Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR PRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 53 I I ) ) ) I I I I I I I 1 I I í í i i i ( ( ( < ( Sameining Félags hrossabænda og Hrossaræktarsambands fslands AÐALPUNDUR og jafnframt sameiningarfundur Félags hrossabænda og Hrossaræktarsambands íslands þótti mjög árangursríkur þar sem sam- þykkt var afturhvarf til fyrri vinnubragða í kynbótadómum. Þungamiðja ákvarðana- töku komin á einn stað SAMEININGARALDA ríður yfir þjóðfélagið um þessar mundir. Samtök hestamanna voru samein- uð fyrir nokkrum vikum og hrossa- ræktarmenn sameinuðu í síðustu viku Félag hrossabænda og Hrossaræktarsamband Islands undir nafni fyrrnefndu samtak- anna. Endapunkturinn á þessu ferli átti sér stað á aðalfundi Fé- lags hrossabænda sem var haldinn á fimmtudag. Góð eining ríkti um þessa skipulagsbreytingu og hún almennt talin gera samtök hrossa- ræktenda skilvirkari og til hags- bóta fyrir viðfangsefnið. Landssamtök eða félag Kosið var um nafn á samtökin og voru tveir valkostir í boði, annars vegar Félag hrossaræktenda með tilliti til þess að í dag stunda marg- ir utan bændastéttarinnar ræktun hrossa. Hinn kosturinn var Félag hrossabænda sem varð ofan á í kosningunni. Það vekur athygli að landssamtök skuli nefnd félag en ekki samband eða samtök eins og almennt tíðkast þegar félög mynda heildarsamtök. Ekki hefði verið óeðlilegt í þessu ljósi að nafnið yrði til dæmis Hrossaræktarsamtök ís- lands eða Landssamtök hrossa- bænda eða hrossaræktenda. Nafn- ið er kannski ekki höfuðatriði held- ur hitt hvað samtökin gera og hvað þeim verður ágengt í sínum hags- munamálum. Með þessum samruna er Félag hrossabænda orðið þungavigtaraflið í málefnum hrossaræktarmanna. Allar samþykktir samtakanna fara að vísu fyrir Fagráð hrossaræktar- innar sem leggur blessun sína yfir ákvarðanir aðalfundar FH. Ráðið getur þó breytt þeim eða fellt en ekki þykir líklegt að slíkt muni eiga sér stað. A fundinum voru gerðar allnokkrar samþykktir varðandi kynbótadóma og kynbótamat. Er þar fyrst að nefna að mörk til heið- ursverðlauna stóðhesta fyrir af- kvæmi voru lækkuð eins og búist hafði verið við. Nú þurfa stóðhestar með 50 dæmd afkvæmi eða fleiri að ná 120 stigum í kynbótamati í stað 125 áður. Verðlaunaflokkar í viður- kenningum fyrir afkvæmi verða nú tveir í stað þriggja áðm'. Til að hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi þurfa stóðhestar með 15 til 49 dæmd afkvæmi sömuleiðis að ná 120 stigum en einnig er möguleiki fyrir þá að hljóta þessa vegtyllu með 115 til 119 stig en þá verða við- komandi hestar að eiga minnst þrjátíu eða fleiri dæmd afkvæmi. Sýna verðm- 12 afkvæmi með heið- ursverðlaunahestum en sex tii fyi-stu verðlauna. Önnur verðlaun fyrir afkvæmi falla út. Fyrstu verðlauna hryssur út af sýningum Þá beindi fundurinn þeim til- mælum til kynbótanefndar fagráðs Ræktunarmaður ársins BRYNJAR Vilmundarson hrossaræktandi að Feti í Rangárvallasýslu var útnefdur ræktunarmaður ársins á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var í Súlnasal Hótels Sögu sl. föstudag. Brynjar hefur á síðustu árum náð skjótum árangri í hrossarækt og á núlíðandi ári komu marg- ar hryssur frá honum til dóms og skiluðu þær aðalstóðhesti hans Kraflari frá Miðsitju fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi. Við val á rækt- unarmanni ársins er notað ákveðið reikningskerfi en árangur Ki-aflars reiknast þó ekki ræktunarstarfi Brynjars til tekna í keppninni um þennan titil heldur þeim aðila sem hesturinn er fæddur. Sigurgeir Þorgeirsson búnaðarmálastjóri aflienti viðurkenninguna en milli þeirra er veislustjórinn Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. Knapi ársins ENGUM á óvart var Sigurbjörn Bárðarson tilnefndur knapi ársins. Hefur Sigurbjörn hlotið þennan titil í öll skipti