Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 40

Morgunblaðið - 18.11.1997, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Enginn vinnur sitt dauðastríð ÞAÐ ER í sjálfu sér alveg rétt hjá Tómasi Inga Olrich að frum- varpið um takmörkun kvótaeignar er mála- myndafrumvarp sett fram til þess að reyna að slá á óánægjuna með milljarða króna ’ kvótaeign örfárra manna. Þorsteinn Páls- son gerir sér vonir um að sér takist að slökkva elda óánægjunnar sem nú loga um land allt. Það er hins vegar alger misskilningur hans að það slökkvistarf takist. Bráðum verða eldar óánægjunnar að því báli sem ekki aðeins svíður stélfjaðrir Sjálfstæðisflokksins heldur munu logarnir leika um fleiri flokka og stofnanir landsins. Logar sem brenna fleira heldur en ráðherr- astólana undan ríkisstjórninni, . ylogar sem munu brenna burtu margs konar óréttlæti og harðdrægni sæaðals og forrétt- indaliðs undanfarinna tveggja ára- tuga - bálför hins gamla valda- kerfis stjórnmálaflokka og hags- munahópa er í aðsigi. Sú gerjun sem nú á sér stað í ís- lenzku samfélagi og endurspeglast kannski skýrast í straumi nýrra félaga inn í Samtök um þjóðareign er ávísun á nýja tíma, forboði þess að fólk hefur fengið nóg - ekki aðeins af siðlausri meðferð á opinberu fé og gjöfum Alþingis til stjórnmálaflokka og útvalinna gæðinga svo sem hina svokölluðu SR sölu, eða afhend- ingu fiskimiðanna til sæaðalsins heldur margra áratuga óráðsíu og bruðli í rík- isrekstri. Það hefur lengi verið lenzka hér að líta á embætti og áhrif í stjórnkerfinu eins og tímabundna aðstöðu til að stunda rán og rupl á almanna- fé. Menn hafa í því sem öðru gengið misdjarflega fram en í heildina má hiklaust full- yrða að siðlaust sukk hafi lengi viðgengist með almannafé á íslandi. Nú er í aðsigi sala á Pósti og síma og reikna má með því að bráðlega komi að sölu ríkisbank- anna. Það verður að vera skýlaus krafa fólksins í landinu að þessi fyrirtæki verði alls ekki látin í hendur einkavæðingarnefndar né að nokkur ríkisstarfsmaður eða stjórnmálamaður komi þar nærri. Það er aðeins ein leið til. Finna verður út verð á fyrirtækin, deila í þá tölu með íbúafjölda landsins á því augnabliki sem fyrirtækin verða afhent þjóðinni og sérhverj- um Islendingi verði síðan sent hlutabréf sitt í Pósti og síma hf., Landsbankanum hf. og Búnaðarbankanum hf. Með þessu móti er réttlætinu fullnægt og ríkið getur síðan haft tekjur sínar af skattlagningu einstaklinga vegna þessa eigna- og tekjuauka. Samtök um þjóðareign hafa nú / / Hvenær skyldu LIU- menn átta sig á því, spyr Bárður G. Halldórsson, að þeir eru menn fortíðarinnar og enginn vinnur sitt dauðastríð? starfað í rúman mánuð. Á þessum tíma hafa 2000 manns gengið til liðs við samtökin. Betur má ef duga skal. Til þess að Samtökin nái fram markmiðum sínum þarf að stefna að 15-20 þús manns. Samtökin þurfa nú á liðsinni félaga sinna að halda og kalla til sjálf- boðaliða. Allir sem hug hafa á að hjálpa okkur að safna liði eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna í Brautarholti 4 eða í síma 552-7200. Fljótt á litið virðist svo sem persónulegir hagsmunir fjöldans skipti ekki mjög miklu máli og að Bárður G. Halldórsson Þörfin fyrir tölvu- menntað fólk SÁ HLUTI atvinnu- lífs Evrópu og Amer- íku þar sem vænst er mestrar aukningar á umsvifum er tengdur alnetinu. Umferð um 'r^netið hefur tvöfaldast á 10 mánaða fresti síðustu ár og mun halda áfram að vaxa með svipuðum hraða næstu ár. Mikill hluti notkunarinnar er utan eiginlegs atvinnulífs en þegar búið verður að leysa vandamál tengd öryggi og peninga- greiðslum sem gert verður á allra næstu árum, mun efnahagsstarfsemin þar springa út. Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands (TVÍ) hefur lagt aukna -.