Morgunblaðið - 06.12.1997, Side 22

Morgunblaðið - 06.12.1997, Side 22
22 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýir eigendur að Hótel Oðinsvéum > Bjarna Ingvari Arnasyni, fyrrverandi eiganda, hefur verið boðið starf hjá hótelinu Samherji hf.: Gengi hlutabréfa frá 8. apríl ÞROTABÚ Hótels Óðinsvéa hefur samið um sölu hótelsins til sam- nefnds nýs hlutafélags og tók það formlega við rekstrinum í gær. Breiður hópur fjárfesta stendur að hinu nýja félagi, en forystu um stofn- un þess hafði Þóra Bjarnadóttir, dóttir fyrrverandi eiganda þess, Bjarna Ingvars Arnasonar. Sem kunnugt er óskaði Bjarni Ingvar eftir gjaldþrotaskiptum í lok október, þar sem rekstur fyrirtækis- ins stóð ekki lengur undir skuldum þess. Sigurmar K. Albertsson, bú- stjóri, auglýsti hótelið til sölu og rann frestur til að skila inn tilboðum út um síðustu mánaðamót. Meðal helstu hluthafa hins nýja fé- lags eru Þóra Bjamadóttir, Bygging- arfélagið Gylfi og Gunnar, Rydens- kaffi, Garðar Siggeirsson, fýrrverandi eigandi Herragarðsins, og Gaumur ehf. Síðastnefnda fyrirtækið tengist Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni í Bónus. Hluthafar eru samtals 20 og fjölmargir einstaklingar þeirra á meðal. I stjóm félagsins eru Ólafur Haraldsson, formaður, Gylfi Ómar Héðinsson og Jóhannes Jónsson. Reksturinn með svipuðu sniði Ólafur Haraldsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hótelið yrði rek- ið með svipuðu sniði og áður. Hins vegar hefði bústjóri áður verið búinn að leigja út veitingareksturinn til Steinars Davíðssonar, matreiðslu- manns, og sá leigusamningur gilti í eitt ár. Félagið vonaðist til að eiga við hann gott samstarf. Þóra mun taka við starfi hótel- stjóra og annast allan daglegan rekstur, en hann verður með svipuðu sniði og áður. „Þetta félag mun kappkosta að viðhalda sömu gæðum og þjónustu og áður tíðkuðust á þessu hóteli. Stjómin hefur ákveðið að bjóða Bjarna starf hjá fyrirtæk- inu til að sinna markaðsmálum og fleiru. Það vita allir að hann býr yfir mikilli reynslu og þekkingu, enda þótt hans eigin rekstur hafi farið illa.,“ sagði Ólafur. Heildarhlutafé félagsins verður 30 milljónir í upphafi, en það hefur síð- an tekið við áhvflandi skuldum. Kaupverðið verður ekki gefið upp, en fram hefur komið að hugmyndir veðhafa voru á þann veg að markaðs- verð hótelsins væri nálægt 200 millj- ónum. Hins vegar er reiknað með að fjárhæð heildarkrafna í búið verði nær 300 milljónum. 8 7 6' Opni tilboðsmarkaðurinn 8. apríl til 11. júní Verðbréfaþing frá 13. júní apríl mai jum júlí ágúst sept. okt. nov; des. Hlutabréf Smnherja lækka um tæp 5% GENGI hlutabréfa í Samherja hf. hélt áfram að lækka í gær þegar viðskipti urðu með bréf á genginu 8,0. Lækkaði gengi bréfanna um tæplega 5% frá því á miðvikudag. : Samherji bauð út nýtt hlutafé að nafnvirði 45 milljónir á almenn- um markaði í mars og voru bréfin skráð á Opna tilboðsmarkaðnum í aprílmánuði. I útboðinu voru bréfin seld á genginu 9,0 eða fyrir 405 milljónir. Þau dreifðust á 6.200 kaupendur og var eftirspurn langt- um meiri en framboð. í kjölfar útboðsins hækkaði gengi bréfanna hratt og fór hæst í 13,75. Samkvæmt því var mark- aðsvirði fyrirtækisins um 18 millj- arðar króna, en er nú tæplega 11 milljarðar. Engar fréttir hafa borist frá fyrirtækinu undanfarið en Verðbréfaþing tilkynnti þann 25. nóvember um innherjaviðskipti með bréfin. Hlutabréf Vinnslu- stöðvarinnar hækkuðu í gær um 7% eða úr 1,63 í 1,74 í kjölfar til- kynningar fyrirtækisins um að það hefði aflað sér hráefnis til að halda uppi vinnslu í janúar. Aður höfðu bréf fyrirtækisins lækkað um 9,4% þegar það tilkynnti starfsfólki að kauptryggingu þess yrði sagt upp frá og með næstu áramótum vegna fyrirsjáanlegs hráefnisskorts. í gær lækkaði hins vegar gengi hlutabréfa tveggja hlutabréfasjóða sem hafa sérhæft sig í fjárfesting- um í sjávarútvegi. Þannig lækkaði gengi hlutabréfasjóðsins Ishafs um 5 punkta eð 3,6% og gengi Sjávar- útvegssjóðs íslands lækkaði um 14 punkta eða 6,5%. Hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,22% í gær og námu hlutabréfa- viðskipti samtals 39 milljónum króna. Bónus og Strengur efna til samstarfs í hugbúnaðargerð Viðskiptakerfí Bónuss flutt út BÓNUS og Strengur hf. hafa tekið upp samstarf í þróun og útflutningi á verslunarkerfi fyrir smærri