Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kyoto um loftslagsbreytingar Öánægja þró- unarlanda í brennidepli Kyoto. Reuters. ÓÁNÆGJA fátækra ríkja með að vera beðin um að taka þátt í tilraun- um til að draga úr upphitun loft- hjúpsins kom berlega í ljós á lofts- lagsráðstefnu SÞ í Kyoto í gær. Kínverjar og Indverjar fóru í farar- broddi harkalegra árása á Banda- ríkjamenn og aðrar ríkar þjóðir fyr- ir að aðhafast ekki nóg. Fulltrúar þró- unarlanda komu í púlt hver á fæt- ur öðrum og spurðu hvers vegna þeir ættu að ógna efna- hagslífínu í ríkjum sínum til þess að leysa vandamál sem iðnríkin hefðu skapað með yfirgengilegri orku- notkun. Segja fréttaskýrendur að mál þetta geti ráðið úrslitum um hvort ráðstefnan skilar árangri eða verður með öllu marklaus. Tíminn er hins vegar orðinn knappur því á mánudag koma ráða- menn frá 160 ríkjum, þ.ám. A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, til Kyoto og knýja á um samkomulag. Niðurstöður rannsókna sýna að megnið af losun koltvísýrings kem- ur frá iðnríkjum heimsins, sem hafa þó mun færri íbúa en Kína og Ind- land, en í þeim tveim ríkjum búa um tveir þriðju hlutar mannkyns. Evrópusambandið hefur lagt til að losun þriggja gróðurhúsaloftteg- unda verði 15% minni árið 2002 en hún var árið 1990. Bandaríkjamenn leggja hins vegar til að á árabilinu 2008-2012 verði losunin svipuð því sem hún var árið 1990. Vísa ábyrgð til iðnríkjanna Formaður kínversku sendinefnd- arinnar, Zhong Shukong, sagði að í iðnríkjunum væru gróðurhúsaloft- tegundir losaðar vegna „lúxuslífs“ íbúanna, en í þróunarlöndum væri losunin eingöngu vegna þróunar efnahagslífsins. „I iðnríkjunum eru bara tveir í hverjum bíl og samt vilj- ið þið að við [í þróunarríkjunum] hættum að ferðast með strætis- vögnum," sagði Zhong. Bandaríkjastjóm segir að ef þjóðir á borð við Kínverja fáist ekki til að veita að minnsta kosti „mark- tækt“ loforð, ef ekki beinlínis til að grípa til aðgerða, sé með öllu útilok- að að fá öldungadeild bandaríska þingsins til þess að samþykkja Kyoto-sáttmála. Reuters BARÁTTUMENN fyrir bættri umgengni við andrúmsloftið brugðu sér í líki leiðtoga helstu iðnríkja heims í Kyoto í gær. Umhverfisverndar- samtökin World Wide Fund for Nature segja að hætta sé á að áhrifa- mestu ríkin snúi ráðstefnunni upp í „fótboltaleik með jarðkringluna". Niðurstaða flokksþings þýzkra jafnaðarmanna í Hannover Aætlun Schröders samþykkt GERHARD Schröder, forsætis- ráðherra Neðra-Saxlands, hlaut í lok flokksþings þýzka jafnaðar- mannaflokksins, SPD, í Hannover í fyrradag víðtækan stuðning við efnahagsmálaáætlun sem hann er mejginhöfundurinn að. I áætluninni er kveðið á um rót- tæka nýsköpun í efnahagskerfi, stjórnsýslu og samfélagsmálum Þýzkalands. Vinstri armi flokksins mistókst hins vegar að fá flokks- þingið til að samþykkja áætlun um víðtækar atvinnusköpunaraðgerðir af hálfu ríkisins, sem hefðu kostað ríkissjóð gífurlegar fjárhæðir. I lokaræðu sinni á flokksþinginu, sem bingfulltrúar höfðu beðið með eftirvæntingu, fór Schröder fram á að hin nauðsynlega nýbreytni yrði tengd félagslegu réttlæti. Það sem hann vildi sjá væri „nýbreytni- bandalag atvinnulífs, vísinda og stjómmála“. í þágu atvinnulífsins og sam- keppnisstöðu Þýzkalands Um leið þakkaði Schröder, líklegt kanzlaraefni jafnaðar- manna, flokksfélögum sínum fyrir að einblína ekki á samstarf við verkalýðsfélögin. Atvinnurekendur yi'ðu að geta verið vissir um „að við viljum þjóna þessu Þýzkalandi í sameiningu en ekki hverjir í and- stöðu við aðra“. í efnahags- áætluninni „Ný- breytni í þágu Þýzkalands" hvetur SPD til meiri fjárfestinga í menntun, rann- sóknum og vís- indum. Flokkur- inn vill sjá meiri sveigjanleika í vinnutímatilhög- un og kjai’asamningum og ekki sízt hvetja litil og millistór fyrirtæki til dáða með öllum tiltækum ráðum. Jafnframt efnahagsáætluninni samþykkti flokksþingið tillögu sem flokksformaðurinn Oskar Lafontaine, Schröder og Rudolf Scharping, fyrrverandi formaður, lögðu sameiginlega fram. Með til- lögunni lýsir SPD yfir vilja til að lækka skatta tafarlaust og tO að af- nema skattaniðurgreiðslur sem skekkja samkeppnisstöðu fyrir- tækja. „Innihaldslítil" niðurstaða Peter Hintze, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata, gagnrýndi niðurstöðu