Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 33
Harðar deilur um réttindi frumbyggja í Astralíu kunna að leiða til kosninga
L
ANGVARANDI deilur um rétt-
indi frumbyggja í Ástralíu eru nú
komnar á það stig að hugsanlegt
I er að boðað verði til þingkosninga
I sökum þeirra. John Howard, for-
sætisráðherra Astralíu, hefur lagt fram á
þingi frumvarp til breytinga á lögum um
kröfurétt frumbyggja til landsvæða í Astral-
íu og hefur látið að því liggja að hann muni
rjúfa þing og boða til kosninga nái tillögur
hans ekki fram að ganga. Deilan er djúpstæð
og ásakanir um kynþáttahatur, hroka og
drottnunargirni hafa einkennt hana.
Umræður á þingi hófust á þriðjudag og
þann sama dag komu þúsundir manna sam-
an til að mótmæla tillögum forsætisráðherr-
ans. Andstæðingar frumvarpsins segja það
brjóta gegn lögum er kveða á um að kynþátt-
um skuli ekki mismunað því það miði að því
að skerða einhliða rétt frumbyggja til að
gera tilkall til ástralskra landsvæða. Um-
ræður hafa verið langar og strangar og þeg-
ar hafa komið fram um 400 breytingartillög-
ur við frumvarpið. Samsteypustjórn
Howards hefur ekki meirihluta í efri deild
þingsins og þar var frumvarpið samþykkt
með miklum breytingum í gær. Það var síð-
an sent til neðri deildar sem sam-
þykkt hafði upprunalegar tillögur
forsætisráðherrans. Þóttu líkur á
kosningum enn hafa aukist við
þetta.
Þvert á úrskurð hæstaréttar?
Nái þær lagabreytingar sem
Howard hefur kynnt fram að ganga
munu frumbyggjar eiga rétt á að-
gangi að hluta þess lands, sem rík-
isstjómin hefur leigt áströlskum
bændum. Það land muni þeir geta
nýtt „með hefðbundnum hætti
frumbyggja“ kjósi þeir svo. Á hinn
bóginn munu þeir ekki geta gert til-
kall til þessa lands.
Talsmenn frumbyggja segja að
lagabreyting þessi muni gera að
engu úrskurð hæstaréttar frá því í
fyi-ra sem kvað á um sögulegan rétt
þeirra til að gera tilkall til land-
svæða í Ástralíu. Bændur em á
hinn bóginn ævareiðir stjórnvöldum
og segja að verði lögunum breytt
muni þeir litlu ráða um hvernig þeir
nýta land það sem þeir hafa tekið á
leigu.
Ríkisstjórnin hefur haldið því
fram að úrskurður hæstaréttar þýði
að frumbyggjar geti í raun ráðið
79% alls lands í Astralíu. Við blasi
að þessi skipan mála sé með öllu
óþolandi því örlítill minnihluti geti
ekki haldið þjóðinni allri nánast í
gíslingu í krafti þessarar sérstöðu.
Þessu andmæla leiðtogar frum-
byggja og hafa þeir vænt ríkisstjórnina um
blekkingar og kynþáttahatur. Urskurðurinn
kveði einungis á um skilyrði þau sem upp-
fylla þurfi til að slíkar kröfur geti verið tekn-
ar til meðferðar.
Eignarrétturinn sagður í hættu
Ríkisstjórnin gekk svo enn lengra í liðinni
viku er leiðtogi hennar í öldungadeildinni
hélt því fram að frumbyggjar gætu, á gmnd-
velli hæstaréttardómsins, lagt fram kröfur
um yfirráð yfir landi þar sem reist hafa verið
íbúðahverfi og gæti því sjálfur eignarréttur-
inn verið í hættu yrðu tillögur ríkisstjórnar-
innar ekki samþykktar. Þótti þessi yfirlýsing
líkleg til að skapa ólgu í röðum húseigenda
ekki síst þar sem stjórn Howards hafði líkt
og ríkisstjórn Verkamannaflokks-
ins, sem var við völd fram í mars í
fyrra, lýst yfir því að landakröfur
frambyggja gætu aldrei orðið til
þess að almenningur þyrfti að ______________
láta af hendi eigur sínar.
Þessi yfirlýsing þingleiðtogans, Nicks
nokkurs Minchins, þótti andstæðingum rík-
isstjórnarinnar dæmigerð fyrh- þau vinnu-
brögð sem einkennt hafi framgöngu hennar í
málinu. Ráðamenn hafi vísvitandi haft í
frammi hræðsluáróður og blekkingar til að
skapa usla í samfélaginu. Orðum þessum hafi
sýnilega verið beint til hvítra Ástralíubúa og
tilgangurinn hafi verið sá að höfða til for-
dóma þeirra í garð frumbyggja. Minchins
hafi einnig viljað ala á óánægju þeirra skatt-
borgara sem telji að frumbyggjar njóti for-
réttinda í samfélaginu og fái óeðlilega miklar
bætur úr félags- og heilbrigðiskei’finu.
