Morgunblaðið - 06.12.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 43 4
IERRAR f 80 ÁR
FINNAR eru mikil iðnaðarþjóð, selja pappír, timbur og ýmsa hátækni-
vöru á borð við Nokia-farsíma um víða veröld auk hugbúnaöar og annarr-
ar þekkingar. Þeir hafa lengi átt mikil viðskipti við Rússa og efnahags-
hrunið í austri varð finnsku efnahagslífí erfitt. Þótt atvinnuleysi hafi
minnkað undanfarin ár er það enn um 13%. Skipasmíðar þeirra eru víð-
frægar, myndin er af farþegaskipunum Sensation og Fascination í Kvern-
er Masa-Yards stöðinni í Helsinki.
Miklar réttarbætur voru gerðar, smá-
bændur fengu rétt til jarðnæðis, sam-
þykkt voru lög um mikilvæg mannrétt>
indi.
Víða í Evrópu voru fasískar hreyf-
ingar öflugar á árunum milli stríða.
Ein slík, Lappó-hreyfingin, reyndi
byltingu í Finnlandi 1929 og var
Mussolini á Ítalíu og ríki hans fyrir-
myndin. Tilraunin mistókst, hreyfingin
var bönnuð. Finnskt lýðræði hafði
staðist prófið.
Norrænn menningararfur var rækt-
aður og sjónum beint til Skandinavíu
þótt fæstir Finnar séu náskyldh' Norð-
urlandabúum og tungumálin gerólík.
Deilur sænsku- og finnskumælandi
manna leystust að verulegu leyti á
þriðja og fjórða áratugnum og urðu
aldrei jafn harðvítugar og hjá öðrum
þjóðum með svipuð vandamál. Gamla,
sænskumælandi yfirstéttin lét smám
saman undan síga. Suomi varð heitið
sem notað var um landið á íþróttamót-
um.
„Einná lengst gengu menn í tungu-
málastríðinu þegar þeir tjörguðu yfir
nokkur götuskilti,“ segir í einu sagn-
fræðiritinu.
Einn mesti vandi Finna á þessum ár-
um var lega ríkisins, að austan voru
Sovétmenn, að sunnan Þjóðverjar.
Moskvustjómin og Stalín óttuðust um
öryggi gömlu Pétursborgar, er nú hét
Leníngrad og var næststærsta borg
Sovétríkjanna. Stalín réðst inn í Finn-
land í nóvember 1939. Fyi-st í stað
vörðust Finnar undir forystu Manner-
heims marskálks af miklu harðfylgi en
urðu að láta undan síga fyrir ofureflinu
í Vetrarstríðinu sem svo var nefnt.
Friður var saminn í mars 1940, Finnar
misstu Karelíueiðið og nokkrar eyjar
en héldu sjálfstæði sínu og samúð um-
heimsins var með þeim. A alþingi Is-
lendinga samþykkti meh'ihlutinn að sér
væri misboðið með þingsetu sósíalista
sem studdu Sovétmenn gegn Finnum.
Finnar óttuðust einnig mjög um
sinn hag er líða tók á 1940, einkum eft-
ir að Sovétmenn innlimuðu Eystra-
saltsríkin þrjú. Ákveðið var að nota
tækifærið er Þjóðverjar réðust inn í
Sovétríkin í júní 1942 og endurheimta
töpuð landsvæði. Finnski herinn var
nú vel vopnum búinn, í honum var nær
hálf milljón manna. Hann lagði á
skömmum tíma undir sig Karelíueiðið
og sótti nokkuð inn í Sovétríkin. Þjóð-
verjar sendu lið til styrktar vörnum
Finna í norðri en næstu árin gerðist
fátt á finnsku vígstöðvunum, stríðsað-
ilar reyndu að halda sínum hlut.
Einhuga þjóð
Stalín hafði í byrjun Vetrarstríðsins
reynt að blása í gamlar glæður borg-
arastríðs rauðliða og hvítliða og látið
kommúnistann Otto Kuusinen mynda
útlagastjórn. Þetta reyndist vindhögg,
samstaða Finna var alger og aðeins fá-
einir tugir manna mættu ekki til her-
þjónustu. Jafnvel liðsmenn öflugs
kommúnistaflokks landsins hlýddu
nær allir kallinu. Stalín áttaði sig á því
að Finnar yrðu seint bugaðir og það
sem mestu skipti, vorið 1940 hugðust
Bretar og Frakkar senda her til að-
stoðar Finnum og jafnvel gera innrás
frá Balkanskaga. Það hentaði því
Stalín, sem óttaðist að innanlandsupp-
reisn með erlendri aðstoð hæfist gegn
kommúnistastjórninni, að semja sem
fyrst um frið við Finna.
