Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 41

Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 41 AÐSENDAR GREINAR Góðærisklúbburinn kannski uppgjöf í bland vegna ástandsins sem var svo vonlítið. Pólitík og aftur pólitík „HVAR gengur mað- ur í þennan klúbb, Guðmundur Ami?“ Eg hváði. „Hvaða klúbb áttu við? Og hver er það sem spyr?“ Hvaða rugludallur er þetta eiginlega? hugsaði ég með sjálfum mér, þegar ég beið efth’ svari. Karlmaðurinn á hinum enda símalínunn- ar lét þó ekki bíða lengi eftir sér. „Nú, góðæris- klúbbinn, maður. Pylgist þú ekki með? Og Gunnar heiti ég. En það er þó ekki aðalmálið - ég er bara einn af þúsundum og aftur þúsundum." Símtalið fór að taka á sig skýrari mynd. Hægt og bítandi. Viðmæl- andi minn, sem hringdi niður á Al- þingi, sagði mér frá því í framhald- inu, þegar ég vildi fá að vita meira, að hann væri 26 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík, kvæntur 24 ára „yndislegri og þrælduglegri“ (eins og hann orðaði það) heima- vinnandi móður þriggja barna á aldrinum fímm mánaða til sex ára. Hann sagðist vinna á verkstæði í borginni. Væri ófaglærður, en með þokkaleg laun, miðað við það sem gerðist og gengi í þeirri atvinnu- gi’ein. „Eg er með svona 105 þús- und á mánuði eftir skatta og það þykir bara þokkalegt í mínum vinahópi," sagði hann. „En það eru bara alltof lág laun til að ég eigi möguleika á að láta enda ná saman,“ bætti hann við. Hvar er sótt um? En eftir að hafa gert grein fyrir sjálfum sér, þá vildi hann ræða upphaflega erindið á nýjan leik. Þetta með góðærisklúbbinn. „Já, veistu hvernig maður fær aðgang að þessum góðærisklúbbi? Og hvar er sótt um.“ Mér varð svarafátt. „Nei, við vorum að velta því fyrir okkur strákamir héma á verkstæðinu, við eram héma sjö stykki á aldrinum 20-46 ára, flestir fjölskyldumenn, hvar þetta góðæri sé eiginlega sem þess- ir karlar í ríkisstjóminni era sýknt og heilagt að tala um. Og mér var sagt að þú hefðir verið að spyrja þessa ráðherra út úr um daginn og þá verið að tala um leitina að góð- ærinu hjá venjulegu fólki í landinu. Fékkstu einhver svör?“ Eg svaraði eins og satt var. „Nei, ég fékk engin svör. Það var bara spiluð þessi gamla plata um að allar þjóðhagsstærðir sýndu að það væri uppgangur í efnahagslíf- Málið, segir Guðmundur Arni Stefánsson, snýst um pólitík. inu, atvinnuleysi á niðurleið, þjóð- artekjur á mann að meðaltali væru á upþleið, fyrirtækin farin að sýna umtalsverðan hagnað. Og vissulega er þetta allt satt og rétt, en ég spurði þá, hvernig á því stæði að venjulegt launafólk, sérstaklega skulduga kynslóðin, fengi ennþá ekki enda til að ná saman þegar launaumslagið væri borið saman við gluggabréfín, Visaskuldina og allra nauðsynlegustu útgjöld heim- ilisins. Þessi kaldi veruleiki birtist líka í tölum Þjóðhagsstofnunar, því skuldir heimilanna í landinu aukast á ári hverju um 25-30 milljarða króna.“ Jeppar og skakkur gómur Það varð augnabliksþögn á hin- um enda línunnar eftir þetta svar mitt og ég notaði tækifærið og hélt áfram. „Það sem meira er, Gunnar, þessi ríkisstjóm hefur engan áhuga á því að breyta þessum raunveruleika hjá venjulegu fólki í Guðmundur Árni Stefánsson Eiga Islendingasögurnar og Laugavegurinn eitt- hvað sameiginlegt? ÞVÍ MIÐUR hefur það oft verið þannig að Is- lendingar gera sér ekki grein fyrir því sem er merkilegt og sérstætt við þá og umhverfí þeirra fyrr en of seint. Fram eftir öldum þóttu íslendingasögurnar ekkert merkilegar og voru notaðar sem eldi- viður. Trén vora ekki „uppgötvuð" fyrr en þau voru öll horfin. Það hefur svo orðið til þess að við erum í stökustu vandræðum með upp- blástur í landi okkar. Svipað er að gerast hér í Miðbæ Reykjavíkur. Byggingaraðilum finnst þessi litlu hús ekkert merkileg og líta á þau sem hindrun í uppbyggingu mið- bæjarins. Það græðir heldur