Morgunblaðið - 18.11.1997, Síða 72
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Flak bresks togara
fundið eftir 49 ár?
Fara þarf óhefðbundna leið við fjármögnun Sundabrautar
Ríkið greiði verk-
taka fyrir hvern bfl
HELGA RE-49 kom til hafnar í
Reykjavík í gær með heldur
óvenjulega veiði, reykháf af göml-
um síðutogara. Hannes Þ. Haf-
stein, fyrrverandi forstjóri Slysa-
varnafélags íslands, telur líkur á
að þar sé kominn reykháfur af
breska togaranum Goth frá
Fleetwood sem ekkert hefur
spurst til frá því í desember 1948.
Reykháfurinn kom í trollið í
kantinum norðnorðvestur af Hala
þar sem Helga var á veiðum á 343
faðma dýpi síðastliðinn laugardag.
Hann er á sjöunda metra að lengd,
að sögn skipstjórans á Helgu,
Viðars Benediktssonar.
{'CXgf - Togarinn sennilega seldur frá
Hull til Fleetwood
Hannes segir að á reykháfnum
sjáist greinilega upphleyptir stafir,
H 21 eða H 211, og flagg en ein-
kennin á flagginu séu öll máð út.
Hvorugt númerið er að finna í bók
um togara frá Hull sem farist hafa
á tímabilinu 1835-1987, að sögn
Hannesar.
Hann segir að svo virðist sem
málað hafi verið yfir bókstafinn H,
mjög sennilega með stöfunum FD,
sem standa fyrir Fleetwood. „Þá
getur verið að þessi togari frá Hull
hafi verið seldur niður til
Fleetwood. Og þá sló mig
ákveðinn atburður sem ég þekkti
úr sögunni. Fyrir nokkrum árum
var ég staddur í Fleetwood og sá
þá nafnið Goth á minningartöflu.
Eg skráði ekki hjá mér númerið á
honum, en Goth var einn af bresku
togurunum sem fórust við Island,“
segir Hannes.
Hann segir að talið sé að 15.
desember 1948 hafi Goth farist á
Islandsmiðum með allri áhöfn,
sextán mönnum. „Það eina sem
vitað er umþennan togara er að
hann var á Islandsmiðum og dag-
inn áður, eða 14. desember, hafði
hann leitað landvars inni á Aðalvík
vestra undan norðaustan áhlaupi.
Þá hafði annar breskur togari,
Lincoln City, samband við liann og
það er það síðasta sem er vitað um
hann,“ segir Hannes.
Mikil leit var gerð að togaran-
um, af skipum og flugvélum, en
ekkert fannst sem bent gæti til af-
drifa skips og áhafnar.
TVEIR kostir þykja koma til
greina við lagningu Sundabrautar,
milli Sæbrautar og Vesturlands-
vegar á Álfsnesi, þ.e. á kaflanum
yfir Kleppsvík. Koma tvö
brúarstæði til greina og hugsan-
lega göng sem yrðu þó mun dýrari.
Til greina kemur að bjóða verkið
og fjármögnun þess út og að ríkið
endurgi-eiði verktaka í hlutfalli við
umferð um mannvirkið.
Staða undirbúnings við hönnun
Sundabrautar var kynnt borgaryf-
irvöldum og samgöngunefnd
Alþingis á fundi í síðustu viku.
Kom þar fram að kostnaður við
verkið allt gæti verið á bilinu 8 til
11 milljarðar króna. Tekur sú
áætlun til íjögurra akreina vegar
með brúm og gatnamótamann-
virkjum á leiðinni milli Sæbrautar
og Álfsness, þ.e. yfir Kleppsvík,
Tvö brúarstæði
eða jarðgöng und-
ir Kleppsvflk koma
til greina
um Gufunes, Geldinganes og Álfs-
nes, en síðar er einnig hugmyndin
að brúa Kollafjörð.
Jón Rögnvaldsson aðstoðar-
vegamálastjóri segir að fram hafi
komið á fundinum sú hugmynd að
bjóða verkið út, svo og
fjármögnun þess og rekstur í til-
tekinn tíma. Endurgreiðslan færi
síðan fram með svokallaðri
skuggagjaldsaðferð. „Hún er í því
fólgin að ríkið tekur að sér að
greiða ákveðið gjald fyrir hvern
bíl sem ekur um mannvirkið,“
segir Jón Rögnvaldsson. „Um-
ferðin er mæld og verktakinn eða
eigandinn fær greitt í hlutfalli við
notkun. Þessa hugmynd nefndi
samgönguráðherrann aðspurður
um hugsanlega fjármögnunar-
leið,“ sagði Jón og sagði einnig
hugsanlegt að Vegagerðin tæki
hreinlega 10-15 ára bankalán til
framkvæmdanna.
I skýrslu Vegagerðarinnar og
borgarverkfræðings, sem lögð var
fram á fundinum, kemur fram að
framkvæmd sem þessi rúmist vart
innan hefðbundinnar vegaáætlun-
ar og því þurfi að koma til
óhefðbundnari leið við
fjármögnun. Vegtollur henti illa
þar sem önnur leið framhjá toll-
hliði sé nærtæk.
