Morgunblaðið - 30.12.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997
MORGUNBLADIÐ
LANDIÐ
Jólavaka unglinganna
Hofsósi - Á síðasta sunnudegi að-
ventu stóðu nemendur 8., 9. og 10.
bekkjar Grunnskólans á Hofsósi
fyrir hátíðlegri jólavöku í félags-
heimilinu Höfðaborg og var sá hátt-
ur nýbreytni í samkomuhaldi á
svæðinu. Jólavökuna skipulagði
unga fólkið undir merkjum æsku-
lýðsstarfs á vegum sveitarfélagsins,
með dyggri aðstoð tómstundafull-
trúanna Hlínar Bolladóttur og Egils
Arnar Arnarsonar.
Aðalsalur félagsheimilisins var í
skreyttur eins og heyrir til á jólum
og myndarlegt jólatré prýddi sviðs-
myndina. Efnisdagskráin var fjöl-
breytt og unglingarnir stóðu sig
með sóma við að opna hátíðina,
kynna og flytja dagskrána. Unga
fólkið las frumsamin ljóð og sögur,
flutti velvalið efni eftir ýmsa höf-
unda og lék á margvísleg hljóðfæri.
Margir unglinganna stunda nám í
Tónlistarskóla Skagafjarðar undir
stjórn Önnu Jónsdóttur og nutu að-
stoðar hennar þetta kvöld. Til liðs
við sig fékk jólavökufólk einnig
vígslubiskup Hólastiftis, séra Bolla
Gústavsson, sem fluttí sögu, og þá
Álftagerðisbræður Pétur og Sigfús
Péturssyni, sem við undirleik Stef-
áns Gíslasonar sungu lög sem
hæfðu stað og stund.
Gestum á jóiavöku þótti eftirtekt-
arvert hve faglega unglingarnir
unnu við að gera jólavökuna sem
hátíðlegasta. Allir höfðu einhverju
hlutverki að gegna í dagskrá eða við
umsjón veitinga. Tómstundafulltrú-
arnir vildu taka fram að tilgangur
jólavökunnar væri ekki síst sá að
vekja athygli á jákvæðu starfi ung-
linganna. Hátt í hundrað gestir
sýndu að því takmarki var náð. í
dagskrárlok kom unga fólkið fram í
einum hópi á sviðið. Hver og einn
bar kertaljós og hópurinn leiddi
söng í rökkvuðum salnum. Þar
hljómaði „Heims um ból, helg eru
jól“ og jólavökugestir tóku undir
einum rómi.
Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir
ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR Pétur og Sigfús Péturssynir sungu lög við
undirleik Stefáns Gíslasonar.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Gamall
Willys í nýju
hlutverki
Neskaupstað - Jólaskreytingar
aukast hér á hverju ári bæði hjá
einstaklingum og fyrirtækjum. Á og
við sum húsin í bænum má segja að
heilu listaverkin séu búin til úr
ljósaseríum.
í garðinum við Nesgötu 33 þar
sem feðgarnir Geir Guðnason og
Guðni Geirsson búa ásamt fjöl-
skyldum, gegnir Willys-jeppi á sex-
tugsaldri því hlutverki að vera með
frumlegustu jólaskreytingunum í
bænum þó eflaust hafi þessi 51 árs
gamli jeppi gegnt veigameiri hlut-
verkum á sínum „yngri" árum.
Jólablað
Fréttabúa
ÚT ER komið jólablað Fréttabúa,
héraðsblaðs Vestur-Skaftfellinga
1997. Meðal efnis í blaðinu er
greinin „Skaftfellskt atvinnulíf ‘
sem er um sumarheimsókn að
Eystra-Hrauni og er það fjórði
hluti. Þá er þáttur í samantekt
Guðgeirs Sumarliðasonar frá feðg-
um í Meðallandi, sem hann nefnir
„Hólmasel, kirkjustaður Meðal-
íendinga 1751-1783.
