Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
. Trust
TÖLVUBÚNAÐUR
lliil
Irust Intel Pentium 166 MMX
Abit TX móðurborð - 32 Mb EDO minni - 512 Kb skyndiminni
4,3 Gb Quantum harður diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort
24 x Toshiba geisladrif - Trust Soundwave 300W 3D hátalarar
15" Trust Precision Viewer skjár - 33.600 Baud utanáliggjandi mótald
Trust Intel Pentium 200 MMX ^
Abit TX móðurborð - 32 Mb EDO minni - 512 Kb skyndiminni
6,4 Gb IBM Deskstar UDMA diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort /
24 x Toshiba geisladrif - Trust Soundwave 300W 3D hátalarar
15" Trust Precision Viewer skjár - 33.600 Baud utanáliggjandi mótald
Það nfjastd og ffutfasfa á
heimabíómarkaðinum
- H w II m í -\ j
LM í » ^— L L C—■ i ■ :'
Með DVD-drifinu getur þú horft á kvikmyndir í tölvunni þinni í ótrúlegum gæðum, spilað
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FULLTRÚAR þeirra, sera að verkefninu standa. Björn Herbertsson, verkefnisstjóri frá VSFÍ, Ásgeir Guðna-
son, frá Vélskóia íslands, Hreinn Halldórsson, frá Hitaveitu Suðurnesja, Helgi Laxdal, formaður VSFÍ og
Guðmundur Lýðsson frá GL-útgáfiinni.
Vélstjórafélag Islands
hlýtur styrk frá ESB
VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands hefúr
fengið styrk úr Leonardo Da Vinci-
áætluninni á vegum Evrópusam-
bandsins í verkefni við þróun á að-
ferðum við viðhaldsstjórnun,
TEMAFISH-verkefni um viðhalds-
mál.
Undanfarin ár hefur verið að þró-
ast aðferðafræði til að auka nýtingu
á búnaði og vélum með það að leið-
arljósi að hámarka nýtingu fjárfest-
inga og/eða eigna til langs tíma litið.
Augu manna hafa beinst að þessu
sviði og undir það síðasta er búið að
sýna fram á að hægt er spara veru-
legar fjárhæðir með þessu og að
aukið hagræði fylgir einnig með.
Tvíþætt verkefni
Verkefnið er tvíþætt. Annars veg-
ar er að koma á fjarviðhaldi sem
byggist á árangri rannsókna fyrir-
tækja og menntastofnana á tækni-
sviði undanfarin ár. Fjanóðhaldið
gengur út á að komið er fyrir litlum
iðntölvukerfum sem safna upplýs-
ingum á staðnum eins og t.d. um
borð í bát þar sem viðhaldinu er
beint að búnaði hans. Þetta kerfi
sendir síðan upplýsingar með reglu-
legu millibili í upplýsingabanka þar
er hægt að greina þær og fylgjast
t.d. með tilhneigingu sem skoða þarf
nánar eða þá að dregin er sú ályktun
um að setja þurfi vélbúnað í „gjör-
gæslu“. Iðntölvukerfí sem gegna
þessu hlutverki verða sett upp, próf-
uð og nýtt sem kennslutæki ásamt
því að útbúin verða kennslugögn.
Hins vegar verður safnað saman
upplýsingum um viðhaldsaðferða-
fræði sem mikil þróun hefur verið í
undanfarin ár. Markmiðið er að
sníða þessa aðferðafræði að minni
og meðalstórum fyrirtækjum og
byggja upp kennsluefni og nám-
skeið. Að verkefni loknu hafa aðilar í
viðkomandi aðildarlöndum aðgang
að þekkingu og námsefni um við-
haldsmál og fjarviðhald, þýtt á
tungumál viðkomandi, stíl- og stað-
fært eftir atvikum.
Fimm lögaðilar
koma að verkefninu
Áætlað er að framkvæmd ‘verk-
efnisins taki tvö ár. Fimm lögaðliar
á Islandi koma til með að vinna
verkefnið, en það eru: Vélskóli ís-
lands; Vélstjórafélag íslands; GL-
útgáfan; Hitaveita Suðurnesja og
VTSTA-verkfræðistofa. Upphæð
styrksins er alls tæpar 11 milljónir
og er hlutur Islands liðlega 4,3 millj-
ónir. Alls standa þrettán lögaðilar í
fjórum löndum að þessu verkefni.