áherslu á netið, m.a. með því að kenna forritunarmálið Java og láta nemendur fá verkefni við að fást sem vinna þarf á netinu. Enn- fremur hefur skólinn keypt 20% í Internet á íslandi hf. (INTÍS), Míkrá úrval ðf fallegum rúmffltnaái Skóbvflrfudlg 21 Simj 5SI 4050 Rrykiavlk fyrst og fremst til þess að eiga greiðari aðgang að þekkingu. Geysimikill vöxtur er í útflutningi hugbúnaðar frá Islandi svo sem m.a. hefur komið hefur fram í opnugrein í Morgunblaðinu 29. september 1996. Þannig hefur útflutn- ingur hugbúnaðar vaxið úr engu í 400 m.kr. árið 1994 og í 1.129 m.ki'. árið 1996. Hafa þarf í huga að eigi iðnaðurinn að vera gjaldgengur þegar sam- keppnin harðnar verður skólakerfið að geta veitt honum bakstuðning. Samkeppnin mun harðna þegar betra jafnvægi kemst á í nálægum löndum þannig að keppinautarnir eigi þess kost að fá það menntaða starfsfólk sem þeir fá ekki nú og að því kemur. Nú er lag til þess að komast inná alþjóðlegan hugbúnaðar- markað vegna þess að eftirspurn eftir tölvuþekkingu er langt um- fram framþoð og við erum raunar að mjaka okkur þar inn með vax- andi hraða. Strax þarf að huga að þeirri framtíð sem bíður okkar þegar betra jafnvægi kemst á með því að auka magn og gæði og fjölbreytileika tölvuþekkingar landsmanna, ella missum við aftur þá fótfestu sem við höfum náð nú í upphafi. TVÍ hefur útskrifað 30-35 nemendur á ári síðustu ár og ráðgerir að útskrifa 45 nemendur næsta vor. Háskóli Islands (HI) hefur útskrifað 9 nemendur á ári. Fullyrða má að ef TVÍ hefði ekki Fullyrða má, segir Ragnar S. Halldórs- son, að ef TVÍ hefði ekki notið við, væri staða hugbúnaðar- * iðnaðar á Islandi allt önnur og verri en hún þó er í dag. notið við, væri staða hugbúnaðariðnaðar á íslandi allt önnur og verri en hún þó er í dag. I ár sóttu 311 nemendur um nám í TVÍ og féllst mennta- málaráðuneytið á að gi-eiða vegna 120 þeirra sem þá voru teknir inn. Fyrirhugað er að taka árlega 330 nemendur inn í hið nýja háskólahús sem nú er verið að reisa við Ofanleiti 2, enda er nú sérstök ástæða til að leggja áherslu á menntun í hugbúnaðargerð. Skólamir, bæði TVÍ og HÍ, gera meira gagn en kemur fram í útskriftartölunum. Margir nem- enda sem ekki ljúka prófi hætta til þess að fara að vinna en eru ekki að gefast upp. Það er þó einn greinilegur munur á skólunum. Stærri hluti nemenda TVÍ en HI ræður sig beint til atvinnulífsins. Hinsvegar er nú mjög mikill skortur á tölvumenntuðu fólki og er því mikið ánægjuefni, að hinn nýi háskóli getur stórlega fjölgað nemendum í tölvunarfræðum. Ilufundur er verkfræðingur og formaður fiáröflunarnefndar Versl- unarráðs Islands vegna byggingar- framkvæmda nýja háskólainissins. Ragnar S. Halldórsson hagsmunir sæaðalsins séu svo gíf- urlegir að þeir svífist einskis. Þeg- ar hins vegar er grannt skoðað, hlýtur öllum að verða ljóst, að hagsmunh- allra íslendinga fara hér saman - hagsmunir allra eru þeir að arður af auðlindum þjóðar- innar renni til hennar allrar að frá- dregnum eðlilegum arði af nytjum þeirra. Hagsmunir allra - nema lénsaðalsins - eru þeir að komið verði á opnu, lýðræðislegu stjórn- kerfi - að þrískipting valdsins verði sett á í reynd - að kerfi ætt- bundinna forréttinda verði afnumið strax og hætt verði að líta á opinber embætti á Islandi sem eins konar veiðikvóta á eignir al- mennings - að jafnræði - réttlæti og frelsi verði leidd til öndvegis í þjóðfélginu. Við samtakamenn höfum glögg- lega fundið fyrir því að sæaðallinn kaupir menn til liðs við sig, ógnar og hótar starfsmönnum eins og berlega kemur fram í því að í hvert skipti og einhver opnar munn um kvótakerfið byrjar grátlið útgerðarinnar að heimta brott- rekstur, kalla menn öfundsjúka eða sósíalista og rægja þá hvar sem við verður komið. Það er reyndar athugunarefni hvað þessi sjúkdómur hefur skotið fóstum rótum á skrifstofum sæaðalsins, sbr. lítt dulbúna kröfu Kristjáns Ragnarssonar um brottrekstur Markúsar Möller og Kristjáns