Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 13 FRETTIR Samkomulag í deilu Kirkjugarð- anna og Líkkistuvinnustofunnar Lauk doktors- prófi í veður- farsfræði • HALLDÓR Bjömsson varði ný- lega doktorsritgerð við haf- og veð- urfræðideild McGill háskóla í Mon- treal, Kanada. Rit- gerðin ber á ensku heitið „A Coupled Zonally Averaged Ocean Sea Ice Atmosphere Model with Applications to Quaternary Cli- mate Variability", og ijallar hún um rannsóknir á sviði veðurfarsfræði. I henni voru tengd saman í eitt lík- an, þrjú einfaldari reiknilíkön. Nán- ar tiltekið var hafstraumalíkan tengt við orkuskiptalíkan af and- rúmsloftinu og einnig við varma- fræðilíkan af hafís. Nýstárlegar aðferðir voru notað- ar til að sýna fram á að hefðbund- in jaðarskilyrði á hafstraumalíkön hafa mikil áhrif á útreiknaðan breytileika hringrásar hafsins og það að tengja hafstraumalíkanið við einfalt líkan af andrúmsloftinu, gerir niðurstöðurnar mun raunveru- legri. Þetta atriði skiptir máli fyrir rannsóknir á náttúrulegum breyti- leika hringrásar hafsins ogt.d. því hvernig hún bregst við hlýnandi loftslagi. Líkaninu var einnig beitt á aðstæður líkar þeim sem voru ríkjandi á lokakafla síðasta kulda- skeiðs. Sérstaklega var athugað hvort hægt væri að framkalla í líkaninu veðurfarssveiflur á við þær sem sjá má í gögnum frá borkjörnum úr Grænlandsjökli. Það er enn á huldu hvað orsakaði þessar veðurfars- sveiflur og sérstaklega er ekki ljóst hvort langvarandi jökulhlaup á síð- ustu ísöld voru orsök eða afleiðing veðurfarssveiflnanna. Leiðbeinandi Halldórs var pró- fessor Lawrence A. Mysak, stofn- andi „Centre for Climate and Glob- al Change Research" við McGill háskóla og fyrrum forsetikana- disku Vísindaakademíunnar. Með- an á náminu stóð hlaut Halldór styrki frá Vísindasjóði Atlants- hafsbandalagsins, frá McGill há- skóla, frá Vísindasjóði Quebec fylkis, auk nokkurra minni styrkja til ferða á sumarnámskeið og ráð- stefnur. Halldór lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986, og B.Sc. prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Islands 1992. Hann starf- aði hjá dr. Þór Jakobssyni á hafís- deild Veðurstofu íslands 1991 til 1992. Auk þess að kenna veðurfræði við McGill háskóla, leggur Halldór nú stund á hafísrannsóknir í Kanada. Það verkefni er hluti af „Norðurvatna-verkefninu", sem er stórt rannsóknarverkefni, styrkt af Vísindasjóði Kanada og beinist það að því að rannsaka hafísvakir sem reglulega myndast nyrst í Labrad- orflóa. Halldór er sonur hjónanna Iðunn- ar Steinsdóttur rithöfundar, og Björns Friðfinnsonar ráðuneytis- stjóra. Hann er kvæntur Helgu Rut Guðmundsdóttur, MA í tónmennt- um og doktorsnema við McGill há- skóla. Þau búa í Montrea! og eiga eina dóttur, Iðunni Ýri. NÁTTFATA- LÍNA SAMKOMULAG var í gær undir- ritað milli Davíðs Ósvaldssonar fyrir hönd Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar annars vegar og stjórnar Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæma hins vegar og er þar með lokið málarekstri vegna deilna sem risið hafa milli þessara fyrirtækja á undanförn- um árum. Að sögn Þórsteins Ragnarsson- ar, forstjóra Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæma, er samkomu- lagið sem undirritað hefur verið trúnaðarmál og því ekki hægt að greina frá í hverju það felst. „Það má segja að báðir aðilar hafi slakað nokkuð á og ekki feng- ið allt sitt fram, en niðurstaðan varð samkomulag um að hætta þessum málaferlum og átökum á þessum vettvangi, og