Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Magnús Eiður og Jón
Baldursson unnu
minningarmótið
BRIDS
Bridshöllin,
Þöngiabakka
MINNING-
UM HÖRÐ ÞÓRÐARSON
28. desemSir? 146 fiatttakendur.
Aðgangur ókeypis.
MAGNÚS Eiður Magnússon og
Jón Baldursson sigruðu í minning-
armóti Bridsfélags Reykjavíkur og
SPRON sem fram fór sl. sunnu-
dag. Þeir hlutu 58,8% skor eða 260
stig yfir meðalskor. Hjónin María
Ásmundsdóttir og Steindór Ingi-
mundarson komu skemmtilega á
óvart og höfnuðu í öðru sæti.
Selfyssingarnir Gunnar Þórðar-
son og Sigfús Þórðarson höfðu for-
ystu framanaf en annars voru
miklar sviptingar á toppnum. Fyrir
síðustu umferðina voru Jón og
Magnús með 308 stig en töpuðu
síðustu lotunni með 48 stigum en
María og Ásmundur voru þá í 6.
sæti með 190 stig. Þau fengu hins
vegar 48 stig í plús í síðustu um-
ferðinni sem gaf þeim annað sæt-
ið. Segir þetta nokkuð um svipting-
arnar í mótinu.
Lokastaða efstu para varð ann-
ars þessi:
Magnús E. Magnússon - Jón Baldursson 260
MariaÁsraundsd. - Steindórlngimundars. 236
Sverrir Ármannsson - Björn Eysteinsson 231
Júlíus Sigurjónss. - Guðmundur Sveinsson 229
Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson 212
ÓlafurLárusson-HermannLárusson 194
Guðl. R. Jóhannsson - Öm Arnþórsson 192
GunnarÞórðarson-SigfúsÞórðarson 172
Unnar Atli Guðmss. - Vilhjálmur Sigurðss. 172
Peningaverðlaun voru fyrir 4
efstu sætin, 50 þúsund, 30 þúsund,
20 þúsund og 10 þúsund krónur
fyrir fjórða sætið. Þá voru verðlaun
í kvennaflokki, blönduðum flokki,
heldri spilara og yngri spilara. Auk
þess voru veitt verðlaun fyrir
hæstu skor í nokkrum lotum.
Mótið var haldið í minningu um
Hörð Þórðarson fyrrverandi spari-
sjóðsstjóra SPRON en hann var
sparisjóðsstjóri frá 1942 til 1975
og mikill bridsáhugamaður á árum
áður. Sonarsonur hans og alnafni
afhenti verðlaunin í mótslok en
Sveinn Rúnar Eiríksson sá um
mótsstjórn og útreikninga.
Metþátttaka í Bridsfélagi SÁÁ
Sunnudagskvöldið 14. desember
1997 var spilaður eins kvölds Mitch-
ell-tvímenningur. 19 pör mættu til
leiks og er það met á þessu ári.
Spiiaðar voru 9 umferðir, 3 spil á
milli para. Meðalskor var 216 og röð
efstu para varð eftirfarandi:
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
SIGURVEGARARNIR í minningarmótinu um Hörð Þórðarson. Talið frá vinstri: Steindór Ingi-
mundarson, María Ásmundsdóttir, Magnús E. Magnússon, Sverrir Ármannsson, Jón Baldursson,
Hörður Þórðarson sonarsonur Harðar heitins Þórðarsonar sparisjóðsstjóra, en hann afhenti verð-
launin, og Björn Eysteinsson. (Jóla)sveinarnir tveir með spilurunum á myndinni eru synir annars
sigurvegarans, Jóns Baldurssonar, og Elínar Bjarnadóttur. Málverkið á bak við spilarana er af
Herði Þórðarsyni sparisjóðsstjóra.
