Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
---------------------------------------------------------------------------- |
Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að Landssíminn styrki sig með sókn á markaði erlendis
Morgunblaðið/Kristinn
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra í ræðustól á hluthafafundi hjá Pósti og síma hf. sl. laugardag þegar
rekstur póstsins var færður yfir í sérstakt fyrirtæki, íslandspóst hf. I baksýn eru ný merki fyrirtækjanna sem
hönnuð voru hjá auglýsingastofunni Yddu. Merki íslandspósts er byggt á hefðbundnum póstlúðri. Merki
Landssímans er byggt á stílfærðu tákni fýrir hraðann sem einkennir þjónustu fyrirtækisins.
Knýjandi að losa
um 100% eignarhald
ríkisins á símanum
ÁÆTLANIR gera ráð fyrir að
velta Landssíma Islands hf. verði
um tólf milljarðar króna á næsta
ári og velta íslandspósts verði um
3,5 milljarðar króna. Hlutafélögin
tvö taka formlega til starfa um
áramótin í kjölfar samþykktar
hluthafafundar hjá Pósti og síma
hf. sl. laugardag um að aðskilja
rekstur símans og póstsins og
færa rekstur póstsins yfir í sér-
stakt hlutafélag, íslandspóst hf.
Rekstur símans verður áfram hjá
sama hlutafélagi sem stofnað var
fyrir ári en undir nýju nafni.
Stjórnendur félaganna gera ráð
fyrr aukinni veltu á næsta ári en
velta P&S á árinu sem er að líða er
áætluð rúmir 14 milljarðar kr.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra segir að breytingamar hafi
verið mjög vel undirbúnar. Þær
eigi ekki að hafa nein áhrif á þjón-
ustu við neytendur nú um áramót-
in. „En ég vænti þess að þegar
fram í sækir muni þessi skipting
verða til góðs fyrir neytendur,
bæði viðskiptavini Landssímans og
Islandspósts," segir Halldór.
Möguleiki á fjárfestingum
erlendra símafyrirtækja
„Ég er þeirrar skoðunar að það
sé knýjandi að losa um 100% eign-
arhald ríkisins á Landssímanum
en við höfum góðan tíma til að átta
okkur á hvernig við eigum að snúa
okkur í sambandi við íslandspóst,
það er ekki áríðandi. Ég tel nauð-
synlegt að menn geri upp við sig
hvemig við viljum standa að
Landssímanum á næstu misseram
og áram. Erlendur keppinautur
hefur haslað sér völl hér á landi
með íslenska farsímafélaginu.
Hann hefur leitað eftir því að ís-
lensk stórfyrirtæki gerist hluthaf-
ar til þess að styrkja viðskiptalega
stöðu sína og hanri er áreiðanlega
ekki kominn hingað nema til þess
að reyna að ná markaðinum til sín.
Ég er þeirrar skoðunar að íslenski
síminn geti ekki haldið nægilegri
markaðshlutdeild nema hann geti
styrkt sig með því að sækja á
markaði erlendis og með mjög ná-
inrii samvinnu við erlend farsíma-
fyrirtæki. Þá tel ég að geti verið
mjög gott og jafnvel nauðsynlegt
að hafa möguleika á að íslenski
síminn geti fjárfest í erlendum
símafyrirtækjum og þau þá að
vissu marki í Landssímanum líka,
en ég legg áherslu á að eignaraðild
Landssímans þurfi að vera dreifð,
íslendingar eigi þar meirihluta og
þannig verði gengið frá stofnsamn-
ingi Landssímans að við eigum
ekki á hættu að missa þetta fyrir-
tæki úr landi,“ segir samgönguráð-
herra.
Aðspurður segir Halldór að at-
hugun sé hafin á markaðsvirði
Landssímans en sú vinna sé ekki
komin á það stig að ástæða sé til
að ræða hana að svo komnu.
Nýtt samkeppnisumhverfi
á fjarskiptamarkaðinum
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSI, er nýkjörinn
stjómarformaður Landssímans.
Hann segir að breytingamar muni
koma fram hægt og sígandi. Verk-
efni stjómarinnar verði að vinna að
skipulagsmálum íyrirtækisins.