Er halla tók á Þjóðverja 1943 og
sovétherinn þrengdi að Finnum var
ljóst að semja varð um sérfrið. Það
tókst haustið 1944, bráðabirgðafriður
var saminn og Stalín hróflaði sem fyrr
ekki við sjálfstæði landsins. Þótt Finn-
ar væru gagnrýndir fyrir að berjast
við hlið Þjóðverja skildu margir Norð-
urlandabúar vel vanda þeirra og voru
þeim hlynntir. Er því erfitt að sjá fyrir
sér afleiðingarnnar á Norðurlöndum
og víðar ef Stalín hefi látið kné fylgja
kviði; áróðursstaða hans á Vesturlönd-
um hefði orðið mun erfiðari en ella.
Finnar misstu nú Petsamohérað í
norðri og aðgang að Ishafinu. Þeii-
stóðu við fyi'irheit í friðarskilmálunum
um að berja niður andstöðu þýska her-
liðsins í norðurhluta landsins, því verki
lauk ekki fyrr en voríð 1945. R. Ryti,
sem verið hafði forseti 1940-1944, var
dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hvatt
til stríðs. J. K. Paasikivi, er tók við af
Mannerheim á forsetastóli 1946 lagði
áherslu á að treysta sambúðina við
Sovétmenn.
Raunsæi eða þjónkun
Endanlegir friðarsamningai- vora
loks gerðir 1947 og ári síðar sérstakur
samningur við Moskvustjórnina um
samskipti landanna tveggja. Varð
hann hornsteinninn í stefnu Finna öll
eftirstríðsárin þar til honum var sagt
upp einhliða af þeirra hálfu 1992 enda
Sovétríkin ekki lengur til.
Urho Kekkonen var forseti 1956-
1981 og er nú deilt um það hvort hann
hafi gengið of langt í þjónkun við sov-
éska hagsmuni. Stefna Finna gagnvart
Moskvuvaldinu var á erlendum málum
nefnd „Finnlandisering“ í niðrunar-
skyni og þá átt við að Sovétstjórnin
hefði afgerandi áhrif á utanríkisstefnu
landsins án þess að beita hervaldi.
Finnar eru lítt uppnæmir, benda á að
þeir séu lítil þjóð og blóðtakan í Vetr-
arstríðinu og „Framhaldsstríðinu“,
eins og þeir nefna þátttökuna í heims-
styrjöldinni, 80.000 manns, hafi verið
ærin en Finnar eru um fimm milljónir.
Menn hafi einfaldlega tekið á málun-
um af raunsæi eftir stríð.
ákvarðanir voru bornar beint
undir keisarann en embættis-
kerfið rússneska hafði annars
engin afskipti af landinu.
Æðsta vald innanlands var þó
formlega öldungaráðið, þing
sem skipað var Finnum en
einnig var fljótlega komið á
stéttaþingi með reglubundnu
fundahaldi.
Blíðleg framkoma
Finnskir sagnfræðingar eru
sammála um að markmið
Rússa með blíðlegri framkomu
hafi ekki síst verið að draga úr
áhrifum Svía. Höfuðstaðurinn
var fluttur frá Ábo (Turku)
austur til Helsinki eins og til að
leggja áherslu á nálægðina við
Rússland.
Árangurinn varð meiri en
Rússar höfðu ætlast til. Þjóðarvitund
Finna efldist hratt undir föðurlegri
verndarhendi keisarans. Elias Lönn-
rot safnaði gömlum þjóðkvæðum um
miðja 19. öldina og þannig varð sagna-
bálkurinn Kalevela til. Þjóðrækninni í
Ijóðum Johans Runebergs var tekið
fagnandi. Johan Vilhelm Snellman,
öldungaráðsmaður og prófessor, var
helsti stjórnskörungur Finna og póli-
jískur hugsuður á þessum tímum, Jón
Sigurðsson þeirra. Hann sá til þess að
finnska varð einnig opinbert tungumál
eins og sænskan sem um sjöundi hluti
þjóðarinnar talaði þá, nú er hlutfallið
orðið lægra.
Miklar efnahagslegar framfarir
urðu í Finnlandi á 19. öld, í miðborg
Helsinki voru reist glæsileg hús fyrir
stjórnarstofnanir og fagrar kirkjui'.
Lagðar voru járnbrautir og menntun
bætt, menning efldist. Um aldamótin
gerði tónskáldið Jean Sibelius garðinn
frægan. Hefur sagnfræðingurinn
Matti Klinge jafnvel lýst sjálfsstjórn-
artímanum að sumu leyti sem blóma-
skeiði.
