Morgunblaðið - 06.12.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
inn í eldhús, erum um það bil að
klára sósuna og meðlætið. Siggi er
búinn að saxa tómata í litla ferninga
og út í það bætum við balsamediki og
ögn sykri. „Best er að hafa maple-
síróp en það er einnig hægt að nota
sykur. Sírópið eða sykurinn tekur
mestu sýruna úr tómötunum og gerir
þá skemmtilega," segir Siggi.
Sérvitur á
bákina mínu
En hvemig stóð nú á því að hann
ákvað að gefa út bók? Er hún búin að
vera lengi í deiglunni? „Þetta er ekki
ný hugmynd og í raun hefur alitaf
legið fyrir, frá þvi ég byrjaði með
þættina mína á Stöð 2, að þetta yrði
gert. Þetta hefur síðan verið að velkj-
ast með manni í gegnum árin og er
nú komið á koppinn. Eg hef alltaf
verið sérvitur á þessa bók mína og
staðið fastur á því að ef ég myndi
gefa út uppskriftir úr þáttunum mín-
um þá yrði ég að ráða framsetning-
unni í einu og öllu. Auðvitað hafa
hugmyndir manns um það hvernig
bókin eigi að vera þróast í gegnum
árin. Ég vildi til dæmis ekki vera
háður neinu nema elduninni. Ég hef
gert mikið af uppskriftum er notaðar
hafa verið í auglýsingaskyni í gegn-
um árin og hef haft gaman af því.
Þetta er hins vegar persónuiegra,"
segir hann, tekur fillet-sneiðamar af
pönnunni og stingur inní ofn.
En er hann sáttur við útkomuna?
„Eins og maður er sáttur við sjálfan
sig og það sem maður er að gera. Ég
er sáttur við þá sem unnu með mér,
Kristján Maack ljósmyndara og
Björgvin Halldórsson, framkvæmda-
stjóra verkefnisins. Ég er sáttur við
útlit bókarinnar og þakklátur Is-
lenska útvarpsfélaginu fyrir þetta
tækifæri. Það er síðan aukaatriði
hversu sáttur ég er með minn þátt.“
Lambaréttur þessi er einnig með
þeim gamalgrónari í pússi Sigurðar
og var lengi á matseðlinum á veit-
ingahúsinu er þau hjónin ráku um
árabil í Noregi. Var þetta einn vin-
sælasti rétturinn sem þar var boðið
upp á kannski engin furða. Einfaldur
Og ótrúlega ljúffengur. Brauðmylsnu-
hjúpurinn (heimatilbúinn úr bakstri
Svölu og blandað kryddjurtum) held-
ur safanum vel inní kjötinu, tómat-
arnir gefa ferskleika og sósan hefur
heppnast fullkomlega, ekki síst síð-
asta viðbótin salvía og sérrí gefur
mikin keim í bland við öflugt soðið.
Með þessu síðan blandað grænmeti
og kartöflugratín. Við fáum okkur öll
tvo væna skammta. Til gamans ákvað
ég að hafa tvö ólík rauðvín með. Við
dreypum á því fyrra og Sigurður
veltir því mikið fyrir sér. Það var þó
kannski nokkuð andstyggilegt að
setja þetta vín fram, Montecillo Gran
Reserva 1970, því þó það sé orðið 27
ára er það enn einstaklega ferskt og
ungt í sér og villir þar með á sér
heimildir. „Þetta mætti vel vera
merkilegt alskegg en aðal sérkenni
hans voru tvær vörtur, önnur upp við
hársrætur og hin á milli augnanna
efst á nefinu. Hann talaði um að hann
hefði mjög bitra reynslu af fjölmiðl-
um, sem hefðu ekki virt hann viðlits
þrátt fyrir borðliggjandi sannanir
fyrir mætti hans. Hann biðlaði til eig-
inkonu sem hann sagði að byggi í
Fredriksstad í Noregi, 26 ára gömul,
■stjórnmálafræðingur, hann vissi bara
það um hana að hún væri útskrifuð í
-ár og ynni sem einkaritari í dag. Hún
jværi rík, brúnhærð, há og grönn.
., Ráðning
(: Þessi draumur talar um falsspá-
imenn (Jesú með merkilegt skegg og
vörtur, vartan milli augnanna kemur
(í stað þriðja augans, vörtur tákna
íeitthvað óhreint) sem herja jörðina
jen hafa ekki fengið þann híjómgrunn
:(bitra reynslu af fjölmiðlum) er þeir
ætluðu sér hér á landi. Seinni hlutinn
bendir til að utanaðkomandi (eigin-
kona í Noregi) aðili snúi vörn þeirra í
sókn.
