Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 13
FRÉTTIR
Mikil geijun í norrænu samstarfi á sviði varnarmála og öryggismála
M'
"IKIL geijun er nú í norrænu sam-
starfi á sviði öryggis- og varnar-
mála. Það er ekki nóg með að
þessi mál séu komin á dagskrá
á Norðurlandaráðsþingum, þar sem áður var
bannað að tala um þau, heldur hefur raun-
verulegt samstarf norrænu ríkjanna á sviði
öryggis- og varnarmála farið mjög vaxandi
að undanfömu. Þetta á einkum við um frið-
argæzlu, þar sem Svíþjóð, Finnland, Dan-
mörk og Noregur búa yfir mikilli reynslu.
ísland hefur til þessa staðið til hliðar í þessu
samstarfi, enda herlaust land. Með breyttu
öryggishugtaki, þar sem meiri áherzla er
lögð á borgaralega þætti, er þó líklegt að
ísland taki meiri þátt í þessu vaxandi sam-
starfi og íslenzk stjómvöld eru byrjuð að
fikra sig áfram á þessu sviði.
Getum lagt til lækna, verkfræðinga
og lögreglumenn
ísland hefur á undanförnum árum hafið
þátttöku í friðargæzlustarfi og lagt til þess
fjármuni á fjárlögum. íslenzk heilsugæzlu-
sveit starfar nú á brezku hersjúkra-
húsi í Bosníu og þrír íslenzkir lög-
reglumenn starfa með danskri
löggæzlusveit þar í landi. í nýlegri
skýrslu Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra kemur fram að góð-
ur árangur af þátttöku íslands í
friðargæzlustarfinu í Bosníu sé
stjórnvöldum hvatning til frekara
starfs á þessu sviði.
í ræðu sinni um utanríkismál á
Alþingi í síðasta mánuði nefndi ut-
anríkisráðherra „öfluga þátttöku í
friðarsamstarfí og friðargæzlu“
jafnframt sem þátt í þeirri vinnu
að meta þarfir og stefnu Islands í
öryggis- og vamarmálum upp á
nýtt. „Það er geysilega mikilvægt
að ísland taki þátt í samstarfi sem
þessu og skorist ekki undan ábyrgð
á alþjóðavettvangi,“ sagði Halldór.
„Þrátt fyrir skort á þeirri sérþekk-
ingu sem felst í hernaðarlegum
hluta friðargæzlu höfum við alla
burði til að sinna slíkum verkefnum.
Það starf byggist ekki eingöngu á
fólki sem hlotið hefur hefðbundna
herþjálfun heldur einnig fólki með
sérþekkingu á öðrum sviðum svo
sem læknisfræði eða verkfræði. Þar
höfum við hæfu fólki á að skipa.
Það sama gildir um lögregluna.
Gera má ráð fyrir aukinni þörf á
alþjóðlegum _ lögreglusveitum í
framtíðinni. Á því sviði eigum við
einnig úrvalsfólk."
Áheyrnaraðild að fundum norrænna
varnarmálaráðherra
Hin norrænu ríkin eru að mörgu leyti
augljós og eðlilegur samstarfsaðili ____
íslendinga, vilji þeir leggja meira
af mörkum í alþjóðlegu frið-
argæzlustarfí, vegna náinna
tengsla á öðrum sviðum. Ákvarð-
anir um norrænt samstarf í varn-
ar- og öryggismálum eru teknar ““
á reglubundnum fundum varnar-
málaráðherra Norðurlanda. Síðustu þijá
fundi hafa embættismenn íslenzka utanrík-
Þátttaka íslands í
friðargæzlu hugs-
anleg í framtíðinni
Samstarf Norðurlanda á sviði öryggis- og vamarmála,
einkum fríðargæzlu, fer mjög vaxandi. Ólafur Þ. Steph-
ensen segir líklegt að ísland muni taka þátt í þessu
samstarfí í auknum mæli, þrátt fyrir herleysi sitt.
m
Morgunblaðið/Jan Hauge
ÍSLENDINGAR hafa nú þegar reynslu af samstarfi við hin norrænu ríkin á sviði friðargæzlu. Tveir
Islendingar störfuðu í norskri friðargæzlusveit í Bosníu fyrir tveimur árum, Kristján Rolfsson liðsfor-
ingi (t.v.) og Halldór Baldursson læknir og majór.
Þörf verður á
samræming-
araðila eða
-stofnun
isráðuneytisins setið sem áheyrnarfulltrúar.
Varnarmálafundirnir hafa öðlazt meira
mikilvægi að undanförnu, enda eru sam-
skipti Norðurlanda á sviði varnarmála orðin
________ veruleg með þátttöku þeirra allra
i Evró-Atlantshafsráði NATO,
Friðarsamstarfi NATO og innan
Vestur-Evrópusambandsins, en
þar eru ísland og Noregur aukaað-
ilar og hin ríkin þijú áheyrnaraðil-
..ar. Finnland og Svíþjóð hafa í
auknum mæli tengzt starfí NATO
og taka nú til að mynda þátt í friðargæzluað-
gerðum í Bosníu undir stjórn NATO.
