Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 78
MORGUNBLAÐIÐ v 78 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Fíflast án þess að fara yfír strikið > > Lygari Lygari (Liar Liar)__________________ Gainaiimynd ■k'kVz Framleiðandi: Brian Grazer. Leik- stjóri: Tom Shadyac. Handritshöf- undar: Paul Guay og Stephen Mazur. Kvikmyndataka: Russel Boyd. Tón- list: John Debney. 82 mín. Myndin er öllum leyfð. LIAR Liar segir frá sambandi lögfræðings við ungan son sinn. Lög- fræðingurinn, sem heitir Fletcher, lifir og hrærist í lygum og á það oft til að ljúga fólk fullt og skiptir það hann engu máli hvort hann gerir það í réttarsalnum fyrir framan dómara og kviðdóm eða hvort hann skrökvar að fyrrverandi konu sinni og syni. En hans lygaheimi er ógnað þegar konan hans fyrrverandi fær nóg af lygunum og ákveður að flytja burt með soninn. Auk þess verður Fletcher fyrir mjög óþægilegri reynslu sem hamlar honum að vinna starf sitt sem skyldi einmitt á þeim degi sem öll framtíð hans veltur á. Jim Carrey er öllum kunnur fyrir fíflalæti sín í gegnum tíðina, og hefur hann oft átt góða spretti, en nýlega hefur hann ekki verið að gera neitt góða hluti þar til nú. Liar Liar er sennilega besta mynd Carreys á eft- ir Ace Ventura 1 og notar hann tækifærið og fíflast að mestu án þess að fara yfir strikið. Aðeins einu sinni gerist það en það er í atriði í réttarsalnum seint í myndinni sem hann fer yfír strikið og fer að fara dálítið í taugamar á manni. En hann nær sér á strik og endirinn er væmin útkoma sem Carrey nær samt að gera dálítið asnalega og fyndna. Kvikmyndatakan ber mikinn keim af iðnaðar- ménnsku en skiptir það litlu máli í mynd sem þess- ari. Eins er leikstjórinn Tom Shadyac viljalaust verkfæri Carreys og virðist hann bara nokkuð sáttur við það. Hann er einn af fáum leikstjórum sem hefur getað LIABLIAR sætt siK við ... ... stjórnsemina í AMI^^I i-J: Carrey á tökustað ” því ekki beitt sínu hann líkt og hann gerði í framhalds- Ventura, þar sem hann lét reka hvern leikstjórann á fætur öðmm fyrir það eitt að vilja bara svolítið fá að stjórna einhverju. Tónlistin er eins og í öllum svona myndum. Gleðileg þegar eitthvað er fyndið og mjúk og fíngerð í væmnisköflum. Það er varla að mað- ur taki eftir henni. Þetta er ágætis afþreying: maður sest niður, slekkur á heilanum og setur spóluna í tækið. Ari Eldjárn Ari Eldjárn mun sjá um mynd- bandarýni ásamt Hildi Loftsdóttur og Ottó Geir Borg. Hann er 16 ára og stundar nám við Menntaskólann í Reykjavík. A n 3> Styrkjum konurtil þátttöku í ákvörðunum er varða líf þeirra sjálfra. • Aukin heilsugæsla, • betri menntun, • smálán til atvinnurekstrar og • réttindafræðsla bæta kjör kvenna og skila sér til barnanna og samfélagsins. w HJÁLMUTOFNUN KWKIUNNAR Fjáröflun Barnaheilla Skamm- degið boðið en fjöldi HATIÐIN Jólaperla Matthildar var haldin í Perlunni um síðustu helgi þar sem meðal annars fór fram fjársöfnun fyrir Bamaheill. Söfnunin fór þannig fram að gestir Perlunnar gátu keypt ljósaperur sem voru hengdar á jólatré fyrir utan Perluna og þannig lagt málstaðnum lið. Að sögn Kristínar Jónasdótt- ur framkvæmdastjóra Bamaheilla var söfnunin samstarfsverkefni Barna- heilla, Reykjavíkurborg- ar, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, útvarp- stöðvarinnar Matthildar og Perlunnar. Pening- amir sem söfnuðust renna til kaupa á ýms- um búnaði fyrir heimili Barnaheilla að Geld- ingalæk þar sem böm á aldrinum 6 til 12 ára dveljast til skemmri tíma. „Rafmagnsveitan og Reykjavíkurborg lánuðu jólatré og jóla- ljósin sem gestir Perlunnar keyptu og vora hengd á jólatrén. Hver ljósapera kostaði 300 krónur og við seldum á bilinu fimmtán hund- rað til tvö þúsund per- ur,“ sagði Kristín en þeir sem keyptu fleiri en eina peru fengu sérstakan af- slátt. Þetta er í fyrsta sinn sem fjáröflunarleið af þessu tagi er reynd á íslandi og ekki var annað að sjá en fólk kynni vel að meta framtakið. Heimili Barnaheilla hef- ur verið starfrækt í fimm ár og að sögn Kristínar er það hlutverk Bamaheilla að sjá um allan stofnbúnað á heimilinu og halda áfram að hlynna að því. Enn vanti þó ýmislegt og renna pen- ingarnir að öllum líkindum til kaupa á húsgögnum og öðram innanstokksmunum. „Þetta var mjög skemmtilegt og jákvæður ÁSGEIR Helgason starfsmaður sá um að perurnar færu Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rafmagnsveitunnar á réttan stað. kvnnf •• a J<s,apriunni Wo'nustu °rUrSlW^ ÍÞRÓTTAÁLFURINN úr Latabæ mætti í Perluna og kenndi krökkunum nokkur velvalin spor. andi ríkti í Perlunni. Við eram mjög þakk- lát öllum sem tóku þátt í þessu og sér- staklega Rafmagns- veitunni sem gaf alla sína vinnu og aðstoð," sagði Kristín. A Jólaperlunni var boðið upp á fjölbreytt _ skemmtiatriði þar sem Iþróttaálfurinn úr Latabæ kom fram, Skúli rafvirki, Snörurnar og Gaui litli auk þess sem nokkrir tónlistarmenn kynntu hljómplötur sínar. Einnig kynnti fjöldi fyrir- tækja vörar sínar og þjón- ustu og haldin var tísku- sýning. A hátíðinni var boðið til sölu Krakkalýsi en allur ágóði sölunnar rann til Barnaheilla. Það var því líf og fjör í Perlunni um síðustu helgi og ljóst að gjafmildi og skemmtun fara vel saman. lýst upp CAFÉ CAPRICE Glæsileg kaffivél sem sýður kaffið sjálf. Verð kr. 10.830. Úrval kaffivéla frá kr. 1.990. Fást víða um land. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 tt 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.