Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 59
I
1
4
4
•1
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
I
4
4
með á hveiju kvöldi áður en við fórum
að sofa. Það tók stundum langan tíma
en þetta var fastur liður hjá okkur
og höfðum við bæði gaman af. Mikið
var svo gaman þegar þú sagðir sög-
ur, þú hafðir frá svo mörgu að segja.
Þú sagðir manni sögur af gamla
tímanum og hvemig lífið var í gamla
daga þegar þú varst að alast upp og
það var alltaf gaman að hlusta á
það. Við gerðum margt saman, þú
gafst þér alltaf tíma til að spila eða
leika þegar maður bað um það. Það
var alltaf svo gott að geta leitað til
þín og talað við þig um allt, þú skild-
ir mann svo vel og hafðir ráð við
öllu. Einnig var svo yndislegt hvað
þú hafðir gott skopskyn, þótt aldrað-
ur væri, þú hlóst með manni þegar
maður var að grínast við þig. Oft og
iðulega fómm við saman í bíltúr. Þú
hafðir svo gaman af því, þú vildir fá
að fylgjast með þvi sem var að ger-
ast í kring. Svo var oft endað á því
að fá sér ís.
Þú hafðir mikið gaman af bömum
og dóttir okkar Búa, hún Elvý Rut,
fékk að kynnast þér. Það var svo
gaman að sjá hvað hún var hrifm
af þér, oft sat hún í fanginu á þér,
talaði og brosti til þín. Þegar við svo
gistum þá fékk hún alltaf að kúra
uppi í rúminu þínu áður en hún kyssti
þig góða nótt.
Þú varst duglegur að fylgjast með
og vildir alltaf fá að vita hvemig öll-
um gengi og hvort maður hefði það
ekki gott og liði vel.
Þú varst alveg einstakt snyrti-
menni, þú lagðir mikið upp úr því
að vera fínn og hreinn og alltaf var
gott að fínna góðu lyktina þína. Það
var mikið gaman að fá að leiðbeina
og segja þér tii þegar þú spurðir
mann álits ef þú varst t.d. að fara
eitthvað og spurðir hvort fötin myndu
nú ekki örugglega passa saman, enda
var það líka gagnkvæmt þegar ég
var að fara eitthvað eða var nýbúin
að fá mér fót, að maður klæddi sig
í þau og sýndi þér og bað þig að
dæma.
Þú sagðir manni oft hvað þú hefð-
ir það nú gott, allir væru svo góðir
við þig og hvað þér liði nú vel, þú
varst með alla í kringum þig og þú
naust þess. Þú varst alltaf svo þakk-
látur fyrir allt ef eitthvað var gert
fyrir þig, hvort sem það var stórt eða
smátt. Enda var það líka gagnkvæmt
því þú vildir allt fyrir alla gera.
Elsku afi, við söknum þín mikið,
þú gafst okkur svo mikið, þetta er
búinn að vera dýrmætur tími sem
þú varst meðal okkar. Við munum
varðveita minningu þína og ég bið
Guð og góðu englana að passa þig
og vera hjá þér.
Þín
Steinunn Björk.
Hann afi er dáinn. Auðvitað átti
ég von á því að hann afí færi frá
mér, en mikið er það samt sárt. Hann,
97 ára gamall, alltaf svo hress, alltaf
svo gott að koma til hans inn í her-
bergi, finna góðu lyktina, fá nammi
og spjalla. Ég naut þeirra forréttinda
að alast upp með afa og bömin mín
hafa líka fengið að njóta þess.
Síðustu mánuðimir þínir em mér
dýrmætir. Þá vomm við alltaf saman
eftir hádegi. Við sátum inni í stofu,
fengum okkur kaffi eftir matinn og
spjölluðum.
Mikið var erfiður dagurinn þegar
þú fórst á spítalann, tómið sem kom
verður erfítt að fylla. Öll litlu bömin
sem þér þótti svo vænt um eiga erf-
itt með að skiilja af hveiju afi er
ekki lengur í herberginu sínu og á
ekki lengur nammi í skápnum handa
þeim. Þetta verða tómleg jól og ára-
mót hjá okkur því þú varst svo mik-
ill partur af okkar lífí. Frá því ég
man eftir mér sátum við saman inni
í stofu og horfðum á sjónvarpið þeg-
ar gamla árið kvaddi og nýja árið
kom. Þetta var alltaf mjög hátíðleg
stund.
