Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjallað um umhverfísáhrif á flugþingí Hagstj órnartæki nýtt í stað boða og banna ✓ Ymsar hliðar umhverfísáhrifa ilugsins komu til umræðu á flugþingi sem Jóhannes Tómasson fylgdist með. Meðal . __ ---------- annars að Islendingar anda frá sér um 100.000 tonnum af koltvísýringi, en frá inn- anlandsflugi koma 30-40 þúsund tonn. FLUGIÐ í sátt við umhverfið var yf- irskrift fjórða flugþingsins sem hald- ið var í vikunni þar sem innlendir og erlendir fyrirlesarar fluttu ræður. Fjallað var meðal annars um alþjóð- lega stefnumótun, opinberar reglur og skattlagningu, kröfur og vænting- ar viðskiptavina flugsins, loftmengun vegna útblásturs, tækniþróun með tilliti til umhverfísvemdar og hávaða- mengun. Þorgeir Pálsson fjallaði um alþjóð- lega stefnumótun í flugumhverfís- málum og sjónarmið Flugmálastjóm- ar. Hann sagði ekki fyrir hendi sér- staka stefnu Flugmálastjórnar, en hún ynni eftir alþjóðlegum stöðlum og reglum sem giltu í fluginu og væm þær sífellt til umfjöllunar og endurskoðunar. Nýleg grein gerði til dæmis ráð fyrir að þotur sem fram- leiddar væru fyrir 1977 yrðu afskráð- ar eigi síðar en 2003, enda væru þær mun hávaðasamari en nýrri þotur og mjög víða væri þrengt að flugi þeirra með ýmsum takmörkunum vegna há- vaða. Um 2% heildarlosunar kolmónoxiða frá alþjóðaflugi Sjónarmið umhverfísvemdar væm að þeir sem menguðu greiddu kostn- að sem af menguninni hlytist og að slík gjöld myndu ýta undir betri nýt- ingu og tækniþróun og gæta yrði þess að ávinningur af hljóðlátari vél- um hyrfí ekki með aukinni flugum- ferð. Hann sagði flugrekendur telja að hægt væri enn að minnka hávaða við flugvelli, en erfítt gæti reynst að draga meira úr notkun köfnunarefn- istvíoxíða. Hann benti á að einnig yrði að skoða aðra umhverfisþætti, til dæmis bílaumferð við flugvelli og sorp og annan úrgang frá fluginu. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytis, sagði að í stað boða og banna væri nú lögð auk- in áhersla á að nýta hagstjórnartæki, umhverfísgjöld og skatta til að reyna að draga sem mest úr umhverfis- áhrifum. Hann sagði að heildarlosun kolmónoxíða frá flugvélum hefði dregist saman um meira en tvo þriðju hluta á síðustu 15 ámm og að losun á óbmnnu eldsneyti og sóti hefði minnkað ennnþá meira, þama færi saman betri nýting á eldsneyti og umhverfisverndarsjónarmið. Um það bil 2% af heildarlosun í heiminum kæmu frá alþjóðaflugi. Gert væri ráð fyrir að flugið ykist um 5% á næstu árum en losun kolmónoxíðs myndi vaxa eitthvað minna vegna tækni- framfara, stæi-ri véla og betri flug- umferðarstjórnar. Ráðuneytisstjórinn nefndi að í mótun stefnu sem nú sé unnið að um uppbyggingu flugvalla verði að tryggja að skipulag mannvirkja sé í sem bestu samræmi við aðliggjandi vegi og nálæga byggð, að leiðir að og frá flugstöð séu sem greiðastar og að hávaði frá flugumferð sé í lágmarki í byggð. Stjórnvöld muni og setja regl- ur um loftmengun og hávaða frá flug- umferð svo og um notkun og efna- samsetningu hálkueyðandi efna á flugbrautum og flugvélum. Eldsneytissparnaður með minni aðskilnaði Hilmar Baldursson, formaður Flugráðs, setti flugþingið og nefndi hann í ávarpi sínu að með minni að- skilnaði sem orðið hefði í hæð flugvéla á leið yfir Norður-Atlantshafið, þ.e. úr tvö þúsund fetum í eitt þúsund, væri afkastageta flugstjórnarsvæðisins aukin og vélar gætu oftar valið hag- stæðari flughæðir. Með því sparaðist eldsneyti og útblástur mengandi efna yrði minni. Gæti þetta þýtt um 140 milljóna dollara spamað á 20 árum í flugumferðinni á þessu svæði. Hafsteinn Helgason, verkfræðing- ur hjá Línuhönnun, ræddi um kröfur og væntingar viðskiptavina og sagði þær helstar að flugfélög uppíylltu all- ar kröfur, en þær kæmu úr ýmsum áttum. Sífellt fleiri kröfur vörðuðu umhvei’físmál og ljóst væri að fyrir- tæki sem sinntu þeim hefðu betri samkeppnisstöðu á flestum sviðum. Magnús Jónsson veðurstofustjóri ræddi um loftmengun í gufuhvolfi jarðar og sagði áhrif frá útblæstri flugvéla ekki langvarandi í 10 til 12 km hæð en þegar komið væri í heið- hvolfíð gætu þau varað svo árum skipti. Hann sagði að ýmis annar vandi væri alvarlegri en af völdum flugumferðar, svo sem vatnsskortur, offjölgun mannkyns og notkun þrá- virkra efna. Minna 1 hávaða- svæði ef snertilend- j ingar yrðu 1 bannaðar HÁVAÐASVÆÐI við Reykjavíkur- flugvöll myndi minnka verulega ef snertilendingar yrðu ekki leyfðar en þær voru á síðasta ári alls 35.346 og < myndi hávaða af flugumferð þá verða mun