ég held að Norðurlandsvegur í A-Húnavatnssýslu Harður árekstur á brúnni yfir V atnsdalsá Blönduósi. Reykjavík. HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á brúnni yfir Vatnsdalsá um miðjan dag sl. laugardag. Fimm manns voru í bílunum og var það fært til aðhlynningar á sjúkrahús- ið á Blönduósi, en meiðsl á fólki voru ekki talin alvarleg sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- a'r á Blönduósi. Brúin yfir Vatnsdalsá (eða Hnausakvísl) er það sem kallað er einbreið og hafa orðið þar þrjú umferðaróhöpp frá því í septem- ber og hafa orðið alvarleg meiðsl á fólki og mikið eignatjón sam- kvæmt heimildum lögreglunnar á Blönduósi. Það var á heimamönn- um að heyra á slysstað sl. laugar- dag að tími væri kominn til að auka umferðaröryggið og breikka þær brýr sem enn eru einbreiðar í Húnavatnssýslum sem allra fyrst, því fyrir utan lík- ams- og eignaljón raska óhöpp hverskonar á þessum brúm öllum samgöngum um lengri eða skemmri tima. báðir aðilar séu mjög sáttir við niðurstöðuna," sagði Þórsteinn. Deilur um verðlagningu Deilur hafa staðið milli ofan- greindra aðila undanfarin ár um verðlagningu á útfararþjónustu, og í nóvember 1995 dæmdi Hæstirétt- ur Kirkjugarða Reykjavíkurpóf- astsdæma til að greiða Líkkistu- vinnustofu Eyvindar Árnasonar sf. sex milljónir króna auk einnar millj- ónar í málskostnað þar sem Kirkju- garðar Reykjavíkurprófastsdæma hefðu í skjóli niðurgreiðslna með kirkjugarðsgjöldum getað boðið lægra verð en ella og öðlast þar með ótvírætt sterkari stöðu á mark- aðnum, sem hlotið hafi að bitna á Líkkistuvinnustofunni. Líkkistu- vinnustofan hafði hins vegar farið fram á 54 milljónir króna í bætur BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umhverfismálaráðs um að fasteignaskattur verði felldur niður af friðlýstum húsum. Samkvæmt skrá borgarminjavarðar eru rösk- lega 30 hús í einkaeign í Reykjavík friðuð. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks kemur fram að fólk í góðum efnum sem velur að búa í friðlýstum húsum eigi ekki að njóta niðurfellinga fasteignagjalda frá borginni á sama tíma og almennir launþegar njóti ekki slíkrar niður- fellingar hversu vel sem þeir haldi heimilum sínum við. í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista er bent á að hús- verndarnefnd borgarinnar hafí talið og hugðist halda málinu áfram á öðrum forsendum sem ekki höfðu verið teknar inn í dóminn, en sá málatilbúnaður hefur nú verið felld- ur niður með samkomulaginu sem gert hefur verið. Stjórnunarlegur aðskilnaður Angi af þessu deilumáli fór á sínum tíma fyrir samkeppnisráð, en þar var um að ræða stjórnunar- legan þátt Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis og Útfararstofu kirkjugarðanna. Gaf samkeppnis- ráð út tilskipun um stjórnunarlegan aðskilnað á þessari starfsemi og fékkst endanleg niðurstaða í því máli í Hæstarétti í október síðast- liðnum þar sem tilskipun sam- keppnisráðs var staðfest. Samkvæmt því verða sérstakar framkvæmdastjómir yfir daglegum mikilvægt að umbuna þeim eigend- um friðlýstra húsa sem kjósa að nýta þau til að búa í þeim og halda þeim við. í þjóðminjalögum sé heimild til að fella niður fasteigna- gjald af friðuðum húsum og að verið sé að nýta þá heimild í þeim tilgangi að hvetja eigendur friðaðra húsa til að halda þeim vel við og að jafnframt sé búið í þeim. Fram kemur að borgaryfirvöld hafi beitt sér fyrir átaki við að fjölga íbúum í miðborginni og veitt til þess styrki og breytt húsverndunarsjóði