Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Innvortis, útvortis YFIRLITSMYND af samstillingu Haraldar Jónssonar. MYNPLIST Ingðlfsstræti 8 SAMSTILLING HARALDURJÓNSSON Til 11. janúar 1998. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. HARALDUR Jónsson hefur um árabil tekist á við þann hluta veru- leikans, sem okkur er að jafnaði hulinn. Þetta eru skilningarvit lík- ama okkar, sem nema allt fyrir utan okkur og skila skilmerkilega rétta boðleið svo að við getum innbyrt til- veruna eins vel og okkur er frekast unnt. Ekki veitir af því allt okkar líf snýst um það eitt að sjá tilveruna í sem gleggstu ljósi. Ef einhverjir hnökrar eru á þessu námi okkar rata skilaboðin ekki rétta leið. Þar með er hlaupin snurða á þráðinn milli okkar og alls hins mikla hluta heimsins, sem stendur utan við okk- ur sjálf, eða sjálf okkar réttara sagt því jafnvel stærstur hluti líkama okkar virkar á vitundina sem utan- veltu, að minnsta kosti við hugann. Við lítum á neglur okkar á fingrum og tám og hugsum: „Ég þarf að klippa þær.“ Éf við sæjum ekki neglumar mundi ekkert hvetja okkur til að- gerða, því síst af öllu mundu negl- umar senda okkur boð um snyrt- ingu. Þannig þörfnumst við skiln- ingai-vitanna jafnmikið til að fylgj- ast með sjálfum okkur og öðru því sem okkur er óháð. Svo sjálfsagt er allt þetta ferli frá vöggu til grafar að við leiðum ekki hugann að mikil- vægi skynjunar okkar nema því að- eins að hún sé trufluð af einhverjum ástæðum. í mikilli þoku eða því sem er enn verra, skammdegissólinni, fínnum við fyrir vanmætti okkar við stýrið og bölvum því þá gjaman að þurfa að draga úr hraðanum og lús- ast af ótta við að keyra niður ósýni- legan vegfaranda. En Haraldur er ekki bara að fást við þessa leyndu dóma lífs okkar sem tæknileg fyrirbæri heldur spyr hann áleitinna spurninga um af- stöðu okkar til sálar og líkama. Sú tvíhyggja, sem ávallt hefur fylgt okkur sem skuggi af trúarlegum og siðferðislegum meiði og skilar sér enn og aftur í umræðuna þegar við höldum að hún sé löngu fyrir bí, stafar af vanþekkingu okkar á lík- amsstarfseminni og vökvaflæðinu milli skrokks og heila. Táldregin manneskja hefur til dæmis tilhneig- ingu til að kenna sínum óæðri lík- amshluta um ófarir ástar sinnar eins og heilinn væri þar undanþeg- inn allri sekt. Það sem gerir vangaveltur Har- aldar þó jafnskemmtilegar og raun ber vitni er skarpur skilningur hans á því að andleg upplifun mannsins verður aldrei afgreidd með líkams- fræðinni einni saman. Skynjun okk- ar verður ætíð óræða hliðin á þeim peningi sem lýtur að annars ósköp einfaldri líkamsstarfsemi. Það er af þeim orsökum sem raunamædd hjúkrunarkonan, sem var nýkomin úr fóstureyðingu í sænsku vanda- málamyndinni, lét ekki huggast af orðum starfsystur sinnar: ,AS, hættu nú þessu væh. Þú veist ósköp vel að þessi depurð í þér er ekki anpað en ómerkilegurhormónaruglingur." En þó svo að Haraldur sendi efn- ishyggjunni þar með langt nef reyn- ir hann jafnframt að koma andans blöðru eilítið nær jörðinni með því að tappa af henni offyllingu þess helíums sem ruglar margan sveim- hugann í ríminu. Haldi menn að andinn sé allt en efnið ekkert fær- ir Haraldur okk- ur heim sanninn um það að ekkert gerist án annars tilverknaðar. En það er með lík- amann eins og vélbúnað tölv- unnar. Ekkert af hugbúnaði þeim, sem drífur tækið áfram gerir sig sýnilegt utan frá séð. Margir hafa rekið upp stór augu þegar þeir gáðu inn í þarfa- þingið og fundu ekki annað en tómarúm. Haraldur fæst einmitt við að birta okkur tómarúm líkam- ans með öllum sínum götum, göngum og hólf- um. Það er okkar „innri maður“ sem hann hefur kom- ið fyrir á gólfí Gallerís Ingólfsstræt- is 8 í líki ótal lítilla, lífrænna