Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Laugargatatvö 1947-1997 ^mðvikU(/ó - kjarni málsins! Engar olíu- birgðir í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. ENGAR olíubirgðir hafa verið til í Grímsey frá því fyrri hluta desem- bermánaðar. Um miðjan mánuðinn tók Stapafellið niðri í innsiglingunni að höfninni þegar það var að koma til að losa olíu. Ekki var hægt að skipa olíunni í land, en ferjan Sæfari hefur komið með 8.500 lítra af olíu í þrí- gang frá því skipið tók niðri. Raf- stöðin í eynni notar á milli 700 og 800 lítra af olíu á sólarhring nú í desem- bermánuði, en hún sér öllum húsum í eynni fyrir kyndingu. I fyi’stu var olíubíll fiuttur með ferjunni, en nú hefur verið komið fyrir olíutanki um borð í Sæfara. Vanalega eru til um 200 þúsund lítr- ar af olíu í birgðatanki, en olían er nú flutt jöfnum höndum til eyjarinnar. Veður hefur verið með ágætum yf- ir jólin, dálítil rigning og austankaldi á aðfangadag og jóladag, en að öðru leyti gott. ----------------- Losaði land- festar skipa SKIPVERJI á grænlenskum togara sem nú er í viðgerð hjá Slippstöðinni tók sig til snemma á sunnudags- morgun og losaði landfestar á þrem- ur skipum sem lágu í Fiskihöfninni. Vaktmaður kom að manninum þar sem hann var í óða önn að losa land- festai-nar og tilkynnti um atburðinn til lögreglu. Hafði honum þá tekist af losa þrjár af fjóram landfestum þriggja skipa. Grænlendingurinn sem var mjög ölvaður var handtek- inn og gisti fangageymslu en ekki hefur að sögn lögreglu komið í ljós hvað honum gekk til. Akureyrarkirkja Hátíðartón- leikar TJARNARKVARTETTINN held- ur hátíðartónleika í Akureyrar- kirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 30. desember og hefjast þeir kl. 21. Á efnisskránni er íslensk kirkju- tónlist frá ýmsum tímum og jólalög, íslensk og erlend. Meðal verka má nefna gamla sálma í útsetningum Hallgríms Helgasonar og Marteins H. Friðrikssonar, Maríuvers eftir Atla Heimi Sveinsson, sálma eftir Þorkel Sigurbjörnsson og jólalög eftir Jón Ásgeirsson og fleiri. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 fyrir nema og ellilífeyrisþega. Þetta yndislega hús er til sölu! Maja og Venni reistu sér húsið 1947 eftir teikningu Þóris Baldvinssonar arkitekts. Vandað og formfagurt hús á frábærri ióð. Fyrst um sinn veita upplýsingar. Guðbjörg Inga og Sigmundur Rafn 4-6-12-6-12, 462 2900, 896 0 396 Tvær ára- mótabrennur TVÆR áramótabrennur verða á Akureyri líkt og venja hefur verið síðustu ár. Önnur við Réttar- hvamm og hin á Bárufellsklöpp- um, þar sem þessi mynd var tekin af tveimur ungum piltum sem ásamt öðrum börnum í hverfinu hafa safnað saman eldsmat á brennuna siðustu vikur. Kveikt verður í brennunum kl. 20 á gamlárskvöld. Skátar munu efna til veglegrar flugeldasýningar við brennuna í Réttarhvammi og ef tekið er mið af sýningu síðasta árs verður enginn svikinn sem fylgist með henni. Aldrei fleiri íslandsmeistarar en á þessu ári ÍSAK J. Guðmann, Knútur Ottersted og Gunnur Gunnarsdóttir hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín í þágu íþróttanna. s Omar Halldórs- son kylfingur íþróttamaður Akureyrar ÓMAR Halldórsson kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar var kjörinn Iþróttamaður Akureyrar við at- höfn sem efnt var til í íþróttahöll- inni á