Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 56

Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 56
. 56 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Brynhildur Magnúsdóttir fæddist á Selfossi 15. október 1979, en bjó allan sinn aldur á Oddgeirs- hólum í Hraungerð- ishreppi. Hún lést á deild 11-E á Land- spítalanum 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Magnús Guð- ^ mundsson, f. 7. nóv- ember 1951, og Margrét Einars- dóttir, f. 16. mars 1951, búa þau á Oddgeirshól- um. Foreldrar Magnúsar eru Guðmundur Árnason og Ilse Arnason, búsett á Oddgeirshól- um. Foreldrar Margrétar eru Einar Guðni Guðjónsson, dáinn í dag kveðjum við þig ástkæra systir. í huga okkar geymast yndislegar perlur, skærar og bjartar minningar um stundirnar með þér. Eins og '* þegar við systurnar þrjár fórum með Perlu í nestisferð inn í Einbúa. Þar notuðum við tækifærið og fórum í langstökk og dugði ekkert annað en að raka sandinn og mæla stökkin. Þegar röðin kom að þér að raka vildi svo illilega til að þú misstir hrífuna í hausinn á Elínu. Og þegar við hraustmennin miklu ákváðum að byggja brú yfir skurðinn í stóðhesta- girðingunni en skorti nægilega tækniþekkingu til þess og því varð fína brúin okkar að fínni stíflu. Manstu allar sumarbústaða-ferðirn- ar með Auðbjörgu og Kristínu þar sem margt var brallað, meðal ann- ars: merktar ljósakrónur í Vík, sagð- ar draugasögur, búin til útvarpsleik- rit, farið í bamamorðingjaleik, stolið símtólum og spilakassar tæmdir. Ekki má gleyma útreiðatúrunum og þegar við systurnar þijár og Brynd- ís Vala fórum ríðandi til Höllu og villtumst nærri því í þokunni sem reyndist bara vera dalalæða. Þegar við hjóluðum hringinn til Höllu og mamma varð að koma á Land Ro- vernum með kerru og sækja okkur því að við vorum búnar að veiða svo mikið af hornsílum í fötur. Og þegar við vorum í reiðskólanum og reið- skólahrossin sluppu út í Stóru- 1 Reykja-haga og við eltum þau útum alit enda tókst það að lokum. Allar íþróttaæfíngarnar í Einbúa sem við fórum á, helst ríðandi og þá þýddi nú ekkert annað en að fylgja Öllu og Höllu af stað heim og helst að hleypa alla leið. Allar íþróttaæfingamar í Þing- borg á veturna og seinna handbolta- æfíngarnar á Selfossi. Og þegar við „myndar-heimasætumar" bökuðum pönnukökurnar sem voru svo vondar að hundurinn leit ekki við þeim og snúðana sem festust við plötuna. Þegar kettlingarnir okkar voru svæfðir og við grétum heila nótt. Hvað þú varst þolinmóð við hann Tígul þinn, sama hvað gekk á, enda J* var hann ekki auðveldur í tamningu, reyndist þér síðan mjög vel bæði sem reiðhestur, íjallhestur og keppnis- hestur. Hvað þú gladdist yfír sigrum, bæði þínum og annarra. Hvað þið Pétur bulluðuð mikið á fjalli. En síð- an varðstu veik og þrátt fyrir veik- indin komstu til okkar upp í Hóla- skóg í sumar þegar við gistum þar í eina nótt í hestaferðalaginu okkar. Hvað þú hélst áfram að vera með í ungmennafélaginu, vinna í sjopp- unni fyrir það og mæta í skólann þrátt fyrir allt. Þetta stríð var erfitt en þú barðist vel og gafst aldrei upp * vonina. Elsku Brynhildur, við kveðjum þig núna en minningin um þig mun lifa með okkur sem dýrasti fjársjóður um ókomna tíð og vonandi tekur þú á móti okkur þegar okkar tími kem- ur. Við viljum þakka öllum þeim sem styrkt hafa okkur og sýnt vináttu 1l* sína á þessu erfíðu tímum, ekki síst 1982, og Brynhild Stefánsdóttir, bú- sett á Selfossi. Systkini Brynhildar eru Harpa, fædd 20. apríl 1978, Elín, fædd 18. mars 1981, og Einar, fæddur 22. september 1986. Brynhildur var nemandi í Fjöl- brautaskóia Suður- lands, á 5. önn á málabraut og starf- aði í Vöruhúsi KÁ í sumarvinnu 1994 og 1995 og með námi á veturna en sumarið 1996 var Brynhildur að vinna á hestabúgarði í Þýskalandi. Utför Brynhildar fer fram frá Selfosskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.80. starfsfólki á deild 11E á Landspítal- anum. Þínar systur, Harpa og Elín. Elsku Binna. Núna ætla ég að kveðja þig í síðasta sinn, stóra syst- ir. Mig langar til að þakka þér í nokkrum orðum fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Manstu þegar ég týndi ístaðinu mínu og við og pabbi fórum að leita að því en ég datt af baki og hand- leggsbrotnaði? Manstu allar beijaferðirnar sem við fórum í út á Svörtu-Steina, við allir krakkarnir? Þegar þú kenndir mér á háu og lágu gírana og á tölv- una? Besta Binna, takk fyrir allar góðu stundirnar með þér. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð í þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Hvíldu í friði. Þinn litli bróðir, Einar. Einn er sá sem gengur um með sigðina sína bitru og nemur á brott með sér hvern þann sem ekki fær lengur staðist hretviðri þessa jarð- lífs. Flytur hann með sér þangað sem útsýni víkkar til allra átta og fegurð og hamingja ráða ríkjum. Fyrrum farnir félagar fagna návistum hins nýkomna. Bjóða hann heilshugar velkominn í sín nýju heimkynni á framlífshnettinum fagra. Allar hinar hugljúfu minningar úr fortíðinni flæða um víddir hugans. Hvert ein- asta lífsbrot samvista okkar blossar upp í huganum. Hvernig við Iékum okkur saman hjá ömmu sem börn og hve gaman mér þótti að koma í sveitina til ykkar. í hugskoti mínu lifir minning um hjartahlýja, fagra og hugrakka stúlku sem barðist hetjulega gegn skæðum sjúkdómi og lét ekki bugast þótt illa horfði. Minning sem yljar mér um hjartarætur. Ég vil af heilum hug óska þér hins besta á för þinni um óravíddir eilífðarinnar og þakka þær samverustundir sem við áttum. Foreldrum þínum, systrum, bróður, vinum og vandamönnum votta ég samúð mína og stuðning. Þinn frændi og vinur, Ingi Þór. Nú ertu leidd, mín ijúfa, lystigarð drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna fri; við guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Péturss.) í hugann renna fram óteljandi minningarbrot um þig, Brynhildur, svo unga, fallega og kraftmikla sem framtíðin brosti við. Þig sem part af fjölskyldunni í Oddgeirshólum, fólkinu okkar í sveitinni. Þig ný- fædda, svo undursmáa og fallega með brúnu augun og dökka hárið. Litlu systur hennar Hörpu sem var á öðru ári þegar þú komst í heim- inn. En litlir verða fljótt stórir og ekki leið á löngu þar til þú varðst bústin og pattaraleg stóra systir hennar Elínar sem kom í heiminn þegar þú varst á öðru ári. Mikið var gaman að eiga ykkur að frænkum, svona þijár líkar en samt ólíkar. Samrýndar en þó sjálfstæðar. Og þegar Einar litli fæddist, þegar þú varst að verða sjö, var fjölskyldan loks orðin fullmótuð. „Fjögur börn er skammturinn," sagði hún mamma þín. Minningarnar um þig í bernsku að ieik með systkinum þínum heima í Oddgeirshólum. Þig í heimsókn hjá ömmu á Víðivöllunum. Þig að hjálpa til við búskapinn. Þig í útreiðartúr eða að klæða þig upp fyrir ballferð. Þig með þína ljúfu lund og brosið þitt blíða. Já, minningarnar góðu verma sáran huga. Elsku Brynhildur, hugur okkar hefur verið hjá þér í veikindum þín- um og höfum við dáðst að kjarki þínum og óbilandi trú á bata og hvernig fjölskyldan þín hefur óbug- andi staðið sterk með þér í gegnum þessi erfiðu veikindi. En dauðinn sigraði lífið og í dag kveðjum við þig hinstu kveðju. Far þú í guðs friði. Elsku Magga og Maggi, Harpa, Elín og Einar, Ilse amma, Gummi afi og Brynhild amma, guð gefí ykk- ur styrk á þessari stundu. Maríanna og Jón. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður viíja, leyst frá lffi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Elsku Brynhildur. Nú þegar stríðinu er loksins lokið og þú ert laus frá öllum þeim þján- ingum og kvíða sem því fylgdu, þá verður okkur orða vant. Hver er til- gangurinn með öllu þessu? Við verð- um að trúa að hann sé einhver. Eitt er víst, að þú gafst okkur öllum mikið þá stuttu stund sem við máttum njóta samvista við þig og fyrir það viljum við þakka. Alltaf var líf og fjör í kringum Brynhildi og naut hún þess að eiga góðan systkinahóp. Reyndar var auðvelt að hugsa sér systurnar sem þríbura, sérstaklega þegar þær voru litlar, alltaf þijár saman. Brynhildur var minnst og fíngerð- ust í hópnum, en hún gaf ekkert eftir í áhuga og dugnaði, hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Metnaðar- full