
raddar sinnar. f Bretlandi hefur
veikindadögum kennara sem
sótt hafa kerfisbundin námskeið
um rödd, raddbeitingu og radd-
vernd fækkað umtalsvert.
► Ymislegt í skólum getur
reynst rödd kennarans skeinu-
hætt. Hér eru nokkur atriði
nefnd: Ryk sem kemur frá blöð-
rum og bókum. Endurunninn
pappír sem er með örfínar beitt-
ar agnir sem geta sært slímhúð-
ina á raddböndunum. Ljósritun-
arvélar og geislaprentarar geta
gefið frá sér um 50-60 skaðleg
efni og truflað rödd. Kalkduft
veldur þurrki í hálsi. Tússpenn-
ar á tússtöflur gefa frá sér leysi-
efni sem líka geta valdið þurrki
og ertingu.
► Valdís segir að kennarar eigi
út frá vinnuverndarsjónarmiði
kröfu um að vel sé búið að rödd
þeirra. Hér á landi er full þörf
fyrir átak í þessum málum. Góð
byrjun væri að hennar mati að
koma fræðslu um rödd og radd-
heilsu til kennara og huga að
því hvernig draga megi úr skað-
vænlegum áhrifum umhverfis á
röddina.
Morgunblaðið/Úr safni