En upp úr 1880 fóru rússneskir
þjóðernissinnar að vekja athygli á sér-
réttindum Finna í keisaradæminu og
voru lítt hrifnh'.
Eftir að síðasti Rússakeisarinn,
Nikulás II, tók við völdum 1894 var
farið að þrengja að Finnum og skerða
réttindi þeirra. Þeir höfðu gengið
lengra í þjóðernisvakningú en ætlunin
hafði verið, fordæmið var hættulegt
vegna annarra þjóða og þjóðarbrota í
ríkinu. Völd stéttaþingsins voru skert
með yfirlýsingu 1899, mótmælabréf
sem hálf milljón manna undirritaði var
haft að engu. Afstaðan til Rússa, ekki
deilur sænsku- og fínnskumælandi
Finna, varð helsta viðfangsefni stjórn-
málanna. Og hataður landstjóri Rússa,
Níkolaj Bobríkov, var myrtur á tröpp-
um öldungaráðsins 1904.
Ástandið var síðan eldfimt þar til
heimsstyrjöldin og kommúnistabylt-
ingin 1917 gerðu Finnum kleift að
krefjast sjálfstæðis. En margir vildu
fara sér hægt. „Gamalfinnar" vildu
forðast að ögra Rússum þótt keisarinn
bryti gamla samninga. Hinir yngri og
ákafari, „Ungfínnarnir", vildu standa
fast á rétti þjóðarinnar.
Gagnslítil kennsla
„Systir mín var í sjö rússneskutím-
um í viku á keisaratímanum," sagði
Eino Jutikkala, níræður sagnfræð-
ingur og félagi í finnsku akademíunni
í samtali við blaðamann. „En hún
lærði nánast ekkert í málinu frekar
en aðrir nemendur. Þetta voru eins
konar þögul mótmæli þeirra gegn tíl-
raunum Rússa til að kúga okkur.“
Sagt er að sárafáir Finnar séu
rússneskumælandi en allra síðustu
árin hefur þó orðið nokkur breyting á
austast í landinu. Þar afla unglingar
sér tekna með því að eiga viðskipti
við Rússa eða leiðbeina ferðamönnum
að austan og læra því málið. Og á
mörgum hótelum í Helsinki er nú
stundum annar hver gestur Rússi
enda stutt til Pétursborgar.
„B^Eum okkur
alltaf saman
við Svía“
TENGSL Finna og íslend-
inga hafa fyrst og fremst
verið hnýtt á 20. öldinni.
„En ég minni á að Snorri nefnir
Finnland sínu rétta heiti að
minnsta kosti níu sinnum í
Heimskringlu," segir Tom
Söderman, sendiheiTa Finna á Is-
landi.
Söderman varð sendiherra hér
á landi fyrir fjórum árum. Hann
er fæddur í Helsinki árið 1936.
Móðurmál hans er sænska en 5-
6% þjóðarinnar eru
sænskumælandi.
Hann er kvæntur, á
tvö börn frá fyrra
hjónabandi ^ og sex
bamabörn. Á námsár-
unum vann hann á
finnsku fréttastofunni
og síðar ríkisútvarp-
inu, var við fjölmiðlun
í alls átta ár.
Söderman hefur
starfað í finnsku ut-
anríkisþj ónustunni
frá 1963, fyrst sem
fjölmiðlafulltrúi í
sendiráðinu í Stokk-
hólmi. Hann vann
einnig í London 1977-
1984 og var blaðafull-
trúi ráðuneytisins í
Helsinki 1985-1988. Aðalræðis-
maður var hann í Gautaborg í
fimm ár áður en hann kom hingað
til lands 1993.
Sendiherrar Finna hér hafa
flestir átt sænsku að móðurmáli.
Söderman segist halda að það sé
tilviljun en hins vegar verði sendi-
herrar Finna á Norðurlöndunum
að gera bjargað sér í skandinav-
ísku. Hann er spurður hvernig
honum litist á hugmyndir um að
gera ensku að samskiptamáli í
norrænni samvinnu en margir
benda á að íslendingar og Finnar
eigi erfiðara um vik en hinar þjóð-
irnar að tjá sig á norrænum fund-
um, þurfi að læra frá grunni ann-
að tungumál til þess.
„Eg á dálítið erfitt með að
skilja að menn vilji gera þetta að
spurningu um grundvallaratriði,
mikilvægast er að tungumálið
sem notað er komi að gagni. Mér
finnst nú ekki að enskan standi
svo höllum fæti að það sé ástæða
til að styrkja hana með svona að-
ferðum,“ segir Söderman.
