Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Leitað er leiða til að verða við krofum ungra lækna Lausn ekki í sjónmáli JÓHANNES Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, segir að lausn sé ekki í sjón- máli í kjaradeilu ungra lækna. Verið sé að skoða hvaða leiðir sé hægt að fara til að leysa málið og flest bendi til að sú skoðun taki nokkra daga. Ungir læknar hafa óskað eftir fundi með Friðriki Sophussyni fjármála- ráðherra til að skýra sjónarmið sín. Kjaramál ungra lækna hafa ratað í hálfgert öngstræti. Áður en samn- ingar voru gerðir milli Læknafé- lagsins og stjómvalda 2. desember sl. höfðu flest allir ungir læknar sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör, vinnutíma og við- brögð stjómvalda við kröfum þeirra. Ungir læknar urðu fyrir vonbrigðum með kjarasamninginn og létu það koma fram við undirrit- un hans. Strax komu fram yfirlýs- ingar um að samþykkt samningsins myndi ekki breyta neinu um þá ákvörðun ungra lækna að hætta störfum. Það dró ekki úr læknunum hvað varðar uppsagnirnar þegar í Ijós kom að samningurinn hafði ver- ið felldur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Neita að starfa eftir nýsam- þykktum samningi Breytingar á samningnum, sem gerðar vora fyrir milligöngu ríkis- sáttasemjara, dugðu ekki til að slá á óánægju ungra lækna. Miðlunartil- laga sáttasemjara var hins vegar samþykkt á SHR. Staðan á spítöl- unum er því þannig að búið er að gera kjarasamning við sjúkrahús- lækna, en hluti læknanna, þ.e.a.s. ungir læknar, neitar að starfa eftir samningnum. Það veldur að vissu leyti erfið- leikum við lausn málsins að það er ekki sjálfgefið hver á að leysa það. Fjármálaráðuneytið er búið að gera kjarasamning og búið er að sam- þykkja hann af öllum aðilum. Heil- brigðisráðuneytið leggur áherslu á að málið verði leyst innan spítal- anna, en stjórnendur spítalanna segjast ekki hafa þá fjármuni sem þurfi að leggja fram til að hægt sé að leysa það. Þeir segja að í reynd sé þetta kjarasamningsmál og það verði því ekki leyst nema fjármála- ráðuneytið komi að málinu. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, lagði áherslu á það fyrir jól að formlega séð væri engin kjaradeila í gangi. Búið væri að gera kjarasamning og það væri spítalanna að framkvæma hann. Hann benti jafnframt á að kjarasamningurinn gerði beinlínis ráð fyrir ákveðnu svigrúmi til samn- inga við unga lækna. Þeir ynnu óhóflega yfirvinnu sem allir væra sammála um að draga þyrfti úr með breyttu vinnufyrirkomulagi. Eftir væri að útfæra þessa breytingu. Svigrúm spítalanna er lítið Það er hins vegar greinilegt að stjómendur spítalanna telja að þeir hafi mjög lítið svigrúm til að semja við unga lækna um betri kjör. Spít- alarnir geti ekki farið að stofna til nýrra útgjalda þegar ljóst sé að það vanti nokkur hundrað milljónir inn í rekstur þeirra á nýju ári. Jóhannes M. Gunnarsson sagði að margt benti til að fara þyrfti óhefðbundnar leiðir til að leysa þetta mál. Verið væri að skoða állar leiðir til lausnar, en ekki væri búið að leggja neinn grundvöll að lausn. Málið snerist um peninga, en hann vildi ekki svara því hvort þetta mál yrði leyst á annan hátt en að spítal- arnir fengju sérstaka fjárveitingu til að greiða þann kostnað sem hlýst af sérsamningi við unga lækna. Óska eftir fundi með fjármálaráðherra Ungir læknar, sem sagt hafa upp störfum, komu saman til óformlegs fundar í gær. Fram kom á fundin- um að þeir hafa farið fram á form- legan fund með Friðrild Sophussyni fj ármálaráðherra. í dag er einnig fyrirhugaður fund- ur með kennslustjórum spítalanna þar sem rætt verður um hveijir eigi að leiðbeina læknanemum eftir ára- mót. Tryggvi Helgason, einn þeirra ungu lækna sem sagt hafa upp störfum, sagði að það væri eitt af hlutverkum ungra lækna að taka á móti læknanemum og leiðbeina þeim inni á spítölunum. Ef ungir læknar yrðu ekld til staðar myndi það auka enn á erfiðleika spítal- anna. Tryggvi sagði mikilvægt að reynt yrði að leysa deiluna hið fyrsta. Krafa ungra lækna væri að yfir- vinnuprósenta, sem lækkuð var í síðustu kjarasamningum, yrði hækkuð á ný. Ungir læknar væra ekki tilbúnir til að gefa afslátt af vinnu sinni. Hafa þyrfti í huga að ungir læknar væru að vinna 100-200 yfirvinnutíma á mánuði þannig að yfu-vinnuprósenta skipti gríðarlega miklu máli varðandi launakjör þeirra. Samkomulag Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri við unga lækna sem þar starfa virðist ekki ætla að flýta fyrir lausn málsins. Samkomu- lagið fól í sér greiðslur fyrir vinnu sem unnin er utan dagvinnutíma, en ekki var hreyft við yfirvinnupró- sentu. Stjómendur Sjúkrahússins á Akranesi buðu þeim þremur aðstoð- arlæknum sem þar störfuðu óbreytta yfirvúnnuprósentu út des- embermánuð, en því var hafnað vegna þess að tilboðið átti aðeins