Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 29 Byggja kjarn- orkuver RÚSSAR og Kínveijar skrif- uðu í gær undir 22 milljarða króna samning sem kveður á um að Rússar hanni og byggi kjarnorkuver í Jiangsu-héraði í austurhluta Kína. Bæði Li Peng, forseti Kína, og Boris Nemtsov, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, voru viðstaddir undirritun samn- ingsins. Sonia Gandhi í framboð MIKIL spenna er hlaupin í kosningabaráttuna á Indlandi eftir að tilkynnt var að Sonia Gandhi, ekkja Rajivs Gandhis fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hyggðist gefa kost á sér í komandi kosningum. Samkvæmt skoðanakönn- unum hefur Atal Behari Vajpayee frambjóðandi Bhar- atiya Janata flokksins, BJP, mest fylgi eða 27% og Sonia, sem býður sig fram fyrir hönd Kongressflokksins, annað mesta fylgið eða 17%. Milutinovic tekur við ÞJÓÐERNISSINNAR gengu út er Mílan Milutinovic, nýr forseti Serbíu, var svarinn í embætti á serbneska þinginu í gær. Þjóðernissinnar hafa ásakað stuðningsmenn Milut- inovics, sem áður gegndi emb- ætti utanríkisráðherra og nýt- ur stuðnings Slobodans Mi- losevics fráfarandi forseta, um kosningasvik. Engin merki um tækjabilun YFIRVÖLD í sameinuðu Arab- ísku furstadæmunum til- kynntu í gær að engin merki hefðu fundist um tækjabilun í Tupolev-154 fiugvélinni sem sprakk skömmu fyrir lendingu á Sharjan flugvelli fyrr í mán- uðinum. Einnig var tekið fram að engin merki hefðu fundist um að flugmenn hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyíja. 85 manns fórust með vélinni. Fjöldamorð í Alsír VOPNAÐIR menn myrtu að minnsta kosti 38 manns í þremur héruðum Alsírs um helgina. Á meðal hinna látnu voru 14 manns sem voru myrt- ir er þeir krupu til bænagjarð- ar í mosku í vesturhéraðinu Mascara á sunnudag. Árásin á þá var gerð einungis þremur dögum eftir að yfirvöld hétu því að herða eftirlit við moskur sem veita íslömskum uppreisn- armönnum stuðning. Bandarísk risaþota hrapar 300 metra í ókyrrð yfir Norður-Kyrrahafi Kona lézt og 83 slösuðust Tókýó. Reuters. FARÞEGAR, flugfreyjur og matar- bakkavagnar þeyttust upp í loft júmbóþotu United Airlines-flugfé- lagsins á sunnudagskvöld þegar vélin tók skyndilega 300 m dýfu er hún lenti í ókyrrð í lofti. Ung japönsk kona hlaut svo alvarleg meiðsl er þetta gerðist að hún beið bana af en 83 slösuðust, þar á meðal níu flugfreyjur. Þotan, sem var með 374 farþega og 19 manna áhöfn innanborðs, var á leið frá Tókýó til Honolulu á Hawaii. Hún hafði verið tvær klukkustundir á flugi og var komin um 1.800 km út yfir norðanvert Kyrrahaf þegar ósköpin dundu yfir í 33.000 feta hæð (10 km). Farþeg- arnir, sem flestir voru Japanir á leið í frí, voru að ljúka kvöldverði þegar sviptivinds-niðurstreymi skók Boeing 747-risaþotuna skyndilega. „Við höfum lent í ókyrrð í lofti og vélin lækkaði flugið um 300 metra. Það er engin hætta á að við hröpum,“ tjáði flugstjórinn skelf- ingu lostnum farþegunum í hátal- arakerfi vélarinnar. Um leið og ljóst var að margir hefðu slasazt var SLÖSUÐUM farþega úr risaþotu United Airlines-flugfélagsins er hér ekið út í vélin lenti í Tókýó aðfaranótt mánudags. Reuters sjúkrabíl eftir að ákveðið að snúa vélinni við og hún lenti aftur á Narita-alþjóðaflugvell- inum