Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Búsetulandslag í Laugarnesi I SEPTEMBER- MÁNUÐI sl. var haldin í Reykjavík merk nor- ræn ráðstefna um bú- setulandslag. Að ráð- stefnunni stóðu Nor- ræna húsið, Listasafn Siguijóns Ólafssonar og Nesstofusafn með stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum, menntamálaráðuneyt- inu, Reykjavíkurborg, norrænu sendiráðun- um í Reykjavík og Þjóðminjasafninu. Hátt á þriðja tug fræðimanna frá hinum Norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna auk heimamanna. Flutt voru mörg áhugaverð erindi, sem m.a. færðu okkur heim sanninn um að í nágrannalöndum okkar hafa menn skilgreint og útfært búsetulandslagssvæði af ýmsum gerðum á meðan við erum á byijun- arreit. Búsetulandslag er oft nefnt þriðja víddin þar sem fléttuð er saman greining á menningarminjum, nátt- úruminjum, sögu og búsetuminjum tiltekins heildstæðs svæðis. Tilgang- urinn með þessu hefur verið af fleiri en einum toga, en þó fyrst og fremst sá að draga fram sérkenni og sér- stöðu viðkomandi svæðis og auka þar með gildi þess t.d. fræðslugildi. Þá getur greining búsetulandslags mótað nýja sýn hvað snertir atvinnu möguleika t.d. í sambandi við ferða- þjónustu. Á ráðstefnunni var Laugamesið hér í Reykjavík sérstaklega tilgreint sem heppilegt búsetulandslagssvæði. Þar kemur margt til. Sem dæmi má nefna að Laugarnestáin er nær eina strandlengj- an á norðanverðu Sel- tjarnarnesi hinu forna, sem enn er óspillt. Ef marka má Njálssögu má telja nokkuð víst að jörðin Laugarnes hafi orðið sjálfstæð jörð nokkrum áratug- um eftir að land byggðist. Þar bjó Hall- gerður langbrók og munnmæli herma að þangað hafi hún flust eftir víg Gunnars og borið þar bein- in (sbr. örnefni eins og Hallgerðar- leiði). Kirkja reis í Laugarnesi um 1200 og löngu síðar var þar um hríð bisk- upssetur. I Laugarnesi eru svo til einu hjáleigurústirnar sem benda má á innan borgarlandsins. Það er hjáleigan Norðurkot en frá Norður- kotsvör var stundað útræði að ég held alveg fram á þriðja áratug þessarar aldar. Þarna eru einnig landbúnaðarminjar s.s. beðasléttur og svo er þar bæjarhóll Laugarnes- bæjarins. Á stríðsárunum reis mikið hverfi hermannaskála í Laugarnesi. Einn þeirra varð í lok stríðsins að vinnu- stofu Siguijóns Ólafssonar mynd- höggvara. Guðrún Jónsdóttir í nýútkominni náttúrufarskönn- un í Laugarnesi sem Náttúrufræði- stofnun Islands hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg kemur m.a. fram það álit stofnunarinnar að fjaran, fjörukamburinn og klettar við ströndina hafi ómetanlegt gildi sem dæmi um hvernig norðurströnd Reykjavíkur leit út áður en mann- virkjagerð og önnur röskun ger- breytti henni á þessari öld. Þá segir í skýrslunni að spyrða þurfi saman þá villtu náttúru sem enn er þar að finna þ.e. jarðmynd- anir, gróður og fuglalíf, aragrúa sögulegra minja og þjóðargersemi sem er fólgin í safni Siguijóns Ól- afssonar myndhöggvara, en ævi- Vonandi er stutt í það, segir Guðrún Jóns- dóttir, að borgaryfir- völd samþykki deili- skipulag fyrir Laugarnes. starf hans á íslandi er óafmáanlega tengt búsetu hans í Laugarnesi allt frá árinu 1945. Að því leyti hafi svæðið gildi á landsmælikvarða hvað varðar sögu og myndlist. Vonandi er stutt í það að borgar- yfirvöld samþykki deiliskipulag fyr- ir Laugarnes þar sem lögð er áhersla á að allt sem þar er fyrir- hugað og gert falli að hugmyndinni um búsetulandslag. í því sambandi þarf sérstaklega að meta þýðingu og hlutverk listasafns Siguijóns Ólafssonar fyrir svæðið og Reykja- vík. Höfundur er form. menningarmálanefndar Reykjavíkur. Verslunin hættir!! ->« Allt á að seljast aðeins 4 verðflokkar! 