í ritinu er fyrsti hluti þáttar er
nefnist Búvélainnflytjendur, og er
það Árni Gestsson, fyrrv. forstjóri
Glóbusar, er segir frá ætt sinni og
uppruna og tilurð þess að hann fór
út í verslunarrekstur. í næsta
þætti um Árna Gestsson verður
greint frá sögu og þróun Glóbusar
hf. í 50 ár og brautryðjendastarfí
Árna í innflutningi fjölmargra véla
og tækja fyrir íslenskan landbún-
að.
Þá er grein er ber heitið „Um-
burðarbréf1 sem er skrifað rétt
upp úr aldamótunum síðustu af
Bergi Helgasyni frá Fossi á Síðu,
en umburðarbréfið er heilræði til
sveitunganna á hörðum vetri, e.t.v.
eftir lélegt heyskaparsumar.
Einnig er fjallað um höfundinn,
Berg Helgason, ævi hans og störf.
Aldarminning er í blaðinu um
hjónin frá Skeiðflöt, Ólaf Gríms-
son, sem fæddur var 1897, og konu
hans, Sigurbjörtu Sigríði Jónsdótt-
m-, sem fædd var 1894.
Fastur liður í blaðinu er Aldaraf-
mæli tæknivæðingar í íslenskum
landbúnaði og er Jiað XIV þáttur í
umsjá Friðjóns Árnasonar í Mel-
gerði í Borgarfirði. Margvíslegt
annað efni er í ritinu.
x/erðdæwi'-
ArcticCatZR6°°;
R . . n1Q 000 kr.
Verð l.Ol’* , 75okr.
sssssg-
60 mánaða lánstima.
Arctic Cat á einstökum kjörum
Nú býðst þér tækifæri til að upplifa þá einstöku tilfinningu að þeysa um
á alvöru vélsleða því þér bjóðast afar hagstæð greiðslukjör á Arctic
Cat vélsleðunum; allt að 75% lánshlutfall til 60 mánaða.
B&L • Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13 • sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 • netfang bl@bl.is • veffang www.bl.is
ARG1CCAT
I golfi á
aðfangadag
Hrunamannahreppi - Allir hér um
slóðir, sem annarsstaðar á landinu,
hafa lofað þá góðu veðráttu sem
verið hefur í nóvember og desem-
ber. Auk þess að notfæra sér góðar
samgöngur í blíðunni hafa menn
sést fram að þessu sinna jarðrækt-
arstörfum og húsabyggingum. Það
notfæra sér einnig margir góða
veðráttu til útivistar. Fréttaritari
hitti þessa knáu golfara á Selsvelli
sem er skammt frá Flúðum á að-
fangadag. Þeir hafa stundað golf
allmikið það sem af er vetri og sögð-
ust vera að æfa fyrir golfmót sem
jafnan er haldið á vellinum gamlárs-
dag. Þeir eru frá vinstri: Emil
Gunnlaugsson, Jóhannes Sigmunds-
son, Pétur Skarphéðinsson, Þórður
Þórðarson og Karl Gunnlaugsson.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Morgunblaðið/Ragnheiður
HEIMIR Sveinsson tekur við gjöf sinni úr hendi Helga Halldórssonar.
S
Ovæntur
jólaglaðningur
Egilsstöðum - Tuttugu og sex
Egilsstaðabúar urðu skemmti-
lega toginleitir síðasta laugardag
fyrir jól þegar bankað var upp á
hjá þeim og þeim færður jóla-
pakki, ekki af einum af þessum
venjulegu jólasveinum, heldur
Helga Halldórssyni bæjarsljóra.
Þessir bæjarbúar áttu það allir
sameiginlegt að verða fimmtugir
á árinu eins og Egilsstaðabær.
Af því tiiefni færði Helgi þeim
gjöf frá sveitarfélaginu; kerti og
spil að gömlum íslenskum sið;
spilin í sérhannaðri öskju frá
handverkshúsinu Randahn með
merki bæjarins innan í lokinu, en
kertin í stjaka úr líparíti.
Til gamans má geta þess að að-
eins tveir úr hópnum, þeir Frið-
rik Ingvarsson og Guttormur
Metúsalemsson, eru fæddir á
Egilsstöðum og tvö önnur, þau
Edda Sigfúsdóttir og Eyþór
Olafsson, hafa búið þar siðan í
bernsku.