Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Styrkir úr Menningarsjóði VISA afhentir Fimm styrkir til menningar, líknarmála og vísinda ÚTHLUTUN úr menningarsjóði VISA fór fram við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Verðlaunahafar að þessu sinni voru þau Camilla Söderberg flautuleik- ari á sviði tónlistar, Gunnai- Dal, skáld og heimspekingur, á sviði rit- listar, Róbert Amfinnsson leikari á sviði leiklistar, Sigmundur Guð- bjamason prófessor á sviði vísinda og fræða og Sólheimar í Grímsnesi sem hlutu styrk á sviði menningar- og líknarmála og rennur hann til Höggmyndagarðs Sólheima, til uppsetningar á höggmynd eftir Siguijón Olafsson. Fyrirtækið VISA ísland verður 15 ára á næsta ári og er þetta í 6. sinn sem menningarverðlaunum VISA er úthlutað. Verðlaunin fimm nema hver um sig 300.000 kr. eða samtals 1,5 milljónum kr. Stjóm menningarsjóðsins skipa Jóhann Agústsson, stjómarformaður VISA sem er formaður sjóðsstjórn- ar, Jón Stefánsson, organisti og söngstjóri, og Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA. Meðal viðstaddra vom menntamálaráð- herra, Bjöm Bjamason, og kona hans, frú Rut Ingólfsdóttir, og frú Vigdís Finnbogadóttir ásamt hin- um ört stækkandi hópi eldri styrk- þega. I máli Einars S. Einarssonar framkvæmdastjóra kom fram að 75% allra smásöluviðskipta hér á landi fara fram með greiðslukort- um og að Island er það land sem stendur næst því að verða fyrsta seðlalausa samfélagið í heiminum. Camillu Söderberg flautuleikara sagði Einar þann tónlistarmann meðal Islendinga sem sýnt hefur yfirburða snilli á hljóðfæri sitt á undanförnum áram. Camilla er af sænsku bergi brotin en fluttist hingað til lands árið 1980. Hún stofnaði Musica antiqua þar sem kynnt er tónlist endurreisnar- og barokktímans og undanfarin ár hefur hún ásamt manni sínum, Snorra Erni Snorrasyni, efnt til tónlistarhátíðarinnar Norðurljós og fengið til liðs við sig frægt er- lent tónlistarfólk. Tilgangurinn er að vekja athygli á tónlist eldri tíma en Camilla hefur einnig kynnt ís- lenska nútímatónlist innanlands og utan. Um Gunnar Dal sagði Einar að þar færi einn fjölhæfasti og af- kastamesti rithöfundur landsins. Tæp fimmtíu ár eru síðan fyrsta bók Gunnars kom út, ljóðabókin Vera, og í haust sendi hann frá sér tvær bækur. „Þótt Gunnar tilheyri eldri kynslóð rithöfunda á Islandi er hann síungur í verkum sínum, frjór og skapandi,“ sagði Einar. Einar sagði að Róbert Arnfinns- son væri tvímælalaust einn af ást- sælustu og fremstu leikuram þjóð- arinnar. Hann hefur leikið í meira en 50 ár og era hlutverk hans orðin um 160 talsins. Meðal frægra hlut- verka hans má nefna titilhlutverk í Góða dátanum Svæk, hlutverk eig- inmannsins í Hver er hræddur við Virginíu Woolf, mjólkurpóstinn Tevje í Fiðlaranum á þakinu og hlutverk Jóns Hreggviðssonar í Is- landsklukkunni. Róbert æfir nú hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu í nýju íslensku leikriti, Kaffi eftir Bjama Jónsson, sem frumsýnt verður í febrúar. Fjárfestar - fyrirtæki Tveir góðir kostir Dalvegur — Kópavogi Skammt frá stórmörkuðum næst Reykjanesbraut I .11II ifflflISIi ||i|:|S'iF ri íj: 1 lídl Ííltenl Óvenju glæsilegt og vandað atvinnuhúsnæði með stórum inn- keyrsludyrum og góðri lofhæð. Grunnflötur 24 x 60 m. Heildar- flatarmál rúmlega 2.100 fm. Byggingin skiptist í 10 bil með u.