Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Fjölskylda í jafnvægi ► RÚSSINN Anatoly Zinchenko og börnin hans, Egor 9 ára og Emilia 12 ára, eru hér í miðju atriði sínu á sirkus- sýningu sem var hald- in í Brussel í Belgíu um helgina. Sirkusinn er saman- settur af listafólki frá Austur-Evrópu og sýnir íjölbreytt skemmtiatriði sem sum hver eru spunnin á staðnum. Morgunblaðið/Björn Blöndal HLJÓMSVEITINA skipa Gunnlaugur Briem, Helgi Björns, Andrea Gylfadóttir, Eyþór Gunn- j arsson, Sigurður Gröndal og Jóhann Ásmundsson. Aramótasprengja í Stapa „OKKUR langaði til að slá upp góðu balli fyrir okkar fólk á gamlárskvöld og þetta var niður- staðan,“ sagði Kristján Ingi Helgason, 2 * . Et- skemmtana- S^tjS***’^** sljóri Stapans, sem hefur fengið nokkra meðlimi úr þrem af þekktustu hljómsveitum landsins sem ætla þá að halda uppi fjörinu í Stapa. Þetta eru meðlimir úr hljómsveitunum Mezzofoi-te, Todmobil og SSsól. Þeir sem ætla að stíga á svið í Stapanum eru: Gunnlaugur Briem trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og að öllum líkindum Eyþór Gunnars- son hljómborðsleikari, allir úr Mezzoforte. Ur Todmobil verða Andrea Gylfadóttir söngvari og Sigurður Gröndal gítarleikari og síðan en ekki síst Helgi Björns- son söngvari úr SSsól. Kristján Ingi sagði að kapp- kostað yrði að gera kvöldið bæði sem glæsilegast og eftirminnileg- ast. „Mér vitanlega hefur þetta ekki verið gert áður, að fá með- limi þriggja stórhljómsveita til að leika saman og það er aldrei að vita nema framhald geti orðið á því ef vel tekst til. Þeir Suður- nesjamenn, sem hafa kosið að dansa út árið, hafa á undanförn- um árum leitað til höfuðborgar- innar þar sem þeir hafa týnst í mannfjöldanum. Okkur langaði til að gera breytingu á þessu og bjóða til glæsilegrar veislu. Þetta er niðurstaðan og teljum við að þetta verði stærsta áramóta- sprengjan," sagði Kristján Ingi Helgason ennfremur. Hátíð í Park LITLU jólin eru haldin í janúar fyr- ir óháða kvikmyndagerðarmenn í Bandaríkjunum. Þá fara allir sem vettlingi geta valdið til Park City í Utah til þess að vera viðstaddir Sundance kvikmyndahátíðina. Há- tíð Roberts Redfords vekur æ meiri athygli með hverju árinu sem líður. Gagnrýnisraddir halda því fram að ' áherslan á auglýsingaskrum og sölumennsku sé orðin of mikil en það kemur ekki í veg íyrir það að síðustu tvö ár hefur fjöldi þeirra kvikmynda sem eru sendar til há- tíðarnefndarinnar í þeirri von að þær verði sýndar í janúar aukist um helming. Hundrað og þrjár kvikmyndir hafa verið valdar til sýningar á hátíðinni í byrjun næsta árs. Sextán kvikmyndir taka þátt í keppninni um bestu leiknu dramatísku kvikmyndina og aðrar sextán eru í flokki fyrir nýja kvikmyndaleikstjóra þar sem engin keppni fer fram. Einnig má nefna flokkinn fyr- ir heimildakvikmyndir þar sem meðal annars verða sýndar myndir um Woody Allen, Lou Reed, og Frank Lloyd Wright. Margir leikstjórar reyna að fá myndir sínar frumsýndar á hátíð- inni. Á meðal þeirra sem komust að í þetta skipti eru Tom DiCillo með „The Real Blonde", Timothy Hutton með sýnu fyrstu mynd „Digging to China“, Michael Morre með „The Big One“, Eamest Dickerson með „Blind Faith“, Ted Demme með „Snitch“, og David Mamet með „The Spanish Pri- soner“. Myndimar sem keppa í flokknum besta leikna dramatíska kvikmynd- in eru: „2 by 4“ leikstýrt af Jimmy Small- home. „Billy’s Hollywood Screen Kiss“ Tommy O’Haver. „Buffalo 66“ Vincent Gallo „Hav Plenty“ Christopher Scott Cherot. „High Art“ Lisa Cholodenko. „How to Make the Cruelest Month“ Kip Koenig. „I Married a Strange Per- son“ Bill netf> Paitrow Gwy' Plympton. „Jerry & Tom“ Saul Rubinek. „Miss Monday" Benson Lee. „Next Stop Wonderland“ Brad Anderson. „Once We Were Strangers" Emanuele Crialese. „Pi“ Darren Aronofsky. „Slam“ Marc Levin. „Smoke Signals" Chris Eyre. „Under Heaven" Meg Richman. „Wrestling With Alligators" Laurie Weltz. Nokkrir þekktir kvikmyndaleik- arar eru