Eflt samstarf á sviði friðargæzlu
Á varnarmálaráðherrafundi á Grænlandi
síðastliðið vor var ákveðið að efla samstarf
Norðurlandanna á sviði frið- ___________
argæzlu. Sem dæmi um það má
nefna friðargæzlusveit Póllands
og norrænu ríkjanna í Bosníu og
samstarf um alþjóðlega frið-
argæzlu, sem kallað er
NORDCAPS (Nordic Coordinated
Arrangement for Military Peace
Support). Markmiðið með NORDCAPS er
að koma á fót sérstakri friðargæzlusveit
Island gæti
aðstoðað
fórnarlömb
jarðsprengna
Norðurlanda. Á fyrrihluta næsta árs á að
ljúka gerð skrár yfír sveitir, sem norrænu
ríkin geta útvegað til friðargæzlu.
Varnarmálaráðherrarnir hafa komið sér
saman um að auka getu Norðurlanda til að
taka þátt í hreinsun jarðsprengna og mun
þetta samstarf eiga sér stað innan
NORDCAPS. Vonazt er til að Norðurlöndin
geti staðið að skilvirkri jarðsprengjuhreinsun
þar sem þess er þörf, annaðhvort í tengslum
við friðargæzluaðgerðir eða einfaldlega í
mannúðarskyni. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur verið rætt að ísland
gæti tengzt þessu starfi með stuðningi við
fórnarlömb jarðsprengna, líkt og í Bosníu,
þar sem hundruð ungs fólks hafa nú fengið
gervifætur frá Össuri hf.
Innan ramma NORDCAPS er einnig ver-
ið að vinna að því að koma á fót hraðsveit-
um, sem t.d. Sameinuðu þjóðirnar gætu
haft aðgang að með fárra daga fyrirvara.
Þetta verkefni er kallað SHRIRBRIG (Mult-
inational UN Stand-by Forces High Readi-
ness Brigade). Enn sem komið er eiga ein-
göngu Danmörk, Svíþjóð og Noreg-
ur aðild að því. Ætlunin er að hrað-
sveitirnar geti verið til reiðu í byijun
árs 1999.
Vantar fastar
friðargæzlusveitir
Jón Egill Egilsson, skrifstofu-
stjóri alþjóðaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins, var áheyrnarfulltrúi
íslands á síðasta varnarmálaráð-
herrafundi Norðurlanda, sem var
haldinn í Noregi í síðustu viku. Jón
Egill segir að ekki sé útilokað að
ísland geti í framtíðinni tekið þátt
í friðargæzlustarfi á vegum
NORDCAPS. Vandinn sé hins vegar
sá að Island hafi engar fastar sveit-
ir, sem hægt sé að leggja til, heldur
hafi til þessa verið fundið fólk í frið-
argæzlu með því að auglýsa eftir
sjálfboðaliðum. Komi til þess að ís-
land taki þátt í NORDCAPS muni
það ekki útiloka tækifæri íslendinga
til tvíhliða samstarfs við önnur ríki
á sviði friðargæzlu, eins og núver-
andi samstarf við Bretland í Bosníu
er dæmi um. Jón Egill segir að það
samstarf hafí gengið mjög vel.
Ekki er ósennilegt að vilji ísland
taka virkan þátt i sameiginlegri frið-
argæzlu Norðurlanda í framtíðinni,
eins og áðurnefnd ummæli utanrík-
isráðherra bera vott um, verði að
koma upp einhvers konar stofnun
eða samræmingaraðila, sem geti
safnað saman upplýsingum um fólk og bún-
að, sem ísland getur lagt af mörkum. Jafn-
framt væri stofnunar af þessu tagi þörf til
að veita öðrum ríkjum upplýsingar um hvert
_______ framlag Islands geti orðið í hverju
og einu tilviki. Sennilegt er að
menn fari sér hægt í þessum efnum
í fyrstu, en það blasir þó við að
vilji Island leggja meira af mörkum
í alþjóðlegri friðargæzlu verður að
byggja upp sérþekkingu og ákveð-
inn hóp fólks, sem tekið getur þátt
í friðargæzluverkefnum, þótt ekki væri þar
með verið að koma á fót íslenzkum herafla.
S INDEPENÐEAIGE ^
riLKYNNING UM SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS
-------------------—-------------------------------
I
BIFREIÐASKOÐUN HF.
Stjóm Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að taka
hlutabréf í Bifreiðaskoðun hf. á skrá á vaxtarlista þingsins.
Skráning hlutabréfanna hefst hinn 9. desember nk.
Landsbréf hf. em umsjónaraðili skráningarinnar.
Skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa
liggur frammi hja Landsbrefum hf. Suðurlandsbraut 24 og Strandgötu 1, Akureyri.
BIFREIÐASKOÐUN HF.
, LANDSBRÉF HF.
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfsími 535 2001,
Strandgötu 24, 600 Akureyri, sími 460 6060, bréfsimi 460 6050, landsbref.is.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKl. AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.