Elsku mamma og pabbi, þetta em
erfíðar stundir hjá ykkur en við
styrkjum hvert annað og kveðjum
yndislegan afa með miklum söknuði.
Elsku afi minn, ég vil kveðja þig
með orðunum sem þú sagðir alltaf
við okkur á kvöldin áður en við fómm
að sofa: Guð og góðu englamir veri
með þér.
Þín,
Erla Guðlaug.
ANNA AGUSTA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Ágústa
Jónsdóttir
fæddist að Miðkoti,
Vestur-Landeyjum,
29. ágúst 1901. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
sunnudaginn 23.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Elín
ísaksdóttir, f. 22.
ágúst 1879, d. 1964,
og Jón Tómásson,
f. 8. apríl 1877, d.
1970. Ágústa var
elst sex systkina og
eru tvær systur hennar látnar.
María, f. 10.6. 1911, d. 1982,
og Guðlin, f. 14.10. 1903, d.
1992. Þau sem nú kveðja systur
sína eru: Ingibjörg, f. 26.6.
1906, búsett á Hvollsvelli. Sal-
vör, f. 2.8.1912, búsett í Reykja-
vík. Jón, f. 13.1. 1920, búsettur
í Hvítanesi, Vestur- Landeyj-
um.
Ágústa missti eiginmann
sinn, Kristin Þorsteinsson, 30.
des. 1983. Hann var fæddur á
Álfhólahjáleigu 19. mars 1899
og eignuðust þau sjö börn, þau
eru: 1) Tómás, f. 16. sept. 1920,
búsettur í Miðkoti, ókvæntur.
2) ísak f. 4. júní 1923, d. 26.12.
1984. 3) Sigríður, f. 29. maí
1925, giftist Karli Vilmundar-
syni, f. 6.12. 1909,
d. 1983, núverandi
sambýlismaður
Haraldur Brypjólfs-
son, f. 24.5. 1922, og
eru þau búsett i
Reykjavík. 4) Guðl-
ín, f. 20. sept. 1926,
gift Krístjáni B.
Guðjónssyni, f. 15.
sept. 1920, búsett í
Reykjavík. 5) Karl,
f. 15. febr. 1928,
kvæntur Bjarndisi
Friðriksdóttur, f.
18.12. 1927, búsett í
Reykjavík. 6) Þor-
steinn, f. 25. ágúst 1931, d. 1932.
7) Ásdís, f. 7. júlí 1942, gift
Þóri Ólafssyni, f. 16.4. 1943,
búsett í Miðkoti. Bamabörn eru
10, barnabamabörn eru 16 og
bamabarnabamaböm em 8.
Þau Ágústa og Kristinn gift-
ust 17. maí 1921 og hófu þá
búskap í Miðkoti og bjuggu þar
allan sinn starfsaldur eða þar
til yngsta dóttir þeirra, ásamt
eiginmanni sínum, tók við búinu
í Miðkoti 1972. Ágústa dvaldi
síðustu árín á dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, eða frá
árinu 1989.
Útför Ágústu fer fram frá
Akureyjarkirkju, Vestur-Land-
eyjum, í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.00.
Amma Ágústa er dáin.
Ég er ein af þessum heppnu
Reykjavíkurdætrum sem hef átt
mér sæluskjól í sveitinni, Miðkoti
í Landeyjum. Þegar ég kom fyrst
að Miðkoti 1967 réðu þar ríkjum
hjónin Kristinn Þorsteinsson og
Anna Ágústa Jónsdóttir, þau voru
þá komin af sínu léttasta skeiði
enda orðin amma og afi fyrir mörg-
um árum. Langamma mín, Ingi-
björg, og móðir Ágústu, Elín, voru
systur og hafði faðir minn dvalið
mörg sumur í Miðkoti sem barn
og þannig æxlaðist það að við
systkinin vorum mikið í Miðkoti á
sumrin, við systumar fyrst og síð-
ar bræður mínir. Það var mikið
vel tekið á móti okkur og ekki leið
á löngu að við fórum að kalla
Ágústu og Kristin ömmu og afa.
