Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Stafrænir stafakarlar Brautryðjendaverk í íslenskrí margmiðlun er diskur Bergljótar Arnalds um Stafakarl- ana sem kom út fyrir skemmstu. Ami Matthíasson tók Bergljótu tali sem sagðist aldrei hafa gert sér í hugarlund hvað bong og díng gætu sagt mismunandi hluti. UTGÁFA á íslenskum marg- miðlunardiskum er varla komin af stað; kom- ið hafa út diskar með jað- fræði- upplýs- ingum og ferðahand- bók, aukinheld- ur sem út kom fyrir síðustu jól diskur með jólaefni ým- iskonar, sögum, söng og leik. Fyrsti eiginlegi margmiðl- unardiskurinn sem sameinar texta og tóna, myndefni fræðslu og leik, kom út fyrir skemmstu í sameigin- legri útgáfu Apple-umboðsins, Virago og Bergljótar Arnalds, en diskurinn byggist á barnabók hennar sem heitir Stafakarlarnir og kom út fyrir síðustu jól. Diskur- inn er gerður bæði fyrir Macintosh og PC-tölvur. Bergljót segir að hún hafi fengið óvæntan glaðning frá skattinum og ákveðið að kaupa sér tölvu hjá Apple-umboðinu. Þegar þangað var komið hafi henni hugkvæmst að reyna að kría út afslátt út á það að sagan um Stafakarlana hafi öll verið unnin á Apple-tölvu, en þeg- ar hún fór að spjalla við forsvars- menn þar á bæ stungu þeir upp á því að setja bókina inn á geisla- disk. „Ég velti þessu fyrir mér, skoðaði leiki og fannst hugmyndin alltaf meira freistandi eftir því sem ég gerði mér betur grein fyrir möguleikun- um sem formið hafði upp á að bjóða. Kostnaðurinn stóð þó í mér en þegar Apple-umboðið ákvað að gerast meðframleiðandi fannst mér að þetta gæti gengið." Bannað að gera mistök Bergljót segir að fram í maí hafi þau aðstandendur útgáfunnar und- irbúið hana, safnað saman fólki, lagt á ráðin um fjármögnum og skipu- lagt tölvuvinnuna út í æsar. „Þegar þeirri vinnu var lokið fundaði ég með teiknurum, Jóni & Jóni ehf., og forriturunum, Gagaríni hf. Þeir kynntu fyrir mér hvernig hægt væri að nýta peningana og möguleika tækninnar sem best. Það ' kiptir miklu máli í vinnu sem þessari að und- irbúa hvert skref því það má ekki gera mistök í handriti, það er svo dýrt að þurfa að leiðrétta þau. Handritið þarf helst að standast 100% og það þarf að vera fyrirfram ákveðið hver muni vinna hvert handtak. Við sett- um okkur líka mjög knappan tíma þannig að það varð að halda vel á að láta þetta ganga upp ið hægt væri að prófa disldnn og yfirfara í tæka tíð. Það var ekki mikið sofið, enda þurfti ég að vera alltaf tveimur skjámyndum á undan með handritið til þess að að það væri alltaf nóg fyrir jera.“ Hundrað síðna handrit Bergljót segir að diskurinn sé mjög trúr bókinni, enda hafi komi á daginn að bókin gæti staðið ótrúlega vel. „Ég sam- einaði nokkrar síður, þannig eru H og I með eina skjá- mynd, meðal annars vegna þess að ég var með ákveðinn kvóta og vildi frekar hafa skjámynd Morgunblaðið/Kristinn BERGLJÓT Arnalds, höfundur Stafakarlanna. sem væri með mjög miklu á en að hafa tvær fátæklegar. Sérstaklega reyndi ég að fara þessa leið ef staf- ur átti ekki mörg orð, eins og til dæmist stafurinn X, en hann lendir á sömu skjámynd og stafakarlinn V. Með því gat ég gert eitthvað skemmtilegt og X hafði annan staf sér til stuðnings