NS
Sturla Snæbjömsson - Friðrik Egilsson 260
Halldór Þorvaldsson - Baldur Bjartmarsson 246
Þórhallur Tryggvason - Leifur Áðalsteinsson 238
Magnús Þorsteinsson - Guðmundur Vestmann 227
AV
Unnar A. Guðmundsson - Elías Ingimarsson 250
Dúa Ólafsdóttir - Þórir Leifsson 244
BjömDúason-KarlG.Karlsson 237
Bergljót Aðalsteinsd. - Björgvin Kjartansson 219
Áramótastaðan í bronsstigum hjá
félaginu er þá þessi:
Baldur Bjartmarsson 71
Halldór Þorvaldsson 71
ValdimarSveinsson 54
Björn Björnsson 48
Friðrik Steingrímsson 48
Nicolai Þorsteinsson 43
Sturla Snæbjörnsson 43
Eðvarð Hallgrímsson 42
Það hefur gengið á ýmsu hjá
Bridsfélagi SÁÁ á árinu sem nú er
senn á enda. Spilakvöldin voru færð
af þriðjudögum yfir á sunnudaga
og bitnaði það vissulega á þátttök-
unni, stundum var tvísýnt hvort
spilahæft yrði. Með hjálp tryggra
spilara sem mættu vel og gáfust
ekki upp smájókst svo þátttakan
þannig að nú mega allir vel við
una. Er þessum spilurum hér þakk-
að sérstaklega. Keppnisstjóri fé-
lagsins, Matthías Þorvaldsson og
aðrir talsmenn þess óska spilurum
gleðilegra jóla og farsældar á kom-
andi ári.
Næst verður spilað sunnudags-
kvöldið 4. janúar. Haldið verður
áfram með eins kvölds tvímennings-
keppnir. Keppt er um verðlauna-
gripi sem fást afhentir að lokinni
spilamennsku. Félagið vill hvetja
sem flesta til að mæta, spilað er í
húsnæði Úlfaldans, Ármúla 40 og
hefst spilamennska stundvíslega
klukkan 19.30.
Arnór Ragnarsson
Austur Vestur Norður Austur Suður
♦ 83 1 hjarta
¥ K8 Pass 2 lauf Pass 2 tíglar
♦ 532 Pass 2 spaðar Pass 3 lauf
♦ ÁKD864 Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
HUGTÖKIN rétt og rangt eiga ekki
alltaf við í glímu við bridsvandamál,
því oft koma margar leiðir til álita
og árangurinn getur ráðist af dynt-
óttri legu spilanna eða viðbrögðum
andstæðinganna. Stundum fer því
betur á að tala um vel og illa heppn-
aðar ákvarðanir. „Lausnirnar" á
jólaþrautum Morgunblaðsins sem
hér fara á eftir eru því ekki endilega
þær einu réttu, a.m.k ekki hvað
varðar sagn- og útspilsþrautimar.
Eg hef gefið stig fyrir hinar ýmsu
„ákvarðanir" sem til greina koma.
Stigagjöfin er auðvitað umdeilanleg,
enda fyrst og fremst til skemmtunar
gerð, en ekki til að meta árangurinn
á vísindalegan hátt.
(1) SAGNIR
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ K107652
¥ 72
♦ K104
♦ 73
Vestur
¥ ÁDG10965 IIIIH
♦ 7 111111
* G10952
Suður
♦ ÁDG94
¥ 43
♦ ÁDG986
♦ -
Vestur Norður Austur Suður
_ .. - 1 tígull
4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu ???
Hvað á suður að segja við 5 hjört-
um?
Hér kemur ýmislegt til greina,
al!t frá 5 spöðum og upp í 7 spaða.
Svigrúm til nákvæmra rannsókna
er af skornum skammti; ekki kemur
til dæmis til greina að segja sex
lauf, því makker myndi taka það sem
eðlilega sögn, en ekki sem alslemm-
utilraun í spaða. Og hvað er þá eft-
ir af nákvæmum sögnum? Fimm
grönd, kannski, en mun makker
kveikja á perunni með eyðu í hjarta
og lykilkóngana? það er ekki gott
að segja. Mín skoðun er sú að hér
verði suður einfaldlega að skjóta á
slemmu, sex eða sjö. Eftir sögnum
að dæma er makker líklegur til að
vera með einspil í hjarta, svo sex
spaða sögnin er að því leyti til skyn-
samleg. En mér finnst sjö spaðar
mjög freistandi valkostur, því sú
sögn er yfirlýsing um fyrstu fyrir-
stöðu í hjarta! Og þá er líklegt að
austur reyni annað útspil - lauf.
Sex spaðar: 100 stig.
Sjö spaðar: 90 stig.