frá því byrjað var að veita hann að tveimur skiptum undanskildum. Sýnir þetta glögglega yfirburði Sigurbjörns sem keppnismanns og virðist keppinautunum af- ar erfitt að skáka lionum á þessum vettvangi. Það sem er kannski athyglisverðast við þennan árangur Sigurbjörns er hversu óumdeilan- lega hann hlýtur titilinn. Fáir eða engir virðast komast með tærnar þar sem hann hefur liælana þegar hlutirnir eru gerðir upp að loknu kcppnistímabili. Sólveig Ólafsdóttir aflienti viðurkenninguna styttuna Alsvinnn. að hætt verði sýningum hryssa með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Hryssum sem náð hafa einkunna- stigum til heiðursverðlauna hafi rétt til að koma fram á lands-, fjórðungsmótum og héraðssýning- um. Hins vegar verði árlega birt í Hrossaræktinni nöfn þeirra hryssa sem náð hafa einkunnastigum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi og eigendum sent heiðursskjal. Lengi vel hefur verið talað um að gildi af- kvæmasýninga hryssa væri lítið og líklegast hefur maraþonsýning á hryssum með afkvæmum á fjórð- ungsmótinu á Kaldármelum verið banabitinn. Einn knapi í einu og allir allsgáðir Þá vakti athygli samþykkt þar sem segir að sami knapi skuh sýna hross í einni og sömu sýningu en einhver brögð hafa verið að því að knapar hafa kallað til annan knapa til að sýna stökú gangtegundir. Heimilt er þó að annar knapi komi til sögunnar við yfirlitssýningu. í þessari sömu samþykkt segir að knapar skuli vera allsgáðir og þeir ásamt umráðamönnum hrossa sýni prúðmannlega framkomu. Að öðr- um kosti komi til skriflegi-ar rök- studdrar áminningar. Ekki treystu fundarmenn sér til að hafa með í samþykktinni ákvæði um að knöp- um skuli vísað frá sýningu. í rök- stuðningi segir að dómnefndar- menn og sýningarstjórar hafi rétt á að beita áminningum. Samþykkt var tillaga varðandi lyfjanotkun í kynbótasýningum þar sem segir að verði knapi uppvís að því að hestur hans greinist með óleyfileg lyf sbr. lyfjareglugerð hljóti hann dóm samkvæmt ís-- lenskum lögum og alþjóðareglum þar um. Þá segir að hafi knapi gerst brotlegur samkvæmt lyfja- reglugerð LH gildi sá dómur sem hann hlýtur einnig í kynbótasýn- ingu. Til skýiingar með tillögunni segir að með kynbótasýningu sé átt við þegar hrossi er riðið til dóms eða sýningr í samræmi við reglur Bændasamtaka Islands þar um. Þá segir einnig að í lögum og reglugerðum teljist hestur hluti knapa sem ekki verður skilið á annan veg en að sé knapi dæmdur í keppnisbann gildi það einnig um hestinn. Eins og áður sagði eiga allar þessar samþykktir eftir að fá umfjöllun kynbótanefndar fagráðs þar sem þær verða endanlega af- gi-eiddar. Uppstillinganefnd gerði tillögu að fyrstu stjórn sameinaðra sam- taka og var hún samþykkt með lófaklappi. Formaður er Bergur Pálsson, aðrir stjórnarmenn eru Armann Ólafsson, Ólafur Einars- son, Ingimar Ingimarsson og Skjöldur Stefánsson. í varastjóra voru kjörnir Jósef Valgarð Þor- valdsson, Ægir Sigurgeirsson og Már Ólafsson. Gustar um formanninn Aðeins gustaði um formanninn er hann fékk mótframboð þegar kosið var um fulltrúa samtakanna á bún- aðarþing. Formaðurinn hafði það þó af en ekki var allt komið í ró því formaður uppstillinganefndar, Guðmundur Birkir Þorkelsson, kom með þá hugmynd að fundur- inn tilnefndi fulltrúa samtakanna í fagi-áð hrossaræktar og var for- maðurinn ekki með í hans uppá- stungu. Samkvæmt lögum á stjórn að tilnefna þessa fulltrúa en fund- arstjóri gaf fundinum færi á að veita stjórn góð ráð við val á mönn- um til setu í ráðinu. Heyra mátti á mönnum að formaðurinn þætti störfum hlaðinn og ef til vill orðinn of valdamikill. Ekki virðist þó nein- um blöðum um að fletta þrátt fyrir þessar smávægilegu væringar í fundarlok að formaðurinn nýtur trausts og þykir vel starfanum vax- inn. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.