Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 37
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EINKAVÆÐING
PÓSTS OG SÍMA
MERK TÍMAMÓT verða nú um áramótin í síma- og
póstsögu þjóðarinnar, þegar Pósti og síma verður
skipt upp í tvö sjálfstæð hlutafélög, Landssíma íslands
hf. og íslandspóst hf. Segja má, að þróunin í
alþjóðaviðskiptum, fyrst og fremst í fjarskiptaþjónustu,
hafi rekið á eftir þessari breytingu. Póstur og sími
hefur annazt grunnþjónustu við einstaklinga og
atvinnulíf og því er mikilvægt, að skipting fyrirtækisins
gangi vel og snurðulaust fyrir sig.
Bæði nýju fyrirtækin eru að fullu í eigu ríkisins, en
næsta skref verður augljóslega að einkavæða þau með
sölu hlutabréfa. Sérstaklega er brýnt að einkavæða
Landssíma íslands hf. vegna örrar þróunar í
fjarskiptum og alþjóðlejgrar samkeppni á því sviði,
samkeppni sem nær til Islands. Ennþá á eftir að taka
ákvörðun um, hvenær og að hve miklu leyti hlutir verða
seldir í fyrirtækinu, en samgönguráðherra, Halldór
Blöndal, hefur lýst yfir því, að nauðsyn sé að flýta
einkavæðingu Landssímans, en hann telur að ekki liggi
eins mikið á að einkavæða íslandspóst hf.
Mikilvægt er, að vel sé staðið að einkavæðingu
Landssímans enda um gífurlegar eignir í almannaeigu
að ræða. Þær eignir eru ekki aðeins í húsnæði,
símakerfi og tækjabúnaði heldur felast einnig í hvers
kyns viðskiptatækifærum, sem kunna að vera til staðar.
Dæmi um þetta eru viðræður Pósts og síma við
bandaríska fjarskiptafyrirtækið Teledesic, sem
kunnáttumenn á sviði fjarskipta telja að gætu skapað
mikla möguleika framtíðinni. Tryggja verður sem
kostur er, að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin, svo
og að eignaraðild verði sem dreifðust.
Nauðsynlegt er að vanda vel til undirbúnings að sölu
hluta í Landssíma íslands hf. Búast má við því, að
erlend fjarskiptafyrirtæki hafi áhuga á kaupum á
eignarhlut í fyrirtækinu. Þess vegna er eðlilegt, að auk
innlendra verðbréfafyrirtækja verði erlend
ráðgjafarfyrirtæki fengin til að meta þau verðmæti,
sem í fyrirtækinu felast, svo og að veita ráðgjöf um með
hvaða hætti sem mest fáist fyrir eignirnar. En það er
að sjálfsögðu höfuðatriði. Núverandi eigendur, þjóðin
sjálf, munu ekki sætta sig við annað en að eignir
hennar séu seldar hæsta verði.
AFRÍSKAR HÆTTUR
EITT stórkostlegasta stjórnmálaafrek þessa
áratugar er það hversu friðsamlega gekk að koma á
valdaskiptum milli hvítra og svartra íbúa Suður-Afríku.
Hinn svarti meirihluti þjóðarinnar, er áratugum saman
hafði orðið að búa við kúgun aðskilnaðarstefnunnar, tók
við völdum án teljandi átaka og blóðsúthellinga.
Þann árangur ber ekki síst að þakka Nelson
Mandela, forseta Suður-Afríku, sem með hugrekki og
visku náði að afla sér trausts flestra þjóðfélagshópa.
Hættan er hins vegar ekki liðin hjá. Hin pólitísku
valdaskipti hafa átt sér stað en sárin sem
aðskilnaðarstefnan skildi eftir, félagsleg sem
efnahagsleg, eru langt því frá gróin. Ahyggjur af þróun
mála fara vaxandi, ekki síst í ljósi þess að Mandela lét
fyrr í mánuðinum af formennsku Afríska þjóðarráðsins
(ANC) og mun láta af embætti forseta árið 1999. Þótt
arftaki hans, Thabo Mbeki, sé reynslumikill og hæfur
stjórnmálamaður er hann ekki það sameiningartákn
sem Mandela er.