Svör við jólabridsþrautum
Sex hjörtu: 90 stig.
Fimm grönd: 80 stig.
Fimm spaðar: 70 stig.
(2) ÚTSPIL
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ D87
¥ K3
♦ Á65
♦ K10986
Vestur
♦ K943
¥ 10987
♦ 84
♦ DG7
Austur
♦ Á10632
¥ 62
♦ DG103
♦ 32
Suður
♦ G
¥ ÁDG54
♦ K972
♦ Á54
Hvar á vestur að koma út?
Eins og alltaf þegar útspil eiga í
hlut er fyrsta skrefið að túlka sagn-
ir. Suður hefur teiknað upp skipting-
una nokkuð nákvæmlega; hann
sýndi fyrst 5-4 í hjarta og tígli og
studdi svo laufið. Sennilega er hann
með einspil í spaða. Norður gat
hvorki stutt hjartað strax né farið í
gröndin. Því má álykta að hann eigi
aðeins tvíspil í hjarta og ekki trausta
fyrirstöðu í spaða.
Með fjórlit í trompi er best að
spila út í veika lit sóknarinnar, eða
spaða, með því hugarfari að stytta
suður í trompinu. En með tilliti til
þess að suður á líklega einn spaða,
er skynsamlegt að leggja niður
kónginn strax í upphafi, ef einspil
suðurs skyldi vera gosi eða drottn-
ing. í þessu tilfelli dugir ekki að
spila út smáum spaða, því drottning-
in verður þá fyrirstaða. Suður myndi
einfaldlega henda tígli þegar makker
spilar spaða til baka í öðrum slag.
En með kóngnum út og meiri spaða,
helstyttist suður og fær ekki nema
níu slagi.
Spaðakóngur: 100 stig.
Smár spaði: 90 stig.
Tígulátta: 30 stig.
Tromp: 20 stig.
Laufdrottning: 10 stig.
(3) ÚRSPIL
Norður
♦ Á2
¥ K32
♦ KD2
♦ ÁG863
Vestur
♦ 1043
¥ G1086
♦ 54
♦ K1097
Austur
♦ DG8765
¥ 9
♦ 876
♦ D54
Norður
♦ 876
¥ 43
♦ ÁD76
♦ ÁD62
Vestur
♦ D942
¥ 2
♦ 10983
♦ K1085
Austur
♦ G103
¥ DG109
♦ KG4
♦ G97
Suður
♦ K9
¥ ÁD754
♦ ÁG1093
♦ 2
Suður spilar sjö tígla og fær út
spaðaþrist. Hvemig er best að spila?
Þijár leiðir koma til greina:
(a) Taka trompin og spila svo
hjörtunum í þeirri von að liturinn
brotni 3-2.
(b) Taka tvisvar tromp og fara
svo í hjartað. Þá vinnst spilið í 4-1-
hjartalegu ef sá andstæðingur sem
er með einspilið í hjarta á aðeins tvö
tromp.
(c) Spila upp á öfugan blindan og
að fría slag á lauf. Þá þarf tígullinn
að vera 3-2 og laufið 4-3. Sagnhafi
tekur fyrsta slaginn á spaðakóng
og spilar tígulgosa. Þegar báðir
fylgja lit, er hægt að spila laufí á
ás og trompa lauf. Síðan er tígli
spilað á drottningu. Ef annar mót-
heijinn fylgir ekki lit, verður að taka
trompin og stóla á hagstæða hjarta-
legu. En þegar báðir fylgja, er lauf
trompað með ás. Síðan er hjarta
spilað á kóng, og lauf trompað í
þriðja sinn. Þá er blindum spilað inn
á spaðaás, síðasta trompið tekið og
hjarta hent heima. Loks er hjarta
hent í frílauf. Þrettán slagir. (það
er nauðsynlegt að nota innkomuna
á hjartakóng á undan spaðaás, svo
austur geti ekki hent hjartaeinspil-
inu þegar fjórða laufínu er spilað.)
Leið (c) 100 stig.
Leið (b) 60 stig.
Leið (a) 20 stig.
(4) VÖRN
Suður gefur; enginn á hættu.