form- hluta úr ómáluðu texi og kallar Samræður/samræði. Þessir mjúku og vel pússuðu kubbar minna á líf- færi, sem búið er að skera eins og sýni fyrir sneiðmyndatöku. A veggnum gegnt glugga sýning- arsalarins hefur Haraldur komið fyrir skyggnusýningavél með hringekju fullri af litskyggnum, sem varpar rauðum lit út í loftið. Það eru Göng, sneiðmyndasýni af blóði lista- mannsins, sem hjúkrunarkona tók úr honum. Með því að fylgjast með rauðum litnum í gegnum kringlótt auga linsunnar á sýningavélinni er sem áhorfandinn horfi inn í æð sem Sneidd hefur verið líkt og blóðið. Það skal þó tekið fram að óhugnað- urinn við þessi blóðsýni er fyllilega bundinn vitneskjunni um stað- reyndir málsins en ekki beinum áhrifum skyggnusýningarinnar. Lýsing Haraldar á líkamanum eins og hann lítur út innan frá séður er of abstrakt til að vekja viðlíka óhug og þegar menn fylgjast með klínískri líffærafræði. Það virðist heldur ekki vera til- gangur Haraldar að vekja óhug. Miklu frekar er hann að reyna að ljúka upp augum okkar fyrir þeirri fegurð, sem leynist á mörkum efnis og anda, líkamsstaifsemi og huga, vélgengis og tilfínninga, yfii’vegun- ar og viðbragða, einmitt þar sem ævintýri lífs okkar eiga sér stað með svo óvæntum hætti að við miss- um tímabundið vald okkar yfir að- stæðum og neyðumst til að stóla á ósjálfráða svörun þess kerfís, sem býr innra með okkur og ræður jafnt líkama og sál. Á slíkri ögurstund er sagt að við sýnum okkar rétta andlit, en það er einmitt sama andlitið og listin er alltaf að reyna að fanga og opin- bera. Hversu óþægilega sem list Haraldar kemur við kaunin á okkur með því að minna okkur á þann veikleika, sem kalla mætti ósjálf- ráða kerfið, verkar hún einnig und- arlega frelsandi. Hún áminnir okk- ur nefnilega um það sem við vitum innst inni en viljum ekki alltaf við- urkenna; að við viljum ekki hafa hundrað prósent stjórn á öllum hlutum. Við þörfnumst þess að vita að eitthvað það sé til, sem komið geti okkur fullkomlega á óvart. Annars er ekkert líf og engin list. Halldór Björn Runólfsson BÆKIJR Fræðirit SIÐBREYTINGIN Á ÍSLANDI 1537-1565 Byltingin að ofan. Eftir Vilborgu Áuði Isleifsdúttur. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1997, 393 bls. SIÐBÓTIN eða siðbreytingin er merkilegt tímabil í sögu íslands. Þau viðhorf sem lúterstrúin flutti með sér hafa mótað sýn íslendinga og annarra íbúa Norður-Evrópu á stöðu sína í samfélaginu og heimin- um í ríkara mæli en maður áttar sig oft á. Þessi viðhorf rista djúpt og það er verðugt verkefni að leitast við að átta sig á þeim. Þótt ritað hafí verið um siðaskiptin og íslenzkir guðfræðingar og sagnfræðingar reynt að átta sig á þeim er löngu kominn tími á að rannsaka þau í ljósi þeirrar vitneskju og viðhorfa sem nú ríkja. Vilborg Auður ísleifsdóttir sagn- fræðingur hefur ritað nokkuð um- fangsmikla bók um siðbreytinguna og eins og heiti bókarinnar gefur til kynna einbeitir hún sér að tæplega þrjátíu ára tímabili, frá 1537-1565. Á þeim árum eiga sér stað afdrifa- ríkustu atburðimir í breytingunni frá kaþólskum sið yfír í þann lút- erska. Þessi bók er íslenzk gerð þýzkrar doktorsritgerðar höfundar um þetta efni. Hún ber nokkur merki upprunans, það eru 1 henni mjög viðamiklar tilvísanir og text- inn er ekki sérlega vinsamlegur les- andanum eins og iðulega er raunin með doktorsritgerðir. I upphafí gerir höfundur grein fyrir þeim heimildum sem hún styðst við og stöðu íslenzkra rann- sókna á siðaskiptunum. Síðan lýsir hún hvemig siðaskiptin áttu sér stað í Danmörku, hvemig nýskipan ríkisvaldsins sem komst á með siða- skiptunum leysti ýmsan vanda í dönsku þjóðfélagi og styrkti ríkis- valdið og gaf borgarastéttinni tæki- færi til að