minna vart t.d. í Skerja- firði. Þessar niðurstöður koma fram sé notað reiknilíkan sem Þorsteinn Þorsteinsson, byggingaverkfræð- ingur við Háskóla Islands, gi-eindi frá á flugþingi á fimmtudag en með slíku líkani má reikna og meta lang- tímaáhrif hávaða. Notað er reiknilíkan frá Flug- málastjórn Bandaríkjanna en við hávaðamælingar eru ýmist notuð slík líkön og/eða beinar mælingar. Þorsteinn segir að brautarstefnur, nýtingarhlutfall, fjöldi flughreyf- inga eftir tegundum, aðflugs- og brottflugsferlar og fleira skipti máli við útreikninga sem þessa. Stað- festa þarf niðurstöður reiknilíkans- ins með því að mæla hávaða í ná- grenni flugvallarins í nokkurn tíma, kanna viðbrögð fólks í næsta ná- grenni og skrá kvartanir. Slíkar mælingar segir hann einnig nauð- synlegar til að fylgjast með breyt- ingum. Mismunandi hávaðasvið Mælingar standa nú yfír en á flugþingi sýndi Þorsteinn hvemig meta má með líkaninu hvernig mis- munandi flugvélar mynda mismun- andi hljóðspor eða hávaðasvið á svæði út frá flugbrautunum og hvernig meta má einnig langtíma- áhrif eða langtímahljóðstig eins og hann orðaði það. í fyrra var fyrsta heila árið sem skráning umferðar um Reykjavíkurflugvöll var nægi- lega ítarleg til að reikna megi hljóð- stig og hljóðspor umhverfís völlinn. Þorsteinn sýndi hversu stórt hljóðspor er við flugvöllinn miðað við núverandi umferð, ef hún ykist um 50% og ef sleppt væri öllum snertilendingum og er þar í öllum tilvikum átt við langtímahljóðstig. Snertilendingar voru í fyrra 35.346 en heildarfjöldi flughreyfinga var 84.231. Fram kom að miðað við alla flugumferð um völlinn nær 55 dB hávaði lítið út fyrir flugbrautar- endana, lengst í norðurátt nokkuð yfir Hringbrautina, lítið upp í Oskjuhlíð en nær nokkurn veginn alveg yfir byggðina í Skerjafírði. Þessi hávaði nær yfir mun minna svæði ef engar snertilendingar fara fram á vellinum og sleppur þá t.d. íbúðabyggðin við Skerjafjörðinn að mestu. Flugleiðir búa sig undir að hrinda í framkvæmd umhverfísstefnu sinni á næsta ári Minni eldsneytis- notkun en hjá erlendum félögum FLUGLEIÐIR nota 5 til 52,5% minna elds- neyti á hvem farþegakílómetra en erlendu flugfélögin SAS, United og Lufthansa. Sigþór Einarsson, deildarstjóri gæðastjómunardeild- ar Flugleiða, greindi frá þessu á flugþingi og sagði hann ástæðumar m.a. þær að flugleiðir félagsins væru mjög hagstæðar flugflotanum hvað snerti eldsneytisnotkun. Eldsneytisnotkunin er 5% minni en hjá þýska flugfélaginu Lufthansa, um 47,5% minni en hjá bandaríska flugfélaginu United og um 52,5% minni en hjá SAS. Þá er hún um 10% minni en hjá British Airways. Flugleiðir munu fljótlega eftir áramót taka upp umhverfisstefnu en undirbúningur hennar er á lokastigi. Sigþór sagði á flugþinginu að umhverfisstefna næði ekki tilgangi sínum nema framkvæmdastjóm sem og allir starfs- menn tækju höndum saman um að vinna sam- kvæmt henni. Sigþór sagði að kynna ætti umhverfisstefn- una fyrir stjórn og framkvæmdastjórn félags- ins á næstunni. Nauðsynlegt væri að fram- kvæmdastjórnin fylgdi slíkri stefnu eftir, gert væri ráð fyrir að allir starfsmenn og stjómend- ur tileinkuðu sér kerfíð í starfí sínu og því þyrfti að fylgja eftir með virku eftirliti. áhrif á umhverfíð og varðandi aðföng sagði Sig- þór þar helst um að ræða eldsneyti, olíur og spilliefni, hráefni fyrir matargerð og pappír, áríðandi væri að nýta þessi aðfóng öll sem best. Þessir þættir hefðu ekki síður áhrif á umhverf- flugvélum, olíum og spilliefnum þyrfti að farga, svo og matarleifum, umbúðum og pappír og nauðsynlegt væri að takmarka sem mest þessa afganga. Mikill eldsneytissparnaður Flugleiðir hafa þegar náð að uppfylla alþjóð- lega staðla varðandi útblástur og hávaða frá þotuhreyflum og nefndi Sigþór dæmi um elds- neytissparnað sem náðst hefði með tilkomu nýja flugflotans, kostnaður við eldsneytiskaup hefði lækkað um 35% að meðaltali á hvert sæti á síð- ustu árum. I fyrra keypti félagið um 110 þúsund tonn af flugvélaeldsneyti fyrir 1,9 milljai'ða króna. Sagði Sigþór að hefðu eldri gerðiniai' enn verið í notkun hefði þurft að kaupa um 59 þúsund tonnum meira af eldsneyti fyrir um einn milljarð króna. Þá nefndi hann að hávaðinn væri mun minni frá nýju þotunum. Til dæmis væri hávaðaspor 757-200 þotunnar aðeins 6% af þvi sem var á 727-200 og er þá miðað við það svæði við flugvöll sem 95 desíbela hávaði nær til. Mjög margir-þættir-í rekstri-flugfélagshafa - ið sem afgangai', þ.e. útblástur og hávaði frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.