Morgunblaðið - 06.12.1997, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ
;76 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
Morgunblaðið/Golli
Hvaðan kemur
þessi unaðs-
lega tónlist?
TÓrVUST
Geisladiskur
BLUE
Tvöfaldur geisladiskur hljómsveitar-
innar Pornopop sem skipuð er Pétri
Jóhanni Einarssyni og Ágústi Arnari
Einarssyni. Lög á diski 1: Pétur og
Ágúst. Textar: Pétur. Lög á diski 2
eftir Pétur. Upptaka og hljóðblönd-
un: Árni Gústafsson, Pétur og Ágúst.
Hljómsveitin gefur sjálf út. 1.899 kr.
31 min. (diskur 1) 50 min. (diskur 2).
JÁ DETTA mér nú allar lýs af
höfði, dauðar jafnt sem lifandi.
Hljómsveitin Pornopop hefur skot-
ist fram á sjónarsviðið fullmótuð
með eina albestu íslensku plötu árs-
ins. Tónlistina má kalla þungapopp,
drungalega og sorglega á köflum,
tilraunakennda með fljótandi og
rifnum gítar undir rafrænum
trommutakti. Ýmiskonar skrýtin
hljómborð og söngur á heimsmæli-
kvarða.
Sumir hafa líkt Pornopop við
hljómsveitina U2, en slíkur saman-
burður er að mínu viti ekki við hæfi.
Jú, víst minnir raust Péturs söngv-
ara á Bono, en tónlistin er mun
metnaðarfyllri og frumlegri en hjá
gömlu köllunum írsku. Nær væri að
bera Pornopop saman við Radio-
head, þá frábæru Oxford-sveit,
enda er greinilegt að Pornopoppar-
ar hafa hlýtt á sitthvað af afurðum
hennar.
Platan hefst með krafti á laginu
Fashionably Thin og þar með er
maður rifinn inn í heillandi heim
„Klámpoppsins". Hljómkaflann
undir erindinu minnir á Frank
gamla Black, enda er trixið hans
notað, síðasta taktinn vantar í
hljómaganginn. Millikaflinn er aftur
í anda sveitarinnar My Bloody Va-
lentine; hljómveggur. Þvílík byrjun.
Svo kemur lagið Hangover You,
sem byrjar á xýlófón-stefi en breyt-
ist snögglega þegar gítararnir og
söngurinn hellast yfir hlustandann.
Xýlófónninn hverfur þó ekki. í lag-
inu You and Me nýtur baritónrödd
Péturs sín vel. Orifinn rafgít-
arryþmi og fljótandi geimhljóm-
borð. Bassinn spilar eigin laglínu.
My Bed = My Gravity er dimmt
og drungalegt þriggja hljóma lag
með gítarleik sem minnir á U2. Lag-
ið sjálft er hins vegar á allt öðrum
slóðum en tónlist þeirra skallapopp-
ara. Saints of Hanging Heads hefst
á píanóstefi en svo tekur kassagítar-
inn við. Staðfastur raftrommuryþmi.
Söngurinn minnir á Robert litla
Smith söngvara the Cure.
God Is My Dog er bara nokkuð
upplífgandi miðað við fyrri lögin,
þótt textinn bendi kannski í aðra átt;
hefst á línunni „I kill myself for
you“. Kannski er þetta lakasta lag
plötunnar, enda er viðlagið heldur
einhæft. Atomic Heartswing er að
miklu leyti instrúmental, nema í
framúrstefnulegum millikaflanum,
þar sem enskuframburðurinn er
ekki nógu góður. Have You Ever
Been In Mono? er tímabær spurn-
ing í frábæru lagi. Síðasta lagið heit-
ir Letter from the Edge og þar beita
þeir svipuðum brögðum og fyrr á
plötunni; láta gítarinn spila sama
hljóm á meðan bassinn breytist.
Diskur 2 er ekki síður mergjaður,
þótt hann sé í allt öðrum dúr. Þar er
að finna einskonar umhverfis- og
danstónlist, magnaða hljóðgjörn-
inga eftir Pétur.
Félagarnir í Pornopop gefa plöt-
una sjálfir út og það skiptir engu
máli að greinilegt er að hún er gerð
af vanefnum. Hljómurinn er ekki
sem skyldi og ýmsa hnökra má
heyra í hljóðfæraleik ef grannt er
hlustað. Þeir mega vera fyllilega
ánægðir, því skífan atarna er ein sú
albesta á árinu.