Vítin til varnaðar eru mörg í Afríku og fáum ríkjum
álfunnar hefur tekist að fóta sig vandræðalaust eftir að
þau öðluðust sjálfstæði. Upplausn ríkir í Angóla,
Kongó, Búrúndí og Rúanda, svo nokkur dæmi séu
nefnd. Þrátt fyrir að mörg þeirra séu einstaklega auðug
frá náttúrunnar hendi hefur þeim auð verið sóað með
pólitískri harðstjórn og sósíalískri tilraunastarfsemi í
efnahagsmálum. í næsta nágrannaríki Suður-Afríku,
Zimbabwe, stendur til að gera jarðeignir hvítra bænda
upptækar í stórum stíl og úthluta þeim á nýjan leik.
Suður-Afríku hefur til þessa tekist að forðast hættur
hinnar afrísku leiðar. Mbeki bíður hið erfiða verkefni
að halda áfram á þeirri braut og stuðla að efnahagslegri
uppbyggingu án þess að falla í gryfju „töfralausna",
sem yfirleitt leiða til örbirgðar.
Umdeild lausa-
fjárkvöð banka
og sparisjóða
Bankakerfíð lenti í talsverðum lausaf]árerfíðleikum nú í desember.
Svo fór að Seðlabanki þurfti að grípa til útboðs á endurhverfum
verðbréfaviðskiptum til að leysa þann vanda. Utboðið þykir
hafa skilað tilætluðum árangri en eftir stendur þó enn ágreingur
um reglur Seðlabankans varðandi lausaijárkvöð og bindiskyldu
banka og sparisjóða. Lengi hefur verið þrýst á endurskoðun á
þessum reglum og eins og Þorsteinn Víglundsson komst að
virðast breytingar í sjónmáli.
1 ■ L 1
|l f ! . . ; 1 i ' ~" ' " i" y 1 :
UTBOÐ Seðlabanka ís-
lands á endurhverfum
verðbréfakaupum í lið-
inni viku vakti mikla at-
hygli enda var þetta í
fyrsta sinn sem bankinn greip inn í
verðbréfamarkað með þessum hætti.
Aðgerðin, sem bætti lausafjárstöðu
banka og sparisjóða um 5 milljarða
króna, skilaði tilætluðum árangri.
Vextir lækkuðu skart í kjölfarið jafn-
framt því sem gengi krónunnar
lækkaði nokkuð en það hafði farið
hækkandi í kjölfar mikillar sölu
banka og sparisjóða á gjaldeyri.
Almennrar ánægju virðist gæta
innan bankakerfísins með þessi inní-
grip Seðlabanka. Bankinn þykir hafa
gengið rösklega fram í því að leysa
úr lausafjárvanda bankakerfísins og
aðgerðin hafi heppnast vel þó grípa
hefði mátt til hennar fyrr. Þannig
hafí vaxtastig verið búið að hækka
verulega þegar Seðlabankinn hafí
komið inn og yfírboð í innlánsvið-
skipti fyrirtækja hafí t.d. verið orðin
allnokkur.
Hins vegar er á móti bent á að
þetta vandamál sé í raun að hluta til
heimatilbúið sökum þeirra laga og
reglna sem í gildi séu um bindiskyldu
og lausafjárkvöð banka og sparísjóða
hér á landi. Bindiskyldan er í dag
2,5-4% eftir því hvort um bundin inn-
lán eða veltureikninga er að ræða.
Því til viðbótar kemur síðan krafa
Seðlabankans um að laust fé sé ekki
minna en 12% af heildan-áðstöfunar-
fé bankanna. I lok nóvember námu
bundnar innstæður bankakerfísins
8,4 milljörðum króna og lausafjár-
kvöðin var u.þ.b. 29 milljarðar því til
viðbótar.
Lausafjárhlutfallið var raunar
komið niður í 10% en á síðasta ári
greip Seðlabankinn hins vegar til
þess að hækka það í 12% á nýjan leik
til að freista þess að draga úr þeirri
miklu útlánaaukningu sem vart hafði
orðið við.
