Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 41 ' ATVINNUAUGLÝSINGAR Starf forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar er laust til umsóknar Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem er sjálf- stæð ríkisstofnun undir yfirstjórn umhverfis- ráðherra, tekur til starfa í byrjun árs 1998 á Akureyri, í samræmi við lög nr. 81/1997, um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnu- nefnd um málefni norðurslóða. Stofnunin er samstarfsvettvangur þeirra, sem sinna málefn- um norðurslóða hér á landi, og er ætlað að efla rannsóknirá norðurslóðum, stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku fslendinga í alþjóðasamstarfi um máiefni norðurslóða. Verkefni stofnunarinnar eru m.a. eftirfarandi: a. safna og miðla upplýsingum um málefni norðurslóða, b. stuðla að því að rannsóknir á norðurslóðum séu samræmdar og gera tillögur um for- gangsröð þeirra, c. miðla fræðslu um málefni norðurslóða til skóla og almennings, d. vera stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni norðurslóða, einkum umhverfisvernd og sjálfbæra þróun, e. annast samstarf við sambærilegar stofnanir erlendis, t.d. um reksturfjölþjóðlegra verk- efna, f. skapa aðstöðu fyrirfræðimenn, sem stunda rann- sóknarstörf á fræðasviði stofnunarinnar og g. sinna öðrum verkefnum samkvæmt ákvörð- un ráðherra. Umhverfisráðherra skiparforstöðumann stofn- unarinnar til fimm ára í senn að fengnum til- lögum stjórnar. Forstöðumaður skal hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi, hafa stundað rannsóknir og tekið virkan þátt í alþjóðasam- starfi semtengist fræðasviði stofnunarinnar. Forstöðumaður fer með daglega stjórn stofn- unarinnar og hefur umsjón með rekstri hennar. Hann skal, í samráði við stjórn, annast stefnu- mótun og áætlanagerð og hafa umsjón með fjáröflun. Einnig starfar forstöðumaður með samvinnunefnd um málefni norðurslóða sem skipuð er af umhverfisráðherra. í nefndinni eiga sæti aðilar, tilnefndir af stofnunum og samtökum, sem hafa með höndum verkefni er tengjast norðurslóðarannsóknum. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um nám og starfsferil svo og ritaskrá. Ennfremur skulu umsækjendur skila nöfnum minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Laun er samkvæmt launakerfi ríkisins. Upplýsingar um starfið fást í umhverfisráðu- neytinu í síma 560 9600 (800 6960 grænt núm- er) og hjá Ólafi Halldórssyni, formanni stjórnar stofnunarinnar, í síma 461 2494. Umsóknir skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 1. febrúar 1998. Umhverfisráðuneytið, 23. desember 1997. Móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar Starf móttökufulltrúa Reykjavíkurborgar er auglýst til umsóknar. Starfið hefur verið í mót- un um eins árs skeið og ákveðið hefur verið að festa það í sessi. í starfinu felst: • Umsjón með móttökum á vegum borgarinn- ar og stofnana hennar. • Skipulagning heimsókna erlendra gesta. • Umsjón og húsvarsla í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar. • Leiðsögn gesta um Höfða. • Skráning gjafa til Reykjavíkurborgar. • Ráðgjöf og skipulagning varðandi gjafir frá Reykjavíkurborg. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Smekkvísi, reglusemi, góð tungumálakunnátta, innsýn í alþjóðlegar siðareglur og færni í ritvinnslu áskilin. Reynsla í skyldum stöfum er æskileg. Umsóknum ber að skila til skrifstofu borgar- stjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, eigi síðar en 10. janúar 1998. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar. Rétt er að vekja athygli á því, að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgar- innar, stofnana hennar og fyrirtækja. Skrifstofa borgarstjóra. ÍFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Starfsfólk í býtibúr og ræstingu Starfsmaður óskast í 85% starf frá áramótum í býtibúr og ræstingu á Droplaugarstöðum, sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Snorra- braut 58. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Bernhöft, forstöðumaður, í síma 552 5811. Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Garðaskóli enskukennari Starf dagskrár- klippara á tæknideild Sjónvarpsins er laust til umsóknar Menntun eða starfsreynsla í klippingum, sjón- varpstækni eða rafeindavirkjun er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Ráðningartími ertil 31. ágúst 1998. Nánari upplýsingar gefur deildarstjóri tækni- deildar í síma 515 3900. Umsóknarfrestur ertil 7. janúar nk. og ber að skila umsóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi 176, eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðu- biöðum sem fást á báðum stöðum. JartfB# RÍKISÚTVARPIÐ KÓPAVOGSBÆR Sundlaug Kópavogs Laust er til umsóknar starf við baðvörslu kvenna í Sundlaug Kópavogs. Unnið er á vöktum og laun samkvæmt kjara- samningum SfK. Góð sundkunnátta áskilin. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar gefur forstöðumaður sundlaugar í síma 564 2560. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 1998. Starfsmannastjóri. Framkvæmdastjóri Fyrirtæki í fjölþættum rekstri, í miðbæ Reykja- víkur, óskar eftir dugmiklum framkvæmda- stjóra. Starfið felst ma. í eftirfarandi: Bókhaldi og fjármálastjórn, markaðsmálum, verðútreikningi og tollskýrslugerð og umsjón með innkaupum. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með frumkvæði og góða stjórnunarhæfileika. Viðskiptafræðimenntun er ekki skilyrði en reynsla nauðsynleg. Enskukunnátta er nauð- synleg en þýskukunnátta æskileg. Við komandi þar að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast sendar, merktar: „Didrix", pósthólf 51, 121 Reykjavík, fyrir 10. janúar '98. II KÓPAVOGSBÆR S' * „Au pair" — Frakkland íslenskt heimili í Strassborg óskar eftir barn- góðri og duglegri stúlku, 20 ára eða eldri, frá janúar 1998 í 6 mánuði. Reyklaust heimili. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 4. janúar, merktar: „Strassborg '98" Eftir áramót er laus staða enskukennara við Garðaskóla í Garðabæ. í Garðaskóla eru um 600 nemendur í 7. —10. bekk. Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og HÍK við Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri, í síma 565 8666. Grunnskólafulltrúi Þinghólsskóli Gangavörður/ræstir óskast að Þinghólsskóla frá áramótum. Um er að ræða 1/2 dags starf eftir hádegi. Umsóknarfrestur er til 5. janúar. Upplýsingar gefur húsvörður í símum 554 3010 og 554 5146. R AGAUGLÝ5INGAR HÚSNÆÐI ÓSKA5T Skipti á íbúð Við höfum áhuga á að skipta um íbúð við ein- hvern í Englandi eða Bandaríkjunum í 2—4 mánuði í vor eða sumar. Við búum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafi sam- band í síma 555 1103 eða sendið upplýsingar til afreiðslu Mbl., merktar: „S — 3031". NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Miðgarður 3a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ágúst Ólafsson, gerðarbeið- endur Fasteignasalan Kringlan ehf. og Vátryggingafélag Islands hf., föstudaginn 2. janúar 1998 kl. 16.00. Túngata 17, Seyðisfirði, þingl. eig. Þórarinn Sigurður Andrésson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands, sýslumaðurinn á Seyðis- firði og Tryggingamiðstöðin, föstudaginn 2. janúar 1998 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 29. desember 1997. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöll- um 1, Selfossi, þriðjudaginn 6. janúar 1998 kl. 10.00 á eftir- farandi eignum: Bakkatjörn 10, Selfossi, þingl. eig. Þorbjörg Árnadóttir, geröarbeiðend- ur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Landsbanki Islands, Selfossi. Bakkatjörn 12, Selfossi, þingl. eig. Ingvi Sigurðsson, og Sigríður Bergsdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og sýslumaðurinn á Selfossi. Baugstjörn 35, Selfossi, þingl. eig. Baldvin Kristjánsson, gerðarbeið- andi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Búðarstígur 3, Eyrarbakka, þingl. eig. Nanna Bára Mariasdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn á Selfossi. Sýslumaðurinn á Selfossi, 30. desember 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.