Ivar Páll Jónsson
Jóíaveisfa
Danskur jólamatur kr. 1.490,-
Lambalæri bearnaise 790,-
Viðar Jónsson skemmtir til kl. 03.
O
Catatma
!tíammí)org 11,
sími 534 2166
FÓLK í FRÉTTUM
Draugar í farteskinu
NÚ UM sinn hafa báðar sjón-
varpsstöðvarnar, sú sem er í eigu
ríkisins og hin í eigu Jóns Ólafs-
sonar og Chase Manhattan,
keppst við að sýna landsmönnum
þætti, sem eru einskonar amerísk
útgáfa af vísindalegum drauga-
gangi. Þátturinn nefnist Ráðgát-
ur og er ekki illa gerður. Hann
virðist svo vinsæll
að ekki dugir
minna en hafa
hann á báðum
stöðvum samtímis
og sýna að auki í tvígang hvern
þátt í ríkissjónvarpinu. Ung var
ég gefin Njáli sagði Bergþóra á
ögurstund. Þeir voru eitt sinn
ungir en eru nú farnir eða eru á
fórum, sem aldir voru upp við
draugatrú. Draugagang, á borð
við þann sem boðið er upp á í
Ráðgátum, hefði ekki verið hægt
að nefna annars heims athafnir
fyrstu áratugina eftir síðustu
aldamót hér á landi, hjá þjóð sem
„átti hann litla Loft“, sem stytti
dægrin fyrir Gvendi í Svefneyj-
um eða Glám sem Grettir glímdi
við svo hurðir gengu af stöfum,
en það var að vísu sænskur
draugur, sem lagst hafði í sósíal-
isma uppi á íslandi.
Draugar virðast misjafnir eftir
þjóðum. Bretar eiga drauga ekki
ólíka okkur. Þeir eiga líka eins
konar afturgengna hunda, eða
menn sem breytast í ferfætt dýr.
En frægastar eru vofur Breta;
ljóslíkamar sem líða um hallir
gamalla ætta jarla, hertoga og
baróna. Þessir draugar hafa að-
lagast hinni kunnu bresku stétta-
skiptingu, enda hefur ekki heyrst
af þeim meðal alþýðunnar. Aftur
á móti hafa draugar á íslandi
verið fram úr hófi stéttvíst al-
þýðufólk; varla að heyrst hafi að
þeir hafi sest upp hjá hreppstjór-
um eða oddvitum. Bandaríkja-
menn halda drauga, en þeir eru
eins konar afbrigði frá vísindun-
um. Samt hræðast þeir að úthluta
lóðum á gömlum og aflögðum
grafreitum
indíána, sem hafa
sýnt sig í að
sækja að íbúum
þeirra húsa, sem
þar hafa verið byggð. Þá fást þeir
við að reka út illa anda, bæði úr
húsum og fólki. Og dæmi eru um,
og skrifaðar um það bækur, að
heilu húsin séu haldin drauga-
gangi vegna voðaverka sem þar
hafa verið framin. Fasteignamat
þeirra mun hafa lækkað eitthvað
af þeim sökum.
Vinsældir þáttarins Ráðgátna
hérlendis munu stafa að ein-
hverju leyti af því, að þjóðin
saknar draugagangsins gamla.
Hann kemur eflaust ekki aftur
frekar en húskuldinn og myrkrið,
þegar konur þorðu ekki í fjós að
mjólka af því Þorgeirsboli gæti
verið að þjónusta mjólkurkúna. í
staðinn fyrir hann er kominn
skrítinn mannskapur af öðrum
hnöttum með stór augu og sköll-
óttir. Þessir UFO’s eru heil at-
vinnugrein, að ekki sé sagt vís-
indagrein, og kansellí þeirra
vestra hafa ekki við að neita að
geimverur séu þegar komnar.
Hitt sakar svo engan, þótt gerðir
séu þættir fyrir almenning til að
halda honum við trúna. Við
þekkjum það héðan að almenn-
ingur vill trúa því
sem honum sýnist og gengur
bara fyrir þingið vilji þeir sem
betur vita ekki játa villur síns
vegar.
