Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 47
ánægjan að komast á leiðarenda til
míns ágæta frændfólks, þar sem
mér var tekið með opnum örmum,
heitu súkkulaði og hjartahlýju. En
auk alltumlykjandi elskusemi heim-
ilisfólksins var einnig spennandi
fyrir borgarbarnið að fá að kynnast
útgerðarbæ í fullu fjöri. Þeir Víðir
og Maggi gegndu nú veigamiklu
hlutverki í að opna mér sýn í sjó-
mannslíf og sjávarútveg suður með
sjó. Víðir var þá stýrimaður á afla-
skipi og ég fékk að fara með í róður
á reknet, sem er mér ákaflega
minnisstætt. Starfsvettvangur
Magga var í landi. Sem útgerðar-
maður og fiskverkandi hafði hann í
mörgu að snúast. Ég fékk að fara
með honum í gamla Willys-herjepp-
anum í ferðir milli bryggju og ver-
búða, verkstæða og vöruhúsa, fisk-
reita og fi-ystihúsa. í ævintýraljóma
veitti Maggi mér á sinn milda hátt
óafvitandi innsýn í höíúðatvinnuveg
þjóðarinnar. Seinna þegar ég
stækkaði fékk ég að vinna í saltfiski
hjá honum og þá voru þær systur
Solla og Hanna ekki langt undan.
Þær voru eins og þá var alsiða með
hvíta slæðu á höfði og rauðmálaðar
varir við að skapa útflutningsverð-
mæti. Athafnaþrá, lífsgleði og
húmor ríkti yfir öllu og höfuðborg-
arstrákurinn fílaði þetta í botn.
Síðar fluttu Solla og Maggi á
Arnarhól, sjávarjörð rétt utan við
þorpið. Þar bjuggu þau myndarbúi
og gætti þess hvert sem litið var.
Þar var Maggi í essinu sínu, sífellt
að dytta að og snurfusa. Snyrti-
mennska og hjálpsemi var honum í
blóð borin. Ég minnist þess eitt sinn
er ég kom í heimsókn á sólbjörtum
degi að Maggi hefur orð á því hvað
bíllinn minn væri skítugur. Hann
linnti ekki látunum fyrr en hann var
búinn að þvo og bóna bílinn utan og
innan svo af stirndi.
Maggi kunni augljóslega vel við
sig á Arnarhóli í nábýli við opið Atl-
antshafið, þar sem hann gat fylgst
með skipaferðum og við fjölbreyti-
lega fjöruna með sel á steini og fugl
í lofti. Hann hvatti mig mjög að
koma oftar í heimsókn og skoða
með sér fugla- og dýralífið í fjör-
unni, sérlega á vorin. Hann var
náttúrubarn, fasttengdur sjávarsíð-
unni og sjávarfangi. Eins og títt er
um slíka menn hafði hann sérstakt
yndi af að bjóða manni velverkaðan
harðfisk, rikling, signa grásleppu
eða annað sjávargóðmeti. Hann var
þar á sínum heimavelli og vissi hvað
hann bauð.
Það haustaði að í lífi Magga er
ljóst var að hann hafði veikst af al-
varlegum banvænum sjúkdómi, sem
að lokum sigraði hann eftir hetju-
lega og æðrulausa baráttu. I þeirri
baráttu naut hann stuðnings Sollu,
síns dygga lífsförunautar, er stóð
við hlið síns manns allt þar til yfir
lauk. Hann átti þó góðar stundir inn
á milli. Þegar ég kom til hans síð-
astliðið haust var hann samur við
sig, ljúfur og indæll, ræðinn og ein-
lægur eins og ég hef alltaf þekkt
hann. Þannig geymi ég minninguna
um hann.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
ljúfan vin og vottum Sollu frænku
og fjölskyldu hennar samúð á erf-
iðri stundu. Minnig um góðan dreng
lifir.
Atli Þór Ólason.
í dag 30. desember kveðjum við
elskulegan föðurbróður minn
Magnús Marteinsson frá Sjónarhól
í Norðfirði.