var hún og kjörkuð og aflaði sér vinsælda hvar sem hún kom. Hestamennskan var henni í blóð borin og var hún ótrúlega lítil þegar hún var orðin einfær á fjörviljugum hestum. Fyrir um það bil einu ári lék allt í lyndi. Brynhildur stundaði skólann af krafti og vann í Vöruhúsi KÁ á Selfossi í frítímum. Jólaundirbúning- urinn var á fullu þegar allt í einu dimmdi yfir. Kom þá best í Ijós kraft- urinn og kjarkurinn sem hún bjó yfir þegar hún varð að beijast við illvígan sjúkdóm og stundum trúðum við að hún myndi bera sigur úr být- um, en allt kom fyrir ekki. Allan tímann meðan hún barðist við sjúk- dóminn stundaði hún námið af kappi, einnig eftir að hún var svo þrotin að kröftum að hún komst ekki í skólann. Vinir hennar og vinkonur hafa reynst henni einstaklega vel og stutt hana af fremsta megni. Viljum við senda þeim öllum, Ung- mennafélaginu Baldri, Kvenfélagi Hraungerðishrepps, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og öllu hjúkrunarfólki sem stundaði hana þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hjálp. Þessir síðustu mánuðir hafa verið okkur öllum erfiðir, fullir af bænum, en ekkert dugði, stríðið tapaðist. Elsku Magga, Maggi, Harpa, Elín og Einar. Dagarnir framundan eru ekki bjartir og jólin verða erfið. Megi góður guð styrkja ykkur og hugga í þessari miklu sorg og meg- ið þið ylja ykkur við allar góðu minn- ingarnar. Við kveðjum þig, elsku Brynhild- ur, með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt. Vertu sæl, vor litla Ijúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch) Árni, Guðrún, Angelika, Ásgeir, Steinþór, Þuríður og börn. Elsku Brynhildur mín. Ég man fyrst eftir þér þegar þú varst í sundi með ömmu Brynhildi nöfnu þinni. Þið systurnar þijár, já, allar eins fannst mér. Svo stækkaðir þú og varðst 15 ára og fórst að vinna í KA á Selfossi með gömlu konunni ásamt fleirum sem mér fannst ógleymanlegt. Stundum hjólaðir þú frá Oddgeirshólum í vinnuna, það var sko ekkert mál. Augu þín ljóm- uðu af lífsgleði. Svona man ég þig og þakka þau kynni og kveð þig með þessum erindum: Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfír, sem ung á morpi lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tipu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í pllnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Elsku Margrét, Magnús, Harpa, Elín og Einar. Ég sendi ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þorgeirsdóttir. Kveðja frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi Hún Brynhildur er dáin eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúk- dóm. Ung stúlka full af lífskrafti og vilja til að lifa lífinu, standa sig í námi og í starfi er ekki lengur með- al okkar, ekki lengur með okkur í hringiðu lífsins. Enn á ný hefur nem- andi skólans verið tekinn frá okkur og við skiljum ekki hvers vegna. Brynhildur hóf nám hér við skól- ann haustið 1995 á málabraut, ferðamálalínu. Hún stundaði námið af dugnaði og áhuga. Tungumálin áttu hug hennar, sérstaklega þýsk- an, enda önnur amma hennar þýsk. Sumarið 1996 fór hún til Þýskalands til að efla þýskukunnáttuna og til að stunda eitt aðaláhugamál sitt, hestamennskuna. Hún kom tvíefld í skólann um haustið og stóð sig mjög vel á haustannarprófunum, sérstak- lega í þýskunni. Stuttu eftir prófin kenndi hún sér þess meins sem leiddi hana til dauða. En Brynhildur gafst ekki upp, hún stundaði nám á vor- önn 1997 þrátt fyrir erfíða meðferð og tók fjögur próf með góðum ár- angri. Lífsviljinn var óbugandi. Nú í haust hóf hún fullt nám og sótti kennslustundir í upphafi annar en sjúkdómurinn heijaði á og gat Bryn- hildur ekki mætt reglulega í skólann nema fyrstu vikurnar. Hún stundaði námið heima, fékk verkefni heim, fékk aðstoð frá fjölskyldu og vinum, fékk spólur heim og hlustaði á þýsku, frönsku og Sjálfstætt fólk. Ekkert þýddi að spyija hana hvort ekki væri rétt að fækka námsgrein- um um eina eða tvær. Hún tók það ekki í mál. Síðasta verkefninu sínu skilaði hún 10. nóvember, daginn sem hún fór á sjúkrahúsið í