Morgunblaðið - 06.12.1997, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Leifsstöð stækkuð
Byrjað að
byggja á
rtpí næsta ári
RÍKISSTJÓRNIN ?amþykkti í
gær tillögu Halldórs Asgrímssonar
utanrfldsráðherra um að ráðast í
fyrsta áfanga stækkunar Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar og að
afla nauðsynlegra lántökuheim-
ilda. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist á næsta ári.
Fjárhagsgrundvöllur
stækkunar tryggður
Halldór Ásgrímsson segir að fjár-
hagslegur grundvöllur stækkunar
flugstöðvarinnar sé tryggður. „Okk-
ur hefur tekizt að auka tekjur flug-
stöðvarinnar verulega með útboð-
um og með því að nýta rými mun
: betur en áður. Miðað við þær áætl-
anir, sem nú liggja fyrir, á flugstöð-
in að geta greitt þær miklu skuldir,
■ sem þar hafa safnazt upp, til baka
og jafnframt staðið undir viðbótar-
fjárfestingu,“ segir ráðherra.
■ Flugvélastæði verða 22/6
Cöltur
Barði
Kópur
Bjargtangar
Hafís fyrir
Vestfjörðum
5. des. 1997
Hafísinn
kannaður
FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar
fór í eftirlitsflug á miðunum úti fyrir
Vestfjörðum í gær. Næst landi var
ísjaðarinn 42 sjómflur frá Straum-
nesi og 38 sjómílur frá Kópanesi.
Mikið var um nýmyndaðan ís og
fleka og einnig voru vakir og flákar
inni á milli, segir í skýrslu um haf-
ískönnun frá flugdeild Landhelgis-
gæslunnar.
Umsvif flugfélagsins Atlanta í Sádi-Arabíu
Samið um verkefni
fyrir 2,5 milljarða
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur á
morgun áætlunarflug innanlands í
Sádi-Arabíu samkvæmt samningi
félagsins við ríkisflugfélagið þar,
Saudi Arabian Airlines. Atlanta
hefur gert þrjá samninga um verk-
efni þar í landi að upphæð tveir og
hálfur milljarður króna.
Umsvif meiri en
nokkru sinni fyrr
Umsvif Atlanta í Sádi-Arabíu
verða á næstu mánuðum meiri en
nokkru sinni, segir í frétt frá félag-
inu og hefur verið samið um verk:
efni þar fyrir allt að fimm þotur. í
innanlandsfluginu fyrir Saudi Ara-
bian Airlines verður notuð þota af
Allt að fímm
þotur verða notað-
ar í verkefnin
gerðinni Boeing 737-300 sem leigð
er hjá þýska flugfélaginu Luft-
hansa.
Atlanta hóf í byrjun nóvember
áætlunarílug milli landa á vegum
Saudi Arabian Airlines með tveim-
ur Boeing 747 þotum. Flogið er frá
Jedda í Sádi-Arabíu til borga í
Austur-Asíu. Atlanta hefur áður
tekið að sér hliðstætt verkefni fyr-
ir ríkisflugfélag landsins en nú er
það stæiTa í sniðum en fyrr. í
fyrrra hófst millilandaflugið um
miðjan desember en nú í byrjun
nóvember.
Þriðji samningurinn tekur til svo-
nefnds kennaraflugs sem snýst um
flug með útlendinga sem búa í Sádi-
Arabíu héim til sín í leyfi og aftur til
baka. Er þar um að ræða Egypta,
Indverja og Pakistana, aðallega
kennara, bankamenn og starfsmenn
í ýmsum tæknigreinum. Þá má geta
þess að hefðbundið pílagrímaflug á
vegum Atlanta hefst í mars á næsta
ári og verða notaðar í það fjórar
Boeing 747 þotur. Búist er við að
um 350 manns muni starfa á vegum
Atlanta í Sádi-Arabíu á næsta ári en
félagið samdi fyrst um verkefni þar
árið 1993.
, * Morgunblaðið/Þorkell
LEÓ Guðlaugsson safnar birkifræi við Stekkjarbakka í Breiðholti. Hann ráðleggur öllum að leggja
Landgræðslunni lið og njóta um leið hollrar hreyfingar með því að fara út og safna fræi.
Attatíu og átta ára gamall fræsafnari í Kópavogi
Banaslys um borð í Gullveri NS
sem lá við slippkantinn á Akureyri
Maður lést vegna
súrefnisskorts
LEÓ Guðlaugsson, 88 ára gam-
all fyrrverandi húsasmíðameist-
ari í Kópavogi, á sér göfugt
tómstundagaman, sem um leið
felur í sér mikla og holla hreyf-
ingu og útiveru. Hann safnar
birkifræi og afhendir Land-
græðslu ríkisins, sem sér um
sáningu þess. Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri segir
starf Leós ómetanlegan stuðn-
ing fyrir landgræðslustarfið í
landinu.
Leó hefur stundað fræsöfnun-
ina í nokkur ár en hann safnar
aðallega í kirkjugarðinum í
Fossvogi. Arangurinn er mis-
jafn, t.d. segir hann skilyrðin í
ár venju fremur óhagstæð.
„Laufið stóð svo Iengi á og það
er ekki hægt að safna fræinu
fyrr en laufið er fallið af tiján-
um. Svo hafa rigningarnar líka
gert manni erfitt fyrir, því það
« er ekki hægt að gera þetta
nema í þurru. Þegar orðið er
svona áliðið er hættara við að
fræið fari af þegar laufið fer að
berja það,“ segir hann.