„Þama tekur nýtt fyrirtæki til
starfa en á gömlum merg. Það ligg-
ur fyrir vinna að stefnumótun og
gæðamálum um að búa til ímynd og
stefnu fyiir nýtt félag, sem er að
taka sín fyrstu skref upp úr áramót-
unum í samkeppnisumhverfi á fjar-
skiptamarkaðinum. Bandarískt
símafélag er að setja hér upp starf-
semi í samkeppni við símann. Þetta
eru ný viðhorf fyrir íslenska sím-
ann, líkt og samkeppnisumhverfið
hefur kallað á ný viðhorf og vinnu-
brögð í starfsemi allra evrópsku
símafélaganna," segir Þórarinn.
Aðspurður segir Þórarinn það
sína persónulegu skoðun að æski-
legt væri fyiir Landssímann að fá
inn fleiri eigendur og markmiðið
ætti að vera að sem flestir við-
skiptavinir símans gætu orðið eig-
endur í fyrirtækinu.
„Þetta fyrirtæki er gríðarlega vel
í stakk búið á tæknilegu sviði. Það
blasir hins vegar við að efla stöðu
þess í markaðsmálum og gera það
kannski þjónustuvænna en hefur
samrýmst stofnunareðli þess á und-
angengnum áratugum. Fyrirtækið
hefur á að skipa mjög góðu starfs-
fólki, eiginfjárstaðan er samkvæmt
stofnefnahagsreikningi um ellefu
milljarðar. Menn geta síðan velt
vöngum yfir því hvaða önnur verð-
mæti era fólgin í fyrirtækinu og
hafa verið nefndir 15 til 20 milljarð-
ar eða þaðan af hærri tölur þar um.
Eitt af meginhlutverkum nýrrai-
stjómar í þessu fyrirtæki verður
auðvitað að vinna að því að gera það
að áhugaverðum fjárfestingarkosti
og áhugaverðum vinnustað. Þetta
er jú eitt af okkar allra öflugustu
fyrirtækjum. Það er hátæknifyrir-
tæki sem á að geta verið í fremstu
röð og á að geta orðið mjög eftir-
sóknarverður fjárfestingarkostur.
Það eru eigendumir sem taka
ákvörðun um hvort selt er og hvem-
ig en það er stjómarinnar að vinna
að því að fyrirtækið verði í sem allra
söluhæfustum búningi," segir hann.
Hlutafé Landssimans 7,1
milljarður og íslandspósts 1,4
Jenný Jensdóttir, viðskiptafræð-
ingur og stjómarformaður Plastos
hf., var kjörin stjómarformaður ís-
landspósts á stofnfundi félagsins á
laugardaginn. Hún segir markmið
stjómarinnar að snúa rekstri pósts-
ins við og stefnt sé að hagnaði af
rekstri íslandspósts á árinu 1998. Á
yfirstandandi ári snerist rekstur
póststarfseminnar hjá P&S til hins
betra en sá umsnúningur stafaði
fyrst og fremst af hækkun á póst-
burðargjöldum í júní, breytingum
sem gerðar vora á gjöldum vegna
dreifingar blaða og tímarita og
vegna breytinga á færslu lífeyris-
skuldbindinga, að sögn Jennýar.
í fréttatilkynningu frá Pósti og j
síma kemur fram að hlutafé Is- ;
landspósts verður rúmlega 1,4 '
milljarðar kr. og hlutafé Landssíma
Islands tæpur 7,1 milljarður.
Starfsmenn Pósts og síma voru
2.350 um miðjan desember. Af
þeim munu 1.100 starfa áfram hjá
Landssíma Islands en um 1.250
munu hverfa til starfa hjá íslands-
pósti. Kynjaskipting milli fyrir-
tækjanna verður nokkuð ólík, um '
400 konur munu starfa hjá Lands- I
símanum en um 700 karlar. Hjá Is- J
landspósti starfa hins vegar um
1.000 konur en 250 karlar.
Að sögn Jennýjar er ekki gert
ráð fyrir sérstökum breytingum
um áramót eða fækkun starfsfólks.
Hafa verið gerðir þjónustusamn-
ingai’ milli félaganna með það að
markmiði að viðskiptavinir Lands-
símans fái a.m.k. fyrsta árið sömu |
þjónustu og áður á pósthúsum
landsins. Þannig verða pósthúsin
úti á landi áfram útsölustaðir fyrir )
símtæki á vegum Landssímans
fyrst um sinn og annast afgreiðslu
og aðra aðstoð vegna símreikninga.
