Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 49 ?
AÐSENDAR GREINAR
Baráttan fyrir mannréttindum
- Amnesty International
UM ALLAN heim
eru þúsundir manna í
fangelsum vegna skoð-
ana sinna. Margir eru
hafðir í haldi árum
saman án dóms og
laga. Pyntingar og af-
tökur eiga sér stað víða
um heim. í mörgum
löndum hafa menn,
konur og börn „horfið“
eftir að hafa verið tekin
í vörslu yfirvalda. Sum-
ir hafa verið teknir
strax af lífi án þess að
lagaheimildir séu hafð-
ar að yfirskini, aðrir
hafa verið leitaðir uppi
og drepnir umsvifa-
laust af stjórnvöldum
og útsendurum þeirra.
Ódæðisverk sem þessi eru framin
í löndum sem hafa mjög mismunandi
stjórnarfar og hugmyndafræði. Það
er því nauðsynlegt að brugðist sé við
þeim á alþjóðlegum vettvangi. Mann-
kynið ber í heild sinni ábyrgð á vernd-
un mannréttinda og sú vernd mark-
ast ekki af þjóðerni, kynþáttum eða
hugmyndafræði. Þetta er sú grund-
vallarstefna sem allt starf Amesty
International byggist á.
Amnesty International varð til
vegna einnar blaðagreinar
Upphafið af því að Amnesty
International var stofnað var grein
sem birtist í sunnu-
dagsblaðinu Observer
28. maí 1961, sem
skrifuð var af breskum
lögfræðingi, Peter
Benenson. Greinina
nefndi hann Hinir
gleymdu fangar. Fjall-
aði hann þar um þús-
undir manna sem sátu
í fangelsum víða um
heim, og höfðu verið
fangelsaðir vegna upp-
runa síns, litarháttar,
skoðana, tungumáls
eða trúar. Fólki þessu
var gefið nafnið „sam-
viskufangar", en sam-
viskufangi gat sá einn
verið, sem hafði ekki
sjálfur beitt ofbeldi eða stuðlað að
eða hvatt til ofbeldis. Hann hvatti
fólk um allan heim til þess að vinna
á hlutlausan og friðsaman hátt að
því að frelsa samviskufanga. Áður
en mánuður var liðinn höfðu yfir
þúsund manns alls staðar að úr
heiminum skrifað og boðist til að
leggja málinu lið. Fólkið bauðst til
að safna upplýsingum um einstök
mál, birta þau opinberlega og einn-
ig að setja sig í samband við ríkis-
stjórnir. Greinin sem Peter birti í
upphafi'var aðeins tilraun til að
vekja athygli á málefninu, hún er
núna orðin að mikilli alþjóðlegri
hreyfingu, sem gegnir sérstöku
hlutverki í alþjóðlegri verndun
mannréttinda.
Al-samtökin eru hlutlaus, þau
styðja enga ríkisstjórn eða stjórn-
málastefnu. Þau eru heldur ekki
með eða á móti skoðunum þeirra
fanga sem þau veija. Félagar í
Amnesty eru frá öllum heimsálfum
og hafa mismunandi hugmynda-
fræðilegar og pólitískar skoðanir.
Það sem sameinar þá er barátta
þeirra fyrir mannréttindum í hveiju
máli fyrir sig án tillits til hug-
myndafræði stjórnvalda eða skoð-
ana fórnarlambanna. AI leggur
mikla áherslu á að fá hlutlausar og
nákvæmar skýrslur byggðar á stað-
reyndum. Starfsemi samtakanna
grundvallast á, að fregnir sem þeim
berast af mannréttindabrotum séu
sannreyndar í smáatriðum.
Alþjóðaskrifstofa samtakanna er
í London. Þar er starfandi rann-
sóknardeild sem safnar saman upp-
lýsingum og margvíslegum heimild-
um, m.a. úr fjölda dagblaða hvað-
anæva að úr heiminum, tímaritum,
afritun útvarpsfrétta, stjómartil-
kynningum, skýrslum lögfræðinga
og mannréttindasamtaka og einnig
bréfum frá föngunum sjálfum og
fjölskyldum þeirra.
Baráttuaðferð samtakanna er sú
að senda bréf eða skeyti til viðkom-
andi yfirvalda. AI stuðlar einnig að
almennri fræðslu um mannréttinda-
mál. Einnig sendir AI nefndir á
Jónína Kolbrún
Cortes
hina ýmsu staði til að fylgjast með
réttarhöldum, gera vettvangskann-
anir, hitta fanga og hafa viðtöl við
talsmenn stjórnvalda. AI leggur
mikla áherslu á að kanna stað-
reyndir gaumgæfilega, þannig að
tryggt sé að það samræmist mark-
miðum samtakanna. Hóparnir eru
máttarstoðir samtakanna. Þeir taka
þátt í flestu sem samtökin beita sér
fyrir og á þeim hvílir meginstarfið.
