Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Agústa Þórhildur Sigurðardóttir, húsmóðir á Selfossi
ÁGÚSTA Þórhildur við trésúluna sem
Hrafnarnir heimsækja á degi hveijum.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
HRAFNINN gæðir sér á feitu kjöti.
Selfossi - Ágústa Þórhildur Sig-
urðardóttir, húsmóðir á Selfossi,
hefur verið með tvo hrafna í
föstu fæði í þrjú ár. Hrafnarir
hafa þann sið að heimsækja
Ágústu um hádegisbil og snæða
hjá henni kræsingar.
Agústa segir hrafnana vera
sólgna í feitt kjöt og tólg. Hún
gefúr þeim einu sinni á dag og
færir þeim matinn f þar til gerð-
an matarbakka sem stendur á
trésúlu í framgarðinum hjá
henni. „Hrafnamir eru nyög
pólitískir," segir Ágústa. „Þeir
hafa þann sið að éta aðeins úr
blárri skál en það skrýtna er að
síðan fljúgja þeir með matinn
upp á þak hjá nágranna mínum,
Guðna Ágústssyni, alþingismanni
Með „póli-
tíska“
hrafna í
fullu fæði
Framsóknarflokksins, og borða
hann þar.“ Ágústa heldur að
hrafnarir séu að lýsa yfir sam-
stöðu með ríkisstjórninni en hún
er samt ekki viss.
Annar krunkar meira
Ágústa er farin að þekkja
hrafnana í sundur og hún hefur
gefið þeim nöfn, Hrafn Gunn-
laugsson og Ingvi Hrafn. „Annar
þeirra er mun málgefnari en
hinn,“ segir Ágústa en hún vill
ekki segja blaðamanni hvor það
er.
Hrafnarnir eru Ágústu mjög
þakklátir og þegar þeir fljúga
neðan frá sjó og halda til fjalla
á kvöldin koma þeir gjarnan við
í garðinum og krunka í smá-
stund. Ágústa segist hafa gam-
an af fuglunum og hún sjái ekki
eftir matnum ofan í þá. „Ég er
viss um að þetta eru miklir
gæfufuglar og mér er farið að
þykja vænt um þá,“ sagði
Ágústa Þórhildur Sigurðardótt-
ir, „hrafnamóðir" og húsmóðir á
Selfossi.
Tveggja ára fangelsi
fyrir árás í Olkjallara
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 39 ára gamlan mann í
tveggja ára fangelsi vegna líkams-
árásar sem framin var á veitinga-
staðnum Ölkjallaranum í Pósthús-
stræti í september sl. Maðurinn er
dæmdur fyrir að hafa slegið fimm-
tugan mann hnefahögg í andlitið
með þeim afleiðingum að hann hlaut
heilaskaða og varanlegt heilsutjón.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa slegið hinn hnefahögg í andlitið
og hrint honum síðan svo hann féll
inn á salerni veitingastaðarins og
skall með hnakkann á flísalagðan
stokk.
Fram kom í dómnum að maður-
inn hefði síðan legið á sjúkrahúsi.
Hann var meðvitundarlaus og í önd-
unarvél um tíma en hefur síðan ver-
ið í slíku ástandi að hann var talinn
óhæfur að koma fyrir dóminn og
bera um atburðinn.
Dómurinn taldi sannað, m.a. með
framburði hins ákærða sjálfs, að
hann hefði veitt hinum höggið en
vegna framburðar vitna var ekki
talið loku fyrir það skotið að sá sem
fyrir högginu varð hefði síðan runn-
ið á gólfinu vegna ölvunar og eða
bleytu á gólfi og fallið við það að
hörfa undan högginu. Fallið og
áverkinn verði þó að mati dómsins
að mestu leyti rakin til háttsemi
hins dæmda þótt aðrir þættir komi
þar einnig við sögu.
Maðurinn, sem hefur hlotið 11
refsidóma fyrir ýmis afbrot, var
dæmdur í tveggja ára fangelsi, en
þar af eru 290 dagar uppdæmdar
eftirstöðvar reynslulausnar sem
hann hafði fengið vegna eldra brots.
FRUMKAST heitir mynd
Þorvaldar Skúlasonar sem
saknað er.
HAFNARMYND eftir Örlyg
Sigurðsson sem stolið var.
Tveimur lista-
verkum stolið
Samiðn mælir eindreg-
ið gegn veitingu leyfa
SAMIÐN mælir eindregið gegn
því að félagsmálaráðuneytið veiti
25 iðnaðarmönnum frá Rúmem'u
atvinnuleyfi hér á landi, en Norð-
urál hf. óskaði eftir að mennimir
fengju leyfi til að vinna að uppsetn-
ingu reykhreinsivirkis við álverið á
Grundartanga.
Rúmenamir starfa hjá rúm-
enska fyrirtækinu SAEM
Energomontaj SA, en fyrirtækið
er undirverktaki hjá fyrirtækinu
ABB, sem sér um að reisa reyk-
hreinsivirkið. Upphaflega var sótt
um atvinnuleyfi fyrir 60 iðnaðar-
menn. Umsókninni var hafnað og
var þá sótt um aftur og að þessu
sinni um 25 leyfi, þar af fyrir 22
jámiðnaðarmenn.