Pétur ákvað sjálfur
að hverfa úr stjórn
Pétur Reimarsson, stjórnarfor-
maður P&S, á sæti í hvorugri
stjórn hinna nýju hlutafélaga. j
Hann segir í samtali við Morgun- i
blaðið að það hafi verið sín ákvörð-
un að gefa ekki kost á sér áfram en '
staðfestir að rætt hafi verið við sig
um að hann gegndi stjórnarfor-
mennsku áfram. Að sögn Péturs
kom einnig til tals að hann tæki við
stjómarformennsku sem launuðu
starfi, enda hafi stjórnarfor-
mennskunni í P&S fylgt mikil
vinna. Pétur kveðst hins vegar
hvorki hafa haft áhuga á því né að S
gegna stjórnarformennsku með j
óbreyttum hætti. Pétur kveðst i
hafa gert þetta upp við sig rétt fyr-
ir jólin og segir ástæðurnar per-
sónulegar.
Pétur lét af starfi framkvæmda-
stjóra Amess í Þorlákshöfn
skömmu fyrir jól en vill ekkert
segja um hvað hann muni taka sér
fyrir hendur. „Ég er í raun og veru
í fyrsta fríinu mínu í 15 ár,“ segir ,
Pétur.
í frétt Morgunblaðsins síðastlið- |
inn sunnudag af stofnun hlutafé- |
lags um rekstur póstsins misritað-
ist fóðumafn Elínar Bjargar Jóns-
dóttur, frá Þorlákshöfn, sem tekur
sæti í stjóm Islandspósts. Leið-
réttist það hér með.
Blindrafélagið gefur öllum tólf ára
börnum hlífðargleraugu
„Verum gáfuleg með
gleraugu um áramótinu
BLINDRAFÉLAGIÐ hefur gefið öllum tólf
ára grunnskólanemum á Iandinu hlífðar-
gleraugu og vill með því framtaki leggja
sitt af mörkum til þess að hvetja alla sem
umgangast flugelda til að sýna aðgæslu
um áramótin, m.a. með því að nota hlífðar-
gleraugu. Yfirskrift þessa átaks Blindrafé-
lagsins er „Verum gáfuleg með gleraugu
um áramótin."
Hópi tólf ára barna úr HK og Breiða-
bliki var í gær boðið í húsakynni Blindra-
félagsins við Hamrahlíð, þar sem augn-
læknir talaði um augnslys af völdum of lít-
illar aðgæslu við meðhöndlun flugelda,
auk þess sem gefin voru góð ráð fyrir
gamlárskvöld. Að lokum voru hlífðargler-
augu afhent öllum viðstöddum og flugeld-
um skotið upp.
Vart þarf að taka fram að ýtrustu var-
kárni var gætt við meðferð flugeldanna í
Hamrahlíðinni, en þar réð ferð Víðir
Reynisson frá Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík. Hann sagði það afar mikilvægt að
fara eftir þeim Ieiðbeiningum sem fylgja
flugeldunum og sagði slysin oftast verða
vegna þess að leiðbeiningunum væri ekki
fylgt. Meginatriði er að hafa styrka og
trausta undirstöðu undir flugeldunum
þegar þeim er skotið upp og einnig ber að
víkja vel frá um leið og kveikt hefur verið
í þræðinum. Sérstaklega ber að varast að
fara aftur að flugeldi sem ekki hefur
kviknað í strax, því oft verða slys þegar
flugeldur hefur staðið á sér, menn hafa
farið að athuga málið og flugeldurinn
sprungið upp í andlitið á þeim.
Að sögn Guðmundar Viggóssonar, yfír-
læknis á Sjónstöð íslands, verða að meðal-
Morgunblaðið/Golli
GEIRI Hvellur, sprengiglaður mjög, í hópi kátra krakka sem fengu hlífðargleraugu að
gjöf frá Blindrafélaginu - áður en tekið var forskot á sæluna og efnt til flugeldasýningar.
I
I
tali tvö alvarleg auguslys um hver áramót, óhappa af þessum völdum. f um 85% til-
sökum þess að óvarlega er farið með flug- vika eru það drengir sem verða fyrir
elda. Auk þess verður fjöldi minniháttar augnskaða.