úr lánasjóði í styrktarsjóð. Tekið er fram að í hveiju tilvik sé tillit tek- ið til efnahags fólks áður en styrk- ir hafa verið veittir. Þar sé þó um margfalt hærri upphæðir að ræða. rekstri Útfararstofu kirkjugarð- anna annars vegar og Kirkjugörð- unum hins vegar og má sami mað- ur ekki vera framkvæmdastjóri yfir Útfararstofunni og forstjóri yfir Kirkjugörðunum eins og verið hafði. Sama 20 manna stjórn er hins vegar yfir bæði Útfararstof- unni og Kirkjugörðunum eins og áður. Tilskipun samkeppnisráðs var gefín út í september í fyrra og tók hún gildi frá og með síðustu ára- mótum og var því í gildi þegar hæstaréttardómurinn féll. Þórsteinn sagðist vona að mál- efni kirkjugarðanna væru nú komin í farsælan farveg. „Það er örugglega ekki hlutverk þessara aðila að eyða tíma sínum eða peningum í slíkan málarekstur. Það er annað og miklu nytsamlegra við tímann að gera,“ sagði hann. Kona féll í höfnina KONA féll í Reykjavíkurhöfn að- faranótt sl. laugardags og var henni náð upp eftir nokkra stund. Hún var flutt á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur til aðhlynningar en henni varð ekki meint af volk- inu. Vaktmaður í varðskipum til- kynnti lögreglunni í Reykjavík kl. 03:48 á laugardag að heyrst hefði öskur frá kvenmanni og síðan hefði einhver dottið í sjóinn. Lögreglan sendi þegar talsvert !ið á staðinn. Kona sást í sjónizm milli skipa Hafrannsóknastofnunar. Vakt- menn Landhelgisgæslunnar og Hafrannsóknastofnunar fylgdust með konunni og komu henni til hjálpar en lögreglan tók síðan við. Fóru tveir lögreglumenn í sjóbún- ingum á eftir konunni og tókst þeim að koma henni í björgunarbát lögreglunnar sem kóminn var á staðinn. Konan var orðin talsvert þrekuð eftir sjóferðina og flutt á slysadeild til aðhlynningar. ♦ » ♦----- Laumufar- þegi úr landi FARÞEGI, sem laumaði sér um borð i Stuðlafoss í Lettlandi, fannst á öðrum degi siglingarinnar til ís- lands. Við komuna til Helguvíkur tóku fulltrúar frá útlendingaeftirlit- inu á móti manninum og var hann sendur úr landi í fyrradag. Skipið kom að landi snemma á laugardag og tók lögreglan í Kefla- vík á móti manninum ásamt fulltrú- um sýslumanns og útlendingaeftir- lits. Laumufarþeginn, sem ætlaði sér að komast hér í land í atvinnu- leit, hafði ekki vegabréf eða aðra nauðsynlega pappíra og var því ákveðið að senda hann rakleiðis úr landi. -----» ♦ »---- í varðhald til febrúarloka MAÐURINN sem réðst á fullorðinn mann snemma að morgni annars jóladags hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka febrúar. At- burðurinn varð á heimili annars þeirra en mennirnir eru skyldir. Yngri maðurinn veitti hinum tals- verða áverka með hnífi og var hann fluttur til aðgerðar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en síðan á Landspítalann. Hann er enn á spít- ala en hefur ekki verið í lífshættu og er á batavegi. vi!// 1111111111 Lögreglan leitar Steiners LÖGREGLAN i Reykjavík leitar verið haldið uppi fyrirspurnum nú Franklins Steiners, sem Fang- og mannsins leitað en til hans elsismálastofnun kvaddi á Þor- hefur ekki náðst enn. Hefur lög- láksmessu til afplánunar refsing- reglan fengið beiðni um að hand- ar, en hann sinnti því ekki. taka hann hvar sem til hans Að sögn lögreglunnar hefur næst. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á LAUGARDAGINN var þriðja umferðaróhappið á skömmum tíma á brúnni yfir Vatnsdalsá. Enginn fasteigna- skattur af fríð- lýstum húsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.