Akureyri á sunnudag. Ómar þykir með efnilegri kylfingum á landinu, en hann er núverandi Evr- ópumeistari unglinga í golfi. I öðru sæti varð Dagný Krist- jánsdóttir skíðamaður, handknatt- leiksmaðurinn Björgvin Þór Björg- vinsson varð í þriðja sæti, Sigurður Sveinn Sigurðsson skautamaður í því fjórða og Höskuldur Jóusson hestamaður varð í fimmta sæti. I hófinu var öllum þeim sem unnu Islandsmeistaratitil á árinu veitt viðurkenning, en þeir voru Morgunblaðið/Bjöm Gíslason ÓMAR Halldórsson, Golfklúbbi Akureyrar, var kjörinn íþrótta- maður Akureyrar. 290 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Fyrst þegar slík viðurkenn- ing var veitt árið 1990 hlutu hana innan við 100 manns, en fram kom í máli Þórarins E. Sveinssonar for- manns íþrótta- og tómstundaráðs að á Akureyri væri íþróttastarf öfl- ugt og það hefði skilað ríkulegum árangri. Úthlutun fór einnig fram úr Af- reks- og styrktarsjóði Akureyrar en alls var veitt ein milljón króna til fjölda félaga og einstaklinga sem unnu til afreka á árinu. Þrír hlutu viðurkenningu Þá hlutu þau ísak J. Guðmann, Knútur Ottersted og Gunnur Gunn- arsdóttir sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín í þágu íþróttafélaga á liðnum árum, bæði Isak og Knút- ur hafa gegnt formennsku í íþróttabandalagi Akureyrar og lát- ið til sín taka í félagsmálum, en það hefur Gunnur einnig gert auk þess að vera um árabil formaður Fim- leikaráðs Akureyrar. Morgunblaðið/Björn Gíslason MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Hátíð- arguðsþjónusta í Hlíð kl. 16 á gamlársdag. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth. Aftansöngur í Akur- eyrarkirkju kl. 18, félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Sigríður Elliðadóttir syngur einsöng. Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á nýársdag. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Michael Jón Clarke syngur ein- söng. Sveinn Sigurbjörnsson leikur á trompet. Hátíðarguðs- þjónusta á Fjórðungssjúkra- húsinu kl. 17 á nýársdag. GLERÁRKIRKJA: Aftansögnur kl. 18 á gamlársdag, sr. Haukur Ágústsson predikar. Hátíðar- messa kl. 14 á nýársdag, Þuríður Vilhjálmsdóttir syngur einsöng. Fjölskylduguðsþjón- usta 4. janúar kl. 14, Barnakór Glerárkirkju syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Opið hús frá kl. 22 á gamlárskvöld, bæn fyrir nýju ári kl. 23. Hátið- arsamkoma kl. 17 á nýársdag. Jólafagnaður á dvalarheimilinu Hlíð kl. 14 á föstudag, 2. janú- ar. Jólafagnaður fyrir hermenn, Hjálparflokk og Heimilasam- band. Jólaskemmtun fyrir ung- lingaklúbbinn á þriðjudag. HRfSEYJARPRESTAKALL: Aftansöngur verður í Stærri-Ár- skógskirkju á gamlársdag kl. 16. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjöl- skyldusamvera á gamlárskvöld frá kl. 22, þar sem slegið verð- ur á létta strengi, sýndur leik- þáttur, farið í leiki og margt fleira. Opið öllum sem vilja koma og eiga saman ánægju- lega stund. Hátíðarsamkoma á nýársdag kl. 14, G. Theodór Birgisson predikar. KFUM og K: Hátíðarsamkoma á nýársdag kl. 20.30. Ræðu- maður Sigríður Halldórsdóttir. LAUFÁSPRESTAKALL: Aftan- söngur í Grenivíkurkirkju kl. 18. á gamlársdag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Munkaþverárkirkju kl. 13.30 á gamlársdag. i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.