Frumbyggjar í Ástralíu eru rétt rúmlega
300.000 að tölu. Opinberar skýrslur hafa leitt
í ljós að fátækt er hvergi svo almenn innan
annarra minnihlutahópa sem í Ástralíu búa.
Forréttindahópur
eða fórnarlömb
kynþáttahroka?
✓
John Howard, forsætisráðherra Astralíu, hefur lagt
fram tillögur um rétt frumbygftia til nýtingar á landi
7 —
í Astralíu, sem stjórnin telur nauðsynlegt að skýra
en aðrir leggja að jöfnu við kynþáttahatur. Ásgeir
Sverrisson kynnti sér þessa hörðu deilu og fullyrðing-
ar um að kynþáttahroki sé nú mikilvægur þáttur
í stjórnmálalífí Astralíubúa.
AUKNU kynþáttahatri í Ástralíu mótmælt á útifundi í Sydney.
Þeir líkja
henni við Jó-
hönnu af Örk
Þá er meðalævi frumbyggja styttri en ann-
arra minnihlutahópa og sjúkdómar herja
frekar á þá en aðra íbúa Ástralíu.
Varað við afieiðingum kynþáttahroka
Á meðal þeirra fjölmörgu sem tjáð hafa
sig um deilumál þetta er Malcolm Fraser,
fyrrum forsætisráðherra Ástralíu. Þótt
Fraser sé hægrimaður líkt og Howard for-
sætisráðherra hefur hann lýst yfir andstöðu
við landnýtingarfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar. Hann segir einnig
að sérstök ástæða sé til að hafa
áhyggjur af því að að kynþátta-
hroki sé orðinn mikilvægur þátt-
ur í áströlskum stjórnmálum og
telur hættu á að ímynd Ástralíu
________ á alþjóðavettvangi
skaðist.
Þessari yfirlýsingu
sinni beindi Fraser
________ ekki aðeins að
Howard forsætisráð-
herra, tilefni hennar er ekki síst
kenningar Pauline nokkurrar
Hanson sem hlotið hefur skjóta
upphefð í áströlskum stjómmál-
um. Hún er þingkona fyrir Qu-
eensland-ríki og hefur verið
vænd um kynþáttahatur af grófustu gerð.
Hanson hefur oftlega lent saman við John
Howard forsætisráðherra og var hún raunar
rekin úr flokki hans, Frjálslynda flokknum,
vegna skoðana sinna, sem ýmsum þóttu í
meira lagi öfgakenndar.
Pauline Hanson, sem er 42 ára einstæð
fjögurra barna móðir og seldi kostgönguram
steiktan fisk og kartöflur áður en hún gerðist
stjórnmálamaður, vakti mikla athygli í sept-
ember í fyrra er hún hélt því fram í jóm-
frúræðu sinni á þingi að innflytjendur af
asískum upprana væru við það að „færa
þjóðina í kaf‘. Er hinir frjálslyndu gerðu
hana brottræka úr flokknum svaraði hún
fyrir sig með því að stofna nýjan flokk, „Ein
þjóð“, og rita bók sem nefnist „Pauline Han-
son-Sannleikurinn“.
I þessu ritverki opinberar hún þá skoðun
sína að hverfa beri frá þeirri stefnu í inflytj-
endamálum sem tekin var upp árið 1973 og
kennd hefur verið við „fjölhyggju"
(„multiculturalism" á enskri
tungu). Fram að því höfðu hvítir
Evrópumenn gengið fyrir þegar
veitt vora innflytjendaleyfi. Hún
endurtekur fullyrðingar sínar
um þá hættu sem stafi af inn-
flytjendum af asískum uppruna
og spáir því að lesbía _________
ein, af asískum kyn-
þætti, muni taka völd-
in í landinu verði
fólksstraumurinn ekki ___________
heftur.
I bók sinni fjallar Hanson
einnig um frambyggja og segir
þá vera villimenn sem þangað til
nýlega hafi stundað mannát. Tel-
John Howard ur hún allar fullyrðingar um
sögulegan rétt þeirra og sér-
stöðu runnar undan rifjum fólks sem ýmist
hafi tapað áttum eða eigi hagsmuna að gæta.
„Ég hef fengið mig gjörsamlega fullsadda af
pólitískri rétthugsun. Fólk þoi-ir ekki að tala
af ótta við að vera úthrópað sem kynþátta-
hatarar.“
Sagt er að 40.000 manns hafi skráð sig í
flokk Pauline Hanson og dyggustu aðdáend-
ur hennar líkja henni við Jóhönnu af Ork.
Stuðningur við þessar skoðanir hennar er
mestur í heimaríki hennar, Queensland, auk
Vestur-Ástralíu enda myndu landakröfur
frambyggja koma einna harðast niður á
bændum þar.