990,- 1.990,- 2J990,- 3.990,- Skóverslun Reykjavíkur Laugavegi 87 Pilsaþytur í Firðinum Það var á fallegu fimmtudags- kvöldi hinn 18. nóvember fyrir sex- tíu árum að fjöldi hafnfirskra kvenna tók sig til og ijölmennti að bæjarþingssalnum í Hafnarfirði, þeirra erinda að stofna kvenfélag innan Al- þýðuflokksins. Það var pilsaþytur í Firðinum þetta kvöld, eftirvænt- ing í loftinu og ekki laust við að spennu gætti. Veðrið var konum hliðhollt svo og himin- tunglin. Þennan dag var tunglmyrkvi og gömul speki segir að á meðan sólin sé tákn konungsins þá sé tunglið tákn konunnar; drottningarinnar. Samkvæmt sömu fræðum var það ör- uggt merki stórtíðinda fyrir kvenfólk þegar tungl myrk- vaðist. Það var tákn umbrota og nýrra tíma. Þessi fimmtudagur árið 1937 var því merkisdagur fyrir hafnfirskar jafnaðarkonur og rétt eins og tunglið sagði til um voru nýir tímar í nánd. Nýir tímar þar sem konurnar í flokknum tóku til máls og seildust til áhrifa. Stofnun Kvenfélags Al- þýðuflokksins boðaði stórtíðindi, segir Stein- unn Þorsteinsdóttir og var gæfuspor bæði fyrir flokkinn og fyrir hafn- firskar alþýðukonur. Þetta kvöld skráðu sig 150 konur í félagið. Til forystu völdust konur er þekktar voru fyrir farsæl störf innan Verkakvennafélagsins Fram- tíðarinnar. Sigurrós Sveinsdóttir, Sigríður Erlendsdóttir, Una Vagns- dóttir, Guðrún Nikulásardóttir og Arnfríður Long. Strax á fyrsta fundi félagsins var stefnan mörkuð og kynnt fyrir félagskonum og kom það í hlut Arnfríðar. Hún benti konum á hversu nauðsynlegt það væri „að standa einhuga með hinum ágætu foringjum Alþýðuflokksins, til að gera þá öruggari í barátt- unni.“ Konurnar stóðu með sínum for- ingjum og kom það berlega í Ijós í bæjarstjórnarkosningunum 1938 þar sem félagskonur börðust af krafti og einhug að málefnum flokksins. Þær unnu óeigingjarnt starf og lögðu sig allar fram við að ná sem flestum til fylgis við flokkinn. 0g sigurinn varð þeirra. Úrslit kosninganna voru lengi tví- sýn, aðeins munaði íjóitán atkvæð- um að meirihlutinn félli. Stefnu sinni að efla og standa með foringj- um flokksins fylgdi fé- lagið mjög náið fyrstu árin en jafnframt var reynt að gera ýmislegt til skemmtunar og fræðslu. Oftar en ekki voru fengnir fyrirlesar- ar til að fræða konurn- ar um gang bæjar-, lands- og heimsmála. Starfsemi Kvenfé- lags Alþýðuflokksins hefur verið með mis- jöfnu sniði ár frá ári. Stundum hefur verið mikill kraftur og áhugi hjá félagskonum og stundum minni eins og gengur, allt eftir tíðarand- anum. Félagið hefur alla sína tíð verið virkur þátttakandi í bæjarpóli- tíkinni í Hafnarfirði og látið sig ýmislegt varða er snertir heill fjöl- skyldna í landinu. Hafnarfjörður hefur lengi verið eitt helsta vígi Alþýðuflokksins, þar og reyndar í Reykjaneskjördæmi öllu hefur flokkurinn átt hljóm- grunn meðal fólksins sem fylkt hefur sér að baki frambjóðendum hans. Fullyrða má að staða flokks- ins væri ekki jafnsterk í kjördæm- inu og í Hafnarfirði ef kvenfélags- ins hefði ekki notið við. Óeigin- gjarnt og fórnfúst starf þeirra í þágu málstaðarins og sú vissa að hugsjón þeirra væri baráttu virði, hefur skilað árangri. Kvenfélag Alþýðuflokkskvenn- anna í Hafnarfirði er elsta kvenfé- lagið innan Alþýðuflokksins og hef- ur nú nokkra sérstöðu þar sem önnur kvenfélög innan flokksins hafa smátt og smátt týnt tölunni og annað hvort verið lögð niður eða sameinuð öðrum flokksfélögum. Sextíu ár þykja kannski ekki svo ýkja langur tími. En eins og tungl- ið spáði fyrir um daginn sem félag- ið var stofnað voru breytingar í nánd og á þessum árum hefur margt breyst er varðar stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Karlinn í tunglinu vissi hvað hann söng. Stofnun félagsins boðaði stór- tíðindi og var gæfuspor fyrir flokk- inn og það sem kannski er mest um vert: gæfuspor fyrir hafnfirskar alþýðukonur. Höfundur er sagnfræðingur og hefur skráð sögu Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Steinunn Þorsteinsdóttir Brúðhjón Allm boiðbiínaður Glæsilcg gjafavara Briíðarhjóna lislar Vtv)//VK\\A VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. í pípum og plötum sem má þrýsta og sveigja, laust við CFC, í sam- ræmi við ríkjandi evrópska staðla. Hentar vel til einangrunar kæli- kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi, og fyrir pípulagningar. PP &co Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29.108 REYKJAVÍK, SÍMI 553 8640 /568 6100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.