Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 66

Morgunblaðið - 06.12.1997, Page 66
( 66 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólasveinar koma í Kringluna ÁTTA jólasveinar koma í Kringluna í Reylqavík á laug- ardag og verða þar kl. 13.30. í frétt frá Kringlunni segir að jólasveinamir ætli að koma úr Esjunni um hádegisbil á laugardag. Þeir ferðist á hey- vagni og dráttarvél sem þeir fengu lánaða hjá bónda á Kjal- arnesi. Jólasveinarair verði á Ártúnshöfðanum um kl. 12.30 og fari í lögreglufylgd eftir Miklubraut í Kringluna. Þeir muni skemmta á Kringlutorg- inu og heilsa upp á bömin í Kringlunni. Einnig segir að jólasveinara- ir hafi áformað að kaupa jóla- gjafir í Kringlunni, til að gefa börnunum í skóinn fyrir jólin, en noti tækifærið af og til all- an daginn til að skemmta krökkunum. Nokkrir jólasveinar verða einnig á ferðinni á sunnudag og skemmta bömum kl. 13, 13.45 og 14.30. Afgreiðslutími Kringiunnar hefúr verið lengdur fyrir jólin og er nú opið alla daga til jóla. Em verslanir opnar laugardag frá kl. 10 til 18 og á sunnudag frá kl. 13 til 18. Mjallhvít í Ævin- týra-Kringlunni Klukkan 14.30 á laugar- dag sýnir Furðuleikhúsið leik- ritið Mjallhvít og dvergam- ir sjö í Ævintýra-Kringl- unni, sem er bama- gæsla og listasmiðja fyr- ir böm á aldrin- um 2-8 ára og er á 3. hæð í Kr- inglunni. Leikarar eru Margrét Pét- ursdóttir og Ólöf Sverrisdótt- ir og leika þær öll hlutverk- in. Gunnar Gunnsteins- son er leikstjóri og lokalag- ið samdi Ingólfur Steinsson. Ævintýra-Kringlan er op- in frá kl. 14 virka daga frá kl. 10 laugar- daga og frá kl. 13 sunnu- daga fram að jólum. SVR tekur í notkun nýjan liðvagn Uppfyllir ströngustu kröf- ur um mengimarvarnir SVR tók í gær í þjónustu sína 150 farþega liðvagn. Vagninum er ætlað að koma til móts við það mikla álag sem er á annatímum SVR en algengt er að nauðsynlegt sé að láta vagna fylgja bílum af hefðbundinni stærð svo hægt sé að flytja alla þá farþega sem vilja komast leiðar sinnar á þeim tíma. Samkvæmt upplýsingum frá SVR uppfyllir liðvagninn ströngustu kröfur varðandi mengunarvarnir, Euro II staðal, en sá staðall tekur gildi árið 1998. Einnig er vagninn útbúinn með tölvustýrða olíugjöf sem tryggir hagkvæmustu brennslu miðað við aðstæður og dregur þar með úr loftmengun. Liðvagninn mun verða á leið 12 sem ekur írá Hlemmi í Breiðholt og þjónar þar Hóla- og Fellahverfi. Hann er af gerðinni Scania CN113ALB og vegur hann fullhlaðinn 26.000 kg. Tekur í allt 150 farþega, þar af 59 í sæti. Vélin er sérstaklega hljóðeinangruð, gírkassinn er með spólvörn og er vagninn með ABS bremsukerfi. Vélin er 235 kW eða 320 hö. Tvöfalt gler er í rúðum og sæti plussklædd. Karlar ræða um sjó- mennsku og karlmennsku FJÖLSKYLDUKARLINN, úti- legukarlinn, hvemig eiga pabbar að vera? Þetta er meðal viðfangsefna á ráðstefnu sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gengst fyr- ir í dag. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Drengir góðir, karlar tala við karla um karla“. Á ráðstefnunni er lögð sérstök áhersla á málefni karla í verkalýðs- hreyfingunni. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyja- fjarðar, fjallar um hvernig það er fyrir sjómanninn að vera margar vikur á sjó fjarri fjölskyldu og koma heim í stutta stund. Hann skoðar þetta frá sjónarhóli sjó- mannsins og veltir fyrir sér áhrif- um þessa vinnufyrirkomulags á fjölskylduna. Snorri S. Konráðsson, fram- kvæmdastjóri MFA, fjallar um karlinn sem fyrirmynd og upp- alanda, en Snorri starfaði í mörg ár sem bifvélavirki. Ingólfur Gíslason, hjá Jafnréttisráði, kallar erindi sitt fjölskyldukarlinn. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur nefnir sitt erindi, karlar í augum karla. Astráður Haraldsson, lögmaður ASI, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, fjalla um karla í kjarasamningum og lögum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Jámblendifélagsins, spyr í sínu erindi, er líf eftir starfs- lok? Þá spyr Karl Ágúst Úlfsson, karlmennska, hvað er nú það? Skotið verður inn skemmtiatrið- um á milli erinda. Sigurður G. Tómasson, sem séð hefur um undirbúning ráðstefnunn- ar, sagði að á ráðstefnunni væri ætlunin að ræða mál sem karlar hefðu ekki fjallað mikið um á opin- berum vettvangi fram að þessu. Hann sagðist hafa orðið var við mik- inn áhuga á viðfangsefninu og greini- legt væri að karlar í verkalýðshreyf- ingunni, sem og aðrir, væru tilbúnir til að fjalla um þessi mál. Ráðstefnan er öllum opin. Hún hefst í dag kl. 9:00 í Borgartúni 6 og henni lýkur á hádegi. MYNDIN er tekin við afhendingu tækisins og þar sjást fulltrúar samtakanna og Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka. í fremstu röð á myndinni eru frá vinstri: Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, Grétar Ólafsson yfirlæknir, Bjami Torfason yfirlæknir og Gísli Eyland, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. Blóðflæðimælir að gjöf HINN 28. október sl. færðu Lands- samtök hjartasjúklinga og íslands- banki hjartaskurðdeild Landspítal- ans að gjöf blóðflæðimæli. „Tækið er meðal annars notað í hjartaskurðaðgerðum við mælingar á blóðstreymi í nýjum kransæða- LEIÐRETT Listmálaraþankar í FRÉTTATILKYNNINGU um upplestur á Súfistanum í blaðinu á fimmtudag misritaðist nafn bókar Hjörleifs Sigurðssonar. Bókin heitir Listmálaraþankar. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Hjónaminning í BLAÐINU á fimmtudag urðu þau mistök í vinnslu minningargreinar um Stefán Gíslason og Guðlaugu Katrínu Kristjánsdóttur eftir Guð- rúnu Huldu að upphaf greinarinnar féll alveg niður. Er það rétt svona: „Nú fækkar þeim óðum hinum græðlingum og eykur það enn frekar öryggi og árangur þessara aðgerða. Deildin hafði ekki fé til kaupa á tæk- inu sem er rpjög dýrt og kemur gjöf- in sér því ákaflega vel,“ segir í fréttatilkynningu frá Landspítalan- gömlu fi-umbyggjum Kópavogs. Einn þeirra, Stefán Gíslason húsa- smiður, er látinn á 89. aldursári...“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. Heima er best VEGNA fréttar er birtist í blaðinu um verslunina Heima er Best sem er ný húsgagna- og gjafavöruverslun og opnaði á Selfossi þann 1. nóvem- ber sl. skal tekið fram að verslunin er ekki umboðsaðili fyrir neina aðra verslun. „Heima er Best“ selur hús- gögn frá Delí og Mira. Einnig selur verslunin gjafa- og smávörur frá hinu sænska merki, Sia. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Sólveig Ósk Hallgrímsdóttri og Gísli Þór Guðmundsson. Jólafund- ur um Ave María AVE María er yfirskrift jólafundar Félags íslenskra háskólakvenna í ár en hann verður haldinn sunnudag- inn 7. desember kl. 15 í Þingholti, Hótel Holti. Þar mun Jón Stefánsson org- anisti fjalla um lofsönginn til Maríu guðsmóður en hún hefur orðið flest- um tónskáldum erlendum sem og innlendum yrkisefni. Hér er ef til vill um dulbúna ást á mæðrum þeirra að ræða. Ýmist styðja þeir við texta latensku bænarinnar eða aðra texta hinna ýmsu ljóðskálda. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óp- erusöngkona syngur nokkrar Marí- ur en hún er einmitt núna að gefa út geisladisk sem á eru einar fjórar Maríur. Fundir félagsins eru öllum opnir. Mosfellsbær Kveikt á jóla- trénu í dag KVEIKT verður á jólatré Mosfell- inga við Þverholt í dag. Athöfnin hefst kl. 16.30. Við athöfnina leikur Skólahljóm- sveit Mosfellsbæjar jólalögin, skóla- kór Varmárskóla kemur og syngur nokkur lög og von er á jólasveinum í heimsókn með glaðning í pokahorn- inu. Þá verður einnig flutt_ stutt ávarp og síðan ljósin tendruð. í lokin verður síðan dansað í kringum jóla- tréð og jólalögin sungin og leikin. um. HEIMILISLAUSIR kettir í Kattholti. Basar í Kattholti KATTAVINAFÉLAG íslands heldur árlegan jólabasar í Kattholti í Stangarhyl 2, sunnudaginn 7. desember kl. 14. Boðið verður upp á kaffi. Allur ágóði rennur til líknarstarfsins í Kattholti. J ólamerkispj öld Hvítabandsins HVÍTABANDIÐ, líknarfélag, gefur út í fyrsta sinn jólamerkispjöld. Um er að ræða fimm myndir sem ís- lenskar myndlistakonur hafa gefið félaginu. Það er Sjá, nóttin er á enda og Umhyggja eftir Þórdísi Elínu Jóelsdóttur, Keilir eftir Dröfn Guðmundsdóttur, Jólatré eftir Ásu Ólafsdóttur og Jólatelpa eftir Ásdísi Sigurþórsdóttur. Merkispjöldin eru seld 10 í pakka á kr. 200 og fást í Listakoti, Lauga- vegi 70, Grafíkverkstæðinu, Þing- holtsstræti 5, Óskablóminu, Hring- braut, Thorvaldsensbazar, Austur- stræti 4, Ull og gjafavörum, Hótel Sögu, Tímadjásni, Grímsbæ, Úra- og skartgripaverslun P.R. Heide, Glæsibæ, Gullsmiðju Óla, Hamra- borg, Kópavogi, og í verslunum Hvítabandsins að Aflagranda 40 og Furugerði 1 og einnig hjá félags- konum. Allur ágóði rennur til líkn- armála. Franskur vín- smökkunarsér- fræðingur með kynningu KAMPAVÍNSSMÖKKUN verður í Sunnusal Hótels Sögu sunnudaginn 7. desember kl. 18 á vegum Matar- og vínklúbbsins Sunnan sjö. I tilefni þess er staddur hér á landi útsendai-i franskra vínútflytjenda, Jörgen La Cour Harbo vínsmökkunarsérfræð- ingur, og sér hann um smökkunina. Fræðslan er öllum opin og er þátt- tökugjald 2.000 kr. Kvikmyndasýn- ingar fyrir börn KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 7. desember verður sænska myndin „Jul och Juveler- Ture Sventon" sýnd en hún segir frá Ture Sventon, færasta einkaspæjara Svíþjóðar sem er kallaður til að leysa gátuna um innbrotið hjá skartgripa- salanum Eriksson. Myndin er með sænsku tali og er sýningartími 101 mínúta. Lifandi tónlist á Súfistanum LIFANDI tónlist verður leikin fyrir gesti Súfistans og bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18, Reykjavík, í dag milli kl. 15 og 18. Að þessu sinni mun Ingunn Jóns- dóttir, þverflautuleikari úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík, leika frá kl. 15 en þar á eftir mun strengjakvar- tett Tónlistarskólans taka við með léttri klassískri tónlist. Kvartettinn skipa fiðluleikarinn Kristín Björg Ragnarsdóttir og María Huld Sig- fúsdóttir, víóluleikarinn Valgerður Ólafsdóttir og sellóleikarinn Sólrún Sumarliðadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.