Sameiginlegt,
norrænt mál
„Það er ljóst að það hefur mikla
þýðingu að við notum
sameiginlegt, norrænt
mál í innbyrðis sam-
skiptum, þótt stöku
sinnum geti verið nauð-
synlegt að nota aðra ____________
tungu, ensku eða ein-
hverja aðra. Eg minni á
að á fundum Norðurlandaráðs
mega allir nota sína eigin tungu,
það er túlkað þegar þörf krefur
svo að mesti vandinn hefur verið
leystur."
Fyrir nokkrum áratugum leit-
uðu Finnar mjög til Svíþjóðar til
að fá vinnu og ekki síður atvinnu-
öryggi. Nú hefur efnahagur Finna
tekið svo miklum framförum að
straumurinn hefur stöðvast, þótt
mikið atvinnuleysi sé reyndar enn
í landinu, en ástandið er ekki mik-
ið betra í þeim efnum hjá grönn-
unum.
Finnar hafa auk þess verið mun
eindregnari í stuðningi við sam-
runaþróun í Evrópusambandinu
en Svíar og njóta álits í Brussel.
Eru Svíar stundum taldir til hálf-
Morgunblaðið/RAX
TOM Söderman,
sendiherra Finn-
lands á íslandi.
Sameiginlegt
mál mikilvægt
í norrænum
samskiptum
gerðra vandræðabama þar á bæ,
þeir tefji fyrii’ þróuninni með hiki
og efasemdum.
Finnar voru öldum saman undir
Svía gefnir. Söderman segir að-
spurður að aðstæður séu vissulega
mikið breyttar, þjóðirnar eigi sem
fyn- mikil viðskipti og samskiptí á
öllum sviðum, sem hafi enn aukist
eftir inngönguna í ESB, en nú sé
mun meira jafnræði með þeim.
„Við berum okkur alltaf saman við
Svía,“ segir hann.
■Söderman hafði
komið nokkrum sinn-
um til Islands áður en
hann gerðist hér
sendiherra. „Það sem
við eigum meðal ann-
ars sameiginlegt er
sterk tilfinning fyrir
sögu og náttúru sem
hafa lagt grundvöll-
inn að vitund beggja
þjóðanna. Ég hef
uppgötvað að Islend-
ingar eru líklega
heldur frjálsmanns-
legri í framgöngu en
Finnar eru almennt,
þið eruð mikið á ferð-
inni um heiminn. Við
höfum líklega verið
hógværari í þeim efn-
um hingað til, þið eruð líka með
sterkari hefðir í siglingum en við.
Finnar hafa ef svo má segja
uppgötvað á þessari öld að um-
heimurinn væri eitthvað sem hefði
gildi fyrir þá. Við leggjum nú
mikla áherslu á að taka fullan þátt
í evrópskri samvinnu og ég tel að
við getum gert það án þess að
snúa baki við hinum Norðurlönd-
unum og samstarfinu við þau.“
Fyrsti ^ milliríkjasamningúr
Finna og Islendinga mun hafa
verið gerður 1923 og var um sigl-
ingar. ísland og Finnland tóku
upp fullt stjórnmálasamband 1947
og átti Sveinn Björnsson, fyi'sti
forseti lýðveldisins, mikinn þátt í
að hrinda því í framkvæmd, að
sögn Södermans.
Hugað að því
sem er nær
Samskipti hafa lengi verið mikil
í menningarmálum. Má nefna
gagnkvæmar heimsóknir lista-
manna og rithöfunda. Verslunar-
riðskipti þjóðanna voru mikil á
sjötta áratugnum, við keyptum af
þeim timbur og seldum þeim fisk;
nú eru vörurnar fjölbreyttari. Var
Finnland þá helsta riðskiptaþjóð
okkar á Norðurlöndum,
en nú er öldin önnur og
er Söderman áhuga-
samur um að breyting
verði á. Hann telur að
________ með nýja, íslenska
sendiráðinu í Helsinki
muni það takast, en
finnskt sendiráð tók til starfa hér
1982.
„Þekkingin á íslandi og ís-
lenskri framleiðslu mun vaxa í
Finnlandi með opnun sendiráðsins
og útflytjendur hér hafa nú ein:
hvern sem þeir geta snúið sér til. í
fyrra jukust riðskipti landanna
um 100%,“ segir hann en minnir á
að þau hafi dregist mjög saman
árin á undan. Af einhverjum
ástæðum dró mjög út riðskiptun-
um fyrst eftir að Finnar gengu í
ESB 1993, en á þessu ári hafa þau
aukist.
„I báðum löndunum höfum rið
gert þá skyssu að horfa um of á
stóru löndin og markaðssvæðin,
gleymt að huga að þri sem er
nær,“ segir Söderman.