þ.b. 144 fm gólfi á jarðhæð auk starfsmannaaðstöðu og skrifstofu á efri hæð. Eignin er steinsteypt, einangruð að utan og klædd með rauðum múrsteini. Hús að utan og innan og lóð þ.m.t. snjó- bræðslulögn skilast fullfrágengin sumarið 1998. Garðabær - skraddarasaumað Nærri Reykjanesbraut Sömu byggingaraðilar hyggjast reisa atvinnuhúsnæði í Garðabæ, 2.500-3.000 fm að grunnfleti, sem skilað verður í árslok 1998. Húsið verður hannað og byggt samkvæmt þörfum kaupanda. Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofunni. FRAMTIÐIN NÓATÚNI 17, simar 511 3030 og 511 1888, fax 511 3535. FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg STYRKÞEGAR Menningarsjóðs VISA í ár voru þau Krisfján Már Ólafsson, íbtíi að Sólheimum, fyrir hönd Sólheima í Grímsnesi, Sigmundur Guðbjarnason prófessor, Róbert Arnfinnsson leikari, Gunnar Dal, skáld og heimspekingur, og Camilla Söderberg flautuleikari. Sigmundur Guðbjarnason, pró- fessor og fyrrverandi rektor Há- skóla Islands, hefur sinnt marg- háttuðum vísindastörfum í þágu Háskólans um lang árabil og hefur með starfi sínu stuðlað að auknum tengslum HI og stofnana hans og atvinnulífsins. Sigmundur var einna fyrstur til að sýna fram á jákvæð áhrif neyslu hinna sérstöku omega-3 fitusýra, sem finnast í lýsi og sjávarfangi, á starfsemi hjartans. Seinni rann- sóknir hans hafa aðallega beinst að því að kanna hvaða áhrif breyting- ar á fituefnum í himnum, í framum hjartavöðvans, hafa á hjartasjúk- dóma. Þá hefur Sigmundur undan- farin ár stýrt rannsóknum á ís- lenskum lækningajurtum og áhrif- um þeirra á ónæmiskerfið. Listir og menningarstarf hafa ávallt verið snar þáttur í starfí sjálfseignarstofnunarinnar Sól- heima í Grímsnesi sem er heimili, þjónustumiðstöð og verndaður vinnustaður fatlaðra. Árið 1990 var ákveðið að koma upp Höggmynda- garði Sólheima með 10 höggmynd- um jafn margra listamanna sem sýnishorn íslenskrar höggmynda- listar á fyiTÍ hluta aldarinnar. Ein- ar sagði að það hefði verið einróma niðurstaða stjómar Menningar- sjóðsins að veita hinu heilladrúga, þjóðfélagslega mikilvæga og aðdá- unarverða starfi Sólheima viður- kenningu á sviði menningar- og líknarmála í ár. Verðlaunaupphæð- in yrði látin ganga til Höggmynda- garðsins og uppsetningar á högg- mynd eftir Sigurjón Ólafsson. VSI vill breytta stefnu í málefnum Landsvirkjunar Segir afstöðu ráðherra ávísun á óðaverðbólgu VINNUVEITENDASAMBAND Islands sendi iðnaðarráðherra og forystumönnum ríkisstjómarinnar bréf í gær þar sem því er lýst að haldi iðnaðarráðherra við þá stefnu- mörkun í málefnum Landsvirkjunar sem hann hefur kynnt þá feli það í sér grandvallarfráhvarf frá þeirri stefnu stöðugleika sem fylgt hefur verið frá árinu 1990. Hefur VSÍ enn skorað á iðnaðarráðherra að hann beiti sér hratt fyrir breyttri stefnu í málefnum Landsvii'kjunar svo hún geti áfram samrýmst þeirri stefnu stöðugleika sem ríkisstjórnin hefur fylgt fram til þessa. VSÍ hefur á undanförnum tveim- ur árum kallað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra beiti sér fyrir því að orkufyrirtæki hætti að leggja breytingar á byggingarvísitölu til grundvallar hækkunum á orkutöxt- um. Telur VSÍ fráleitt að opinber- um einokunarfyrirtækjum haldist uppi að vísitölubinda gjaldskrár sín- ar og það við þá vísitölu sem sann- anlega mælir ekki framleiðniauka í atvinnulífinu. Hefur VSÍ því gagn- iýnt fyrirhugaða hækkun á raforku- verði frá Landsvirkjun um 1,7% frá næstu áramótum til viðbótar 3,2% hækkun sem varð í