Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Arnór
SIGURVEGARARNIR í Stórmóti Munins og Samvinnuferða/Land-
sýnar. Það er Gísli Þórarinsson sem fylgist með handbragði félaga
sins, Þórðar Sigurðssonar, í einu af síðustu spilum mótsins en ljós-
myndarinn brá sér í sæti Gisla og lék blindan sem svo er kallaður.
BRIPS
Umsjön Arnör G.
Ragnarsson
Þórður Sigurðsson og Gísli
Þórarinsson unnu stórmót
Munins og S/L
SELFYSSINGARNIR Þórður Sig-
urðsson og Gísli Þórarinsson sigr-
uðu í árlegu stórmóti Bridsfélagsins
Munins í Sandgerði og Samvinnu-
ferða/Landsýnar, sem fram fór sl.
laugardag. Þeir félagar hlutu 898
stig eða 15 stigum meira en Guð-
laugur R. Jóhannsson og Öm Am-
þórsson sem enduðu í öðru sæti
eftir góðan lokasprett. Þórður og
Gísli lögðu gmnninn að sigri sínum
í fyrri lotunni en þá skoruðu þeir
474 stig en meðalskor var 360.
Hæstu skor mótsins fengu hins
vegar Gylfi Baldursson og Sigurður
B. Þorsteinsson en þeir skoruðu 513
stig í seinni lotunni sem mun vera
liðlega 70% skor. Gylfa og Sigurði
gekk hins vegar illa í fyrri hlutanum
þannig að þessi risaskor þeirra
dugði aðeins í 5. sætið í mótinu.
Lokastaða efstu para:
ÞórðurSigurðsson-GísliÞórarinsson 898
GuðlaugurR. Jóhannss. -ÖmAmþórss. 883
Ingi Agnarsson - Sverrir G. Kristinss. 860
Hjalti Elíasson — Eiríkur Hjaltason 860
Gylfi Baldurss. - Siprður B. Þorsteinss. 860
Aðalsteinn Jörgensen - Sigurður Sverriss. 838
Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason 822
Helgi Sigurðsson - ísak Öm Sigurðsson 812
Baldur Bjartmarsson - HalldórÞorvaldss. 805
Skv. reglugerð mótsins vom Ingi
og Sverrir í þriðja sætinu en þeir
unnu A/V-riðilinn í fyrri lotu með
sömu skor og sigurvegarar mótsins
(474). Alls spiluðu 37 pör í mótinu.
Garðar Garðarsson afhenti verðlaun
í mótslok og Sveinn R. Eiríksson
sá um útreikninga og keppnisstjórn.
Reykj avíkurmótið í
tvímenningi
Reykjavíkurmótið í tvímenningi
1997 verður spilað nk. laugardag á
einum degi. Spilaform fer eftir þátt-
töku, spilaður verður barómeter all-
ir við alla nema ef þátttaka fer
yfir 34 pör þá verður skipt yfir í
Monrad barómeter, 4 spil á milli
para.
Spilamennska hefst kl. 11 og er
þátttökugjald 1.500 kr. á mann.
Mótið gildir ekki sem undankeppni
á íslandsmót því að Reykjavíkur-
mótið 1998 gefur þann rétt. Reikna
má með að spilamennska geti stað-
ið alveg til um klukkan átta eða
níu ef spilaður verður barómeter
tvímenningur. Tekið er við skrán-
ingu hjá BSÍ s. 587-9360.
Reykjavíkurmeistarar 1996 eru
Sverrir Ármannsson og Bjöm Ey-
steinsson.
Bridsfélag Eldri borgara,
Kópavogi
Spilaður var Mitchell-tvímenn-
ingur þriðjudag 11.11. ’97. 28 pör
mættu og urðu úrslit þessi:
N/S:
Halla Ólafsdóttir - Lárus Hermannsson 359
AntonSigurðsson-EggertEinarsson 353
Sæbjörg Jónasdóttir - Þorsteinn Erlingsson 348
Guðm. Guðmundsson - Helgi Vilhjálmsson 345
A/V:
ÞórarinnÁmason-ÞorleifurÞórarinsson 388
Steindór Ámason - Einar Markússon 369
Sigriður Pálsdóttir - Eyvindur Valdimarsson 365
Kristjana Halldórsdóttir - Eggert Kristinsson 361
Meðalsk.: 312
Spilaður var Mitchell-tvímenn-
ingur föstudag 14.11. ’97. 24 pör
mættu, úrslit.