Þeir taka að sér samviskufanga og
vinna að því að þeir séu látnir laus-
ir, taka þátt í herferðum, fjáröflun-
um, öflun nýrra félaga og vekja
athygli almennings á baráttumálum
samtakanna og eru þátttakendur í
stefnumótun og stjórnun deildar-
innar og samtakanna.
Einn liður í baráttu samtakanna
eru herferðir. í sumum löndum er
ástandi mannréttindamála þannig
háttað, að ekki verður hjá því kom-
ist að taka á málinu í heild sinni
jafnhliða málum einstakra fórnar-
lamba mannréttindabrota. Þá gang-
ast samtökin fyrir herferð til að
vekja athygli heimsins á ástandi
mála í viðkomandi landi og virkja
almenningsálitið í baráttunni fyrir
umbótum.
Mannréttindayfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna
Starfsemi Amnesty International
byggist á mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna sem var sam-
þykkt á allsheijarþinginu í París 10.
desember 1948. Yfirlýsingin byggist
á sáttmála hinna Sameinuðu þjóða,
þar sem ræðir um grundvallarrétt-
indi manna, virðingu þeirra og gildi,
jafnrétti karla og kvenna og allra
þjóða, hvort sem þær eru stórar eða
Amnesty International
er óháð alheimshreyf-
ing, segir Jónína Kol- *
brún Cortes, hreyfíng
sem hefur helgað sig
verndun mannréttinda.
smáar. Amnesty International hafa
formleg tengsl við Sameinuðu þjóð-
irnar (ECOSOC), UNESCO, Evróp-
uráðið, Samtök Ameríkuríkja og
Einingarsamtök Afríkuríkja.
Árið 1978 voru samtökum AI
veitt Mannréttindaverðlaun SÞ fyrir
„framúrskarandi afrek á sviði mann-
réttinda". Amnesty International
fékk friðarverðlaun Nóbles árið 1977
fyrir „að stuðla að frelsi og rétt-
læti, og þar með einnig að friði á
jörðu“. Amnesty International starf-
ar um allan heim. Núna eru starf-
andi meira en ein milljón manns í
6.000 hópum í u.þ.b. 80 löndum í
Afríku, Asíu, Ameríku, Suður-Amer-
íku, Evrópu og Austurlöndum nær.
Þú getur skráð nafn þitt sem þátt-
takandi í hinni sívaxandi starfsemi
AI. Þú getur orðið styrktarmeðlim-
ur, virkur þátttakandi í starfshópi á
þínum heimaslóðum, og aðstoðað við
að senda áskoranir út um allan heim.
•Heimildir:
Bæklingar frá skrifstofu Amnesty Intemat- •-
ional, Reykjavík.
„The Forgotten Prisoners", The Observer
Weekend Review, London, 28. maí 1961,
bls. 21.
Höfundur hefur áhuga á
mannréttindamálum.
Eru lagnamenn
skoðanalausir?
LAGNAMENN virð-
ast vera svartir sauðir
byggingariðnaðarins,
allt að því settir afsíðis
í samfélaginu. Stöðugt
sitjum við við borðs-
endann og hlustum á
„vísindin" frá öðrum.
Það lítur út fyrir að
tæknimenntað fólk
geti frekar setið og
hlustað heldur en tjáð
sig og sagt sína mein-
ingu. Fari menn í
ræðustól þurfa þeir
helst að vera óvirkir
alkar, á móti kvóta-
kerfi eða einfaldlega
pólitíkusar.
Hvernig stendur á þessu lítillæti
lagnamanna? Hvort er það kjark-
leysi eða vantrú á það sem þeir eru
að vinna að. Því lætur þú, lagnafé-
lagi, ekki heyra oftar í þér á prenti
eða á fundum? Ég sakna þessa
„neista“ í fagið að menn trúi á hið
jákvæða sem fagið stendur fyrir.
Lagnamenn gegna mikilvægu hlut-
verki í samfélaginu, þeir eiga að
vera stoltir af því.
Læri þá list að selja
Hafa skólarnir brugðist í þessu
sem öðru, þeir ættu að þjálfa nem-
endur í flutningi á ræðu og sviðs-
framkomu, svo nemendur læri þá
list að selja þá þekkingu sem þeim
er kennd í skólum. (Danir kunna
að selja þekkingu sína, hvers
vegna?)