Guðmundssonar fyrir skoðanir þeiira og nýleg skrif Jónasar Har- aldssonar um Árna Finnsson. Hvenær skyldu LÍU-menn átta sig á því í að þeir eru menn fortíðar- innar og enginn vinnur sitt dauðastríð? Þeir hafa engan hljómgrunn hjá þjóðinni. Það er al- veg sama hvað þeir birta margar auglýsingasíður í Morgunblaðinu um eigið ágæti eða láta Ragnar Árnason gefa sér ágætiseinkunnir fyrir rekstur - það hefur ekki nokkur önnur áhrif en þau að allir hætta að trúa Ragnari Árnasyni og hann bætist þannig í hóp með Illuga, Orra og Hannesi sem með skrifum sínum hafa unnið það eitt, að enginn tekur mark á þeim og myndi varla nokkur maður þora að spyrja þá hvað klukkan væri. Stríðið er tapað. Undanhaldið er hafið. Þeir stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu fara allir eina leið - á öskuhauga sögunnar með fríðu föruneyti íslenzka sæaðals- ins. Fari þeir vel. Höfundur er varaformaður Sam- taka um þjöðareign. Æ sér gjöf til gjalda Sádar taka 4,3 milljarða dollara að láni til flugvélakaupa Undirfyrirsögnin hér að ofan vakti athygli mína þegar ég fletti síðustu helgarútgáfu Fjármálatíðinda (FINANCIAL TIMES 8.-9. nóvember 1997). Það er ekki á hverjum degi sem hinum olíu- riku aröbum er fjár vant og því hlaut, eðli málsins samkvæmt, að vera eitthvað mikið á ferðinni þegar þeir standa í lántökum. Gömul baktería, flug- dellan, gerði einnig vart við sig svo ég hóf lesturinn. Nú veit ég ekki hvort Morg- unblaðið hefur sett sér reglur af því tagi sem skjaladeild Alþingis hefur, sem sagt þær að ekki skuli birta texta á erlendum tungumál- um í þingskjölum. Sýna skuli hinni íslensku tungu þá virðingu, og auðvitað Alþingi og þingræðinu í leiðinni. Skýt því hér inn í að þetta er greinarhöfundi í fersku minni af því ég hugðist leggja fram á þingi tillögu um viðræður við bandarísk stjórnvöld um brottför hersins og það hvernig Islending- ar tækju við rekstrinum á Kefla- víkurflugvelli. Þá rakst ég á þá óþægilegu staðreynd að samning- ur eða bókanir um umsvif hersins hér á landi frá 1994 og 1996 voru aðeins til á ensku. Af því leiddi að setja varð plöggin í þýðingu til að hægt væri að taka þau með sem fylgiskjöl. Lærdómurinn af þessu er einfaldur, hin opinbera tunga hermangsins er enska. Hafandi sagt þetta leitar samt á mig hvort ekki sé vissast að birta tilvitnun úr áðurnefndum Fjár- málatíðindum á frummálinu þannig að ekkert fari nú á milli mála, svo lygilegur sem hann er. Það stóð einfaldlega á innsíðu þessarar helgarútgáfu undir fyr- irsögninni um lántökur Sáda; eft- irfarandi: „The order for 61 Boeing and McDonnell Douglas aircraft was made two years ago after pressure from Washington, which saw the deal as Saudi repayment for US military action during the Gulf War. President Bill Clinton urged King Fahd at the time to favour the US companies over their European rival, Air- bus Industrie." (Fyrir tveimur árum voru pantaðar 61 Boeing og Mc-Donnel Dou- glas-flugvélar eftir mikinn þrýsting frá Washington. En þar á bæ litu menn á kaupin sem greiðslu Saudi-Araba vegna hernaðar- aðgerða Bandaríkjamanna í Pers- aflóastríðinu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lagði á sínum tíma hart að Fhad konungi að taka bandarísku fyr- irtækin fram yfir keppinaut * Afram deyja börnin í Irak þúsundum saman í mánuði hverjum, segir Steingrfmur J. Sigfússon, og eru þó þegar meira en 600 þúsund fallin úr hungri og vegna lyfjaskorts og sjúkdóma. þeirra, evrópska flugvélafram- íeiðandann Air-Bus.) Sem sagt, húrra fyrir frjálsri samkeppni, lýðræðisást og virðingu fyrir mannréttindum. Áfram deyja börnin í írak þúsundum saman í mánuði hverj- um og eru þó þegar meira en 600 þúsund fallin úr hungri og vegna Íyfjaskorts og sjúkdóma frá því Flóabardaga hinum nýrri lauk. Höfundur er alþingismaður. J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.