Viðmælendur blaðsins innan
bankakerfisins segja hins vegar
óþarft að hafa lausafjárkvöðina svo
háa. Hún hafi upphaflega verið hugs-
uð sem ákveðinn öryggisventill á
bankakerfið og þá í formi umtalsvert
lægra hlutfalls en nú sé orðin raunin.
Hins vegar hafí lausafjárkvöðin fljót-
lega breyst í hagstjórnartæki fyiir
Seðlabankann sem á þeim tíma hafi
ekki haft svo mörg stjórntæki til um-
ráða. Gjaldeyrismarkaður hafí til að
mynda ekki verið kominn til sögunn-
ar og takmarkanir hafí verið á flutn-
ingi fjármagns á milli landa. Staðan
hvað þetta varðar sé hins vegar allt
önnur í dag.
Bitbein í samskiptum Seðlabanka
og viðskiptabanka
Bindiskylda og lausafjárkvöð við-
skiptabanka og sparisjóða hefur
löngum verið þrætuepli þessara aðila
annars vegar og Seðlabanka og ríkis
hins vegar. Síðla árs 1993 myndaðist
til að mynda mikill þrýstingur á
bankakerfið að lækka vexti sína. Var
vaxtalækkun talin forsenda þess að
íslenskt efnahagslíf gæti rétt úr
kútnum á nýjan leik.
Bankar og sparisjóðir settu hins
vegar breytingar á bindiskyldu og
lausafjárkvöð á oddinn og sögðu slík-
ar breytingar nauðsynlegar til að
skapa forsendur fyrir vaxtalækkun-
um.
Niðurstaðan þá varð sú að lækka
bindiskylduna úr 5% í 4% af Iausu fé
en bindiskylda af langtímasparnaði
var hins vegar lækkuð í 2,5%. Jafn-
framt var lausafjárkvöð banka og
sparisjóða lækkuð úr 12% í 10%. Þá
greiddi Seðlabankinn bönkunum
1,5% álag ofan á 3,5% vexti bankans
á bindiskylduna sem eingreiðslu fyr-
ir árið 1993.
Með þessum aðgerðum var áætlað
að losnað hefði um 8,4 milljarða
króna sem bankar og sparisjóðir
gátu komið í betri ávöxtun en áður. I
kjölfarið lækkuðu vextir um hartnær
2% en rétt er þó að geta þess að
breytingar á bindiskyldu og lausa-
fjárkvöð voru aðeins hluti þeirra að-
gerða sem þá var gripið til í þeim til-
gangi að lækka vexti.
Lausafjárstaðan ekki
óvenju slæm nú
Lausafjárstaða viðskiptabanka og
sparisjóða var í sjálfu sér ekki óvenju
slæm nú í desember, samanborið við
sama tímabil undanfarin ár. Þannig
var lausafjárstaða bankanna svipuð
árið 1995 á þessum árstíma en
nokkru skárri á síðasta ári.
Það voru hins vegar nokkrir þætt-
ir í umhverfi fjáiTnagnsmarkaðarins
nú sem ollu því að bankar og spari-
sjóðir átti í meiri erfiðleikum við að
leysa lausafjárvanda sinn á eigin
spýtur. Meðal þess sem gerst hefur á
þessu ári er að bankavíxlamarkaður-
inn hefur þroskast mikið og fyrir vik-
ið orðið mun sýnilegri sem aftur
leiddi til þess að þiýstingur á mark-
aðsvexti varð auðsærri.
Þá virtust bankar og sparisjóðir
hafa haft hærra hlutfall lausafjár í
ríkisbréfum, húsbréfum og spariskír-
teinum en áður. Markaðurinn fyrir
þessi verðbréf hefur verið talsvert
grynnri en markaður með ríkisvíxla,
auk þess sem mögulegt er að eiga
endurhverf viðskipti við Seðlabank-
ann með ríkisvíxla. Því hefur sala á
miklu magni þeirra í einu ekki eins
mikil áhrif á vaxtastig hverju sinni
eins og þegar mikið er selt af verð-
tryggðum bréfum. Seðlabankinn
afnam hins vegar möguleikann á
slíkum viðskiptum með spariskírteini
og húsbréf árið 1995. Þegar bank-
arnir neyddust til að fara að selja
þessi verðbréf 1 stórum stfl leiddi það
til verulegs þrýstings á vexti.