Óheimilt að veita
SAEM leyfi
Samiðn bendir á í umsögn sinni
til félagsmálaráðuneytisins að
SAEM sé erlent fyrirtæki sem
ekki sé með neinn rekstur hér á
landi og því sé óheimilt að veita því
atvinnuleyfi samkvæmt lögum um
atvinnuréttindi útlendinga. Lögin
kveði á um að atvinnuleyfisum-
sóknum skuli fylgja ráðningar-
samningar. Engir slíkir samningar
hafi verið lagðir fram. Ennfremur
liggi engar upplýsingar fyrir um
iðnréttindi Rúmenanna, en viður-
kennd iðnréttindi séu forsenda
þess að starfa megi í viðkomandi
iðngrein.
Samiðn segir í umsögn sinni að
ekki hafi verið sýnt fram á að
skortur sé á faglærðum jámiðnað-
armönnum hér á landi. Bent er á
að könnun Samiðnar bendi til að
fýrirtæki geti bætt við sig verkefn-
um í vetur. ABB hafi hafnað samn-
ingi við innlent fyrirtæki um upp-
setningu. Hins vegar liggi fyrir yf-
irlýsing 22 fyrirtækja í málmiðnaði
um að þau séu reiðubúin til að taka
að sér þetta verkefni.
Samiðn segir að íslenskt fyrir-
tæki hafi nýlega sett upp reyk-
hreinsivirki við álverið í Straums-
vík. Því er þess vegna hafnað, sem
fram hafi komið hjá lögmanni
Norðuráls, að ekki sé víst að verk-
þekking sé til staðar hjá íslenskum
jámiðnaðarmönnum.
Samiðn telur að lágmarkslaun
tryggi ekki laun og starfskjör til
jafns við heimamenn. Allur frá-
gangur þessa máls af hálfu verk-
taka sé með þeim hætti að reynt sé
að komast hjá íslenskum lögum um
veitingu atvinnuleyfa og beinlínis sé
stefnt að undirboði í launakjörum.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði í síðustu viku að ef iðn-
aðarmenn væru tiltækir hér á landi
yrðu atvinnuleyfin ekki veitt. Hann
ítrekaði þessa afstöðu í gær í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann sagð-
ist eiga eftir að skoða greinargerð
Samiðnar, en málið yrði afgreitt
formlega eftir helgina.
TVEIMUR málverkum í eigu Lista-
safns Háskóla íslands hefur verið
stolið. Voru þau í húsnæði Lyfjabúð-
ar Háskólans við Austurstræti í
Reykjavík og eru eftir Þorvald
Skúlason og Órlyg Sigurðsson.
Lögreglunni í Reykjavík var að
morgni 28. nóvember tilkynnt um
innbrot á fimmtu hæð að Austur-
stræti 16, húsnæði Lyfjabúðar Há-
skóla íslands. Kom í ljós síðar að
tveimur verðmætum málverkum
hafði verið stolið. Annað þeirra er
Frumkast eftir Þorvald Skúlason,
málað 1955 með akryl litum. Stærð
þess er 29 x 23 em og er það merkt
í hægra horni ÞS ‘55. Hitt málverk-
ið er hafnarmynd eftir Örlyg Sig-
urðsson, máluð 1947 með olíu á
pappa. Stærð þess er 48 x 32 cm og
er merkt í vinstra horni Örlygur
‘47.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um þjófnaðinn eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík.
Suðurskautsfararnir nálgast pólinn
Sækja í sig veðrið í 22
stiga frosti og mótvindi
INGÞÓR Bjarnason, Ólafur Örn
Haraldsson og Haraldur Örn Ólafs-
son, suðurskautsfararnir þrír, höfðu
í gær lagt 465 km að baki á leið sinni
á suðurpólinn. Þeir eru búnir með
meira en þriðjung leiðarinnar eftir
23 daga og hafa að meðaltali gengið
20,2 km á dag og hafa sótt mjög í sig
veðrið undanfama daga.
Tómas Bjamason, tengiliður þre-
menninganna hér á landi, segir að
undanfama daga hafi frostið á suð-
urskautinu verið 22 stig að jafnaði.
„Stöðugur mótvindur leikur við þá
félaga nú sem endranær og hefur
mest verið um 8 vindstig," segir
Tómas. „Kælingin við 8 vindstig og
20 stiga frost á bert hörand er um 54
stiga frost og því mikil hætta á kali.
Það er ekki að furða að þeir félagar
eigi erfitt með að taka af sér vett-
lingana."
Gönguleið þremenninganna frá ís-
jaðrinum á suðurpólinn er um 1.200
kílómetra löng. Áætlun þeirra fyrir
ferðina alla gerði ráð fyrir 20 kíló-
metra göngu á dag að jafnaði og 60
göngudögum alls.
Undanfarna daga hafa þeir sótt í
sig veðrið, gengu 31 km á miðviku-
dag og 24 km fimmtudag og þriðju-
dag. Þeir eru nú að komast á há-
sléttu, að sögn Grétars Bjarnasonar,
sem fylgist með boðum frá staðsetn-
ingartækjum þeirra í húsnæði Flug-
björgunarsveitarinnar í Reykjavík.