•Þeir lesendur sem vilja fá driiumn
sína birta og ráðna sendi þá með
fullu nafni, fæðingardegi og ári
ásamt heimilisfangi og dulnefni til
hirtingar til:
Drmimstafír
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavf
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 39
eldra,“ segir Sigurður. Honum geng-
ur betur með síðara vínið. „Nú hljót-
um við að vera í Bordeaux ... Þetta er
ekki Médoc ... of stórt til að vera St.
Emilion. Er þetta kannski Pomerol?“
Og viti menn. Pomerol var það. Petit
Village 1989. Við dásömum vínið en
snúum okkur svo aftur að lambinu.
„Þetta er eiginlega nútímaútfærsla af
klassísku lambakótilettunum í raspi
sem voru fastur liður á íslenskum
heimilum.“
Við Ijúkum við matinn og setjumst
mett í þægilegri stóla með kaffibolla.
Svo heppilega vildi til að Sigurður
hafði fyrr um daginn verið í upptöku
með Jóhannesi Felixsyni kökugerð-
armeistara og hafði kippt með sér
dásamlegri kransaköku. Það hefur
greinilega sína kosti að vera sjón-
varpskokkur en hvemig leggst það í
Sigurð? „Það gæti virst vera þannig
að sjónvarpskokkar séu kokkar sem
elda ekki heldur búa bara til rétti til
sýnis. Það er ekki rétt. Ég elda alla
réttina sem ég nota í þáttunum frá
upphafi til enda. Allt frá upphafi hef-
ur það verið markmiðið að stytta sér
ekkert leið þótt þetta sé fyrir sjón-
varp. Síðan er það auðvitað svo að
maður er hálfpartinn búinn að gefa
þjóðinni sjálfan sig með því að vera
stöðugt á skjánum hjá fólki. Aðalat-
riðið finnst mér vera að láta það ekki
stíga sér til höfuðs. Þetta er bara mín
vinna. Henni fylgir að flestir kannast
við mann og margir hika ekki við að
hnippa í mann út í búð eða hringja í
mann til að leita ráða.“
En hvemig er það, hlýtur kokk
sem lengi rak sitt eigið veitingahús
ekki ávallt að dreyma um að vera
með sinn eigin stað? „Ég er fyrst og
fremst kokkur. Og þótt sjónvarps-
þættirnir veiti mér mikla ánægju og
ég eigi góða vini hjá íslenska út-
varpsfélaginu þá blundar ýmislegt í
manni og manni finnst það vera eðli-
leg afleiðing af því sem ég hef verið
að gera undanfarin ár að blanda mér
inn í veitingamennskuna á nýjan
leik.“ En meðan ég man, hvaða ráð
gafstu konunni með frosnu gæsimar?
„Láta þær liggja í volgu vatni þangað
til þær þiðna. Það er það eina sem
hægt er að gera í svona stöðu.“
Tilvalin jólagjöf
/ M
Jólasveinar
koma í
heimsókn
og skemmta
Kringlugestum
Opið verður lengur
Laugardagur 6. des. kl. 10-18
Sunnudagur 7. des. ki. 13-18
Laugardagur 13. des. kl. 10-22
Sunnudagur 14. des. ki. 13-18
Miðvikudagur 17. des. kl. 10-22
Fimmtudagur 18. des. ki. 10-22
Föstudagur 19. des. kl. 10-22
Laugardagur 20. des. kl. 10-22
Sunnudagur 21. des. kl. 10-22
Mánudagur 22. des. kl. 10-22
Þorláksmessa23. des. kl. 10-23
Aðfangadagur24. des. ki. 09-12
Opið lengur um helgina
jr i/m
Bílastæði Kringlunnar eru yfir 2.000 á tveimur hæðum við bæði norður- og suðurhús. Þá eru viðbótarbílastæði í
nágrenninu sem gott er að vita af. Þau eru á bak við Sjóvá-Almennar, við Verslunarskólann, á grassvæðinu
fyrir norðan Hús verslunarinnar, á bílastæði starfsmanna Kringlunnar fyrir austan húsið og á bílastæði
norðan við Útvarpshúsið, Efstaleiti.
Barnagæsla
Ævintýrakringlan er á 3. hæð í norðurhúsi Kringlunnar. Þar geta viðskiptavinir Kringlunnar fengið gæslu fyrir börn
2-8 ára. Ævintýrakringlan er opin: Virka daga frá kl. 14, laugardaga frá kl. 10 og sunnudaga frá kl. 13.
Gjafakort Kringlunnar
fast í Byggt og Búið
KRINGMN