versl- unarkeðjur. Um er að ræða nýja út- færslu á núverandi verslunarkerfi Bónuss og er gert ráð fyrir að hið fyrsta verði tekið i notkun í verslun- um fyrirtækisins í mars. Ráðgert er að útflutningur geti hafist fljótlega upp úr því. Að sögn Matthíasar E. Matthías- sonar hjá Streng er ekki aðeins um að ræða viðskiptahugbúnað þann sem Bónus hefur notað heldur einnig viðskiptahugmyndina á bak við fyrirtækið. Horft til smærri verslunarkeðja „Við hönnuðum viðskiptakerfi Bónuss á sínum tíma og það hefur verið nánast í stöðugri endurskoðun siðan. Hugmyndin nú er að nýta sér reynslu Bónuss í verslunarrekstri jafnframt því að búa til nýtt kerfi byggt á Navision Financials, sem gert er fyrir Windows 95.“ Matthías segist reikna með því að smærri verslunarkeðjur verði mjög móttækilegar fyrir slíku kerfi. „Kerfið sem við erum með í höndun- um er á við kerfi sem stærri versl- unarkeðjur, með 200 verslanir eða meira, eru að nota. Litlu keðjumar hafa hins vegar ekki tekið tæknina eins mikið í þjónustu sína. Þessar stærri keðjur hafa hins vegar yfirleitt á að skipa eigin hug- búnaðardeild og þær selja ekki sín- ar lausnir af samkeppnisástæðum. Við teljum því að það sé markaður fyrir þetta kerfi í þessum minni ein- ingum.“ Matthías segir að stefnt sé að því að bæði fyrirtækin muni flytja nýja kerfið út. Strengur muni í fyrstu selja það í gegnum skrifstofur In- fostream í Noregi, Svíþjóð og Bret- landi en stefnan sé sett á Norður- löndin og Vestur-Evrópu. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Annars værum við ekki að þessu.“ Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands tígl Nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun — * þriggja missera nám með starfi sem Markhópur: Stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum, fulltrúar í sveitarstjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélaga og aðrir þeir sem vilja búa sig undir stjórnunarstörf á þeim vettvangi eða dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu. Námsgreinar: Skipulag opinberrar stjórnsýslu og löggjöf, almenn stjórnunarfræði, starfs- manna stjórnun, hagfræði, fjármálastjórnun, áætlanagerð og reikningsskil, upp- lýsingatækni, gæðastjómun, verkefnastjórnun, árangursstjórnun, stefnumótun og breytingar í opinberum rekstri. Umsjónarmenn og aðalleiðbeinendur: Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Gunnar Helgi Kristinsson dósent, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson frá Launanefnd sveitarfélaga, Gunnar Björnsson frá Launaskrifstofu ríkisins, Ólafur Jón Ingólfsson viðskiptafræðingur, Finnur Svein- björnsson hagfræðingur, Sigurður Snævarr hagfræðingur, Yngvi Örn Kristin- sson framkvæmdastjóri Seðlabanka íslands, Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri, Jóhann Gunnarsson deildarstjóri hjá Hagsýslu ríkisins, Guðrún Högna- dóttir M.H.A. forstöðumaður hjá Ríkisspítölum, Jón Freyr Jóhannsson hjá Skrefi í rétta átt, Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur, Snævar Guðmunds- son deildarstjóri hjá Hagsýslu ríkisins, Leifur Eysteinsson deildarstjóri hjá fjármálaráðuneytinu og Haukur Ingibergsson forstöðumaður Hagsýslu ríkisins. Auk fjölda annarra leiðbeinenda. hefst í febrúar 1998 Kennslutími og verð: Námið fer fram á þremur misserum og verður kennt samtals í 300 kennslustundir, u.þ.b. 100 kennslustundir á hverju misseri. Náminu verður hagað þannig, að menn geti sótt það þótt þeir séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Verður kennt frá miðjum fimmtudegi til síðari hluta laugardags á þriggja vikna fresti. Þátttökugjald fyrir námið er 210.000 kr. Námskeiðsstjórn: Námið er skipulagt í samvinnu við Hagsýslu ríkisins og Samband íslenskra sveitarfélaga og sitja eftirtaldir aðilar í námskeiðsstjórn: Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Haukur Ingibergsson forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, Ingi- mundur Sigurpálsson bæjarstjóri í Garðabæ, Margrét S. Björnsdóttir endur- menntunarstjóri H.í. og Þórður Skúlason frkvstj. Sambands ísl. sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1998. Nánari upplýsingar um námið ásamt umsóknareyðubiöðum fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími 525 4923, bréfasími 525 4080 og netfang endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.