Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Franska bankasamsteypan Societé Générale Eignast bankadeild Hambros London. FRANSKA bankasaamsteypan Societé Générale SA hefur sam- þykkt að kaupa bankadeild Ham- bros Plc og þar með hefur brezkum fjárfestingarbönkum fækkað í að- eins þrjú fjölskyldufyrirtæki. Hambros hyggst selja Societé Générale Hambros Banking Group fyrir 300 milljónir punda og ætlar einnig að losa sig við tryggingar- og fasteignafyrirtæki sín. Þar með verður fyrirtækið leyst upp eftir 158 ára starfsemi. Sú deild Hambros, sem annaðist fyrirtækjalán, hefur verið seld Gén- érale de Banque SA í Belgíu fyrir ótiltekna upphæð. Bankakaupin munú efla fyrir- ætlanir franska fyrirtækisins um að koma á fót fjárfestingarbanka í London og mun hann bætast við verðbréfafyrirtæki þess þar, Soci- eté Générale Strauss Turnbull. Starfsmenn Hambros eru 1400, en 1200 manns starfa hjá Societé Générale í London og spáð er veru- legum uppsögnum hjá Hambros. Franska fyrirtækið mun sameina öll fyrirtæki þau sem það kaupir starfsemi sinni, nema skuldabréfa- deildina. Hún mun starfa sjálfstætt og kann að verða seld. Sala Hambros er enn eitt undan- haldið í grein fjárfestingarbanka í Bretlandi. Á undanförnum tíu árum hefur brezkum fjármálastofnunum ekki tekizt að þjóna sífellt alþjóð- legri þörfum viðskiptavina sinna. Þeir þrír sem eftir eru — Schrod- ers PLC, Robert Fleming Holdings Ltd. og Rothschilds Continuation Ltd — eru sérhæfðir bankar hver á sínu sviði. Þessir bankar eru und- ir strangri stjórn sömu fjölskyldna og komu þeim á fót á síðustu öld. BOEING hefur þurft að færa starfsmenn frá 767 deildinni yfir í 747 deildina vegna aukinnar eftirspurnar. SJÁLFSTÆÐIR ATVINIMUREKEIMDUR LÆKKIO Á IMÆSTA ÁRI Njóttu alls þess sem árið 1997 getur gefið þér. Fullnýttu réttindi þín - og sparaðu í leiðinni. .4 FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - til aðnjóta lífsins Greiðsla í lífeyrissjóð er ekki aðeins skattalega hagkvœm heldur leggur hún grunn að fjárhagslegu sjálfstœði íframtíðinni. Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er góður valkostur fyrir sjálfstœða atvinnurekendur. • Framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð á árinu 1997 er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Þetta gildir einnig fyrir sjálfstæða atvinnurekendur, en á eingöngu við um löggiltan lífeyrissparnað - ekki annan sparnað. • Öllum er skylt að greiða a.m.k. 10% af launum í lífeyrissjóð. Greiðsla i annan sparnað en löggiltan lífeyrissjóð uppíyllir ekki þessa skyldu. • Ekkert annað sparnaðarform hefur samskonar skattfríðindi og lífeyrissparnaður: - eignarskattsfrelsi - fjármagnstekjuskattsfrelsi - tekjuskattsffestun Langtímaávöxtun er lykilatriði. Raunávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur verið 9,5% á árunum 1986 -1996. Það er einfalt að kaupa tryggingar í gegnum aðild að sjóðnum og greiðslur iðgjalds af líftryggingu, slysa- og sjúkratryggingu og heilsutryggingu eru skattfijálsar ef greitt er af inneign i sjóðnum. ?.JS % - Greiddu inn ísjóðinn fyrir áramót - til að nýta réttindiþín á árinu 1997. Opið: laugardaginn 27. desember kl. 10-17, sunnudaginn 28. desember kl. 10-17, mánudaginn 29. desember kl. 9 - 22, þriójudaginn 30. desember kl. 9-22 og gamlársdag 31. desember kl. 9 - 13. Littu við hjá okkur að Laugavegi 170 eða hringdu í sirna 5 40 50 60. FJÁRVANGUR 10GGILT VERDBRCFAFYBIRTÆTI Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sími 5 40 50 60, simbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is Frjálsi lífeyrissjóðurínn er í vörslu Fjárvangs hf. E1A1 kaup- ir af Bo- eingístað Airbus Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKA ríkisflugfélagið E1 A1 hefur ákveðið að kaupa fimm þotur frá Boeing Co í stað Airbus Industrie fyrir 170-180 milljónir dollara að því er talið er að sögn umboðsaðilia Boeings í ísrael. „Fulltrúar hafa lagt hart að sér til að mæta þörfum ísraelsmanna,“ sagði Aaron Shavit, framkvæmda- stjóri umboðsaðila Boeings í ísrael, Elul Technologies. Talsmaður E1 A1 sagði að fyrir- tækið mundi kaupa fimm þotur af gerðunum Boeing 737-700 og 737-800 og að þær yrðu afhentar 1999. Ákvörðun E1 A1 var tekin eftir margra mánaða samkeppni Bo- eings og Arbus Industrie. Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna og ísraels lögðu fast að E1 A1 að kaupa Boeing. Com- merzbank á von á til- boði frá Deutsche Frankfurt. Reuters. EINN framkvæmdastjóra þriðja stærsta banka Þýzka- lands, Commerzbank AG, tel- ur&lstærsti bankinn, Deutsc- he Bank, sé þess albúinn að gera tilboð um að taka við stjórn hans að sögn blaðsins Bild. Sögusagnir um slíkt tilboð urðu til þess að verð hluta- bréfa í Commerzbank hafði aldrei verið hærra en á föstu- daginn, jafnvel þótt flestir sér- fræðingar teldu samruna bankarisanna ólíklegan. Talsmaður Deutsche Bank hefur neitað að ræða sögu- sagnirnar og talsmaður Com- merzbank kvaðst ekkert vita um tilboðið. Erlendur kaupandi? Bréf í Commerzbanka hafa tvöfaldazt í verði í ár vegna þráláts orðróms um að hann verði keyptur, þótt bankinn hafí alltaf haldið því fram að hann vilji vera sjálfstæður. Sérfræðingar telja að samr- uni Deutsche-Commerzbank muni ekki borga sig og að lík- legra sé að erlendur kaupandi hreppi Commerzbank.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.