meðal leikenda í þessum myndum. Anjelica Huston og Ben Gazzara eru í mynd Vincents Gallos „Buffalo 66“, Ally Sheedy (ef ein- hver man eftir henni!) leikur í „High Art“, Joe Mantegna og Charles Durning eru í „Jerry & Tom“, og Joely Richardson leikur í „Under Heaven". Skemmtilegar fléttur og mikil tilfínning TOMLIST GeIsladiskur CITY LIFE J.J. Soul Band. Hljómsveitina skipa: J.J. Soul söngur, Ingvi Þór Kormáks- son hljómborð, Eðvarð Lárusson gít- ar, Stefán Ingólfsson bassi og Stein- grímur Óli Sigurðarson trommur og slagverk. Aðrir hljóðfæraleikarar: Haukur Gröndal saxafónn, Guðjón Guðmundsson trompet, Árni Scheving harmonikka. Bakraddir: Berglind Björk Jónasdóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir, Haukur Hauksson, Kristjana Stefánsdóttir og Mjöll Hólm. Tónlist og textar eru eftir Ingva Þór og J.J. Soul, nema „My Funny Valentine, eftir Rodgers og Hart. Upptökustjórn og útsetningar: J.J. Soul Band og Birgir Jóhann Birgisson. Fram- leiðandi: Hrynjandi. 57:48 mín. FYRIR þremur árum kom út geisladiskur með hljómsveitinni J.J. Soul Band, sem undirritaður fór lofsamlegum orðum um hér á síðum Morgunblaðsins, enda fuil ástæða til. Nú hefur hljómsveitin sent frá sér annan geisladisk, sem ekki er síðri hinum fyrri að mínu mati. J.J. Soul Band mætir hér tii leiks með bandarísk tón- listai-verðlaun í farteskinu, en titil- lag plötunnar, City Life, vann til fyrstu verðlauna í „U.S.A. Songw- riting Competition 1997“ sem besta lagið í rythmablús-djass flokki. Það kemur ekki á óvart þegar hlustað er á lagið, sem er afbragðsvel samið og flutt. Raunar má segja það sama um flest lögin á plötunni, sem í heild er skemmtileg og þægileg áheymar, a.m.k. fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af blúsbræðingi, með nettu djass-rokk ívafí. Forkólfar sveitarinnar, þeir Ingvi Þór Kormáksson og J.J. Soul, eru höfundar allrar tónlistar og texta, að undanskildum gamla „Rodgers og Hart-standardnum“ My Funny Valentine, og tekst þeim vel upp í flestum laganna, þótt auð- vitað megi finna að misjafnlega mikið er í lagt eins og gengur. Engu lagi á plötunni er þó ofaukið að mínum dómi. Auk þeirra Ingva Þórs, sem leikur á hljómborð, og söngvarans J.J. Soul skipa hljóm- sveitina þeir Eðvarð Lárusson á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Steingrímur Óli Sigurðarson á trommur og slagverk. Eðvarð skil- ar sérlega góðu verki í gítarleikn- um og þeir Stefán og Steingrímur eru þéttir í grunninum, auk þess sem þeir eru hijóðblandaðir fram- arlega, sem er tii bóta að mínu mati. Að vonum staldrar maður fyrst við titillag plötunnar, verðlaunalag- ið City Life. Þar sýna þeir Ingvi Þór Kormáksson og J. J. Soul hvers þeir eru megnugir sem tónsmiðir og textahöfundar. Lagið er vel samið og stórgóð útsetning lyftir því upp um nokkrar hæðir. Má í því sam- bandi m.a. nefna skemmtilega útfærslu á trompetleik Guðjóns Guðmundssonar. Mörg fleiri lög plötunnar mætti nefna þar sem heyra má skemmtilegar fléttur og góðar útfærslur á þessum prýðisgóðu tónsmíðum, en lík- lega er best að láta hlustendum sjálfum eftir að vega lögin og meta. J. J. Soul er bráðskemmtilegur söngvari með mikla tilfínningu, þótt hrjúf röddin falli ef til vill ekki í kramið hjá öllum, t.a.m. þeim sem telja ekkert góðan söng nema tenórraddir í karla- kórum. En það er allt önnur Ella, sem á ekki heima í svona tónlist. Hér er J. J. Soul á heima- velli og stendur vel íyrir sínu. Fyrir þá sem efast skal bent á túlkun hans á My Funny Va- lentine. Það lag hefur maður heyrt í ótal útgáfum frá ýmsum tímum, en aldrei hef ég notið þess betur en einmitt í flutningi J.J. Soul. Maður fær hreinlega gæsahúð frá hársrót- um og niður í tær við að hlusta á svona „fíling". Vonandi á J.J. Soul Band eftir að haida áfram á sömu braut um langa framtíð. Sveinn Guðjónsson SÖNGVARINN J.J. Soul er greinilega á heimavelli í þessari tegund tónlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.