Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 1
108 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
279. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Borís Jeltsín lætur til sín taka á rússneska þinginu
Fjárlög samþykkt
við fyrstu umræðu
Moskvu. Reuters.
DUMAN, neðri deild rússneska
þingsins, samþykkti frumvarp til
fjárlaga næsta árs við fyrstu um-
ræðu í gær, nokkrum mínútum eftir
að Borís Jeltsín forseti ávarpaði
þingmennina til að skora á þá að
styðja frumvarpið til að koma í veg
fyrir óvissu í efnahagsmálunum.
231 þingmaður af 450 greiddi at-
kvæði með frumvarpinu, 136 voru á
móti og sex sátu hjá. Önnur umræð-
an af fjórum er ráðgerð 17. þessa
mánaðar.
„Eg er ánægður," sagði Jeltsín við
fréttamenn þegar hann gekk út úr
þinghúsinu eftir atkvæðagreiðsluna.
„Getið þið ímyndað ykkur hvaða
skilaboð öllum þjóðum heims hefðu
verið send ef frumvarpið hefði ekki
verið samþykkt? Þær hefðu sagt að
óstöðugleiki ríkti í Rússlandi, að það
væri ekki þess virði að eiga viðskipti
við Rússa.“
Kyoto-ráðstefnan
Clinton
„hæfilega
bjartsýnn“
Washington. Reuters.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sagðist í gær „hæfilega bjart-
sýnn“ á að takast mundi að ná sam-
komulagi um aðgerðir til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda út í
andrúmsloftið, á ráðstefnu um lofts-
lagsbreytingar sem nú stendur yfir í
Kyoto í Japan.
„Eg tel möguleikana á að við ná-
um samkomulagi vera sæmilega
góða ef allir samningsaðilar vilja í
raun og veru samkomulag," tjáði
Clinton fréttamönnum í Washington
áður en hann hitti að máli æðstu
talsmenn Evrópusambandsins,
Jacques Santer, forseta fram-
kvæmdastjómar ESB og Jean-
Claude Juncker, forsætisráðherra
Lúxemborgar, sem nú er í forsæti í
ráðherraráði sambandsins.
Mikið ber 1 milli
Bandarískii- embættismenn lögðu
áherzlu á að fundurinn væri ekki lið-
ur í samningaviðræðum Bandaríkj-
anna og ESB um aðgerðir gegn
gróðurhúsaáhrifunum, en mikið ber
enn í milli fulltrúa þessara tveggja
áhrifamestu aðila sem þátt taka í við-
ræðunum í Kyoto. ESB vill að iðn-
ríkin skuldbindi sig til að minnka
útblástur um 15% fram til ársins
2010 miðað við árið 1990 en Banda-
ríkin leggja til að í kring um 2010
verði losunin jafnmikil og 1990.
Aðspurður um möguleika á að
málamiðlun næðist í deilunni sagði
Clinton að ekkert væri útilokað svo
fremi að vilji væri fyrir hendi. „Við
viljum að þetta verði upphaf ferlis
sem með tímanum leiði til þess að
allir jarðarbúar taki þátt í að takast
á við þennan vanda,“ sagði forsetinn.
■ Óánægja/32
Enn er óvíst hvort frumvarpið
verður samþykkt endanlega fyrir
áramót en niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar í gær og árangursrík
íhlutun Jeltsíns auka líkm-nar á því
að frumvarpið verði að lögum í tæka
tíð. Að loknum fjórum atkvæða-
greiðslum í Dúmunni þarf Sam-
bandsráðið, efri deild þingsins, að
samþykkja fjárlögin áður en forset-
inn getur staðfest þau.
Óvænt íhlutun
Ihlutun Jeltsíns kom á óvart, enda
hefur hann aðeins einu sinni áður
mætt í þinghúsið og þetta er í fyrsta
sinn sem hann ávarpar Dúmuna þar.
Þegar Dúman íhugaði vantrauststil-
lögu gegn stjórninni í október
hringdi Jeltsín í forseta hennar til að
afstýra því að tillagan yrði samþykkt
en hann fór þá ekki í þinghúsið.
„Eg bið ykkur um að styðja frum-
við Rómó
DANSKIR sjávarlíffræðingar
reyndu í gær sitt ýtrasta til að
bjarga þrettán búrhvölum sem
strönduðu í fyrradag á grynn-
ingum við eyna Romo undan
Norðursjávarströnd Jótlands.
Allar tilraunir til að ná hvölun-
um aftur á flot reyndust árang-
urslausar. Tólf hvalir drápust
þar sem þeir lágu en einum
hafði tekizt að synda á brott af
sjálfsdáðum. Þegar var hafizt
handa við að reyna að nýta eitt-
hvað af þeim hundruðum tonna
af hvalspiki sem liggja nú á
strönd eyjarinnar.