til að gera síðuna líflegri. Sagan sjálf er örfáar síður, en handritið að leiknum og öllu dótinu er hátt í hundrað síður; það þarf að lýsa öllu í smáatriðum og ég verð að viðurkenna að þurfa að sjá þetta allt fyrir sér og vita að það megi ekki gera mistök var oft mjög erfitt," segir Bergljót og tekur und- ir það að sennilega hafi sjaldan reynt eins mikið á ímyndunarafl hennar. Flókinn undirbúningur Bergljót segist hafa haldið að vinnan sjálf væri flóknari en kom í ljós, en aftur á móti vanmetið það hversu undirbúningurinn væri flók- inn, varðandi alls kyns hluti eins og höfundarrétt, mannaráðningar og þar fram eftir götunum. Þar hafi hún meðal annars rekið sig á að hún var að fara ótroðnar slóðir og hafði því enga fyrirmynd sér til við- miðunar. „Þetta er mjög dýr vinna,“ segir hún, „það koma svo margir að verkinu og þeir sem vinna það, hvort sem það eru forrit- arar eða hljóðupptökumenn, eru allir með dýr tæki og því kostar mikið að fá þá til að vinna fyrir sig. Við hefðum viljað hafa helmingi meira fé að spila úr, en það var líka gott að vissu leyti að hafa ekki meira fjármagn, því það reyndi meira á hugkvæmni okkar og við fundum oft lausnir sem voru skemmtilegri fyrir vikið.“ Steinn Ármann píndur Raddsetningin setur mikinn svip á diskinn og þar fer á kostum Steinn Armann Magnússon sem smíða þurft tugi af persónum og hver þurfti að hæfa ákveðnum staf. Bergljóst segist hafa haft tröllatrú á Steini Ármanni og því leitað til hans um að vinna það. „Ég fékk hann fyrst til að gera prufu með A- ið, en var einhvern veginn með það á hreinu að hann gæti gert þetta allt. Ég þurfti að vísu að pína hann svolítið, þegar hann ætlaði að hætta á miðju tímabilinu, enda er þetta svo allt annað en talsetja teikni- myndir. í þannig vinnu er leikarinn með upprunalega rödd persónunn- ar í eyranu og hreyfimyndina fyrir framan sig á skjánum. En við höfð- um aðeins myndina í bókinni og textann sem persónan átti í hand- riti. Síðan var Steinn með handritið í höndunum með allskyns leiðbein- ingum til teiknara og forritara og vissi kannski ekki hvað var búið að gerast á undan. Ur þessu þurfti hann síðan að vinna og fara með hverja setningu margsinnis. Þar að auki þurfti að vinna hverja setningu og hvert leikhljóð fyrir sig svo hægt væri að forrita það með hreyfingum. Það fór gríðarleg vinna í áhrifshljóð, því það þurfti að velja þau af mikilli nákvæmni; ég hefði aldrei gert mér í hugarlund hvað bong og díng gætu haft mikla merkingu." V E F F Ö N G ►http://www.mbl.is/sudurskaut/ Morgunblaðið á netinu hefur opnað vef í tilefni af ferð jeppamannanna Freys Jónsson- ar og Jóns Svanþórssonar til Suður- skautslandsins. Þar er rakinn að- dragandi ferðar þeirra, sagt frá bún- aði og áfangastað og birtar fréttir og myndir sem berast frá þeim. Vefur- inn er öllum opinn. ►http://mailserv.cc.kuleuven.ac.be/faq/faq.html Einnig má oft bjarga sér með því að fletta upp í faq- skrám, en faq er safn algengra spuminga um sértækt efni. IMjög gott safn slíkra skráa er að finna á slóðinni sem getið er, en þar em líka tengingar í aðra staði sem vista álíka skrár. ►http://ftpsearch.ntnu.no/ftpsearch/ Besta leitarvélin að hugbúnaði