Faðir minn Guðjón kallaði
Magnús alltaf „Manga bróður" svo
við systurnar fjórar kölluðum hann
alltaf Manga frænda. Það var mjög
kært með þeim bræðrum enda bara
eitt ár á milli þeirra. Mangi flutti
ungur frá Neskaupstað til
Sandgerðis. Ég man eftir því er ég
var að alast upp heima í
Neskaupstað að oft heyrði ég föður
minn skellihlæja er hann var að tala
í símann við Manga, þeir voru báðir
mjög skemmtilegir og með gott
skap, þá var talað um landsins gagn
og nauðsynjar svo var rifjuð upp
gömul prakkarastrik og mikið
hlegið. Ung flutti ég á erlenda
grund en dvaldist hér heima á Fróni
meira síðustu árin. Ég átti því láni
að fagna að kynnast Frænda
síðustu tíu árin.
Fyrir átta árum misstum við
elsku pabba eftir hjartaaðgerð í
London. Er ég og móðir mín
Guðrún komum heim seint að nóttu
með kistuna í vonskuveðri, þá
mættu upp í Keflavík Mangi frændi
og Sólveig kona hans ásamt systrum
mínum og voru það hlý faðmlög sem
gáfu okkur mæðgunum huggun og
styrk. Eftir þetta urðu böndin á
milli okkar ennþá traustari. Mangi
og Sólveig eignuðust þrjú börn sem
öll eru búsett erlendis, Marteinn í
Svíþjóð, Óskar og Helga í
Bandaríkjunum, þau eru öll gift og
eiga böm. Aður eignaðist Mangi
dóttur, Jóhönnu, sem búsett er á
Fáskrúðsfirði. Voru bömin hans og
bamabömin honum mjög hjartkær
og fóru þau Sólveig og Frændi
árlega til barnanna sinna. í einni
slíkri ferð, þegar þau hjónin voru að
koma frá Helgu sinni sem býr á
Flórída, hittumst við á Orlandó
flugvelli ég, Frændi og Sólveig.
Urðu miklir fagnaðarfundir, fengum
við öll sæti saman í vélinni, mikið
var rabbað og hlegið á leiðinni heim
á Frón. Frændi sagði mér margar
skemmtilegar sögur sem áttu sér
stað er hann og pabbi vom að alast
upp saman heima í Neskaupstað.
Eftir sagði Frændi við mig „Guðný
mín, ég hef bara aldrei verið svona
fljótur á leiðinni frá Orlandó til
íslands".
í ferðum mínum til íslands
höfðum við alltaf samband og oft
hringdi Frændi og sagði við mig, við
Sólveig erum að koma í bæinn og
megum við bjóða þér og Jóni á
kaffihús, þá var farið á góðar
kaffistofur. Ég man er ég horfði á
eftir þeim hjónum í síðasta skipti,
ég hugsaði með mér mikið er falleg
ást og mikill kærleikur á milli
þeirra.
Elsku Frændi, þín verður sárt
saknað og í sjóði minninganna
geymast góðar stundir.
Elsku Sólveig, mikill er þinn
missir og barnanna. Við Jón Már,
Gunna Sigga og Silla Maja sendum
ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég vil kveðja elsku Manga
frænda með orðum sem minna mig
á hann og minn ástkæra föður.
Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Eg er svo nærri að hvert ykkar tár snertir
mig og kvelur þó látinn mig haldið. En
þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir
lífinu.
(Höf. ók.)
Guðný Steinunn
Guðjónsdóttir.
í fáeinum orðum langaði mig að
minnast mágs fóður míns, Magnúsar.
Fyrstu minningarnar eru frá því að
ég var krakki og farnar voru
dagsferðir í Sandgerði að heimsækja
Jóhönnu og Sólveigu, systur pabba
og Sigríði ömmu mína, en þá voru
vegalengdimar miklu lengri en núna.
Frá þeim tíma man ég ekki eftir
honum öðruvísi en svo að hann væri
að gantast við okkur ki-akkana,
þegar við vonim komin í ham og
farin að hoppa uppá rúmum og annað
í þeim dúr. Allt var leyft þar og við
. nutum okkar heldur betur. Við fórum
sæl og ánægð heim þau kvöldin.
Þegar maður var feiminn unglingur
komu hann og Sólveig og teymdu
mann inn á meðal fólksins, þar sem
glaumurinn ríkti og Jóhanna var með
sitt spaug á vör. En hún er nú farin
„yfir lældnn“, eins og sagt er á máli
indíána. Og langar mig að minnast
hennar hér Uka. Alltaf var Maggi
með sitt ljúfa viðmót þegar við
komum í heimsókn og ekki dró hann
við sig alúðina eftir að mamma mín,
Rut, dó, en þá vorum við pabbi alltaf
aufúsugestii- hjá Sollu og Magga.