Þá er það einnig nefnt að lífeyris-
sjóðir hafi í vaxandi mæli verið að
fjárfesta í erlendum verðbréfum og
hafi sú þróun verið sérstaklega áber-
andi nú í haust. Þeir hafí því ekki
tekið eins vel við þessum langtíma-
bréfum og við hafi verið búist, sem
hafí grynnkað þennan markað enn
frekar.
Tvenns konar vandamál
varðandi lausafjárstöðu
Lausafjái’vandi bankakerfisins nú
var af tvennum toga og misjafnt eftir
bönkum við hvorn vandann þeir áttu
að etja. Þá var staða Landsbankans
nokkuð góð að þessu sinni og segir
Olafur Örn Ingólfsson, forstöðumað-
ur viðskiptastofu bankans, það skýr-
ast af því að bankinn hafí markvisst
unnið að því að styrkja lausafárstöðu
sína á þessu ári.
Hvað lausafjárvanda annan-a
banka og sparisjóða viðvíkur var
annars vegar um skort á reiðufé að
ræða. Sem fyrr segir var hluti banka-
kerfisins nú með óvenju hátt hlutfall
af langtíma skuldabréfum í eigna-
safni sínu. Seðlabankinn afnam fyrir
nokkrum árum endurhverf verð-
bréfakaup hvað varðar slík skulda-
bréf og því myndaðist mikill fram-
boðsþrýstingur á verðbréfamarkaði
þegar bankarnir urðu að grípa til
þess ráðs að selja þessi bréf í stórum
stfl.
Hins vegar áttu einhverjir bankar
og sparisjóðh’ í erfiðleikum með að
uppfylla kröfur Seðlabankans um
lausafjárhlutfall þó svo að hreinn
lausafjárskortur væri ekki fyrir
hendi. Samkvæmt þeim telst laust fé
vera eign í sjóði, óbundnar innstæður
í innlánsstofnunum, ríkisvíxlar og
önnur ríkisverðbréf að hluta.
Ríkisvíxlaeign bankanna telst að
fullu til lausafjár, önnur ríkisverðbréf
aðeins að hluta. Þannig telst verð-
bréfaeign í spariskírteinum, húsbréf-
um og öðrum sambærilegum ríkis-
verðbréfum að fullu til lausafjáreign-
ar upp að 2,5% marki en umfram það
er bönkum og sparisjóðum einungis
heimilt að skilgreina 60% af slíkri
eign til lausafjár.
Leiðir til
hærri vaxta
Sigurjón Ái-nason, forstöðumaður
hagfræði- og áætlanadeildar Búnað-
arbanka Islands, segir verulega van-
kanta vera á þessu fyrirkomulagi
fyrir bankana. „Þetta veldur því að
raunveruleg lausafjárskylda bank-
anna getur orðið mun hæn-i en 12%.
í hæsta lagi getur hún orðið 18,3% ef
bankarnir vilja uppfylla hana alla t.d.
með spariskírteinum, sem að jafnaði
bera u.þ.b. 1-2% hærri ávöxtun en
ríkisvíxlar. Þessi lausafjárkvöð er
það há að bankarnir vilja ekki binda
hana í ríkisvíxlum eingöngu þar sem
það er miklu hagstæðara fyrir bank-
ana að vera með spariskírteini og
húsbréf.