enginn á því að viðhalda gömlum húsum eða byggja smátt. En landeyðingin hefur loksins kennt okkur að við verðum að hugsa meira til framtíðar og ekki nægir að fullnægja aðeins þörfum augnabliksins. Það sem okkur þykir ekki skipta neinu máli í dag getur haft mikið gildi fyrir komandi kynslóðir. Byggðin hér við Laugaveginn hefur sögulegt gildi, ekki bara ein- stök hús, heldur byggingarmynstr- ið. Lítil hús, hvert með sínum sér- kennum, sum algjörlega á skjön við allt, og bakhús eru myndrænt dæmi um það hvernig Reykvíking- ar voru, og eru, ef þeir þora að vera stoltir af upprana sínum og smæð. Þessi byggð hefur sögulegt gildi hvað varðar menningu okkar og verslunar- og lifnaðarhætti. Sumir sénútringar búa t.d. enn í miðbæn- um og munu gera það áfram ef borgarskipulagið hrekur þá ekki smám saman í burtu. íslendingar eru fámenn þjóð, sérkennileg, merkileg og landið á enn nægt rými fyrir fólk, líka fyrir íbúa Miðbæjar Reykjavíkur. Stóru steinsteypuhús- in hér við Laugaveg og annars staðar á miðbæjarsvæðinu eru tákn þess tíma þegar Reykjavíkingar reyndu að sýnast eitt- hvað annað en þeir voru. Lækjargötu- Torfan hefði getað litið út eitthvað í átt við götumynd Skúlagöt- unnar ef einhverjir sér- vitringar þess tíma hefðu ekki risið upp og mótmælt. Nú á að rísa stórt hús við Laugaveg 53b. Tvö hús sem áður féllu inn í götumyndina verða að víkja fyrir nýrri götumynd sem ekki byggir á sögulegri hefð eða sérkennum sem eru merkileg og sérstæð fyrir Lauga- veginn. Meirihluti byggðarinnar hér á þessu svæði er enn lítil hús, oftast lágreist en nú á að miða við þessi fáu háu steinsteypuhús sem hafa þröngvað sér inn á milli litlu hús- anna. Islendingasögurnar vora líka taldar ómerkilegar skinnpjötlur og Byggingaraðilum fínnst þessi litlu hús, segir Elín Ebba ----?--------—--------- Asmundsdóttir, ekkert merkileg og þeir líta á þau sem hindrun í uppbygg- ingu miðbæjarins. hefði sérvitringum þess tíma ekki tekist að bjarga nokkrum þeiiTa, hefðum við ekki þá sögulegu reisn sem gerir okkur einstök í nútíman- um og um ókomna tíð. Kaupmenn við Laugaveg hafa verið í tilvistarkreppu síðan Kringlan var reist og nú blasir enn ein ógnunin við; verslunarmiðstöð í Smárabyggð. Ef öll þessi verslun, sem nú er í uppbyggingu, á að standa undir sér verðum við íslend- ingar að fara að fjölga okkur allsnarlega eða flytja alla lands- byggðina til Reykjavíkur svo kaup- menn fari nú ekki á hausinn. Þegar til lengi’i tíma er litið er ósennilegt að dvergútgáfur af Kringlunni bjargi verslun við Laugaveginn. Það eru sérkenni hans sem eiga eft- ir að verða eftirsóknarverð. Sé ekki þegar búið að blinda skipulagsnefndarmenn með ein- hverjum hræðsluáróðri, geta þeir haft áhrif á gang mála með því að taka strax í taumana og fara fram á deiliskipulag þar sem sérkennum verður hampað og viðmiðin verði ekki þau mistök sem átt sér hafa stað við Laugaveginn og aðliggjandi götur síðustu áratugi. Bakhúsa- byggð verður að vernda því hún er hluti af sérkennum Miðbæjarins. Einnig verður að tryggja að eitt- hvert rými verði ætlað börnum til leiks; rými þar sem kynslóðir geta mæst og horft á ungviðið leika sér. Þá fyrst fáum við lifandi fjölbreytt- an Miðbæ. Kjósendur verða líka að vera með stefnu stjórnarmanna borgarinnar á hreinu hvað varðar mál miðbæjarsvæðisins. Endanleg ákvörðun um útlit og stærð nýbyggingarinnar við Lauga- veg 53b verður táknræn fyrir þá stefnu sem borgaryfirvöld ætla að taka í framtíðinni og sérhver skipu- lagsnefnarmaður markar stefnu með sínu atkvæði. Ef endalaust á að troða inn stórum mannvirkjum, mun öllum sérkennum smám saman eytt og þetta verður kuldalegur bær. Það þarf ekki annað en að fara Laugaveginn frá Snorrabraut að Hlemmi til að upplifa þá tilfinningu. Hingað til hefur fólk ekki getað mótmælt fyrr en of seint er orðið, því gi’enndarkynning fer ekki fram meðal nági’anna fyrr en þegar er búið að ákveða stærð og hæð húsa. Nú aftur á móti er hægt að hafa áhrif því Borgarskipulagið hefur hvorki ákveðið hæð né stærð húss- ins við Laugaveg 53b. Ilíifundiir er iðjuþjálfi og bakhússbúi. Elín Ebba Ásmundsdóttir landinu. Það þarf náttúrlega að stokka upp spilin á nýjan leik og fá hér nýja ríkisstjóm sem vill...