á netinu, þ.e. hugbún- aði sem sækja má með ftp, er norsk. Vissulega þarf að vita hvað viðkomandi skrá heitir, en með smá æfingu læra menn að giska. Þessi slóð er mjög vinsæl hjá þeim sem leita að warez, eða stolnum hugbúnaði á netinu. ________ ►http://www.dejanews.com/ Ekki hafa allir aðgang að fréttaþjóni, News Server, en þá er hægt að bjarga sér með því að snúa sér til DejaNews, sem safnar saman öllu því sem sent er inn í fréttagrúppur, flokkar og geymir um aldur og ævi. ►http://www.sil.org/sgml/xml.html Mikið er rætt um XML, sem nýtur æ meiri hylli sem viðbót við HTML og í mörgum tilfellum síðulýsinga- mál sem leysir það si'ðamefnda af. Ágætt safn upplýs- inga um XML er á slóðinni. ►http://www.cybout.com/cyberian.html Sífellt verður auðveldara að kaupa sér tölvur og tæki á netinu, til að mynda má fá flestar tölvur töluvert ódýrari með því að kaupa þær á netinu og greiða af tolla og skyldur sjálfur. Með bestu netverslunum með tölvubúnað er Cyberian Outpost. ►http:/ /www.microsoft.com/ Varla þarf að taka fram að ein besta vefslóðin fyrir hugbúnaðaráhugamenn er vefslóð Microsoft. Sú breytist reyndar ört, enda besta leiðin til að fólk vilji líta inn aftur. Þar er og að finna fjölmargar undirslóðir eftir því sem menn leita að, til að mynda http://www.microsoft. com/msdownload/, og eins gott að hafa góðan tíma til að róta á MS- vefnum. ►http://www.netradio.net/ Netútvarp er gagnlegt og hægt að hlusta á útvarpið á tölvunni um netið ef vill. Engin útvarpsstöð hefur upp á fleiri gerðir tónlistar að bjóða en NetRadio. Alls em fimmtán rásir í boði og á þeim fleiri undirrásir eða dagskrárpakkar. ►http://www.united- media.com/comics/dilbert/ Ekki verður skilið við net- slóðir án þess að geta Dil- berts, sem hefur bjargað mörgum tölvumanninum frá örvæntingu. Ævintýramenn, sem sjá vilja þrívíðan Dilbert, ættu að kíkja á http://www.mediadome.- com/Webisodes/Dilbert/Strip/dailyc.html. Geimverur gera innrás LEIKIR Duke Nukem fyrir Sega Saturn. Bannaður yngri en sextán ára. Sega gefur út í samvinnu við 3D Realms. LEIKURINN sí- vinsæli Duke Nukem hefur nú verið gefin út á Sega Saturn. Sögu- þáðurinn er ekki ólík- ur því sem gerist í öðrum slíkum tölvu- leikjum, geimverur gera innrás á jörðina og hetjan er eini mað- urinn á plánetunni sem getur stoppað þær. Leikurinn er einfaldur, þú þarft bara að skjóta allt sem hreyfist. Hann er þó ekki eins og aðrir leikir um svip- að efni; hvaða annar leikur hefur komið með þá frábæru hugmynd að láta Duke hafa minnkunarbyssu svo það nægi að stíga ofan á óvin- inn til að murka úr honum líftór- una? Greinarhöfundur er á því að aldrei hafi verið gefinn út jafn góð- ur þrívíddar Doom leikur og Duke Nukem 3D. Leikurinn gerist nú á dögum, en vopnin í honum eru þó langt frá því að vera svipuð þeim sem við þekkj- um. Grafíkin er af- bragsgóð og umhverfi og yfirbragð undir- strikar hversu góður hann er. í PC-útgáf- unni var þó betra að stjórna Duke, sem er helsti galli þessarar Sega Saturn-útgáfu, en einnig er leiðinlegt að geyma í honum og verst af öllu að ekki er hægt að geyma á minniskortinu. Ingvi Matthías Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.