Það sem Seðlabankinn gerði því
nú með þessu útboði á endurhverfum
verðbréfakaupum var að bjóða bönk-
um og sparisjóðum að kaupa af þeim
í tiltekinn tíma hluta af rflíisskulda-
bréfaeign bankanna sem þá í staðinn
gætu keypt ríkisvíxla. Með því móti
fengust í raun 400 milljónir króna til
viðbótar upp í útreiknaða lausafjár-
stöðu fyi’ir hvern milljarð í spariskír-
teinum eða húsbréfum sem seldar
voru. Með þessu móti var því komið í
veg fyrir að bankar og sparisjóðir
þyrftu að selja þessi bréf á opnum
markaði í stórum stfl og hafa með
því veruleg áhrif til hækkana á vöxt-
um.“
Sigurjón segii- það hins vegar ljóst
að þessi lausafjárkvöð sé allt of há.
„Fyrir rúmu ári var lausafjárkvöðin
10% en Seðlabankinn hækkaði hana í
október á síðasta ári í 12% með þeim
rökum að bankinn vildi tempra út-
lánastarfsemi banka og sparisjóða til
að slá á þenslu. Það er hins vegar
ekki að sjá að sú aðgerð hafi haft til-
ætluð áhrif, langt því frá.“
Sigurjón segir að margir telji
lausafjárskyldu af þessu tagi úrelta.
Búnaðarbankinn hafi því verið að
hvetja til þess að hún yrði lögð alveg
niður. Það sé í raun yfirdrifíð nóg að
vera með 2,5-4% bindiskyldu til við-
bótar við hefðbundnar kröfur um eig-
infjárstöðu banka og sparisjóða.
„Þetta eru gríðarlegar kvaðir á
ákveðinn hluta fjáramálakerfisins og
auðvitað veldur þetta því að við þurf-
um að hafa hærri vexti en ella. Það
sér það hver maður að þegar við
mégum aðeins lána út 82-88 krónur
af hverjum 100 sem koma inn, þurf-
um við að fá hærri arð af útlánum
okkur heldur en ef við fengjum að
lána stærri hluta. Þessu til viðbótar
kemur síðan bindiskyldan sem er á
bilinu 2,5-4%. Hámarksútlán geta
því farið allt niður í 78% af innláns-
fé.“
Sigurjón bendir einnig á að Seðla-
bankinn greiði aðeins 3,5% vexti af
bindiskyldunni sem sé umtalsvert
lakari ávöxtun en bankarnir geti
fengið á þetta fé annars staðar. Hann
segir það í raun lágmarkski’öfu að
Seðlabankinn greiði jaðarvexti á
þessar innstæður, sem væru þá nær
því að vera um 5,5%.
Skerðir samkeppnisstöðu
banka og sparisjóða
Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
viðskiptabanka, segir að sambandið
hafi fyrst og fremst barist fýrir end-
urskoðun á reglum af samkeppnisá-
stæðum.
„Þessar reglur ná eingöngu til inn-
lánsstofnana, þ.e. banka og spari-
sjóða. Það eru hins vegar mun fleiri
aðilar sem keppa við bankakerfið á
sama markaði eftir því sem frjálsræði
hefur aukist. Þannig eru ti-yggingafé-
lögin, fjárfestingarlánasjóðirnir,
eignarleigufyrirtækin og lífeyrissjóð-
irnir að keppa við banka og sparisjóði
um útlán, auk þess sem aðgreining á
milli einstaki’a aðila á fjármagns-
markaðnum er ekki lengur til staðar.
Aður voru fjárfestingarlánasjóðir t.d.
afmarkaðir á sínum hluta markaðar-
ins en svo er ekki í dag. Þessir aðilar
allir þurfa ekki að búa við bindi-
skyldu eða lausafjárkvöð. Við viljum
því að samkeppnisstaðan verði jöfn-
uð, annaðhvort með því að þessar
reglur taki til allra þessara aðila eða
þá að allir verði undanþegnir þeim.“
Finnur segir að í öðru lagi megi
ekki gleyma því að umsvif erlendra
banka hafi verið að aukast hér á
landi á undanförnum árum og því
þurfi ekki síður að jafna samkeppnis-
stöðu innlendra lánastofnana gagn-
vart erlendum keppinautum þeirra.