að gilda fram að áramótum. Þar hafa engir aðstoðarlæknar verið við störf undanfamar vikur og hefur það valdið verulegum óþægindum að sögn Sigurðar K. Péturssonar, sér- fræðings á Sjúkrahúsi Akraness. Hann sagði að spítalinn myndi ekki hafa framkvæði að því að leysa deil- una, en bíða eftir því hvað stóra sjúkrahúsin í Reykjavík gerðu. UNGIR læknar komu saman til óformlegs fundar i gær til að fara yfir stöðuna í kjaramálum sfnum. Mikið álag MIKIÐ álag var á læknum á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur um jóiin. Sérfræðingar af öðrum deildum spítalans hafa gengið vaktir í fjarveru ungra lækna, en samt hafa vaktimar ekki verið fullmannaðar læknum. Að sögn Friðriks Sigurbergs- sonar, sérfræðings á slysadeild, var mikið álag á aðfangadag, en hins vegar sagði hann að aðfanga- dagskvöld hefði verið rólegt og jóladagur hefði sömuleiðis verið rólegur. Á annan í jólum hefði aft- ur á móti verið nyög mikið að gera. Starfsfólk siysadeildar hefði orðið áþreifanlega vart við að margir hefðu farið út að skemmta sér. Friðrik sagði að álagið á deildina um jólin hefði verið eins og við mátti búast. Það reyndi hins vegar mikið á læknana vegna þess að færri voru á vakt en venjulega. Það skipti þó máli að á slysadeild allir læknamir byggju yfir mikilli reynslu. Um helmingur þeirra lækna sem sinnt hafa störfum á slysadeild vinna á öðmm deildum spítalans. Friðrik sagði að starfsemi spítal- ans væri hægari um jólahátíðira- ar og því væri kannski ekki hægt að tala um að uppsagnir ungra lækna hefðu komið mikið niður á starfsemi þessara deilda. Uppsagnir ungra lækna myndu hins vegar núna fijótlega fara að hafa umtalsverð áhrif á starfsemi annarra deilda vegna þess að sérfræðingar væru önnum kafnir í verkum á slysadeild. Friðrik sagði að búið væri að skipuleggja vaktir á slysadeild fram yfir ára- mót, en ef ungir læknar kæmu ekki til starfa yrði væntanlega reynt að Ieysa málin á slysadeild áfram með vinnu sérfræðinga af öðrum deildum. FREYR og læknirinn Kirster Ekblad (kallaður Malte) dæla upp vatni á bláísnum undir fjallinu Basen. Freyr krýpur við holuna sem búið er að höggva í ísinn og Malte er við bflinn. Blár ísinn dregin- í sig meiri sól- varma en snjór og það verður bráðnun en yfirborðið helst frosið vegna loftkælingar. Bláíssvæði myndast í skjóli fyrir höfuðáttum við fjöll þar sem lítil úrkoma er. Jarðskjálftinn varð kl. 10:37 að morgni mánudags og var hann 3,5 á Richter-kvarða. Upptök hans voru um 2 km norðan Hveragerðis, við bæinn Reykjakot. Þorláks-' höfn Jörð skalf í Hvera- gerði JARÐSKJÁLFTI af stærðinni 3,5 á Richter-kvarða varð kl. 10.37 rétt norðaustur af Hveragerði í gær. i Barði Þorkelsson jarðfræðingur á Veðurstofu Islands segir að þetta sé með stærri atburðum á þessu I svæði þau þrjú og hálft ár sem jarðskjálftavirkni hefur verið þar. Þama hafa reyndar orðið stærri skjálftar, eða allt upp undir 4,5. Barði segir að skjálftinn hafi fundist vel víða um vestanvert Suð- urland. Upptök hans voru um tvo km norðaustur af Hveragerði. Hans varð t.d. vart á Akranesi. Til- tölulega rólegt hefur verið á svæð- inu síðustu vikumar. í kjölfar stærsta skjálftans í gær komu margir mun minni eftirskjálftar. Heimamenn lýstu jarðskjálftan- um sem snöggu höggi. Ekki er vit- að til að skemmdir hafi orðið á hús- um og húsbúnaði í bænum. ----------------- Jeppaleiðangur á Suð- urskautslandið Of hlýtt til að bora OF hlýtt hefur verið á Suður- skautslandinu undanfama daga til þess að bora í ísinn eins og ráðgert var. íslensku þátttakendumir í leiðangrinum láta vel af sér og fóru j dagamir milli jóla og nýárs að mestu í að setja upp loftnet og í ýmis önnur verk. 2-5 gráða frost hefur verið á slóðum leiðangurs- manna síðustu daga, sól og stinn- ingskaldi. Freyr Jónsson, annar íslending- anna, í sænska suðurskautsleið- angrinum, smíðaði loftnetsfestingu fyrir inmarsat-B símann og einnig þurfti að styrkja loftnetið sjálft til að það þoli vind. Um leið var smíð- uð festing á gáminn sem þeir félag- ar munu dveljast í uppi á háslétt- unni. Leiðangursmenn telja að það fari að kólna aftur seinni hluta jan- úar og er stefnt að því fara 3. janú- ar nk. upp á hásléttuna. Truflanir hafa verið á íssjá leið- angursmanna og hefur Jón Svan- þórsson, hinn íslendingurinn í leið- angrinum, unnið að því að útiloka þær. Freyr eyddi hálfum síðasta sunnudegi uppi í mastri og reyndi að koma fyrir inmarsat-B loftnet- inu. Það tókst að festa loftnetið að lokum og hafa þeir félagar nú feng- ið betri og fljótvirkari fjarskipti en áður. Jafnframt er orðið ódýrara og fljótlegra að senda tölvupóst um nýja símann og er nýja póstfangið 1É expedition .polar.se. Unnt er að fylgjast nánar með leiðangrinum á vefslóðinni http://www.mbl.is/sudurskaut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.