“ „Heyrðu,“ greip hann inn í. „Ekki þessi ræðuhöld. Ég vil engar almennar yfirlýsingar. Eg og hinir strákamir viljum bara vita hvemig við getum komist inn í góðæris- klúbbinn. Viljum bara vera með í þessum blússandi uppgangi, sem alls staðar virðist vera til staðar.“ Hann nefndi gróðann hjá stór- fyrirtækjunum, sérstaklega þeim sem höndla með pappír og peninga, hann talaði um skattsvikin, hann nefndi sjávarútvegsfyrirtækin sem veiða fiskinn okkar ókeypis úr sjónum, hann velti því fyrir sér hvar þessir karlar á stóru jeppun- um fengju peninga. í framhaldi af þessum vangaveltum sagðist hann hafa orðið að fresta því um fleiri mánuði að fara með sex ára dóttur sína til læknis - raunar tannrétt- ingasérfræðings. „Ég veit að það verður bara fyrsta heimsóknin af mörgum. Og aðeins fyrstu þúsund- kallamir af mörgum, sem ég á ekki, sem ég þarf að reiða af hendi. En við þessu er ekkert að gera. Stelpan mín er með svo skakkan góm. Við verðum að gera það sem við getum,“ sagði hann og tónninn var nú breyttur. Ekki þessi pirraða og ögrandi tóntegund lengur, held- ur náði væntumþykjan um dóttur- ina í gegn og örlítill leiði og Enn og aftur fannst mér að ég gæti litlu svarað. Fannst ekki passa að halda langar ræður um veiðileyfagjald, gjörbreytta skatta- stefnu, velferðarkerfið, ríkisstjóm- ina, sameiningu vinstri manna og allt þetta. Sagði honum Gunnari þó í lok samtals okkar að hér væri grundvallarmál á ferðinni. En ef hann vildi raunveralega breyta tekjuskiptingunni í samfélaginu og jafna möguleika fólks, þá snerist máhð um pólitík. Hann og strák- amir á verkstæðinu og fjölskyldur þeirra og vinir réðu miklu um þau mál. Þess vegna kysum við á fjög- urra ára fresti. Gunnar virtist hlusta af athygli og þetta samtal okkar varð mun lengra en hér er lýst. Hann lauk þó þessu símtali okkar, sem mér finnst lýsa í hnotskum þeim vanda og veraleika sem íslenskt launafólk stendur frammi fyrir á hverjum degi, með því að árétta hina upp- haflegu spurningu: „Heyrðu, Guð- mundur Ami, reyndu áfram að komast að því hvar við launamenn getum sótt um inngöngu í góðæris- klúbbinn. Og helst líka fengið að- ild.“ Spurningunni er hér með komið á framfæri við þá sem stjórna land- inu, ríkisstjórnina og stuðnings- menn hennar. Höfundur er alþingismaður. MARK Hádegisverðarfundur ÍMAHK- Hótel Sögu, Skálanum, 2. hæð miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12-13.30 „Er heimurinn að verða of lítill fyrir íslensk fiskútflutningsfyrirtæki?' Framtíðarsýn og tækifæri á alþjóðamarkaði Að undanfömu hefur mikið verið rætt um kaup íslenskra fiskútflutningsfyrirtækja á erlendum fyrirtækjum og samkeppni íslensku fyrirtækjanna innbyrðis. Þetta vekur upp spumingar um vaxtarmöguleika þeirra, framtíðartækifæri og stöðuna á alþjóðamarkaði. Ræðumenn < Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna > Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Fundarstjóri • Bogi Ágústsson, forstöðumaður markaðs- og þróunardeildar Ríkisútvarpsins. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld ÍMARK en 2.500 kr. fyrir aðra. Léttur hádegisverður og kaffi er innifalið. Þeir sem gerast áskrifendur að póstlista ÍMARK á netinu getafengið send fundarboð og aðrar tilkynningar í tölvupðsti. Sendið netfangið eða skráið ykkur ykkur á heimasíðu ÍMARK: www.imark.is Styrktaraðilar ÍMARK 1997-1998: liHHI /sESj FLUGLEIÐIR F L Margt.smátt OPIN KERFl HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.