Ég viðurkenni fúslega að það
krefst kjarks að standa upp og
segja/skrifa sína meiningu. Eftir
það verða menn oftast að svara
fyrir skrifin sín. Það er ekki furða
að menn spyrji sjálfa sig hvort eitt-
hvert vit sé í því sem þeir voru að
segja. Eða ætti maður ekki bara
að halda áfram að þegja?
Sá sem ekki er tilbúinn að tapa,
getur aldrei orðið góður
sigurvegari
Lagnamenn hafa frá mörgu að
segja hvort sem um er að ræða
orkusparnað, betra inniioft, aukið
hreinlæti, bætta heilsu, eða einfald-
lega aukinn skilning á þætti lagna-
manna í öllu þessu. Ég
vil hvetja lagnamenn
og aðra fagmenn til að
stíga á stokk og blanda
sér meira í umræðuna
um þessi málefni. Okk-
ur ber að vera í for-
svari fyrir því að auka
skilning á mikilvægi
heilsu, þrifnaðar og
innilofts.
Viltu hjálpa
fólkinu?
Viðgerð á lagnakerfi
er ekki lokið fyrr en
búið er að fræða við-
komandi fólk, hvað var
það sem bilaði, hvað
olli biluninni, hvernig tókst mér við-
gerðin, hveiju mun viðgerðin breyta
til batnaðar fyrir fólkið í húsinu?
Viltu hjálpa fólkinu? Láttu fólkið
þá finna að þú kunnir til verka, þá
fær það traust á þér. Eða fyrir
hvað er fólkið að greiða þegar það
borgar reikninginn?
Lagnamenn, látið í ykk-
ur heyra, segir Kristján
Ottósson, komið sjónar-
miðum ykkar á fram-
færi.
Lagnamenn, standið upp á fund-
um, talið á mannamótum, útskýrið
ykkar málefni fyrir öðrum fag-
mönnum. Ef þú heyrir eitthvað sem
þér finnst vera rangt eða ekki rétt
farið með staðreyndir skalt þú leið-
rétta það, hringja í útvarpsþáttinn,
skrifa í Fréttabréf Lagnafélags ís-
lands eða svæðisblöð. Mundu bara
að vera stuttorður og kjarnyrtur.
Mundu að halda þér við efnið í skrif-
um og umræðum. Hér er verkefni
fyrir alla í faginu, lagnamenn eru
of mikilvægir til að gleymast úti í
horni. Það er þitt „félagi“ að leið-
rétta þetta.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hita- og loftræstiþjónustunnar og
Lagnaféiags íslands.
Kristján
Ottósson
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
930 þáttur
Forn íslensk bókmenning var
ekki einangrað fyrirbæri. Margir
höfundar hafa vafalaust verið
menntaðir „á heimsins hátt“, og
höfum við reyndar um það góð
og skýr dæmi. Ég jæt mér nægja
í bili að nefna Ólaf Þórðarson
hvítaskáld og Sturlu bróður hans,
rithöfundinn mikla, sem sagt var
að ,,kvæði betur en páfinn".
Ég ri§a þetta upp vegna spurn-
ingar í góðu bréfi frá Sigurði Jó-
hannessyni í Reykjavík, og sjá
einnig 924. kafla, bréf frá Sveini
Þórðarsyni í Hafnarfirði. Þetta var
um dæmi þess að boðháttur af
hafa færi á undan góðum óskum.
Umsjónarmaður hafði mælt gegn
þvílíku málfari. Sigurður Jóhann-
esson segir:
„Mér þótti þessi kveðja úr Völs-
ungasögu líka einkennileg, en þar
segir sonur Högna: „Farið vel ok
hafið góðan tíma“ (Bls. 203 í I.
bindi Fornaldarsagna, útgefinna
af íslendingasagnaútgáfunni
1954).
Eru þetta gömul ensk áhrif, eða
er þetta góð íslenska?"
Umsjónarmaður grípur inn í:
Nú kemurðu mér í mikinn vanda.
Mig skortir lærdóm, sbr. og 924.
þátt. Ég spyr alla sem lesa þetta:
„Er þetta sameiginlegur málarf-
ur? Hversu gamalt er það í ensku
að hafa boðhátt á undan góðum
óskum? Er það málfar, sem ég
hef verið að gagnrýna, sletta úr
nýlegri ensku?“ Maður, sem ég
treysti vel, er að þrautkanna þetta
fyrir mig, og við skulum sjá hvað
finnst.
Þá segir Sigurður Jóhannesson
að sér þyki skrýtið í Gísls þætti
Illugasonar að menn hafi „tekið
bað“ í fornöld.