Hér var lesandinn í austur. Út-
spil makkers er spaðafjarki og suð-
ur tekur tíuna með ás. Hann spilar
næst hjartaás og svínar svo tígul-
drottningu, en makker sýnir fjórlit.
Austur horfir á þijá slagi: Einn
á tígulkóng og tvo á tromp. Fjórði
slagurinn gæti komið á spaða, ef
útspil makkers er frá drottningu
fjórðu.
Suður
♦ ÁK5
¥ ÁK8765
♦ 52
+ 43
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Það lítur út fyrir að vörnin fái
spaðaslaginn í fyllingu tímans, hvað
sem austur gerir, en ekki er allt sem
sýnist. Segjum að austur spili
spaða. Sagnhafi drepur, tekur
hjarta og sér leguna. Þá reynir hann
að „komast undan" með aukaslag
á tromp. Hann spilar tígli á ás og
trompar tígul. Svínar laufdrottn-
ingu og trompar tígul. Fer loks inn
á laufás og trompar lauf. Þannig
hefur hann náð í fimm slagi á tromp
og tíu í allt. Þessi spilaaðferð er
kölluð „undanbragð" (elopement),
enda kemst sagnhafi undan hát-
rompum varnarinnar.
Austur á aðeins eina vörn við
þessari hótun: Að spila sjálfur laufi,
beint upp í gaffalinn. Þannig tekur
hann eina innkomu af blindum áður
en sagnhafi getur nýtt sér hana.
Lauf: 100 stig.
Tígulgosi: 70 stig.
Spaði: 50 stig.
Tromp: 30 stig.
(5) TEIKNIVINNA
Norður
♦ ÁK7
¥ D106
♦ D9742
♦ Á8
Vestur
♦ 8642
¥ G97532
♦ K
+ K7
Austur
♦ DG10
¥ K
♦ G10853
♦ 9542
Suður
♦ 953
¥ Á84
♦ Á6
♦ DG1063
Hér fékk lesandinn aðeins að sjá
hendur NS og átti að teikna upp
spil AV, svo hægt væri að vinna
sjö lauf með hvaða útspili sem er!
Bretinn Eric Mansfield hefur skrif-
að heila bók með slíkum „teikni-
þrautum" og er þessi fengin þar að
láni.
Besta leiðin til að leysa slíkar
þrautir er að skoða fyrst hvern lit
fyrir sig. Byijum á trompinu. Eina
hugsanlega teikningin þar sem
vörnin á ekki ekta trompslag er K7
tvíspil í vestur. Ef vestur leggur
kónginn á drottninguna, mun áttan
gleypa sjöuna í bakaleiðinni. Sagn-
hafi þarf þrettán slagi, en sér að-
eins níu þó svo að hann fái fimm
slagi á tromp. Það má búa til tvo
slagi með því að láta hjartakónginn
vera blankan í austur, og annan
slag með því að að gera tígulkóng-
inn stakan. Þá eru slagirnir orðnir
tólf. Sá þrettándi kemur með þving-
un, en þá verður austur að valda
spaðann til viðbótar við tígulinn,
þ.e.a.s. hann verður að eiga DG10,
svo nía suðurs verði hótun.
Besta útspil varnarinnar er spaði.
Sagnhafi tekur slaginn, fer heim á
hjartaás og spilar laufdrottningu.
Vörnin hagar því þannig að blindur
sé inni eftir tvær trompumferðir.
Þá fer sagnhafi heim á tígulás og
tekur öll laufin, en hendir spaða og
tígli úr borði. Síðan svínar hann
hjartatíu og spilar hjartadrottningu
í þessari stöðu:
Norður
♦ Á
¥ D
♦ D97
♦
Vestur Austur
♦ 86 ♦ DG
¥ G97 ♦ ~ II ¥ - ♦ G108
♦ - ♦
Suður
♦ 95
¥ 8
♦ 6
♦ 6
Austur er þvingaður. Ef hann
hendir spaða, tekur sagnhafi á
spaðaás og fær síðasta slag á spaða-
níu. Hendi austur tígli, verður tígull-
inn fríaður með trompun og spaðaás-
inn innkoma.
Allir fjórir litir réttir: 100 stig.
Þrír litir réttir: 80 Tveir litir
réttir: 60 stig.
Einn litur réttur: 40 stig.
Guðmundur Páll Arnarson.