Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 296. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reynt að afstyra fuglaflensufaraldri Rúmri milljón alifugla Hong Kong. Reuters. YFIRVÓLD í Hong Kong hófust í gær handa við að drepa rúma millj- ón kjúklinga og annarra alifugla til að freista þess að útrýma veirunni, sem veldur „fuglaflensunni" svokölluðu, og afstýra því að sjúk- dómurinn breiddist út. Starfsmenn innanríkisráðuneyt- isins fóru í 160 kjúklingabú, 39 blönduð alifuglabú og tvo heild- sölumarkaði og byrjuðu að drepa 1,3 milljónir kjúklinga og óþekktan fjölda anda, gæsa, dúfna og ann- arra alifugla. Fuglamir voru settir í stóra plastpoka, sem voru fylltir af koltvísýringi. Dauðu fuglamir vom síðan sótthreinsaðir og grafn- ir í jörð. Aður höfðu sölumenn á um þús- und sölubásum matvælamarkaða hafist handa við að drepa alifugla undir eftirliti embættismanna frá heilbrigðisráðuneytinu. Stjórn Hong Kong ákvað á sunnudag að slátra bæri fuglunum til að hindra útbreiðslu fuglaflensunnar, sem hefur kostað slátrað íjóra menn lífið. Vitað er með vissu að níu til viðbótar hafa sýkst og gmnur leikur á að sjö aðrir hafi smitast af veimnni. Alifuglakaupmenn mótmæltu ákvörðun stjómarinnar og sögðu hana valda sér miklum skaða. Stjórnin í Hong Kong ákvað á að- fangadag jóla að banna innflutning á alifuglum frá meginlandi Kína þar sem talið var að veiran kynni að hafa borist þaðan. Faraldur ólíklegur Sérfræðingar segja að svo virð- ist sem veiran breiðist einkum út þegar menn komist í snertingu við sýkta fugla. Aiþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) sagði í gær að rannsóknir á fólki, sem um- gekkst einn þeirra sem smituðust, hefðu leitt í ljós að ólíklegt væri að veiran gæti borist milli manna. Sérfræðingur stofnunarinnar sagði að ekkert benti til þess að hætta væri á miklum faraldri. Reuters DANIEL arap Moi, forseti Kenýa (t.v.), mætir á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosningunum í gær. Forseta- og þingkosningar í Kenýa Asakanir um kosningasvik Nairobi, Sacho. Reuters. FORSETA-, þing- og bæjarstjórn- arkosningar hófust í Kenýa í gær og forsetaefni stjórnarandstöðunnar sökuðu stjórnarflokkinn um kosn- ingasvik og hótuðu að viðurkenna ekki úrslit kosninganna. Loka átti kjörstöðum seinni hluta dags en kjörstjórnin ákvað að fresta lokun þeirra um einn sólarhring vegna veðurs og samgönguerfiðleika af völdum flóða. Forsetaefni stjórn- arandstöðunnar lýstu þeirri ákvörð- un sem tilraun af hálfu stjórnar- flokksins til að hagræða úrslitum kosninganna. Daniel arap Moi forseti sækist eftir endurkjöri fimmta kjörtímabil- ið í röð en samkvæmt breytingum á stjórnarskrá er þetta í síðasta sinn sem hann getur boðið sig fram. Talið er að Mwai Kibaki, fýrrver- andi varaforseti, veiti Moi hvað harðasta keppni. Kibaki, sem er auð- ugur viðskiptajöfur, nýtur stuðnings fjölmenns ættbálks, Kykuu, og varð þriðji í forsetakosningunum árið 1992. Kenneth Matiba, leiðtogi ætt- bálksins, sem þá varð í öðru sæti, tekur ekki þátt í kosningunum nú. Einnig er talið að Charity Ngilu, leiðtogi sósíalistaflokksins SDP, geti veitt forsetanum keppni. Þurfa 25% atkvæða 15 frambjóðendur keppa um for- setaembættið en til að ná kjöri í fyrstu umferð þarf einhver þeirra að fá a.m.k. 25% atkvæða í fimm af átta kjördæmum landsins. Fái enginn slíkt fylgi verður kosið á ný milli tveggja efstu manna innan þriggja vikna. Reuters OPINBERIR starfsmenn í Hong Kong safna saman alifuglum til slátr- unar til að hindra útbreiðslu „fuglaflensunnar“ svokölluðu. Innfædd- um Svíum fækkar Stokkhólmi. Reuters. INNFÆDDUM Svíum fækk- aði á árinu sem er að líða í fyrsta sinn í tæp 190 ár, að sögn sænsku hagstofunnar í gær. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um hagstofunnar fæddust 91.000 börn í Svíþjóð í ár og 4.000 færri en árið áður. 94.000 Svíar dóu hins vegar og þetta er í fyrsta sinn frá 1809 sem tala látinna er hærri en fæðingartalan. Giftingum fækkar íbúar Svíþjóðar eru nú 8,85 milljónir og þeim fjölgaði um 3.000, sem er minnsta fólks- fjölgun í landinu í 14 ár. Svíar tóku við 45.000 innflytjendum, 5.000 fleiri en árið áður, og 39.000 manns fluttu búferlum úr landinu. Að sögn hagstofunnar voi’u giftingar færri en nokkru sinni fyrr, eða 32.000, en fjöldi hjónaskilnaða var óbreyttur frá árinu áður, 21.000. Reuters LIÐSMENN UVF, skæruliðahreyfingar norður-frskra sambandssinna, standa heiðursvörð við kistu fyrrverandi leiðtoga síns, Billys Wrights, sem var myrtur á laugardag. Manndráp á Norður-Irlandi Friðarviðræð- urnar í hættu Beifast. Reuters. Skattar færeyskra sjómanna lækkaðir Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA þingið hefur sam- þykkt að létta skattaálögur á sjó- mönnum, til að koma í veg fyrir að þeir flytji búferlum til útlanda, þar sem skattahlutfallið er hagstæð- ara. Verður skattur á sjómenn lækkaður um 15% í þessu skyni, verkalýðsfélögum til sárrar gremju. Það var Anfinn Kallsberg, sem fer með fjár- og efnahagsmál í fær- eysku landstjórninni, sem lagði skattalækkunina til. Var málið tek- ið fyrir á lögþinginu um helgina og þar kom fram að um áttatíu fær- eyskir sjómenn hafa flutt frá Færeyjum vegna hás skattahlut- falls. Þá var fullyrt á þinginu að íjöldi sjómanna hugsaði sér til hreyfings en þeir hafa m.a. flutt til Noregs. Skattahlutfallið er rétt um 50% í Færeyjum en fram kom í þinginu að færeyskir sjómenn greiddu að- eins um 22,5% skatt í Noregi. Verkalýðsfélög reið Ákvörðun þingins hefur vakið mikla reiði verkalýðsfélaga, að stéttarfélagi sjómanna frátöldu. Hafa um tuttugu félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau mótmæla því að einni starfsstétt sé hyglað á þennan hátt. Hafa verkalýðsfélögin hvatt almenning til að greiða ekki þeim þingmönnum atkvæði í kosn- ingum, sem samþykktu skatta- lækkunina til sjómannanna, en kosið verður til lögþingsins á næsta ári. MO Mowlam, sem fer með málefni Norður-írlands í bresku stjórninni, efndi í gær til skyndifunda með lög- reglustjórum og yfirmönnum norð- ur-írskra fangelsa vegna tveggja manndrápa um helgina sem hafa stefnt friðarviðræðunum í Belfast í hættu. Mowlam kvaðst sannfærð um að drápin yrðu ekki til þess að friðar- viðræðurnar færu út um þúfur en viðurkenndi að framundan væru mjög erfiðir tímar á Norður-írlandi, þar sem öfgamenn úr röðum mót- mælenda og kaþólikka hafa virt vopnahlé helstu skæruliðahreyfmg- anna að vettugi. Billy Wright, einn hættulegasti hermdarverkamaður norður-írskra sambandssinna, var skotinn til bana í Maze-fangelsinu á laugardag og nokkrum klukkustundum síðar hefndi hreyfing hans, UVF, dráps- ins með því að skjóta liðsmann Irska lýðveldishersins, IRA, til bana fyrir utan hótel í Belfast. Þrír menn hafa verið ákærðir fyr- ir morðið á Wright og voru leiddir fyrir rétt í Lisburn, nálægt Belfast, í gær. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og verða leiddir aft- ur fyrir rétt 14. janúar. INLA hætti ofbeldisverkunum INLA, klofningshópur úr IRA, lýsti morðinu á Wright á hendur sér. Martin McGuinness, aðalsamn- ingamaður Sinn Fein, stjórnmála- flokks IRA, hvatti INLA til að láta af ofbeldisverkunum og lýsa yfir stuðningi við friðarviðræðurnar í Belfast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.