■ Gæti komist/6
Morgunblaðið/Þorkell
REYKHAFURINN, sem Helga RE fékk í trollið í kantinum norðnorðvestur af Hala, er kominn á land í
Reykjavík en trollið er ónýtt, að sögn Viðars Benediktssonar skipstjóra.
Ölafur K. Magnússon ljós-
myndari Morgunblaðsins látinn
ÓLAFUR K. Magnússon, fyrrver-
andi ljósmyndari Morgunblaðsins,
er látinn, 71 árs að aldri.
Ólafur fæddist í Reykjavík 12.
mars árið 1926. Foreldrar hans
voru Kristín Hafliðadóttir og
■^Magnús Jóhannsson skipstjóri, sem
fórst með togaranum Jóni forseta
árið 1928.
Ólafúr lauk námi frá Ingimars-
skólanum og hélt síðan til New
York árið 1944 til náms í ljósmynd-
un í eitt ár. Að því loknu fór hann til
Hollywood og lærði kvikmyndun
. hjá Paramount Pictures en sneri
heim árið 1947 og hóf þá störf hjá
Morgunblaðinu, þar sem hann
starfaði fram til 1.
janúar 1997.
Eftirlifandi eigin-
kona Ólafs er Eva
Kristinsdóttir og áttu
þau fimm börn.
Ólafur K. Magnússon
var aðalljósmyndari
Morgunblaðsins um
nær hálfrar aldar skeið,
einstakur fréttaljós-
myndari sem túlkaði
umhverfi sitt með
nærfæmum og skil-
góðum hætti. Sem
ljósmyndari Morgun-
blaðsins um svo langan
tíma var hann ein af
máttarstoðum blaðsins
og hafði mikil áhrif á
þróun þessarar greinar
íslenskrar blaða-
mennsku.
Samstarfsmenn hans
á Morgunblaðinu sakna
vinar í stað og minnast
hans með hlýhug og
virðingu og senda eftir-
lifandi konu hans, börn-
um og fjölskyldu allri
innilegar samúðar-
kveðjur með þakklæti
fyrir langt og mik-
ilvægt samstarf.
Islensk erfðagreining bauð í Gagnalind
Vísa ásökunum
um misnotkun
upplýsinga á bug
KARI Stefánsson, forstjói'i
Islenskrar erfðagreiningar, vísar á
bug ásökunum um að fyrirtæki
hans hafi ætlað sér að misnota
upplýsingar úr sjúkraskrám og gert
tilboð í hlutafé Gagnalindar hf. í því
skyni. Kári segir að hlýðni við lög
og siðferðisreglur sé forsenda vel-
gengni fyrirtækisins.
Þorsteinn Ingi Víglundsson,
framkvæmdastjóri Gagnalindar,
fyrirtækis sem hannað hefiu'
hugbúnað fyrir sjúkraski'ár, segir
að það hafi fylgt tilboði íslenskrar
erfðagreiningar að ætlun fyr-
irtækisins væri að byggja upp
landsgrunn og selja erlendum
tryggingafélögum og lyfjafyr-
irtækjum upplýsingar. Hann segir
að hann muni ekki selja íslenskri
erfðagreiningu.
Kári Stefánsson segir að tilboðið í
hlutabréf Gagnalindar hafi einungis
byggst á þörf fyrir aðgang að
upplýsingum í heilbrigðisþjónustu,
en fyrirtækið hafi engan áhuga á að
tengja slíkar upplýsingar við nöfn
einstaklinga og Gagnalind hafi ekki
yfir slíkum upplýsingum að ráða,
lögum samkvæmt.
■ Hlýðni við/4
Frumvarp um endurnýjun fískiskipa
Rýmri reglur um
stærð nýrra skipa
RIKISSTJORNIN hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga,
sem felur í sér rýmkun á gildandi
reglum um endurnýjun fiskiskipa.
Aður gilti sú meginregla að nýtt
skip mætti ekki vera stærra en
eldra skip, sem úrelt var á móti.
Samkvæmt frumvarpinu verður
leyft að hafa hið nýja skip allt að
100 rúmmetrum stærra en hið
eldra auk þess sem stækka má
það um 25% af rúmmetrafjölda
hins eldra. Regla þessi er
takmörkuð við skip sem hafa haft
veiðileyfi innan íslenzku
lögsögunnar í 7 ár eða meira. Nýtt
skip má þó aldrei vera meira en
60% stærra en hið gamla, sem
úrelt er á móti.
Þetta frumvarp byggist á
niðurstöðum starfshóps, sem sjáv-
arútvegsráðherra skipaði í janúar
síðastliðnum til að fjalla um end-
urnýjunarreglur fiskiskipa. Meg-
inverkefni hópsins var samkvæmt
skipunarbréfi að gera tillögur um
breytingar á endurnýjunarreglum
fiskiskipa, meðal annars til
samræmingar á þeim reglum sem
gilda annars vegar um breytingar
og hins vegar um nýsmíði.
Frumvarpið er efnislega sam-
hljóða því frumvarpi sem
starfshópurinn skilaði til sjáv-
arútvegsráðherra. Meginreglan er
sú að við endurnýjun megi stækka
skipin nokkuð og auk þess er
sérstök undanþága frá end-
urnýjunarreglum, vegna breyt-
inga á skipum skráðum fyrir
fyrsta janúar 1986, afnumin með
14 mánaða aðlögunartíma.