ná meiri þjóðfélagsáhrif- um. Hún skoðar hvernig aðalsveldið tengdist kirkjunni, hvemig hags- munir Lýbiku og Hamborgar tengdust hagsmunum danska ríkis- „Óár til lands og sjóar“? ins og hvemig Kristján III komst til valda eftir að það hafði nánast skapast upplausn í ríkinu í nokkurn tíma. I þriðja kaflanum er greint frá bakgrunni siðbreytingarinnar á Is- landi. Þar hyggur Vilborg að réttar- grunni ríkisvaldsins, stjórnsýslu konungs og biskupa, klaustmm, fá- tækraframfærslu og erlendum mönnum sem sigldu til veiða á ís- landsmiðum á hverju sumri. Þar kvað mest að Þjóðverjum og Eng- lendingum. Það kemur skýrt fram í kaflanum hve kaþólska kirkjan var valdamikil stofnun í íslenzku samfé- lagi á þessum tíma og höfundurinn heldur því fram að völd hennar hafi vaxið umtalsvert á síðari hluta 15. aldar og fyrri hluta þeirrar 16. og það hafi valdið átökum við verald- lega höfðingja. Ríkisvaldið var hins vegar veikt og það var fyrst og fremst innlend höfðingjastétt sem deildi völdum með kirkjunni. I rauninni voru biskupar kaþólsku kirkjunnar valdamestu menn lands- ins á þessum tíma og hegðuðu sér samkvæmt því. Fjórði kaflinn segir frá því hvem- ig siðaskiptin áttu sér stað í Skál- holti. Það er greint nokkuð ná- kvæmlega frá þeim einstaklingum sem komu við sögu og hvernig þeir höfðu mótazt af veru í Danmörku og Þýzkalandi þar sem þeir drukku í sig þær breytingar sem voru að eiga sér stað þar. Embætti biskups breyttist í það sem hér er nefnt súperintendent, kirkjuordinanzía Kristjáns konungs III. var sam- þykkt á Þingvöllum árið 1541 í ís- lenzkri gerð Gizurar Einarssonar en nokkrum árum fyrr höfðu Jón Arason, Hólabiskup, og Ögmundur Pálsson, Skálholtsbiskup, fengið latneska gerð af þessu plaggi. Farið er nákvæmlega yfír efnisatriði þessa skjals og leitast við að út- skýra hvemig það víkur frá þeirri skipan sem í gildi var. Einnig er greint frá þeim átökum sem leiddu til þess að danskir hermenn mættu á Álþingi til að styðja Gizur Einars- son við að koma á hinum nýja sið. Þeir tóku Ögmund fast- an og fóru með hann til Danmerkur. Fimmti kaflinn er um lokaátökin á milli Jóns Arasonar annars vegar og siðbótarmannanna og fulltrúa ríkisvaldsins hins vegar. Jón Arason var voldugasti maður landsins síðasta áratug- inn sem hann lifði. Hann gerði það sem hann gat til að koma í veg fyrir að hinn nýi siður sigraði. Hann leitaðist við að efla veldi sitt svo að það næði suður í Homafjörð og vestur að Breiðafirði. Getum er leitt að því að Jón hafí viljað ná pólitísku sambandi við Hamborgarmenn til að styrkja sig í baráttunni við hið nýja ríkisvald. Jón gekk meira að segja svo langt að láta taka Martein Einarsson, súperintendent í Skálholti, fastan. Rakið er hve mat Jóns á möguleik- um sínum til að rísa gegn hinu nýja ríkisvaldi hafí verið sérkennilegt og hvernig Jón verður á endanum und- ir í baráttu við Daða Guðmundsson í Snóksdal og er tekinn af lífi ásamt sonum sínum. I sjötta kafla er skýrð hin nýja skipan sem kom til með hinum nýja sið og breytingunni á ríkisvaldinu. Staða klerka breyttist í að vera embættismenn ríkisins, kjör þeirra versnuðu, í stað klaustra var komið á skólum á Hólum og í Skálholti, minna fé varð til framfærslu fá- tækra og einnig varð breyting á við- horfum til þeirra í kjölfar hins nýja siðar. Landsmenn brugðust ekki vel við hinum nýja sið og skildu illa þegar þeir voru sviptir dýrlingum og líkneskjum. Einnig er gerð grein fyrir þeim nýjungum sem fylgdu í stjómsýslu og efnahagsmálum. í lokaorðum er leitast við að draga saman niðurstöður rannsóknarinn- ar. Meginhugsunin í þessari bók er að draga fram sambandið á milli breytinganna á Islandi og í Dan- mörku. Mér virðist þetta takast bærilega. Það