Við vorum ekki beysnar sveita-
stúlkur til að byija með og er það
mér mjög minnisstætt hve vel
amma gætti okkar á öllum þeim
mismunandi hættum sem víða var
að finna kringum bæinn. En við
lærðum fljótt og fyrr en varði var
hægt að nota okkur í smásnúninga
og var það þá gjaman svo að syst-
ir mín Steinunn fylgdi ömmu í
hennar verkum og ég afa. Amma
og Steina brölluðu mikið í eldhús-
inu og náðu þær ótrúlega vel sam-
an. Ógleymanlegar era mér stund-
irnar sem þær vora að baka pönnu-
kökur og vaska upp saman, nánast
var það stundum að þær læsu hug
hvor annarrar. Amma yppti öxlum
og kímdi þegar maður ætlaði að
komast inn í verk þeirra og fljótt
skildist að ekki væri hjálpar þörf.
Þetta passaði mér ágætlega enda
undi ég mér vel við hlið afa í úti-
störfunum.
Eitt af einkennum ömmu var
sem áður sagði að yppa öxlum og
kíma, en hún átti það til að vera
dálítið stríðin. Eitt sinn fann ég
mjög fyrir stríðni hennar, ég hafði
átt í smáútistöðum við barnabarn
hennar, Erik, en á þeim tíma kýtt-
um við töluvert og man ég enn í
dag hvernig hún kímdi og sagði:
„Ef þið verðið ekki hjón þá er ég
illa svikin.“ Hvernig gat hún amma
sagt nokkuð svo fjarstætt. En viti
menn, amma gamla hafði rétt fyr-
ir sér og eftir nokkurn tíma sner-
ist samband okkar Eriks og erum
við hjón frá 1979.
Ömmu þótti alltaf gaman að fjöl-
skyldumótum, naut þess að heyra
fréttir af afkomendum sínum og
var hrókur alls fagnaðar þegar
bömin, bamabömin og bama-
bamabömin hittust. Þannig var
það orðinn vani að fjölskyldan hitt-
ist á höfuðdaginn í Miðkoti á af-
mælisdegi hennar og var þá gjam-
an mikið kveðist á, sungið og hleg-
ið. Til marks um hvemig amma
var era ekki nema 3 ár síðan hún
settist upp í söðul á hesti og sýndi
börnunum hvemig riðið var í gamla
daga, 93 ára gömul.
A þessum fyrstu árum mínum í
Miðkoti bjuggu enn bömin þeirra,
ísak, Tómas og Ástdís heima í
Miðkoti. Guðlín, Sigríður og Karl
bjuggu í Reykjavík, en einn dreng,
Þorstein, misstu þau ungan.
Bamabörnin úr Reykjavík vora
sumarböm þeirra og oft var fjöl-
mennt við eldhúsborðið. Það var
því ærið starf hjá ömmu og afa
að halda utan um allt fólkið og
nú sem fullorðinni skil ég varla
hvemig hægt var að leysa öll þessi
störf. En þau áttu góða að og má
þá ekki gleyma Ástdísi sem alla
tíð stóð foreldrum sínum við hlið
sem stytta og Tomma sem sérstak-
lega í seinni tíð hefur verið ömmu
mikil stoð. Samband ömmu og afa
var líka þess eðlis að allt sem gert
var í Miðkoti var gert af þeim sam-
eiginlega og var samband þeirra
mjög náið. Hún las fyrir hann á
kvöldin, hann aðstoðaði hana við
undirbúning matseldar, hún eldaði
grautinn eins og hann vildi hafa
hann og hann passaði að hún væri
ekki ein. Svona mætti lengi telja.
Það var því erfitt fyrir ömmu þeg-
ar afí dó 1983, lífsfélaginn góði.
En aldrei heyrðist kvart né kvein
og öllum til mikillar undranar tók
gamla konan sig upp frá Miðkoti
nokkram áram síðar og fór á elli-
heimilið á Hvolsvelli, hvar hún
dvaldi til dauðadags.
Það er margs að minnast frá
Miðkoti, ógleymanlegar stundir og
verður nafn ömmu Ágústu alltaf
tengt þeim minningum. Megið þið
hvíla í friði amma og afi, saman
að nýju.
Margrét I. Hallgrímsson.