„Við höfum lagt áherslu á að regl-
urnar hér á landi verði svipaðar því
sem gengur og gerist erlendis. Sér-
staklega nú þegar að Efnahags- og
myntbandalagið er að verða að veru-
leika. Það er ljóst að innan EMU
verða alveg samræmdar reglur á
þessu sviði og við viljum að reglurnar
hér á landi verði endurskoðaðar með
tilliti til þess. Það er t.d. ljóst að það
verður ekki beitt lausafjárskyldu
innan EMU og bindiskyldan, ef
henni verður beitt á annan borð,
verður með talsvert öðru sniði en hjá
okkur,“ segir Finnur.
Reglur Seðiabanka
í endurskoðun
Reglur Seðlabankans um lausa-
fjárkvöð og bindiskyldu hafa verið til
endurskoðunar í bankanum að und-
anförnu og er þess að vænta að nýjar
reglur líti dagsins ljós á fyrri hluta
næsta árs.
Yngvi Orn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Seðlabankanum,
segir þá endurskoðun vera í fullum
gangi þessa dagana en enn sé þó of
snemmt að greina náið frá því hvað í
henni muni felast.
Hann segir endurskoðunina hafa
tvö meginmarkmið. Annars vegar að
jafna samkeppnisstöðu mismunandi
lánastofnana hér innanlands og hins
vegar að tryggja að stjórntæki
Seðlabankans verði í samræmi við
þau stjórntæki sem hinn nýi evrópski
seðlabanki komi til með að styðjast
við. Með þeim hætti verði tryggt að
íslenskar lánastofnanir búi við sömu
leikreglur og aðrar lánastofnanir
innan EES.
„Eins og núverandi kerfi er hafa
viðskiptabankar og sparisjóðir búið
við bindiskyldu og lausafjárhlutfall
en aðrar lánastofnanir ekki. Sumar
þeirra eru hins vegar í mjög hlið-
stæðum viðskiptum og bankar og
sparisjóðir, þó með þeim veigamikla
mun að _þær mega ekki taka við inn-
lánum. I þessari endurskoðun er því
stefnt að því að samkeppnisstaða
þessara lánastofnana verði eins jöfn
og mögulegt er.“
Yngvi segir þessar breytingar t.d.
ná til Fjárfestingarbankans, Nýsköp-
unarsjóðs og annari’a lánastofnana.
Mið tekið af reglum
evrópska seðlabankans
Yngvi Orn segh’ að í öðru lagi sé
tekið mið af þeim reglum sem evr-
ópski seðlabankinn muni notast við í
sinni peningamálastjórn. „Við viljum
ekki að okkar reglur verði í veiga-
miklum atriðum frábrugðnar reglum
evrópska bankans og alls ekki
íþyngjandi fyrir innlendar lánastofn-
anir í samanburði við þær reglur sem
aðrar evrópskar lánastofnanir búa
við.
Við viljum því skapa jafnan sam-
keppnisgrundvöll fyrir lánastofnanir
hér innanlands en ekki síður jafnan
grundvöll fyrir innlendar stofnanir
gagnvart öðrum lánastofnunum á
evrópska efnahagssvæðinu," segir
Yngvi Örn.
Hann bendir á að í Evrópusam-
bandinu í dag sé mikið rætt um jöfn-
un samkeppnisstöðu á milli innláns-
stofnana annars vegar og skamm-
tímaverðbréfasjóða hins vegar. Þar
hafi verið bent á það í skýrslum
EMI, evrópsku peningamálastofnun-
arinnar, að það gæti verið æskilegt
að ýmis af stjórntækjum evrópska
seðlabankans næðu til slíkra verð-
bréfasjóða.