við Tókýó um kl. hálfþijú að staðartíma aðfaranótt gærdagsins, fimm klukkustundum eftir flugtak. Talsmaður flugfélagsins sagði fréttamönnum í Tókýó að meiðsli tíu farþega hefðu reynzt svo alvar- leg að þeir þyrftu að dvelja lengur á sjúkrahúsi en hinir voru útskrifað- ir að lokinni aðhlynningu. Sætisólar ekki spenntar „Matarbakkavagnarnir negldust upp í loftið og skullu síðan niður á okkur,“ sagði einn farþeganna í viðtali við japanska sjónvarpið. Flestir hinna slösuðu höfðu annað- hvort verið sitjandi í sætum sínum án þess að hafa sætisólar spenntar eða verið á gangi um vélina, gjarn- an í grennd við klósettin aftast í henni. Að sögn talsmanns flugfé- lagsins loguðu aðvörunarljós um að farþegum bæri að hafa sætisólarnar spenntar þegar atvikið átti sér stað. Nákvæm rannsókn fer nú fram á atvikinu undir yfirumsjón jap- anskra stjórnvalda, en við þá rann- sókn kunna flugritar vélarinnar - svörtu kassarnir svonefndu - að veita mikilvægar upplýsingar um aðdraganda slyssins og um það hvernig áhöfn vélarinnar brást við. Sérfræðingar bandarískra flug- málayfirvalda (FAA og NTSB) í Washington munu sjá um rann- sóknina á flugritunum. Paulauskas og Adamkus takast á í síðari umferð forsetakosninga í Litháen Spáð jöfnum slag frambjóðenda Morgunblaðið. Vilnius. ÞAR SEM ekki varð úr því skorið í fyrri umferð forsetakosninga í Litháen sem fram fóru 21. þ.m. hver tekur við sem forseti Litháens af Alg- irdas Brazauskas verður næstkomandi sunnu- dag, 4. janúar, efnt til annarrar umferðar kosn- inganna þar sem kjósendur gera upp á milli Arturas Paulauskas, sem er 44 ára og fyrrver- andi saksóknari, og Valdas Adamkus, sem er 71 árs eftirlaunaþegi sem bjó í hálfa öld í Banda- ríkjunum. Samkvæmt endanlegum úrslitum úr fyrri umferð kosninganna hlaut Paulauskas 44,73% atkvæða og Adamkus 27,56%, en stjórnmálaský- rendur telja þó að mjótt verði á mununum milli þeirra þar sem líklegra sé að þau 22% kjósenda sem studdu fjóra af frambjóðendunum sjö - þar á meðal þau tæpu 16% sem féllu í hlut Vytaut- as Landsbergis, forseta litháíska þingsins og fyrrverandi leiðtoga sjálfstæðishreyfingar Litháa - styðji Adamkus frekar en Paulauskas. Það þykir opnari spurning hvað þau tæpu 6% sem studdu sjöunda frambjóðandann, sósíaldemó- kratann Vytenis Andriukaitis, hyggjast gera í síðari umferðinni. Leiðtogar flokks sósíaldemó- krata segja bæði Paulauskas og Adamkus standa fyrir hægrigildi og að þeim sé ekki unnt að mæla með stuðningi við annan hvorn þeirra án fyrirvara. „Við getum ekki ráðlagt fólki neitt,“ sagði Andriukaitis sjálfur að loknum flokks- stjórnarfundi sl. laugardag. Svipað kosningunum 1992 Margt þykir gefa ástæðu til að kosningarnar nú séu bornar saman við kosningarnar 1992. Þá atti Brazauskas, fýrrverandi formaður litháíska kommúnistaflokksins, kappi við Stasys Lozorait- is, litháískan Bandaríkjamann, sem hafði blandað sér með virkum hætti í sjálfstæðisbaráttuna und- an Sovétríkjunum. Nú er staðan sú, að sá fram- bjóðandi sem fékk flest atkvæði í fyrri umferð- inni er maður sem var á sínum tíma boðin seta í miðstjórn kommúnistaflokksins. Þar að auki hefur Brazauskas, sem er um þessar mundir vin- sælasti stjórnmálamaður landsins, lýst eindregn- um stuðningi sínum við