I nokkrum könnunum hefur fylgi við flokk
hennar mælst á bilinu 7-10% og era það
einkum kjósendur úr verkamanna- og milli-
stétt sem kveðast styðja flokkinn auk fólks
sem hafnað hefur gömlu flokkunum í
áströlskum stjórnmálum.
Á atkvæðaveiðum?
Fréttaskýrendur í Ástralíu hafa sumir
hverjir sagt að John Howard hafi í raun
skapað Pauline Hanson og hann sé ábyrgur
fyrir vinsældum hennar. Howard hafi verið
svo umhugað um stöðu sína í skoðanakönn-
unum að hann hafi engan viljað styggja og
því hafi skapast tómarúm á hægri vængnum
sem Hanson hafi nú fyllt.
Nú er því haldið fram að sú harka sem
Howard sýnir í landréttindadeilunni sé ekki
síst til komin vegna þeirra undirtekta sem
kenningar Pauline Hanson hafi hlotið. Hann
telji nú nauðsynlegt að bregðast við og sýna
fulla ákveðni í viðskiptum við frumbyggja.
Þannig hafi vinsældaleit og atkvæðaveiðar
forsætisráðheraans orðið til þess að gefa
öfgaskoðunum byr undir báða vængi. Það
sama hafi hann gert árið 1987 er andstaða
við straum innflytjenda af asískum
uppruna var helsta kosningamál
hans. Honum hafi þá verið hafnað,
nú kunni hann að telja stöðuna
vænlegri.
Fjendur Howards benda á að
hann hafi, líkt og Hanson, farið
gagnrýnum og jafnvel niðrandi
orðum um það umfangsmikla vel-
ferðarkerfi sem komið hefur verið
á fót fyrir frumbyggja. Þetta kerfi
hefur forsætisráðherrann m.a.
nefnt „frumbyggja-iðnaðinn". Jafn-
framt hefur Howard verið gagn-
rýndur fyrir að bregðast bæði seint
og illa við öfgafyllstu yfirlýsingum
Pauline Hanson þegar hún hafði
sig mest í frammi fyrr á þessu ári.
Það komi á hinn bóginn ekki svo
mjög á óvart því nokkrir ráðherrar
í ríkisstjóm hans hafi opinberað
skoðanir sem skeri sig í engu frá
stefnu hennar.
Hér ræðir um skýrslu sem sér-
stök nefnd á vegum fyrrverandi
ríkisstjómar Verkamannaflokksins
vann og birt var í júnímánuði. I
henni kemur fram að frambyggjar
Ástralíu hafa í gegnum tíðina sætt
grófum mannréttindabrotum.
Mesta athygli vöktu hins vegar
upplýsingar um að allt að 100.000
börn frambyggja hefðu á árunum
Reuters 1910 til 1970 verið tekin af foreldr-
um sínum og þau ýmist verið send
á upptökuheimili eða verið notuð til
að sinna þrælavinnu á afskekktum stöðum.
John Howard neitaði að biðjast opinberlega
afsökunar á þessum myrkraverkum fyrir
hönd ástralska ríkisins á þeim forsendum að
núverandi kynslóðir gætu ekki beðist forláts
á misgjörðum þeirra sem gengnir væru.
Mikla reiði vakti þegar haft var eftir
nokkrum ráðherram í ríkisstjórninni að í
mörgum tilfellum hefðu börnin sem tekin
voru frá foreldram sínum hagnast á þeim
gjörningi í „menningarlegu tilliti".
Óvinsæl ríkisstjórn
Þess hafa sést merki á undanförnum dög-
um að stjórnmálamenn í Ástralíu era teknir
að búa sig undir kosningar. Þær ættu með
réttu að fara fram um mitt ár 1999 en um
________ nokkurt skeið þefur verið talið
líklegt að þeim verði flýtt. Undir-
búningur Pauline Hanson verður
að teljast nokkuð óvenjulegur því
_______ hún hefur gert myndband þar
sem er að finna „pólitíska erfða-
skrá hennar“ verði hún ráðin af dögum.
Frumbyggjar
geta yfirtekið
íbúðahverfin
Hugmyndin er sú að myndbandið verði sýnt
áströlsku þjóðinni reynist alvara búa að baki
einni þeirra fjölmörgu morðhótana sem
henni hafa borist.
Nýlegar skoðanakannanir gefa til kynna að
ríkisstjóm Howards sé sú óvinsælasta í
Ástralíu í 12 ár. Era það mikil umskipti því
sigur Howards í þingkosningunum í mars í
fyrra var sá stærsti í áströlskum stjómmálum
í tvo áratugi. Vera kann að forsætisráðhera-
ann telji það nú þjóna pólitískum hagsmunum
sínum að boða til kosninga á grandvelli deil-
unnar um réttindi frambyggja. Deilan ristir
djúpt og við blasir að hana þarf að leiða til
friðsamlegra lykta. En spyrja má hvort kosn-
ingabarátta á grandvelli afstöðu til kynþátta
sé líkleg til að stuðla að sáttum í samfélaginu.