Guð geymi þau sem fallin eru frá
og veiti Sólveigu og bömum þeirra
styrk í sorginni, eins dætrum
Jóhönnu, því þeim hefur hann
reynst sem faðir.
Eygló Rut Óladóttir.
PALINA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Pálína Guðnmnds-
dóttir fæddist á
Efri-Steinsmýri í
Meðallandi í V-
Skaftafellssýslu 15.
júlí 1926. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 17. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
mundur Bjarnason
frá Hnappavöllum í
Öræfum og Emilía
Pálsdóttir frá Hofi í
Öræfum. Pálína átti
tíu systkini. Þau eru:
Sigurður, látinn, Jó-
hanna Sigurbjörg í Vík, Páll, lát-
inn, Jóhanna í Vík, andvana
sveinbarn, 1920, Rannveig, látin,
Hjalti, látinn, Þuríður, látin,
Mig langar að minnast móður
minnar með örfáum orðum. Mínar
fyrstu minningar eru tengdar
Skólavörðuholtinu, þar sem við
bjuggum 1 nokkur ár. Þar fæddumst
við þrjú systkinin. Faðir okkar
starfaði hjá Vegagerð ríkisins og
móðir okkar vann heima við prjóna-
skap og hannyrðir. Síðar vann hún
sem verkakona í Arnarhváli. Arið
1957 fluttumst við inn á Réttar-
holtsveg 49 og þar fæddust yngri
systkinin tvö. A Réttarholtsvegin-
um bjuggu foreldrar okkar þar til
fyrir einu og hálfu ári, að þau fluttu
að Gullsmára 9 í Kópavogi.
Bernskuárin voru oft erfið; það
var ekki allt rétt upp í hendurnar á
okkur og oft var þröngt í búi. En
þrátt fyrir alla erfiðleikana, sem
voru aðeins til að sigrast á, var
bernskan ánægjuleg og aldrei
minnist ég þess að foreldrar okkar
hafi látið erfiðleika lífsins bitna á
okkur börnum sínum. Mamma
saumaði á okkur allar flíkur. Henn-
ar vinnudagur var langur og oft sat
hún að saumum, þegar við vorum
gengin til náða. Og svo var það hún
sem vakti okkur inn í daginn. Ég
man að ég velti því stundum fyrir
mér, hvort foreldrar mínir svæíú
aldrei. Að minnsta kosti minnist ég
þess ekki frá bernskuárunum að ég
sæi móður mína nokkurn tíma sofa.
Mikil umskipti urðu í lífi fjöl-
skyldunnar, þegar við fluttum inn á
Réttó, eins og við kölluðum það. Þar
keyptu foreldrar okkar fokhelt rað-
hús og unnu eingöngu sjálf við frá-
gang þess. Faðir okkar hafði starf-
að við múrverk, sem kom sér nú vel
og móðir okkar var eins og alltaf,
betri en enginn, þegar hún tók til
hendinni við húsbygginguna með
pabba. Þar eignuðumst við systkin-
in okkar æskuvini, stunduðum okk-
ar skólanám og áttum okkar ung-
lingsár, en á sumrin vorum við mik-
ið í sveitinni hjá afa og ömmu á
Haugum í Stafholtstungum í Borg-
arfirði. Margar voru ferðirnar í
Borgarfjörðinn og mamma dvaldi
oft með okkur í sveitinni.
Móðir mín var mikilhæf starfs-
kona að hverju sem hún gekk, en
útsaumurinn var hennar sérfag, ef
svo má segja. Ekki má gleyma Bú-
staðakirkju og kvenfélagi kirkjunn-
ar, en það var oft sem við veltum
CrfiscJrykkjur
'VdtinQohú/ið
GAPi-mn
Sími 555-4477
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Ilalla, látin, og Dag-
björt í Reykjavík.