íslenska sjávarútvegssýningin
Pantanir frá um 120
nýjustu leikina á svo raunverulegan hátt að hárin risa og svo getur þú tengt tækið við
sjónvarpið og þá ertu kominn með þitt eigið kvikmyndahús!
sýnendum liggja fyrir
Mmwti ¥vm Pro
Þú finnur kraftinn í leikjunum með þessum pinna því hann
tekur verulega I þegar mikið gengur á!
kr. 13.900
AJIir viðskiptavinir
fá frábæran jólageisladisk með Sixties
í kaupbæti sé keypt fyrir meira en kr. 1.000.-
Internet Kit fylgir öllum
tölvum og prenturum
_.. .Tölvukjör
TolVUr
verslun
heimilanna
Opið til Itjíj J|p
alla lauttjtópí
Faxafenl 5 • Síml 533 2323
tolvukjor@itn.is
UNDIRBÚNINGUR fyrir íslensku
sjávarútvegssýninguna sem haldin
verður dagana 1.-4. september 1999
er nú í fullum gangi. Umfangsmikið
kynningarstarf hefur farið fram að
undanförnu bæði hérlendis og er-
lendis, samkvæmt frétt frá sýningar-
stjóm. „Má geta þess að á sýning-
unni FISH-EXPÓ í Seattle fyrir
skömmu var sérstakur sýningarbás
helgaður íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni og vakti hann mikla athygli.
Er greinilegt að bæði sýnendur og
gestir sjávarútvegssýninga eru farn-
ir að meta íslensku sjávarútvegssýn-
inguna sem eina hina stærstu og
veigamestu í heiminum,“ segir í
fréttínni.
Meðal erlendra aðila sem þegar
hafa staðfest þátttöku sína í sýning-
unni 1999 eru mörg fyrirtæki í Nova
Scotia í Kanada. Þau tóku í fyrsta
sinn þátt í sýningunni 1996 og voru
afar ánægð með árangurinn. Þá hef-
ur danska útflutningsráðið sem jafn-
an hefur verið með stóran sýningar-
bás einnig staðfest þátttöku sína og
fjölmörg erlend fyrirtæki önnur hafa
ýmist lagt fram pöntun um sýningar-
pláss eða gert fyrirspurnir.
Um 4.000 fermetra rými pantað
„Eins og áður hefur komið fram
lýstu fjölmörg íslensk fyrirtæki yfir
afdráttarlausum stuðningi við sýn-
inguna og lögðu fram yfirlýsingu um
að þau myndu einungis taka þátt í
henni, eftir að ákveðið var að færa
sýninguna frá árinu 1998, eins og
áformað var, til haustsins 1999. Síð-
an þá hefur fjöldi annarra fyrirtækja
lagt fram pantanir um rými á sýn-
ingunni. Meðal þeirra eru flest fyrir-
tæki innan SSS - samtaka seljenda
skipatækja. Liggja nú fyrir pantanir
frá 120 sýningaraðilum um 4.000 fer-
metra sýningarrými, sem er megin-
hluti sýningarsvæðisins í Laugar-
dalshöllinni og hinum stóru sýning-
arskálum sem Nexus mun reisa á
sævðinu.
Auk fyrirtækjanna sem lagt hafa
fram pantanir um rými á sýningunni
hafa opinberar stofnanir, samtök og
önnur fyrirtæki lýst yfir stuðningi
sínum. Meðal umræddra aðila eru
sjávarútvegsráðuneytið, iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytíð, Reykjavíkur-
borg, Verslunarráð íslands, Útflutn-
ingsráð íslands, Eimskip, Flugleiðir,
Úrval-Útsýn, Fiskifréttir og tímarit-
ið World Fishing Magazine sem ann-
ast hefur umfangsmikla kynningu og
auglýsingar á sýningunni erlendis.
Enn stærri og öflugri
Allt virðist því stefna í að íslenska
sjávarútvegssýningin 1.-4. sept. 1999
verði enn stærri og öflugri en fyrri
sýningar, en sýningin sem haldin var
haustið 1996 var stærsta og best
heppnaða sjávarútvegssýning sem
haldin hefur verið hérlendis. Alls
voru sýnendur þá um 700 talsins og
gestir voni um 15 þúsund talsins frá
32 þjóðum,“ segir í fréttinni frá ís-
lensku sjávarútvegssýningunni.