Nú er mikil auglýsinga- og
fréttatíð framundan í sjónvarpi
og verður svo framundir jól. Um
sinn hefur aðventan verið eins-
konar sjónvarpstími og hefur yf-
irleitt margt tekist vel í sjón-
varpsdagskrá fyrir og um jól. Um
jól fara menn með friði hver að
öðrum og leita hins betra í fari
manna. Talið er, vegna góðæris,
að verslunin verði meiri fyrir
þessi jól en áður og þess gætir í
auglýsingum sjónvarps, útvarps
og blaða. Sá sérsiður er enn í
gildi að gefa út bækur á þessum
árstíma. Blöð eru því full af bóka-
tíðindum, en sölutíminn er svona
tuttugu dagar. Sjónvörp eru treg
að minnast á bækur og þykja
þær léleg tíðindi, að því er virðist.
Um margt má bókin búa við
nokkra niðurlægingu. Kaupa-
héðnar hafa farið þannig með
hana, að strax í upphafi vertíðar
spyr fólkið hvenær eigi að lækka
verðið. Ekki er beðið eftir lægra
verði á annarri vöru. Síðan í janú-
ar eru óseldar bækur sendar til
baka og sjást varla meir fyrr en á
bókamörkuðum. Sú var tíð að
stolt þjóðarinnar bjó í bókum;
góðum eða vondum eftir atvikum.
Nú þykir það helst vænlegt fyrir
markað, sem snúið hefur baki við
bókinni, að skrifa sérkennilegan
texta um þá, sem ráða varla önd
eða æði. Sjónvarpið er einn
þeirra miðla, sem gæti snúið nið-
urlægingu í sókn.
Indriði G. Þorsteinsson.
SJONVARPA
LAUGARDEGI
JADA Pinkett er alsæl þessa dag-
ana enda á leiö upp að altarinu.
Sönn ást
LEIKKONAN Jada Pinkett þykir
ein heppnasta konan í Hollywood
um þessar mundir eða allt frá því
leikarinn Will Smith bað hennar nú
íyrir skömmu. Jada gengur nú um
með risastóran trúlofunarhring og
mun brúðkaupið verða snemma á
næsta ári. „Hann bað mín uppi í
rúmi. Spurði hvort ég vildi giftast
sér og sagðist ekki geta lifað án
mín,“ sagði Jada sem svaraði með
því að gráta og faðma sinn
heittelskaða. „Því næst trúlofuðum
við okkur og urðum ólétt en það var
alls ekki skipulagt.“ Parið hefur bú-
ið saman í tvö ár og höfðu einhverj-
ir látið sér detta í hug að eignar-
réttarlög Kaliforníu kæmu í veg
fyrir giftinguna en annað hefur
komið á daginn. Jada sagði Will
skömmu eftir bónorðið að hún
myndi fús skrifa undir hvern þann
hjúskaparsáttmála sem hann legði
fyrir hana. Eins og hjá sönnum
turtildúfum var ákveðið að enginn
sáttmáli skyldi gerður og greinilegt
að Will trúir á framtíð sína með
Jada því samkvæmt skilnaðarlög-
um Kaliforníu er eignum skipt til
helminga. Will Smith hefur leikið í
hverri stórmyndinni á fætur á
annarri og er löngu orðinn millj-
ónamæringur.
Sölumaður-
inn James
Bond
►MGM kvikmyndaverið,
sem framleiðir „Tomor-
row Never Dies“, er þeg-
ar búið að liala inn um
100 milljónir Banda-
ríkjadollara fyrir
myndina og það löngu
fyrir frumsýningu.
Hver er galdurinn? Jú,
að selja öðrum fyrirtækj-
um leyfi til að nota
Bond-nafnið til að
auglýsa vöru
sína, og
einnig að
láta fyr-
irtæki
borga
MGM ef
Bond notar til-
tekna vöru í
myndinni. Þegar 007
notaði BMW Z3 í „Gold-
eneye“ árið 1995 höfðu
sölumenn BMW varla við að
selja bilinn mönnum sem sáu
sig líklega í anda drýgja hetju
dáðir leyniþjónustumannsins
breska.
Fyrir þessi jól er Bond-nafnið
t.d. notað til að selja Ericsson
bflasima og Smirnoff vodka,
auðvitað í martini-blöndu.
Einnig koma Bond og Q við sögu
í auglýsingum fyrir Visa-kort,
og jafnframt má finna Pierce
Brosnan í Bond-gervinu í aug-
lýsingum fyrir L’Oreal snyrti-
vörur svo eitthvað sé nefnt.
HETJAN Bond auglýsir allt frá
snyrtivöruni til vodka.
Stutt