Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 0r wA"> Inc- Virtir bandarískir vís- indamenn mæla gegn drottningarhunangi og frjókomum Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk Frá Ólafi Sigurðssyni: HINN 18. desember síðastliðinn birtist í Mbl. grein eftir Ragnar Þjóðólfsson, áhugamann um sjálfslækningar og náttúruefni, sem svar við grein undirritaðs þar sem greint var frá stofnun sam- taka til að veita fræðslu og vinna gegn ósönnum fullyrðingum um hollustu náttúruefna, - það er að vinna gegn auglýsingaskruminu sem lengi hefur fylgt mörgum þessara efna. Að stofnun þessara samtaka standa flest virtustu samtök bandarískra næringar-, matvæla- og lífefnafræðinga. Í greininni sem Ragnar veittist að var greint frá blaðamannafundi forystumanna þessara nýstofnuðu samtaka og fréttatilkynningu þeirra. Þarna voru viðstaddir nokkrir þekktustu vísindamenn Bandaríkjanna á þessu sviði. Hafi Ragnar eitthvað við ein- stök dæmi í yfirlýsingu þessara manna („The FANSA statement") að athuga, eins og þá að blóm- afijókorn eða drottningarhunang hafi ekkert sérstakt hollustugildi, er um að gera að koma þeim at- hugasemdum á framfæri við sam- tökin. Það skal minnt á það hér að þýðing á fréttatilkynningum frá blaðamannafundum þarf ekki endilega að túlka skoðanir þess er greinir frá. Persónulegar að- dróttanir í grein Ragnars koma málinu ekkert við og eru mér óskiljanlegar, það var hvergi vegið að persónu Ragnars Þjóðólfssonar í greininni. Það verður því að leiðrétta al- varlegar rangfærslur í grein Ragn- ars í minn garð. Það hefur engin heilög krossferð verið rekin gegn afurðum býflugnabúsins af minni hálfu, hvað þá um nokkurra ára skeið! Einnig ber að leiðrétta að undirritaður er ekki næringarráð- gjafi og hefur aldrei starfað sem slíkur og kannast því ekki við að hafa ráðlagt „skjólstæðingum mínum“ að borða kornfleks til morgunverðar, hvað þá talið að mjólk sé óholl. Það hefði þá átt að fást borgað fyrir slíka ráðgjöf og því hefði ég munað eftir. Hins vegar tel ég bæði mjólk og korn- fleks hollt og gott í hófí, eins og allt annað. Það er greinilegt á skrifum Ragnars að hann hefur ruglast á mönnum. Þetta er afar óheppilegt á svo opinberum vettvangi og vona ég hann hafí uppi á réttum manni og skrifi þá bara aðra grein til þess aðila. Hins vegar finnst mér sjálfsagt mál að Ragnar biðjist afsökunar á þessu á sama vett- vangi. Ónnur umræða í grein Ragnars gegn lyfjaiðnaðinum og með holl- efnaiðnaðinum kemur áðurnefndri fréttatilkynningu frá bandarískum vísindamönnum ekkert við. Það hlýtur að teljast persónulegt mat hvers og eins ef þeir vilja ekki trúa á vísindi og rannsóknir eða eru ósáttir við niðurstöðumar. Hins vegar er það athyglisvert að Ragnar Þjóðólfsson er skrifaður fyrir greininni sem „áhugamaður um sjálfslækningar og náttúru- efnj“. Ég hef kynnt mér málið og hef heyrt frá þeim sem þekkja til, að Ragnar er sjálfur innflytjandi, dreifingaraðili og sölumaður blóm- afijókorna og drottningarhun- angs! Hann hefur lengi skrifað greinar um hollustu fijókorna og drottningarhunangs í Morgun- blaðið og titlað sig þar sem áhuga- mann um lækningar og fæðubót- arefni! Er reyndar talinn mjög duglegur við greinaskrifm. Þetta fínnst mér ábyrgðarleysi hjá Mbl. og fer fram á að þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta, komist ekki upp með þess háttar ókeypis auglýsingar í blaðinu og að lesendum blaðsins sé greint frá því ef greinarhöfundar eru jafn- framt sölu- eða dreifíngaraðilar fyrir þá vöru sem þeir mæla með. Það hlýtur að teljast að menn séu að villa á sér heimildir, eða telst til dæmis forsvaranlegt að um- boðsaðili Toyota komist upp með að skrifa alls kyns greinar um gæði Toyota og skrifa ætíð undir sem „áhugamaður um bifreiðar og varahluti"? (Við vitum að slíkt gera þeir ekki hjá umboðinu, en það er annað mál.) Virðingarfyllst, ÓLAFUR SIGURÐSSON, fyrrv. meðlimur í IFT (Intemational Food Technologist, USA), alþjóðlegum samtökum bandarískra matvælafræðinga, Heijólfsgötu 34, Hafnarfirði. Þá það, amma, við skiljum, gangi þér vel að spila. Við förum ekki til ömmu á þakk- argjörðardaginn, hún er að spila hokkí með skautaklúbbnum sin- Hvað með hina ömmuna okkar? Hún er að fara í dagsferð með fjallahjólaklúbbnum sinum. um. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. - Gœðavam GjdídVdia - matar og kaííístell. Allir veröflokkar. verslunin Heiinsfr«r(jir hönnuðir m.d. Gianni Versace. Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.