Á siðastliðnum átta árum hafa
óvenju mörg búrhveli endað æv-
ina við Jótlandsstendur. I marz í
fyrra rak 16 búrhvali á land við
Romo og drápust allir.
varpið strax," sagði Jeltsín í ávarp-
inu. „Þið eruð allir embættismenn
mikils heimsveldis sem er að koma á
lýðræði, læra að lifa eftir reglum lýð-
ræðisins. Allur heimurinn, ekki að-
eins Rússar, bíður eftir ákvörðun
Dúmunnar, enda er allt fjármála-
keitl heimsins í uppnámi."
Samkvæmt frumvarpinu verður
fjárlagahallinn 4,7% af vergii lands-
framleiðslu. Efnahags- og framfara-
stofnunin, OECD, spáði því í gær 3%
hagvexti í Rússlandi á næsta ári eftir
langt samdráttarskeið.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm-
únista, var niðurlútur eftfr atkvæða-
greiðsluna í gær, enda var flokkur
hans klofinn í afstöðunni til frum-
varpsins. „Við forystumenn komm-
únista greiddum atkvæði gegn frum-
varpinu," sagði hann og bætti við að
stjórnin gæti ekki enn hrósað sigri í
fjárlagadeilunni.
Brusscl. Reuters.
ÁKVÖRÐUN Evrópusambandsins,
ESB, um að banna tóbaksauglýs-
ingar hefur vakið hörð viðbrögð.
Baráttuhópar íyrir bættu heilbrigði
hafa fagnað ákvörðuninni en tó-
baksframleiðendur og tímaritaút-
gefendur eru komnir í skotgrafirn-
ar, og segjast reiðubúnir til að berj-
ast gegn banninu fyrir dómstólum
enda eigi það sér litla lagalega stoð,
sé brot á ákvæðum ESB um frelsi
einstaklinga og lykti af því að
stjórnmálamenn séu að kaupa sér
vinsældir.
Talsmenn hópa sem barist hafa
Átök á Gaza-
svæðinu
ÍSRAELSKUR hermaður miðar
byssu sinni á palestínskan frétta-
mann sem mundar myndavélina.
Til átaka kom á Gazasvæðinu í
gær eftir að ísraelsher hóf undir-
búning að uppsetningu nýrrar
eftirlitsstöðvar. Fimm Palestínu-
menn hlutu skotsár, þar á meðal
einn myndatökumaður alþjóð-
legu fréttastofunnar Associated
Press.
fyrir banninu fögnuðu því í gær.
Talsmaður danska heilbrigðis- og
reykingaráðsins sagði bannið vera
„stórkostlegan sigur.“
Almennur aðlögunartími að bann-
inu er þrjú ár, en fjögur ár fyrir
dagblaðaauglýsingar og lengri fyrir
kostun viðburða á borð við For-
múlu-1 kappaksturinn. Bannið á
ekki við um auglýsingar í fjölmiðl-
um sem gefnir eru út utan Evrópu.
„Óréttlát aðgerð“
Tóbaksframleiðendur eru æfir
vegna bannsins sem þeir segja
Reuters
Dulhyggju-
stefna slær
í gegn
Los Angeles. The Daily Telegraph.
NÝJASTA æðið í trúmálum í
Hollywood á rætur í guðspeki-
legri túlkun á Gamla testament-
inu og flefri ritningum. Búdda-
trúin er sögð á útleið og þess í
stað hafa hinir ríku og frægu
hallað sér að kabbala, dul-
hyggjustefnu í gyðingdómi, sem
þar til fyrir skemmstu átti sér
fáa fylgismenn í Bandaríkjun-
um.
Á meðal þeirra sem hafa hellt
sér út í kabbala-fræði eru Ma-
donna, Elizabeth Taylor, Ros-
eanne Barr og Jeff Goldblum.
Nýtur kabbala nú svo mikilla og
skyndilegra vinsælda að ekki
eru nægilega margir kennarar
til að kynna mönnum fræðin.
Chaim Solomon, rabbíi í Los
Angeles, segir kabbala vera
orðið að æði en hann er einn
þeirra sem kennir fræðin. Hann
segir ástæðu vinsældanna ekki
síst þá að frægðarfólkið hafi
uppgötvað hina fomu speki að
ríkidæmi og frægð séu ekki
ávísun á hamingju.
Ekki eru þó allir jafnhrifnir.
Robert Kirschner, rabbíi í Los
Angeles, telur áhugann stundar-
fyrirbrigði og að kabbala-
kennslan í Hollywood sé sniðin
að óskum fólks sem vilji einfóld
svör við öllum heimsins vanda.
skapa fleiri vandamál en það leysi.
Ihuga framleiðendur Lambert &
Butler vindlinga að fara í mál. Þá
hétu samtök tóbaksframleiðenda í
ESB því að berjast fyrir rétti sín-
um til að „höfða til fullorðinna
neytenda".
Útgefendur blaða og tímarita
brugðust ekki síður hart við ákvörð-
un ESB enda mun tekjutap þeirra
vegna bannsins verða mikið. Sam-
band evrópskra tímaritaútgefenda
kvaðst ætla að berjast gegn þvi að
„þessi óréttláta aðgerð" kæmi til
framkvæmda.
Reuters
Hvalreki
Bann Evrópusambandsins við tóbaksauglýsingum
Tóbaksframleið-
endur hóta málsókn