Að eiga ömmu eins og amma
var er það bjarg sem alltaf er til
staðar, traust og óhagganlegt. Nú
hefur hún amma lokið lífshlaupi
sínu. Bjargið er hjúpað góðum
minningum um konu sem var föst
fyrir og tók hlutunum eins og þeir
komu fyrir hveiju sinni. Hún bar
ekki tilfínningar á torg meðbræðra
sinna, heldur var sú stoð sem stóð
með ótrúlegum viljastyrk, ákveðni
og fastheldni um þá umgjörð sem
lífið gaf og lífið tók.
Þegar við barnabörnin voram í
sveitinni hjá ömmu og afa vora
það dagar þroska og uppbygging-
ar. Afí var hin dagfarsljúfi maður
sem böm hændust að og leituðu
til, en eftir að við stækkuðum og
fengum sýn á lífið, sáum við að
styrkurinn hans var til ömmu sótt-
ur. Þar var bjargið hans afa, sem
við krakkamir höfum tæplega skil-
ið í amstri hvunndagsleikans. Nú
er hún amma búin að fá hvíldina
löngu. Hún hafði skap sem var
meitlað aga og sjálfsstjóm, þó kom
upp stríðni og kankvísi þegar færi
gafst, en fáir komust að innsta
hjartslætti auðmjúkrar konu er bar
allt það sem að höndum bar með
æðraleysi og íhugun. Það er slík
persóna er skilur eftir djúp spor í
minningunni. Það er við tímamót
lífs og dauða er manni verður ljóst
að þar fór klettur, bak við ský
ódauðleikans, fyrir þá er henni
kynntust og náðu ástúð hennar og
væntumþykju.
Amma fæddist í Miðkoti og var
af þeirri kynslóð sem fékk þau
tækifæri að ala allan sinn aldur í
sömu sveit á sama bæ. Afí kom
sem kaupmaður að Miðkoti og ást-
in spurði ekki um tign né stöðu
þá, frekar en nú. Eftir að amma
og afí háðu krappan leik við að
sanna sig og sitt, hófu þau bú-
skap, fyrst á hluta Miðkots, en
síðan var jörðin öll þeirra og þar
háðu þau sína lífsbaráttu. Hægt
og bítandi óx búið, það vora átök
á þeim áram að byggja upp allt
er til þurfti. Þeir tímar fóra í hönd,
þegar amma og afi hófu búskap
að rækta varð tún, vélvæða bú-
skapinn, byggja öll hús, bæði fyrir
menn og búsmala. Lífsbaráttan
varð hörð og óvægin. Það þurfti
ráðdeildarsemi og fyrirhyggju á
stækkandi heimili og starf hús-
móður var mikið, bæði utandyra
sem innan. Börnunum fjölgaði og
síðan fylgdu tengdabörn og bama-
böm. Amma tók tengdabömum
sínum opnum örmum og þau nutu
alltaf umhyggju hennar og ástúð-
ar. Þegar barnabörnin fóra að vera
hvert af öðra í sveit á sumrin hjá
afa og ömmu, vildi hún hafa reglu
á hlutunum og bætti þar með góð-
um þætti inn í uppeldi næstu kyn-
slóðar. Ég veit að við barnabömin
höfum margs að minnast frá vera
okkar f sveitinni. Þar hefur hver
og einn sitt að skynja og minnast.
Eftir að amma komst á efri ár gat
hún sýnt betur og betur hversu
sterk hún var, hversu vænt henni
þótti um það umhverfi sem lífið
bjó henni. Hún hafði aldrei mörg
orð um hlutina. Kom til dyranna
af ró og æðraleysi. Hennar verður
ætíð minnst af þeim sem henni
kynntust á langri ævi, sem þraut-
seigrar og yfírvegaðrar persónu.
Amma er nú kvödd með þakklæti
fyrir sinn stóra skerf til lífsins.
Bamabömin og makar þeirra
þakka gengna daga og umhyggj-
una á liðnum, mörgum árum.
Fyrir hönd okkar systkinanna
Jónu, Eriks og Erlu,
Kristinn Kristjánsson.
Fóstra mín - hún Gústa í Mið-
koti sem hún var gjarnan kölluð -
er fallin frá í hárri elli og eftir
baming gegn ýmsum sjúkdómum
hin síðari ár - nú seinast heilab-
læðingu. Hvorki var kvartað né
kveinað - heldur tekið með sama
æðraleysi og auðkenndi lífshlaupið
allt - frá fargi frumbýlisáranna
að lokum ellidvalar á Hvolsvelli,
þar sem hún bjó seinustu árin í
nánd systur sinnar Ingibjargar og
nú seinast ásamt Tómasi syni sín-
um.