apríl síðastliðn- um. Segir VSÍ að þessi 5,1% hækk- un á níu mánaða tímabili verði ekki skýrð með almennri verðlagsþróun og sé hún því sjálfstæður verð- bólguvaki. Svar ráðuneytisins mikið áhyggjuefni VSÍ sendi iðnaðarráðherra erindi 25. nóvember síðastliðinn þar sem kallað var eftir endurskoðun á áformaðri hækkun á raforku frá Landsvirkjun, og í bréfi VSÍ sem sent var iðnaðarráðherra í gær kemur fram að svar ráðuneytisins við erindinu hafi valdið miklum von- brigðum og sé í raun mikið áhyggjuefni. Þar komi fram að hækkanirnar séu í samræmi við stefnumörkun eigenda Landsvirkj- unar og samkvæmt því eigi gjald- skráin að halda raungildi og ti'yggja 5-6% arðgjöf af eigin fé sem jafn- framt sé afar hóflegt markmið mið- að við arðgjafarkröfur annarra fyr- irtækja. VSI telur að þessi afstaða ráðu- neytisins sé með engu móti boðleg og bendir á að afar fá fyrirtæki séu í þeirri stöðu að ákveða hagnaðinn fyrst, og vilji eigendur ná aukinni arðsemi verði þeir að gera það með lækkun kostnaðar og öðrum endur- bótum í rekstrinum. Óviðunandi forsenda VSI hefur ítrekað bent á ann- marka þess að nota byggingarvísi- tölu sem viðmið fyrir verðlagsþróun og bendir á að við sæmilega, gi’ósku í efnahagslífinu gefi byggingarvísi- talan til kynna að verðbólga sé meiri heldur en raunin er og hún mæli engar framleiðnibreytingar andstætt því sem vísitala neyslu- verðs geri. Viðmiðun við byggingar- vísitölu sé því jafnframt ákvörðun um að ekki skuli vænta framleiðni- auka í rekstri raforkukerfísins. Það sé óviðunandi forsenda og með engu móti verjanlegt að stjórnvöld leggi blessun sína yfir þann grundvöll verðlagningar raforkuverðs frá Landsvirkjun. Fram kemur að ráðuneytið bendi réttilega á að Landsvirkjun eigi mikið undir því að gengið veikist ekki og gefi raunar til kynna að enn vanti á að fyrirtækið hafi getað hækkað verð til að mæta gengistapi á miklum erlendum lánum. Bendir VSI á að gengi verði því aðeins stöðugt að kostnaðarþróun hér inn- anlands víki ekki frá því sem gerist í helstu samkeppnislöndum, og hækki framleiðslukostnaður um- fram það sem gerist hjá keppinaut- um innlendra framleiðenda á vörum og þjónustu muni gengi íslensku krónunnar láta undan síga á nýjan leik. Þá hefjist á ný víxlgangur launa, verðlags og gengis, sem sé gamalkunnugt höfrungahlaup þar sem allir reyni að ti'yggja sér „raungildi" taxta sinna, og sú af- staða sem iðnaðarráðherra boði í bréfí sínu til VSI feli í sér uppskrift að óðaverðbólgu. Yfirlýsing um sjálfsagða og eðlilega sjálfvirkni „Verði niðurstaða sú að halda fast við þá stefnumörkun ofui-verðtrygg- ingar sem lýst er í bréfi iðnaðarráð- herra og gjaldskrá Landsvirkjunar í blindni látin fylgja byggingai-vísi- tölu verður það ekki skilið á annan veg en sem yfirlýsingu til annarra um að slík sjálfvirkni sé bæði sjálf- sögð og eðlileg. Vísitölutenging sem hækkar verð langt umfram almenna verðlagsþróun er olía á nýjan verð- bólgueld. Það er ábyrgðarhlutur ríkisstjórn- ar að láta það mál ganga fram með þeim hætti. Vinnuveitendasam- bandið skorar því enn á iðnaðarráð- herra að hann beiti sér fyrir breyttri stefnu í málefnum Lands- virkjunar sem samræmst geti áfram þeirri stefnu stöðugleika sem ríkisstjórnin hefur fylgt til þessa,“ segir í bréfi VSÍ til iðnaðarráð- herra, en afrit af því var sent for- sætis-, utanríkis- og fjármálaráð- herra til kynningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.