Pálína giftist Inga
B. Þorsteinssyni
1953. Börn þeirra
eru: Snorri, maki Jó-
hanna Arngrfmsdótt-
ir; Margrét, maki
Guðmundur Árna-
son; Bjarney, maki
Sigurður Daníelsson;
Emilía, maki Erlend-
ur Samúelsson; Þor-
steinn, maki Ólöf
Guðnadóttir. Barna-
börn eru tuttugu og
eitt talsins og barna-
barnabörn fjórtán.
títför Pálínu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
fyrir okkur, hvað stæði nú til hjá því
félagi því svo mikið var bakað og
saumað, að okkur fannst þetta allt
með ólíkindum. A þessum starfs-
vettvangi eignaðist móðir okkar
margar af sínum beztu vinkonum.
Hér skal nefnd til ein þeirra,
Magnea á Réttarholtsvegi 51, sem
reyndist mömmu trygg vinkona al-
veg fram á síðasta dag.
Fyrir um 15 árum veiktist móðir
mín af beinþynningu. Sá sjúkdómur
reyndist henni mjög erfiður, en hún
barðist við hann af sömu eljunni og
hún hafði sýnt á öðrum sviðum. Eitt
af því sem móðir mín hafði mjög
gaman af var að dansa og þá sér-
staklega gömlu dansana. Því hélt
hún áfram sem öðru meðan hún gat.
En þótt móðir mín væri sterk kona,
svo sterk að ég sem barn gat ekki
ímyndað mér að hana myndi nokk-
urt afl sigra, þá fór svo, að sjúkdóm-*.
urinn gekk mjög nærri henni og
fyrir um tveimur árum greindist
hún með krabbamein.
Faðir okkar hætti störfum um
svipað leyti og stundaði móður okk-
ar af mikilli kostgæfni síðustu árin.
Þar sem ég var eina barnið þeirra,
sem settist að í Reykjavík, var ekki
langt í millum okkar og reyndist Jó-
hanna eiginkona mín móður minni
mjög vel og sinnti henni reglulega.
Móðir mín bar erfiðleika sína vel,
en þungt veit ég að henni féll að vera
upp á aðra komin. En um það hafði^
hún engin orð. Það var ekki hennar
máti að barma sér yfir hlutunum.
Hún umbar þá af þeirri reisn sem
henni var gefin, þar til í haust, að hún
fann að ekki yrði um bata að ræða.
Þá veit ég að henni fannst nóg komið.
Það var ekki uppgjöf heldur aðeins
niðurstaða hennar að loknu góðu
verki. Nú væri tíminn til að hætta.
Nú, þegar komið er að þessum
leiðarlokum hjá móður minni, lang-
ar mig að þakka öllum þeim, sem
reyndust henni og okkur öllum vel.
Sérstaklega vil ég nefna starfsfólk
Sjúkrahúss Reykjavíkur og
Krabbameinsfélags Reykjavíkur og
forystu Verkakvennafélagsins
Framsóknar. f
Föður mínum þakka ég alla hans ’
umhyggju og ástúð við mömmu.
Móður mína kveðjum við hjónin,
Jóhanna og ég, og böm okkar,
Maggi, Jóhanna, Bergþóra og Guð-
björg, í þökk fyrir allt sem hún var
okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Snorri B. Ingason.
t
Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURGEIR JÓHANNSSON,
Bakkakoti,
Meðallandi,
sem lést af slysförum sunnudaginn 21. des-
ember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í
Meðallandi laugardaginn 3. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Slysavarnafélag íslands.
Sætaferð verður frá BSÍ kl. 10.00.
Guðrún Gísladóttir,
Steinar Sigurgeirsson, Margrét J. Árnadóttir,
Guðfinna Ólafsdóttir, Halldór Guðbjörnsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRUNN FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 26. des-
ember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
2. janúar kl. 11.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Sjúkrahús Akraness eða dvalarheimilið Höfða.
Friðrika Bjarnadóttir, Jóhannes K. Engilbertsson,
Halldóra Bjarnadóttir, Einar Adólfsson,
Fjóla Bjarnadóttir, Hinrik Haraldsson,
Bjarni Þór Bjarnason, Ásta Alfreðsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
u Sími 562 0200
jLIIIIIIIIIll
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BJÖRGMUNDUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi bóndi,
Kirkjubóli,
Valþjófsdal,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði að
morgni jóladags, verður jarðsunginn frá Kirkju-
bólskirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess.
Ágústina Bemharðsdóttir
og böm hins látna.