N/S:
SæmundurBjömsson-BöðvarGuðmundsson 288
Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 280
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 225
Ásthildur Sigurgísladóttir - Láms Amórsson 221
A/V:
Fróði Pálsson - Cyrus Hjartarson 256
EysteinnEinarsson-SævarMagnússon 255
ÞórarinnÁmason-Ólafurlngvarsson 252
EmstBackman-JónAndrésson 240
Meðalskor: 216
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Fóðurfræðingur
Fóðurverksmiðjan Laxá hf. á Akureyri og Fóð-
urvörudeild KEA óska eftir að ráða fóðurfræð-
ing. Fyrirtækin eru með aðskilin rekstur og
starfrækja hvort sina fóðurverksmiðjuna á
Akureyri. Laxá hf. starfar á sviði fiskeldis og
er leiðandi fóðurfyrirtæki á því sviði.
Fóðurvörudeild KEAframleiðir og selur allar
gerðir hefðbundins kjarnfóðurs.
Helstu verkefni eru fagleg ábyrgð á daglegri
fóðurframleiðslu, þróun nýrra fóðurgerða,
ráðgjöf um val og kaup á hráefnum og umsjón
gæðamála.
Við leitum að einstaklingi með háskólapróf
í fóðurfræði eða með sambærilega menntun.
Reynsla á sviði fóðurgerðar æskileg.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og
fylgjast með nýjungum.
í boði eru áhugaverð og spennandi verkefni,
tækifæri til símenntunar og faglegrar eflingar
á sviði fóðurfræði og fóðurgerðar.
Laun eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Valgerður
Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Jón
Árnason, fóðurfræðingur hjá Laxá hf.,
í síma 462 6255.
Umsóknarfrestur ertil 20. nóvember nk. og
umsóknir sendist til:
Fóðurverksmiðjan Laxá hf.,
b.t. Valgerðar Kristjánsdóttur,
Krossanesi,
603 Akureyri.
Ræstingarstörf
Óskum að ráða fólk til daglegra ræstingarstarfa
í Miðbæ — Háaleitishverfi — Hlíðum — Höfða:
• Stórt þjónustufyrirtæki. Vinnutími hefst
kl. 17.00 á ákveðnum svæðum og kl. 19.00
á öðrum. Um þrjú störf er að ræða.
• Matvælafyrirtæki. Vinnutími hefst kl. 16.30.
• Stórt þjónustufyrirtæki. Vinnutími hefst
kl. 17.00.
• Iðnaðarfyrirtæki. Vinnutími eftir kl. 16.30.
• Þjónustufyrirtæki. Vinnutími hefst kl. 16.30.
• Skólahúsnæði. Vinnutími frá kl. 17.00 og
18.00.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
okkar í Síðumúla 23. Viðtalstímar starfsmanna-
stjóra eru þessa viku frá kl. 10.00—12.00 og
15.00-16.00.
rm
SECURITAS
Húsvarsla - gistiheimili
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða hjón
til húsvörslu, reksturs gistiheimilis og annarra
starfa. Leitað er eftir laghentu fólki, sem er til-
búið að leggja á sig mikla sumarvinnu.
Nokkur tungumálakunnátta nauðsynleg.
íbúð fylgir.
Umsóknir, merktar: „H — 2816", sendisttil
afgreiðslu Mbl. fyrir 24. nóvember nk.
Lögfræðingur
Kjaranefnd óskar eftir að ráða lögfræðing.
Æskilegt er að hann geti hafið störf sem fyrst.
Starfið felst í almennri umsýslu fyrir nefndina,
skjalavörslu, upplýsingaöflun, undirbúningi
úrskurða o.fl. Starfshlutfall eráætlað 60%, en
vinnuálag geturverið breytilegt.
Launakjör fara eftir kjarasamningum BHMR.
Upplýsingar gefur Guðrún Zoéga, formaður
nefndarinnar, í síma 581 2787 eftir kl. 18.
Umsóknir sendisttil Guðrúnar Zoéga, Lerki-
hlíð 17,105 Reykjavík, fyrir 25. nóvember nk.
Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík
Lausar stöður
á fæðingardeild
• Hjúkrunardeildarstjóri.
• Vaktljósmóðir.
Fæðingardeildin er 8 rúma blönduð fæðingar-
og kvensjúkdómadeild í tengslum við sjúkra-
deild. Fæðingar eru 250—300 á ári.
Umsóknarfrestur er til 1. desember nk.
Áhugasamar vinsamlegast hafið samband við
hjúkrunarforstjóra og/eða framkvæmdastjóra
og fáið upplýsingar um laun og kjör í síma
422 0500 eða komið í heimsókn.
Keflavík, 13. nóvember 1997.
Hjúkrunarforstjóri.
LANDSPITALINN
.../ þágu mannúðar og vísinda...
Líffræðingur/
meinatæknir
óskasttil starfa við rannsókna- og blóðhluta-
vinnsludeildir Blóðbankans. Við leitum að
metnaðarfullum starfsmanni, sem er reiðubú-
inn að taka á sig fjölþætt og krefjandi starf.
Vinnutími er dagvinna og gæsluvaktir.
Umsóknarfrestur ertil 1. desember nk.
Upplýsingarveitir Björn Harðarson, deildar-
stjóri, í símum 560 2043 og 560 2020.
Snyrtivöruverslun/
heildverslun
Óskum eftir sölustarfskrafti í 60% vinnu eða
meira. Fjölbreytt starf. Vinnutími frá kl. 13—16
eða breytilegur.
Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. nóvem-
ber, merkt: „S — 2806".
Rafvirkjar
— rafvirkjanemar
óskast til starfa sem fyrst. Framundan er gott
mælingarverk á höfuðborgarsvæðinu.
Upplýsingar í símum 564 1012 og 896 1012.
Rafrún ehf.
Smiðjuvegi 11e, Kópavogi.
Barn og heimili
Barnagæsla og heimilishjálp óskast á gott
heimili í vesturbæ Reykjavíkur. Starfið felst
í því að gæta 1 árs stúlku og húsverkum.
Vinnutími erfrá kl. 8.00—16.00 virka daga.
Við leitum að barngóðri, umhyggjusamri,
snyrtilegri, reglusamri, reyklausri og
ábyrgðarfullri manneskju í þetta starf.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyrir
23. nóvembertil afgreiðslu Mbl., merktar:
„Umhyggja".
Stóru-Vogaskóli
Við Stóru-Vogaskóla eru 2 kennarastöður
lausartil umsóknar. Önnurfrá 1. desember
en hinfrá 1. janúar 1998. Umer aðræða
kennslu í fjórða bekk og á miðstigi auk
sérkennslu.
Stóru-Vogaskóli er í Vogum á Vatnsleysuströnd, u.þ.b. 35 km frá
Reykjavík. Nemendur eru á aldrinum 6-16 ára og nemendafjöldi er
um 135. Um áramót verður tekinn í notkun nýr áfangi við skólann
og stækkar skólahúsnæðið um helming við það, auk þess sem öll
vinnuaðstaða kennara og nemenda batnartil mikilla muna.
Skólinn er tvísetinn.
Allarfrekari upplýsingarveitirskólastjóri í sím-
um 424 6655 og 424 6600, eða aðstoðarskóla-
stjóri í símum 424 6655 og 424 6623.
H j ú kr u n a rf o rstj ó r i
Hjúkrunarforstjóra vantar við Barmahlíð, sem
er hjúkrunar- og dvalarheimili á Reykhólum.
Heimilið erfyrir 14—16 vistmenn. Boðið er upp
á húsnæðishlunnindi, íbúð er laus nú þegar.
Starfið er veitt vegna barnsburðarleyfis í eitt
árfrá 1. jan. 1998. Heimiliðstenduráfögrum
stað á Reykhólum með útsýni yfir Breiða-fjörð.
Sundlaug, grunnskóli, leikskóli, verslun og
önnur þjónusta er á staðnum.
Launakjör samkv. kjarasamningi Félags ísl.
hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðuneytis.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 434 7817
hjá hjúkrunarforstjóra eða 434 7880 hjá sveitar-
stjóra Reykhólahrepps.
-f
€
.
V
c:
€
:■
í
c
.
C
(
<
<
<
i
i
i