gengur fram af frásögninni hvernig yf- irvöld ríkisins gerðu sömu breytingar á Is- landi og í Danmörku og létu það ekkert trufla sig þótt aðstæður væru ef til vill aðrar þar en í Danmörku. Það er safnað saman miklum lærdómi um þetta efni á þessum blöðum og hann kemst til skila. En það er líka eitt og annað aðfinnsluvert í þessari bók. Ég er ekki viss um fyrir hvern bókin er hugsuð því að mér er til efs að jafnvel vel lærðir sagnfræðingar lendi ekki í nokkrum vandræðum með upphafið að bókinni þar sem haldið er rakleitt í innanlandsátök í Danmörku og fjöldi mann nefndur til sögunnar með lágmarkskynn- ingu. En þegar lesið er áfram kemst maður yfír þetta. Raunar er fyrsti kaflinn sennilega verst samdi kafli bókarinnar sem er náttúrulega óheppilegt fyrir lesandann. En frá- ganginum á bókinni er ábótavant. Örk sem hefst á bls. 193 og lýkur á bls. 203 er í tvítaki í eintakinu sem ég las. Kafli sem er merktur nr. 7 í efnisyfirliti og hefst á bls. 318 er þar undirkafli í sjötta kafla. Lokaorðin verða því ekki áttundi kafli eins og í efnisyfirliti heldur sjöundi kafli. Nokkrar ályktanir sem höfundur dregur eru hæpnar. Sjálfstæðisglýj- an verður Vilborgu fjötur um fót. Á bls. 203 er talað um erlendan her á Alþingi og á bls. 266 er talað um að íslendingar hafí risið upp gegn er- lendu ríkisvaldi; á bls. 363 er talað um að sjálfstæði landsins hafí liðið undir lok við siðbreytinguna. Þetta nær eiginlega engri átt. Þær hug- myndir um sjálfstæði sem liggja að baki svona staðhæfingum eru tíma- skekkja í svona rannsókn og eru einungis til marks um þær þjóðsög- ur sem sjálfstæðisbaráttan hefur skilið eftir í hugmyndum okkar um Vilborg Auður ísleifsdóttir íslandssöguna. Það eru engin rök til að trúa því að Jón Arason hafí sjálf- ur litið svo á að hann væri stympast við erlent ríkisvald eða efla sjálf- stæði Islands. Island var hluti af danska ríkisins og sú ráðstöfun að senda hingað hermenn árið 1541 var fullkomlega eðlileg og sjálfsögð. Sömuleiðis var hún það tíu árum síðar þótt landsmenn sjálfir kæmu í veg fyrir að þeir þyrftu að þola veru hermannanna vegna þess að þeir tóku Jón Arason af lífi. Eymdarhyggjan um íslenzka bændastétt er annað atriði sem mér virðist byrgja höfundi sýn og varna honum skilnings. Hún er fyrst orð- uð fyrst á bls. 33 með svofelldum orðum: „Á síðmiðöldum voru flestir íslenskir bændur fyrir löngu orðnir að fátækum og umkomulausum leiguliðum meðan fjölmenn bænda- stétt í Danmörku var enn sæmilega bjargálna og gat um frjálst höfuð strokið.“J5íðar er eymdarhyggjan ítrekuð á bls. 336-338 þar sem rætt er um tekjur konungs af eigum sín- um á Islandi og komizt að þeirri niðurstöðu að þær hafí verið rýrar. Það er ekki einhlítt að draga þá ályktun af því að íslenzkri bændur hafi lifað í eymd. Þetta gæti einfald- lega verið til marks um linari skatt- heimtu Danakonungs á Islandi en í Danmörku. Mér virðist síðan að þessi eymd- arsýn komi í veg fyrir að Vilborg meti það að verðleikum að þessi ný- skipan ríldsvaldsins sem komst á með siðaskiptunum dró úr ofbeldi og yfirgangi íslenzkra höfðingja gagnvart almúganum og embættis- færsla og embættaveiting varð skipulagðari og vandaðri. Þetta kemur fram í bókinni en fær ekki það vægi sem eðlilegt er. Að síðustu verður að nefna að rannsókn sem þessi á siðaskiptunum gerir nokkr- ar kröfur til höfundar að hann skilji guðfræðilega þáttinn í deildunni og komi honum til skila. Þótt þetta tak- ist yfirleitt vel þá virðist mér þetta vera veikur hlekkur í bókinni og stundum má sjá algert skilnings- leysi eins og á eðlisbreytingarkenn- ingu kaþólskra um vínið og brauðið á bls. 341. Guðmundur Heiðar Frímannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.