„Þá er nú ekki síst verið að tala um
bindiskylduna. Það myndi hins vegar
kalla á lagabreytingu því Maastricht
samningurinn gerir ekki ráð fyrir því
að bankinn hafi slík völd. Það sama
ætti við hér á landi ef þessi leið yrði
farin því núgildandi lög gera ekki ráð
fyrir því að Seðlabanki geti sett slík-
ar reglur.“
Sigurjón Finnur Yngvi Örn
Árnason Sveinbjörnsson Kristinsson
Júgóslavarnir láta vel af lífinu á
Höfn í Hornafirði
„Hér vil ég
lifa og hér
vil ég deyja
Hornafirði - í ágúst sl. komu fimm
þreyttar fjölskyldur til Hornafjarð-
ar. Var þar um að ræða flóttamenn
frá fyrrum Júgóslavíu, alls 17
manns, sem komu hingað fyrir til-
stuðlan Rauða kross Islands. Þau
hafa síðan verið í ströngu íslensku-
námi og margir eru einnig byrjaðir
að vinna með. Lífið er aftur farið að
brosa við þeim.
Þau segja dvölina hér á landi vera
sem paradís miðað við það sem þau
þurftu að þola sl. 6 ár. Ekki hefur
einungis líf flóttamannanna breyst
því líf þeirra Hornfirðinga, sem
kynnst hafa raunum þeirra, hefur
líka fengið nýja merkingu. Lífsgæð-
in eru metin á allt annan hátt en fyr-
ir komu þessa fólks.
Fangabúðir og flótti
„Þetta er dásamlegt líf. Hér vil ég
lifa og hér ætla ég að deyja,“ segir
Pero Boloban einn flóttamannanna
sem til Hornafjarðar komu í ágúst
sl. Pero og Dragica, eiginkona hans,
áttu sér ekki viðreisnar von í heima-
landi sínu eftir að stríðið skall á þar
sem hún er Króati en hann Serbi.
Aður en þau komu til íslands höfðu
þau verið á flótta síðan 1991 og í
flóttamannabúðum síðan 1995. Það-
ár var Pero færður í fangabúðir til
Bosníu því hann vildi ekki gegna
herskyldu.
„Það komu 3 lögreglumenn inn í
herbergið okkar og handtóku hann
og fluttu yfir til Bosníu í fangabúðir.
Eg og börnin okkar vissum ekkert
hvað um hann hafði orðið. 42 dögum
síðar var hann færður aftur til okkar
og voru þessir dagar í óvissunni
langir dagar,“ sagði Dragica
„Lífið hér á Hornafirði er alveg
dásamlegt. Móttökurnar sem við
höfum fengið eru mjög góðar og hér
viljum við vera og hér eigum við
heima. Júgóslavía hefur ekki lengur
merkinguna „heim“ fyrir okkur og
ef við fórum þangað aftur verðum
við þar sem ferðamenn frá Islandi,“
sagði fjölskyldan einum rómi.
Vissu að á íslandi
var ekkert stríð
Stríðið hefur rist rúnir sínar í and-
lit fólksins og er það þreytt á sál og
líkama. Pero, sem nýlega var lagður
inn á Landspítalann vegna hjartabil-
unar, gefur heilbrigðiskei’finu á ís-
landi háa einkunn og segir að þar f.
hafi verið alveg framúrskarandi
þjónusta og sér líði mjög vel í dag.
Þeim Zdravko og Söndru, börnum
þeirra hjóna, líður vel á Islandi. Þau
sögðust ekkert hafa vitað um landið
áður en þau komu.
„Við kviðum ekki fyrir því að
koma hingað því við vissum að hér
var ekkert stríð. Það var erfitt að
bíða þar til við fengum fararleyfi
hingað. Hér er mjög gott að vera og
viljum við aldrei fara aftur út,“
sögðu þau systkinin.
„Hér er ekki dýrt að lifa ef maður
reykir ekki og drekkur ekki. Hér er
gott loft og það er dásamlegt að
finna ekki mengunina frá verksmiðj-
unum og bflunum eins og var í Jú-
góslavíu,“ sögðu þau hjónin. Þegar
þau voru spurð hvort þeim íyndist
ekki „peningalyktin" hvimleið, sem
gerir mörgum lífið leitt á Höfn,
ypptu þau öxlum og sögðu hana lítið
mál og virtust hálfhissa á spurning-
unni.
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir
BOLOBAN Ijölskyldan á heimili sínn á Höfn, þau Pero,
Sandra, Zdravko og Dragica.