Safnaði 75 kg af birkifræi árið
sem hann varð 85 ára
Árið sem Leó varð 85 ára
> hafði hann sett sér það takmark
Besta
hreyfing
sem menn
geta fengið
að safna 85 kílóum af fræi. „En
það tókst ekki, því að ég varð
veikur og lenti á spítala", segir
hann. Það munaði þó ekki
miklu að hann næði takmark-
inu, því hann náði alls 75 kiló-
um það árið.
Leó segist vilja hvetja fólk til
að leggja Landgræðslunni lið
með því að safna birkifræi. „Því
þetta er ekki einungis gaman
heldur er þetta besta líkamsæf-
ing sem menn geta fengið; að
ganga í grasi og á ósléttu landi
og teygja sig upp eftir greinun-
um, þetta er stöðug og eðlileg
hreyfing," segir hann.
Hlýtur að eiga íslandsmet, ef
ekki heimsmet
„Leó hlýtur að eiga íslands-
met, ef ekki heimsmet, í að
safna birkifræi. Við metum það
ákaflega mikils að hann safni
fyrir okkur,“ segir Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri. Hins
vegar segir hann að þetta árið
hafi verið lélegt birkifræár,
fræmyndun lítil og fræið sums
staðar lélegt. „En Leó hefur þó
tekist að finna gott fræ í haust.
Við tökum fræið í Gunnarsholt
þar sem það er hreinsað og not-
að til sáningar í friðuð land-
græðslusvæði, þar sem jarðveg-
ur og svörður hentar til sáning-
ar birkifræs, t.d. á Rangárvöll-
um, í Öræfum og á Haukadals-
heiði,“ segir Sveinn.
Sveinn segir að í góðum
fræárum hafi ýmsir, svo sem
skólafólk, félagasamtök og
Lionsklúbbar, verið liðtækir við
söfnun á birkifræi, í samstarfi
við systurstofnanir Landgræðsl-
unnar eins og Skógrækt ríkis-
ins, Skógræktarfélag fslands
o.fl. „Það er gaman að geta
þess í þessu sambandi að þeir
Kvískeijabræður, Hálfdán og
Sigurður Björnssynir, hafa
einnig verið óhemju liðtækir við
söfnun birkifræs," segir Sveinn
en bætir við að það sé þó (jóst
að Leó, sem einstaklingur,
hljóti að eiga metið í söfnun.
BANASLYS varð um borð í Gull-
veri NS-12 í gærmorgun, en skipið
er til viðgerða hjá Slippstöðinni á
Akureyri. Maður sem fór ofan í
keðjukassa skipsins lést en kass-
inn var nær súrefnislaus. Tveir
aðrir voru hætt komnir.
Laust eftir kl. 10 í gærmorgun
var lögreglu og slökkvHiði á Akur-
eyri tilkynnt um vinnuslys um
borð í skipinu sem liggur við slipp-
kantinn. Samkvæmt upplýsingum
rannsóknardeildar lögreglunnar á
Akureyri var skoðunarmaður að
fara yfír skipið sem er í viðamikl-
um endurbótum hjá Slippstöðinni.
Fór maðurinn ofan í keðjukassa,
sem er rými fyrir akkeriskeðjur
skipsins. Það er um tveir og hálfur
metri á hæð og um fjórir fermetr-
ar að flatarmáli. Um þetta rými er
aldrei gengið, en í gærmorgun var
mannop ofan á keðjukassanum
skrúfað af og fór maðurinn niður í
rýmið. Hann missti samstundis
meðvitund, en nánast ekkert súr-
efni var í hólfinu. Utgerðarmaður
skipsins var nálægur og varð hann
þess áskynja að eitthvað var að.
Hann fór samstundis á eftir mann-
inum og ætlaði að koma honum til
hjálpar, en hneig niður og missti
meðvitund. Þriðji maðurinn, vél-
stjóri um borð, hugðist þá fara nið-
ur, en fór strax að sundla og var
GRÝLA
við það að missa meðvitund svo
hann hætti við og vó sig upp aftur.
Náði hann að grípa í hönd útgerð-
armannsins og gat ásamt starfs-
mönnum Slippstöðvarinnar sem að
voru komnir dregið hann upp um
opið. Útgerðarmaðurinn komst
fljótlega til meðvitundar.
Ekki var hægt að ná til skoðun-
armannsins fyrr en slökkvilið kom
á staðinn með reykköfunarbúnað,
en þá var það orðið um seinan. Var
maðurinn úrskurðaður látinn við
komu á slysadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Ekki er hægt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu.
-----------------
Beint í inn-
brot eftir að
hafa losnað
úr varðhaldi
MAÐUR var handtekinn í fyrra-
kvöld grunaður um að hafa brotist
inn í geymslur við Skipholt í
Reykjavík. Fannst hjá honum tals-
vert af þýfi sem hann hafði borið út
í bíl og viðurkenndi hann brot sitt
við yfirheyrslur í gærmorgun.
Maður þessi er einn þriggja
manna, sem réðust inn á heimili
manns við Kleppsveg í síðasta
mánuði, en þeir misþyrmdu honum
og rændu hann. Voru þeir allir úr-
skurðaðir í varðhald og Héraðs-
dómur Reykjavíkur úrskurðaði tvo
þeirra í framlengt varðhald í byrj-
un vikunnar að ósk lögreglunnar í
Reykjavík. Kærðu þeir þann úr-
skurð og felldi Hæstiréttur hann
úr gildi á miðvikudag. Daginn eftir
er maðurinn aftur tekinn til við
innbrot. Hann hefur margfaldlega
komið við sögu lögreglunnar og eru
skráð á hann í dag 30 afbrotamál.