Reykja- vík, þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Saga Brynhildar er hetjusaga, saga um óbugaðan lífsvilja, saga um það hversu mikilvægt það er að vinna sitt verk af áhuga og dugn- aði. Við getum margt lært af Bryn- hildi. Megi lífskraftur hennar og dugnaður verða okkur til fyrirmynd- ar og eftirbreytni. Brynhildur er dáin, við skiljum ekki hvers vegna. Fýrir hönd okkar allra í Fjöl- brautaskóla Suðurlands færi ég fjöl- skyldu hennar okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Bryn- hildar Magnúsdóttur. Frænkur og frændur Spóarima 16, Selfossi, BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR senda einnig innilegar samúðar- kveðjur._ Orlygur Karlsson aðstoðarskólameistari. Það var haustið 1995 sem ég kynntist Brynhildi fyrst þegar hún byijaði að æfa handbolta með 2. flokki kvenna á Selfossi. Það fór afskaplega lítið fyrir henni enda engar smá skessur við að eiga, en með dugnaði og jákvæðu viðhorfi í garð annarra skar hún sig fljótt úr. Bölsýni var hreinlega ekki til í henn- ar lundarfari. En eins og flestir vita þá fer ekki allt eins og ætlað er og stundum verður manneskjan að játa sig sigr- aða þrátt fyrir harða baráttu og það er sárt þegar um ungan og efnilegan einstakling eins og Brynhildi er að ræða. Það er sárt að sjá velgerða manneskju með mikinn persónuleika og skilning á lífinu tapa. Það er sárt að fá ekki að sjá Brynhildi aft- ur og það er sárt að það skuli hafa þurft að enda svona. Ég lifði í von- inni um að Brynhildur myndi vinna bug á þessum illkynja sjúkdómi. Ég hélt að ekkert fengi grandað henni og ég dáðist að hugrekki hennar. Þrátt fyrir mikil veikindi var hún alltaf jákvæð og það var stutt í bros- ið. Sérstaklega þótti mér gaman þegar hún var með okkur handbolta- stelpunum á landsmótinu í sumar, svo sterk. Það er mér mjög dýrmæt- ur tími. En minningin um Brynhildi lifir í hjarta mínu og mun gera um ókomna tíð. Brynhildur var gull- moli. Það geislaði frá henni hlýju og birtu og ljúft bros hennar fékk hveija manneskju til að líta upp og brosa á móti. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, guð styrki ykk- ur á þessum erfiðu stundum. Sigríður Droplaug Jónsdóttir. Okkur sem æfðum handbolta með 2. flokki kvenna veturinn 1995-1996 langar til að minnast Brynhildar vin- konu okkar með gamalli bæn: Marísonur, mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu, yfir mér einnig vaktu. Lifið bæði og lánið er valt, ljós og skuggar vega salt, við lágan sess á ljóstýrunni haltu. (Höf. ók.) Elskulega fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Sólrún, Sigríður, Eva, Kolbrún, Svava, Agnes, Olga, Guðrún, Ásdís, Erna, Brynja og Björk. Hver hefði getað trúað því að þegar ég kvaddi þig í forstofunni í Geirakoti, áður en ég fór til Argent- ínu að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig í þessu lífi? Hefði ég vit- að það hefði verið kvatt á allt annan hátt. Síðan þá hafa samskipti okkar aðeins verið bréfleiðis og fyrir mig er mjög erfitt að átta mig á því að þegar ég kem heim munnt þú ekki verða þar. Ég var ekki til staðar þegar þú háðir baráttu þína við dauðann, sá þig aldrei neitt verulega veika. Þetta var allt saman að byija þegar ég fór og því er þetta allt mjög ótrúlegt og einfaldlega fárán- legt fyrir mig að trúa og skilja. Ég er að hugsa hvað eiginlega hefur hent uppi í Himnaríki sem er svo áríðandi og mikilvægt að það þurfti að ná í þig til að leysa málin? Ég veit það fyrir víst að það hefur ver- ið eitthvað svakalega mikilvægt og ætla ég því að reyna að sætta mig við að þín sé þörf annars staðar. Kannski munt þú segja mér hvað það var sem var svona mikilvægt þegar við hittumst á ný. Það er ekk- ert auðvelt að sætta sig við að kveðja þig svona miklu fyrr en við báðar áttum von á. Þú sem ert svo stór partur af mínu stutta lífi. Nú, þegar þú ert farin, streyma til mín allar þessar yndislegu minningar um þig án þess að ég fái nokkuð við það ráðið og gefa mér hveija ástæðuna á fætur annarri til að brosa í gegnum tárin. Það brutust alltaf út fagnaðarlæti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.