Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 35

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 35 AÐSENDAR GREINAR 40% aldraðra og ör- yrkja með tekjur und- ir lágmarkslaunum ALDRAÐIR hafa með eftir- minnilegum hætti mótmælt sífelld- um árásum stjórnvalda á kjör sín. Oánægja þeirra er skiljanleg, því ríkisstjórnin telur helst að finna matarholu með því að skerða kjör aldraðra, en hlífir stóreignamönn- um og fjármagnseigendum. Alvarlegasta atlagan að öldruðum og öryrkjum Af mörgu er að taka, þegar litið er yfir kjörtímabilið og þær aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar sem beinst hafa gegn kjörum aldraðra og ör- yrkja. Nýjasta aðförin að kjörum þeirra var að láta lífeyrisgreiðslur þeirra ekki fylgja launahækkunum í landinu, en lífeyrisgreiðslur hafa í áratugi fylgt hækkunum á viku- kaupi verkamanna. Hér er um að ræða grundvallarbreytingu á al- mannatryggingakerfinu og alvar- legustu atlöguna að kjörum aldr- aðra og öryrkja í langan tíma. Aðeins 14% aldraðra með tekjur yfir 136 þúsund kr. Það er mjög mikilvægt að leiða ríkisstjórnina af villu síns vegar, ef hún telur að breiðu bökin sé helst að finna í hópi aldraðra. Svar sem ég hef fengið frá heilbrigðis- ráðherra um kjör aldraðra og ör- yrkja ætti að vera ríkisstjórninni viðvörun. Þar má sjá að einungis 3582 af 27.250 öldruðum eða 14% 67 ára og eldri eru með tekjur yfir 136 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Stór hópur með tekjur undir nauðþurftum Að öðru leyti má lesa þetta úr svari ráðherrans: - Tæplega 75% eða rúmlega 20 þúsund af um 27.250 öidruðum eru með undir 79 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt. Þar af voru 11.618 konur og 8.666 karlar. Nálægt 4 af hverjum 10 öldruðum og öryrkj- um eru með tekjur und- ir lágmarkslaunum, segir Jóhanna Sigurð- ardóttir, og enn mun sá hópur stækka um nk. áramót. - 9.880 aldraðir eða um 37% aldraðra höfðu grunnlífeyri og fulla tekjutryggingu, þ.e. rúmar 41 þús. kr. á mánuði. Þessi hópur getur ekki haft hærri viðbótartekj- ur en 19.339 eða um 60 þúsund kr. í heildartekjur. í þessum hópi eru nálægt helmingi fleiri konur en karlar eða 6.236 konur og 3.644 karlar. - 10 þúsund af rúmlega 27 þúsund öldruðum og 3.400 af 7.900 öryrkjum hafa aðeins frá 40-60 þúsund kr. í heildarfram- færslutekjur á mánuði. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /ywWINDOWS Fjölþættar lausnir FjH KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Þannig eru nálægt 4 af hveijum 10 öldruðum og öryrkjum með tekjur undir lágmarkslaunum og enn mun sá hópur stækka um nk. áramót þegar lágmarkslaunin í landinu fara í 70 þúsund krónur. Ekki er ólíklegt að þá þurfi meira en helmingur 67 ára og eldri í land- inu að búa við kjör sem eru undir lágmarkslaunum. Athyglisvert er einnig og kallar á frekari skýringu, að fjölgun í hópi öryrkja úr 3.456 í 7.834 sl. 10 ár skýrir heilbrigðisráðherra með því að vegna auk- ins atvinnuleysis á tímabilinu hafi öryrkj- ar átt erfitt með að fá vinnu og ýmsir misst vinnu sína. Hvað gerir ríkisstjórnin? Nú þegar ríkis- stjórnin hefur kippt úr sambandi ákvæðinu, sem tryggja á að greiðslur úr almanna- tryggingakerfinu taki sömu breytingum og vikukaup í almennri verkamanna- vinnu, verður eftir því beðið hvaða kjör ríkisstjómin mun skammta Jóhanna Sigurðardóttir öldruðum og öryrkj- um, þegar lágmarks- launin fara í 70 þús- und um nk. áramót. Aldraðir hafa lagt grunninn að þeirri vel- ferð sem við búum við í dag. Það er til skammar að stórum hópi aldraðra og ör- yrkja skuli búin kjör, sem eru langt undir lágmarkslaunum í Iandinu - launum sem þó er viðurkennt að séu langt frá því að standa undir brýnustu nauðþurftum heimil- anna. DENIS0N Vökvadælur 6-340 l/mín __ Þrýstingur upp^ í 290 bör Spilverk EBBHBD! Sími 544-5600 Fax 544-5301 Höfundur er alþingismaður. — Útsala \ * a skíðayörum! 18.-22. nóvember 30-70% Við rýmum fyrir ’98 árgerðinni af skíðavörum. 30-70% afsláttur af skíðum, skíðabúnaði, skíðasamfestingum, snjóbrettum, snjóbrettabúnaði og mörgu fleira. Ekki missa af þessu! SKATABUÐIN -SWRAK fWMtíK Snorrabraut 60 ■ Sími 561 2045 ■ skatabud@itn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.