Paulauskas. Og 1992 stýrði Adamkus kosningabaráttu Lozoraitis. Þótt líklegra þyki að kjósendur Landsbergis séu hallari undir Ádamkus en Paulauskas er það ekki gefið. Adamkus segist reyndar kæra sig kollóttan um stuðning Landsbergis sjálfs. Hann segist telja að það hafi ekki sízt verið „of virkum stuðningi" Landsbergis, leiðtoga íhaldsflokksins, um að kenna að Lozoraitis tapaði kosningunum 1992. Mörgum hefur mislíkað hvernig Landsbergis hefur komið fram við pólitíska andstæðinga sína og hefur hann ósjaldan orðið fyrir því að vera sakaður um hroka, jafnvel tilhneigingu til alræð- istilburða. í síðustu sjónvarpsumræðunum sem voru sendar út fyrir fyrri umferð kosninganna var Landsbergis sá eini frambjóðendanna sjö sem hafði ekkert jákvætt að segja um eiginleika mótframbjóðendanna. Stjórnmálaskýrendur telja að nú sé kominn tími til þess fyrir íhaldsflokkinn, sem kom mjög vel út í síðustu þingkosningum 1996 og er leið- andi aflið í ríkisstjórn landsins, að reyna að finna sér nýjan formann fljótlega, vilji hann halda vin- sældum meðal kjósenda. VYTAUTAS Landsbergis, for- seti litháíska þingsins, segir í samtali við Morgunblaðið að hann eigi ekki von á að hann gefi aftur kost á sér í kosning- um til embættis forseta. Lands- bergis lenti í þriðja sæti og hlaut einungis 16% atkvæða í fyrri umferð forsetakosning- anna, hinn 21. desember sl. Aðspurður hvaða áhrif úrslit- in í fyrri umferð kosninganna myndu hafa á afskipti hans af stjórnmálum sagði hann erfitt að spá fyrir um framtíðina. „Ég lít ekki á afskipti mín af stjórn- málum sem stjórnmálaferil heldur skyldu. Ég á þó ekki von á að ég bjóði mig aftur fram til æðstu embætta," sagði Landsbergis. Hann sagði kosningarnar vera prófstein á lýðræði í Lithá- en og eiga eftir að hafa áhrif á framtíð og þróun alls Eystra- Landsbergis ekki aftur fram saltssvæðisins. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum öflum, rússneskum og pólskum þjóðerniss- innum, sem vilja nýta þessar kosning- ar til að beina sjón- um Litháa frá Vesturlöndum og horfa í austurátt þess í stað. Þessi öfl styðja Arturas Pa- lauskas. Það væri slæmt ef hann bæri sigur úr býtum Landsbergis vegna þess lýð- skrums er einkennt hefur kosningalof- orð hans og þeirra afla er hafa verið áberandi í stuðnings- mannahópi hans.“ Landsbergis sagði litháískt samfélag hafa orðið að takast á við djúpstæð fé- lagsleg vandamál, er einungis væri hægt að leysa á löngum tíma. Vegna hinna efnahagslegu erfiðleika væri auðveldara fyr- ir vafasöm pólitísk öfl að afla sér stuðnings. „Þessi öfl lofa almenningi skjótum lausnum og betri lífsgæðum. Slíkt er hins vegar óraunhæft.“ Hann sagði málefni á borð við hugsanlega aðild að Evr- ópusambandinu og Atlantshafs- bandalagsins ekki skipta al- menning miklu máli. Éfnahags- málin skyggðu á allt annað. „Við höfum gengið í gegnum fimm erfið ár í forsetatíð Braz- auskas. Bankakreppu og svaka- leg spillingarmál. Sökinni er hins vegar allri skellt á stjórn okkar íhaldsmanna er einungis var við völd síðasta árið af þess- um fimm. Öll árin fimm eru sett á okkar reikning. Við reyndum að koma á umbótum og það iniðar í rétta átt þótt það taki tíma,“ sagði Lands- bergis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.