Hún giftist ung Kristni Þor-
steinssyni sem löngu er látinn og
bjuggu þau alla tíð í Miðkoti í
Vestur-Landeyjum.
Hvílík umskipti frá frumbýlisár-
um - þegar eldað var yfir taði -
ekkert „rafurmagn" - engir vegir
- aðeins keldur og fen - talsími
enginn og verslun sem þá var að- *
eins vöraskipti - út til Vestmanna-
eyja. Hvarvetna var kargaþýfi og
tún lítt sléttuð. Við þessar aðstæð-
ur þurfti margar hendur til starfa
enda urðu bömin 7 hvar af 6 kom-
ust upp - auk mín sem var aðeins
sumarlangt í allmörg ár.
Gústa tók mér strax sem sínum
og hef ég notið þeirra ára til þessa.
Henni og Kristni þakka ég vega-
nestið og bið blessunar þeim er
eftir lifa.
Jón Þ. Hallgrímsson.
Mig langar með fáeinum orðum
að minnast ömmu Ágústu sem nú
er látin. Fyrir greiðvikni og góð-
vild hennar og afa Kristins (en þau
vora kölluð afí og amma af öllum
barnaskaranum í Miðkoti) fengum
við systkinin tækifæri til að kynn-
ast sveitalífinu í Vestur-Landeyj-
um. Þau hjón voru þá farin að
reskjast en nutu dyggrar aðstoðar
Ásdísar dóttur sinnar og eigin-
manns hennar Þóris Ólafssonar
sem síðar tóku við búskapnum.
Ég á mínar bestu æskuminning-
ar úr sveitinni. Mikil var tilhlökk-
unin að komast þangað að loknum
skóla á vorin. Þar naut ég frelsis,
víðáttu og fegurðar fjallanna á
Njáluslóðum. Eg lærði þar margt
til verka, úti sem inni, sem reynst
hefur dýrmætt veganesti síðar.
Amma var hlý og hjartagóð
manneskja. Hún var trúuð og í
eðli sínu varkár. Hún forðaðist ein-
veru og naut sín í félagsskap. Hún
hafði einnig gaman af að gantast
og gerði það á sinn sérstaka hátt
sem allir sem hana þekktu kunnu
vel að meta. Hún hafði yndi af að
fylgjast með mannlífinu í sveitinni
og var áhugasöm um hagi ann-
arra. Hún var nærgætin og bar
mikla umhyggju fyrir börnum og
reyndist þeim vel í hvívetna. Ég
sé hana fyrir mér þar sem hún
situr með bamabam í kjöltu sér
raulandi vísur sem glöddu bams-
sálina.
Hún kenndi mér ýmislegt, m.a.
að baka pönnukökur og flatbrauð;
en með henni gafst mér einnig
kostur á að spreyta mig á ýmsu
öðra, m.a. eldamennsku, og var
þá ómetanlegt að njóta hvatningar
og nærvera hennar. Það vakti at-
hygli mína og forvitni að heyr^ -
hana segja frá liðinni tíð, enda
hafði hún séð miklar breytingar í
búskaparháttum á langri ævi sinni.
Amma Ágústa og afí Kristinn
vora ákaflega samrýmd og studdu
hvort annað af mikilli einlægni. í
Miðkoti var oft fjölmenni, enda
hjónin gestrisin og hýstu margan
aðkomumanninn. Þá var stundum
sungið, dansað og hlegið fram á
nætur og tóku ungir sem aldnir
þátt í gleðskapnum. Árlega var
komið saman á afmæli hennar í lok
sumars og hélt hún síðast upp á
stórafmæli sitt þegar hún var ní-
ræð. Var hún þá ótrúlega em og
vel á sig komin. Eftir að hún flut(^
á elliheimilið á Hvolsvelli sóttum
ég og fjölskylda mín hana nokkram
sinnum heim og tók hún ætíð vel
á móti okkur með kaffí og tilheyr-
andi.
Þótt eitt sinn skuli hver deyja,
er alltaf sárt að sjá á eftir þeim
sem manni þykir vænt um.
Minningin um góða konu lifir.
Hvíli hún í friði.
Steinunn Jónsdóttir,
Manchester.