flokksþings SPD með því að segja hana innihaldslitla. Di- eter Hundt, forseti vinnuveitenda- samtaka Þýzkalands, sagði SPD ekki hafa bætt stöðu sína gagnvart atvinnulífinu. ‘MiíJidii , ^ HEILSUJOLAGJOFINA tingsmælip á úlnlið Handa þeim sem eru þér hjarta næst. Mælir púls, ýtarlegar íslenskar leiðbeiningar nandi smásöluverð Dreifing: i&d... ehf. Bann við sölu nautakjöts á beini Bændur æfir London. Reuter. The Daily Telegraph. EKKI verður Ijóst fyrr en lengra líður á mánuðinn hver áhrif banns við sölu kjöts á beini verða í Bret- landi. Kjötkaupmenn telja að sal- an hafi aukist ef eitthvað er þar sem fólk hafi óttast að bannið tæki þegar gildi. Bændur eru æfir vegna ákvörðunar landbúnaðar- ráðherrans, Jacks Cunninghams, um bannið en hún kemur í kjölfar deilna bænda og stjórnvalda vegna innflutnings á ódýru nauta- kjöti. Ákveðið var að banna sölu kjöts á beini eftir að í ljós kom að smitið sem veldur kúariðu og hliðstæðu hennar í mönnum, Creutzfeldt- Jakobs-sjúkdóminum, geti borist í menn með beinmerg nautgripa. Bannið tekur ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku og jafnvel síðar, þar sem heilbrigðisnefndir verða að staðfesta það. Talsmaður bresku kjöt- og bú- peningsnefndarinnar segist ekki telja að bannið muni hafa mikil áhrif á kjötsölu en að jólavertíðin muni leiða áhrifin í ljós. Kjöt á beini nemur aðeins um 5% allrar nautakjötsölu en gangrýnendur bannsins halda því fram að það geri að engu traust manna á kjöt- kaupmönnum og kjötneyslu, traust sem hafi tekist að byggja upp á því hálfa öðru árið sem liðið er frá því að útflutningur á bresku nautakjöti var bannaður vegna kúariðu. Treysta á skynsemi neytenda Slátrarar sögðu að eftirspurn eftir kjöti á beini, t.d. rifjasteik, hefði aukist eftir að tilkynnt var um bannið, þar sem margir óttuð- ust að það myndi þegar taka gildi. Kváðust slátrarar hafa tröllatrú á skynsemi neytenda. „Þeir vita sem er, að þeir eru í meiri hættu á leið- inni í og úr versluninni, en þegar þeir borða kjötið,“ sagði formaður félags breskra slátrara. Eldgos í Austur- Rússlandi ELDGOS hófst í gær í einu af virkustu eldfjöllunum á Kamtsjatka-skaga í Austur- Rússlandi, Bezymyanny. Þetta er annað gosið í fjallinu í ár og það hófst eftir jarð- skjálfta, sem mældist 5 stig á Richter. Rússneskir jarðfræðingar sögðu að aska hefði dreifst yf- ir 20 km langt belti. íbúar í nágrenninu voru ekki taldir í hættu. Leyft að veiða 671 hrefnu NORSKA sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið að á næsta ári megi norskir hval- veiðimenn veiða 671 hrefnu. Af þessum fjölda dýra eru 50, sem eru færð yfir frá tveimur síðustu árum, en þá náðist leyfilegur hvalafjöldi ekki. Hvalveiðikvótinn dreifist eins og áður á mörg veiði- svæði. Leyfilegt verður að taka 66 hrefnur við Jan Mayen. Hugsanlegt er að þessi kvóti verði minnkaður, en það fer eftir því hvert mat vísindanefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins á hrefnustofnin- um á miðju Atlantshafinu verður á fundi hennar í maí. Viðskipta- bann SÞ gagnrýnt NEFND Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) sem fer með efna- hagsleg, þjóðfélagsleg og menningarleg réttindi, sendi í gær frá sér ályktun um við- skiptabann samtakanna á Irak. I ályktuninni, sem er undir- rituð af 18 sérfræðingum, er tekið fram að þeir efist ekki um nauðsyn þess að við- skiptabanni sé beitt þar sem það eigi við. SÞ verði hins vegar að taka tillit til þeirra grundvallarmannréttinda sem tryggð séu með alþjóð- legum samningum. Þá segir að nefndinni hafi hingað til þótt of lítið tillit tekið til þeirra sem verst verði úti vegna viðskiptbanns- ins og því vilji hún árétta það að íbúar landsins hafi ekki fyrirgert rétti sínum til efna- hagslegra, þjóðfélagslegra og menningarlegra grundvallar- réttinda þótt leiðtogar þeirra hafi brotið alþjóðlega öryggis- og friðarstaðla. Málið tekið af Monsieur RÍKISSAKSÓKNARI Belgíu skýrði frá því í gær að belgíski lögregluforinginn Francois Monsieur stjómaði ekki lengur rannsókn á máli prests af ungverskum upp- runa og dóttur hans, sem eru gmnuð um að hafa myrt að minnsta kosti fimm nána ætt- ingja sína. Málið var tekið af Monsieur vegna þess að hann veitti upplýsingar um rann- sóknina í sjónvarpsþætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.