Þetta orðasamband, „að taka
bað“ er fornt. Fritzner segir und-
ir bað: „egentlig kun om
Dampbad eller lignende kunstigt
Bad, forskelligt fra Laug.“ Sem
sagt gufubað. Hann gefur auk
orðasambandsins „taka bað“,
„hafa bað“, „baðast“, og „fara til
baðs“, „ganga til baðs“.
Ég held ég láti eftir mér að
hafa svolítið eftir Brynleifi Tobias-
syni sem kenndi mér l.s.g.sögu í
sjötta bekk. Hann var að segja
okkur frá eyðslusemi Jeróms kon-
ungs af Vestfalen, bróður Napól-
eons mikla: „Hann tók bað úr
nýmjólk og Rínarvínum með hyski
sínu. Hitt var þó meira, að hann
réð Beethoven hirðmúsíkant fyrir
600 Rínargyllini á ári!“
Þá skulum við gefa S.J. orðið
aftur: „Gömul dagblöð og tímarit
hafa dagsetninguna efst á síðum
í þolfalli (mánudaginn ...). Ég sé
að Vísir hefur haldið þessu að
minnsta kosti fram á miðjan 6.
áratug aldarinnar. Eftir að ég fór
að taka eftir þessu finnst mér
þolfallið eðlilegra. Á baksíðu
Morgunblaðsins kemur reyndar
fram að það er til húsa í „Kringl-
an 1“, þannig að líklega er ekki
við því að búast að það fari að
hafa dagsetningu í þolfalli...
Með kærri kveðju“.
Umsjónarmaður sleppti þarna
fáeinum orðum sem ekki koma
nefndum blöðum við. En þetta er
talsvert mikið mál. Verð ég í fyrstu
að vísa til tímaþolfalls í 916.
þætti og staðarþágufalls í 918.
þætti.
Á mörgum vettvangi er nú rík
tilhneiging að setja nefnifall í stað
þessara aukafalla, einkum í öllu
skýrslugerðarmáli.
Umsjónarmaður er íhaldssamur
á mál og vill ekki fella niður það
sem honum þykir gamalt og gott.
Ef svo væri staddur, myndi hann
skrifa í bréfi: Hóli, mánudaginn
þriðja október. En ekki: ?Hóll,
mánudagurinn þriðji október.
Niðurstaða. Reynum að halda í
gömlu aukaföllin sem allir skilja
enn, svo sem tímaþolfall og stað-
arþágufall.
Kveð ég svo með virktum Sig-
urð Jóhannesson bréfritara.
★ ★ ★
Að áeggjan Magnúsar Ás-
mundssonar læknis hef ég sett
saman framhaldsgrein um orðið
ögurstund sem okkur finnst nú
um stundir oft notað í vafasamri
merkingu, ef ekki rangri, sjá þátt
897..
Ogurstund (fyrsti hluti).
Völundarkviða er forn, tor-
skilin á köflum, glæsileg, óregluleg
og áhrifamikil. Þar er brugðið upp
skjannabjörtum myndum, sagt frá
stórbrotnum örlögum, og þar leik-
ast á hatur og heift, ást og við-
kvæmni, tryggð og þolinmæði.
Völundi er misþyrmt hroðalega
og hann er hnepptur í þrældóm.
Hann bíður lengi tækifæris að
hefna sín, og hefndin er sár. Hann
drepur syni kveljenda sinna og
barnar dóttur þeirra, líklega
nauðga. Þegar faðir Böðvildar
kemst á snoðir um það, spyr hann
ástardóttur sína af mikilli nær-
gætni:
„Sátuð ið Völundur
saman í hólmi?"
Böðvildur svarar:
„Satt er það, Níðuður, er sagði þér:
Sátum við Völundur
saman í hólmi
eina ögurstund,
æva skyldi.
Eg vætur honum
vinna kunnag,
eg vætur honum
vinna máttag."
Hún viðurkennir að þau hafi
„setið saman eina ögurstund" sem
aldrei skyldi verið hafa. Síðan and-
varpar hún eða stynur: Ég gat
ekki varist honum, ég gat ekki
veitt honum viðnám. Við heyrum
gegnum orðin, að hún er með grát-
staf í kverkunum. Og hún er „barni
aukin", eins og Völundur segir
storkandi í kviðunni.
En hvað er ein ögurstund?
Orðið kemur hvergi fyrir í fornum
textum nema hér.
★ ★ ★
Hlymrekur handan kvað:
Ekki laust við að Finnu í fyki
og í fáti um tær á sér stryki,
er við messu hún stóð
svo mjúklát og hljóð,
en missti tvö kíló af spiki.
/